Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. Iþróttir Einar valinn Fjóla Ólafsdóttír, tíml Úlfar Jónsson,golf........... Kristján Arason, handkn...... Alfreð Gíslason, handkn...... Arnór Guðjohnsen, knattsp.... Ásgeir Sigurvinsson, knattsp... Atli Eðvaldsson, knattsp..... Einar Þorvarðarson, knattsp.... Þorg. Óttar Mathiesen, handkn Ragnheiður Runólfsd., sund... Geir Sveinsson, handkn....... Einar Vilhjálmsson, UÍA, iþróttamaður ársíns 1988. • Bjarki Sigurðsson skorar hér glæsimark í la mæta Dönum í kvöld og annað kvöld. Hverjii hlutgei Þegar kjör íþróttamanns ársins hefur borið á góma að undaníornu hefur mönnum orðið tíð- rætt um fatlaöa íþróttamenn og hvort ai'rek þeirra skuli metin til jafns við árangur ófatlaðra. I hnotskurn hefur umræðan snúist um það hvort heimsmethaflnn og gulldrengurinn frá ólympíu- leikum (eða heimsleikum) fatlaöra, Haukur Gunnarsson, væri verðugur handhafi þessa æðsta titils sem íslenskur íþróttamaður er sæmd- ur ár hvert. í kjöri því, sem lýst var í gær, hafn- aði Haukur í þriðja sæti en fyrirfram virtist sem almenningur væri ekki í vafa um að styttan eftir- sótta myndi falla honum í skaut. íþróttamaður ársins er valinn úr breiðum hópi fólks sem leggur stund á hinar ólíkustu íþrótta- greinar og árangur þess borinn saman, eftír því sem hægt er. Það gefur augaleið að erfltt er að bera saman tággranna fimleikastúlku og.tröll- vaxinn lyftingamann, skíðamann og handknatt- leiksmann, og jafnvel kúluvarpara og sprett- hlaupara þótt tveir þeir síðastnefndu tilheyri samheitinu frjálsar íþróttir. Það er ekki til einn algildur mælikvarði sem hægt er að leggja á alla íþróttamenn - nema kannski árangur á heimsmælikvarða innan hverrar greinar fyrir sig. Sú flokkun getur líka verið erfið, ekki síst þegar reynt er að bera sam- an keppendur í ílokkaíþróttum og einstakhngs- íþróttum og bera afrek í „minnihlutagrein“ sam- an við afrek í þeim greinum sem mestrar hylli og útbreiðslu njóta. Vissulega eru fatlaðir íþróttamenn mikill minnihlutahópur. Þeir eru flokkaðir niður eftir því hver fótlunin er og því er keppt um fjölda gullverðlauna í hverri einstakri grein. Haukur stendur samt vel að vígi í þessu tilfelli þar sem hans flokkur var mjög fjölmennur í Seoul. Það þarf líka aö gæta þess, þegar afrek hans og ann- arra fatlaðra eru metin, að samúð og tilfinninga- semi ráði ekki mati manna - sá fatlaði á ekki að fá atkvæði vegna þess að hann er fatlaður heldur vegna þess árangurs sem hann hefur náð. Það sama á aö sjálfsögðu aö gilda um alla aðra. En minnihlutahóparnir eru íleiri þegar betur er að gáð. Hver er t.d. staða handknattleiks á alþjóðamælikvarða? Hún er ekki glæsileg, það eru aðeins 16-18 þjóðir sem teljast boðlegar til keppni á stórmótum. í fjölmörgum löndum þekk- ist íþróttin alls ekki og í enn fleirum þar sem lögð er stund á hana veit almenningur jafnmikið um hana og íslendingar vita um sundknattleik. Aðeins á íslandi og í Austur-Þýskalandi nær hún þeim sessi að vera önnur vinsælasta íþróttagrein- in sem iökuð er - annars staðar er hún mun neðar á listanum. Sá sem vill útiloka fatlaða íþróttamenn frá kjörinu hlýtur að meta hand- knattleiksmenn út frá sömu forsendum, eða hvað? Svona er hægt að halda áfram - spjótkastið er minnihlutagrein innan frjálsu íþróttanna sem sést vel á því að hún var ekki á dagskrá Grand-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.