Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. 11 Utlönd Þaö er draumur að vera með dáta. Amerískir dátar góðir til undaneldis Það er hægt að kaupa börn í hverfinu við bandarísku flotastöðina Subic á Filippseyjum. Börnin, sem keypt eru hæsta verði, eiga bandaríska her- menn að fóður og filippseyskar mæð- ur. „Mesta eftírspumin er eftir börn- um sem eru með amerískt útlit,“ seg- ir Vivian Bernales við fréttamann Reuters. Kærasti Vivian var bandarískur sjóliði og var hún komin íjóra mán- uði á leið þegar hann fór frá henni. Hún var dansari í næturklúbbi og átti erfitt með að sjá sér farboða þeg- ar hún varð ólétt og kærastinn var farinn á sjóinn. Vivian fékk tilboð frá barnlausum hjónum um að ganga með barnið og gefa þeim það við fæöingu. Vivian féllst á tilboðið og þáði leigu fyrir að ganga með barnið sitt. Barnið fædd- ist á laun og hjónin skrifuðu upp á pappíra sem sönnuðu að þau ættu barnið. Barnasala blómgast Vivian er 26 ára og hún er ein af mörgum filippseyskum vændiskon- um og knæpustúlkum sem starfa nálægt bandarísku herstöðinni Subic og hafa selt frá sér börnin sín. Sala á börnum af blönduöum kyn- þætti Asíubúa og amerískra her- manna er blómleg í borginni sem liggur vestur af Manillu, höfuðborg Fihppseyja. Herstöðin er önnur tveggja sÚkra á Filippseyjum og sam- tals eru þar yfir 50 þúsund banda- rískir hermenn og borgarar. Ekki er hægt að vita með vissu hve mörg börn ganga kaupum og sölum. Þessi verslun er ólögleg en mörg barnlaus hjón kjósa engu að síður að komast yfir börn með þessum hætti. Það fylgir mikil skriffinnska og langur biðtími að fá kjörbörn eftir löglegri leið. Það bætir ekki úr skák að oft þarf að múta embættismönn- um til að fá afgreidda umsókn um kjörbarn. Fyrir skömmu var þýsk kona handtekin fyrir að reka umfangs- mikla verslun með börn. Þau voru keypt á Filippseyjum og síðan seld til Evrópu. Konunni var vísað úr landi. Flestir kaupendurnir eru búsettir á Filippseyjum. Það er ekki óalgengt að efnaðir Filippseyingar kaupi börnin og stundum eru þaö banda- rískir dátar sem eru giftir filipps- eyskum stúlkum. Börn eru ódýr Börn eru ódýr á Filippseyjum. Oft- Blönduð börn eru best í sölu. Amer- íski svipurinn eykur verðgildi þeirra. ast borga kaupendur sjúkrahúsvist og fæðingarkostnað móðurinnar og einhverja framfærslu á meðan hún nær sér eftir fæðinguna. Vinkona Vivian, kölluð Pemby, seldi bláeygan son sinn fyrir 350 bandaríska dali eða um 16.000 ís- lenskar krónur. Nattty Saraspi er starfsmaður líkn- arstofn.unar sem er kennd við rithöf- undinn Peral S. Buck. Stofnunin sinnir um 1.000 munaðarleysingjum sem eiga bandaríska feður. Saraspi segir það algengt að vændiskonur komi til sín og biðji um hjálp við að koma barni sínu í verð. Mæðurnar segja oft að þær geti ekki veitt barn- inu sómasamlegt líf. „Ég neita þeim alltaf um aðstoð við að selja börnin og bendi konunum á að þær geti ekki selt börn eins og húsdýr," segir Saraspi við frétta- mann Reuters. Leita uppruna síns Þegar annað þrýtur eiga barnshaf- andi vændiskonur þaö til að skilja nýfædd börnin eftir á sjúkrahúsinu ásamt ógreiddum reikningum og hverfa á' braut. Einn heimildar- manna Reuters sagði að þess væru dæmi að starfsfólk sjúkrahúsa tækju börnin traustataki, ýmist til að ala þau upp sjálf eða selja. „Ég hef heyrt svona sögur en við Vændlskonur selja börnin ýmist fædd eöa ófædd. Myndin er tekin í Manila, höfuðborg Filippseyja, i vor. höfum ekki rannsakað sannleiks- gildi þeirra,“ segir dr. Teresita Ortin á Olongapo-sjúkrahúsinu. „Sjúkra- húsið er rekið sem fyrirtæki og svo lengi sem einhver tekur að sér barn- ið og borgar reikningana blandar sjúkrahúsið sér ekki í máliö," bætir dr. Ortin við. Mörg munaðarlaus börn fá sama- stað hjá kaþólsku kirkjunni og líkn- arstofnunum sem einstaklingar koma á fót. Þegar bömin taka að fullorðnast dreymir mörg þeirra um að komast til Bandaríkjanna og hitta feður sína. Marvin Gene Alan er 17 ára sonur bandarísks sjóliða. Hann hefur aldrei séð fóður sinn en þráir það að verða sjóliði eins og hann. „Ég veit ekki um neinn sem ekki vill komast til Bandaríkjanna. Ég gæti alltaf fengið vinnu við eplatínslu þar,“ segir Alan. Fyrir flest börnin verður draumur- inn um Ameríku bara draumur. Fað- ir stúlkunnar Genna Smasal fór frá móður hennar þegar Genna var í vöggu. Hún er núna oröin 22 ára og segist hafa heyrt að faðir hennar hafi einu sinni komið aftur til Filippseyja og leifað að þeim mæðg- um. Genna vill gjarnan hitta fóöur sinn. „Bara að ég fengi að sjá hann einu sinni, það er mér nóg.“ Vélavörður og matsveinn Vélavörð og matsvein vantar á 150 tonna netabát frá Þorlákshöfn. Uppl. í síma 98-33625 og 98-33644. á réttu tölurnar. Láttu þínar tölur el vanta í þetta sinn Leikandi og létt! Upplýsingasi Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.