Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988. Fréttir Sandkom dv Skipulagi miðbæjadns breytt: Slegið af kröfum um íbúðarbyggingar Ibúðum í Kvosinni fækkar á kostn- að verslunar- og skrifstofuhúsnæðis, segja andstæðingar breytinga á deili- skipulagi Kvosarinnar sem meiri- hluti borgarstjórnar beitir sér fyrir. Það á ekki að skylda menn til að byggja íbúðarhúsnæði þegar þeir vilja byggja verslunar- og skrifstofu- húsnæði, segir meirihluti sjálfstæð- ismanna. Deiliskipulag fyrir Kvosina var samþykkt árið 1986 og eitt af megin- markmiðum þess er að tryggja fjölg- un íbúa í Kvosinni til aö vega á móti auknum verslunar- og skrifstofu- byggingum. í síðasta mánuði auglýsti borgar- stjórn ætlun sína að nema úr gildi ákvæðiö í deiliskipulaginu sem kveö- ur á um hlutfalli íbúða í nýbygging- um. Breytingin fær líkiega formlegt samþykki snemma í janúar. „Borgarstjóri lagði þessa tillögu ekki fyrir skipulagsnefnd og vill ber- sýnilega komast hjá því að fagleg nefnd borgarinnar fjalli um málið," sagði Guörún Ágústsdóttir, borgar- fulltrúi Alþýðubandaiagsins. Minni- hlutinn í skipulagsnefnd borgarinn- ar stendur saman í andstöðunni við framgang málsins. í gildi eru reglur sem kveða á um að fimmti hluti nýbygginga í Kvos- inni í Reykjavík skuli vera undir íbúðir. Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn halda því fram að þessar regl- ur séu byggðar á misskilningi félags- málaráðherra, Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Félagsmálaráðherra er úr- skurðaraðili í deilum um skipulags- mál sveitarfélaga. Jóhanna staðfesti í haust, vegna kæru um bygginguna á Aðalstræti 8, að einn fimmti hluti nýbygginga í Kvosinni skyldi vera undir íbúðir. „Með þessari breytingu á deili- skipulaginu viljum við koma í veg fyrir að félagsmálaráðherra vand- ræðist með skipulagsmál í Kvosinni. Það liggur ljóst fyrir að meirihluti borgarstjórnar leggur annan skiln- ing í ákvæöi deiliskipulagsins en fé- lagsmálaráðherra og með breyting- unni viljum viö taka af öll tvímæli um að okkar skilningur er réttur," sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar borgar- innar og borgarfulltrúi. Vilhjálmur sagði það hafa verið óþarft að láta skipulagsnefnd fjalla um breytingu á deiliskipulagi Kvos- arinnar því að vilji meirihlutans hefði komið fram, bæði þegar deili- skipulagið var samþykkt og í haust þegar Aðalstræti 8 heföi verið til umræðu. Reykvíkingum gefst kostur á að skila skriflegum athugasemdum við áætiaða breytingu á deiliskipulagi. Athugasemdir verða að hafa borist fyrir 5. janúar á næsta ári. ■pv Stykkishólmur: Jóladans hjá nunnunum Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: „Frábærir jólasveinar," sögðu glaðleg og ánægð börn eftir jóladans- leikinn sem haldinn var á Spító, leik- skóla St. Franciskussystra í Stykkis- hólmi. Skemmtunin hófst með því að börn í elsta hópnum í leikskólanum sýndu á táknrænan, lýsandi hátt fæðingu Jesú. Síðan var stiginn dans um- hverfis jólatréð og sungnir jóla- söngvar. Tveir jólasveinar, þeir Kertasníkir og Hurðaskellir, komu í heimsókn þrátt fyrir annríki og skemmtu börnum sem fullorðnum því vonandi verður enginn svo gam- all að hann hafi ekki gaman af jóla- sveinum. í lokin gáfu jólasveinarnir öllum börnunum gjafir og hurfu út í náttúruna, líklega til aö skemmta annars staðar. Jólamyndagáta og jólakrossgáta DV: Glæsileg verðlaun í boði Böm á öllum aldri dansa kringum jólatréð. Það eru glæsileg verðlaun í boði fyrir þá sem finna réttar lausnir á jólamyndagátu og jólakrossgátu DV - og hafa heppnina með sér þegar dregið veröur úr réttu lausn- unum. Gáturnar birtust í blaðinu á Þorláksmessu, þann 23. desem- ber. Þær eru að vísu svolítið snún- ar eins og vera ber en með yfirlegu og þohnmæði ætti ekki að vefjast fyrir mönnum að ráða gáturnar til enda. Verðlaunin, sem eru í boði fyrir jólamyndagátuna, eru TENSAI ferðaútvarp með tvöfóldu segul- bandi að verðmæti kr. 12,340 fyrir fyrsta sætið. Þetta vandaða tæki er frá Sjónvarpsbúðinni, Síðumúla 2. Önnur og þriðju verðlaun eru Wal- ker 10 vasadiskó með útvarpið og segulbandi, hvort að verðmæti kr. 3,270. Þessi tæki koma einnig frá Sjónvarpsbúðinni. Fyrstu verðlaun fyrir rétta lausn á jólakrossgátunni eru AIWA ferö- aútvarp með tvöfóldu segulbandi að verðmæti kr. 11.130. Þetta hand- hæga tæki kemur frá Radíóbæ, Ármúla 38. í önnur og þriðju verð- laun eru Steepleton ferðaútvörp, hvort að verömæti 2.965. Þau eru einnig frá Radíóbæ. önnur og þriðju verðlaun fyrir jólakrossgátu eru Steepleton ferðaútvörp að verðmæti kr. 2.956,- frá Radióbæ. Fyrstu verðlaun fyrir jólamynda- gátu eru TENSAI ferðatæki að verðmæti kr. 12.340,- frá Sjón- varpsmiðstöðinni. Önnur og þriðju verðlaun fyrir jólamyndagátu eru Walker 10 vasadiskó að verðmæti kr. 3.270,- frá Sjónvarpsmiðstöðinni. jólakrossgáta, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Fyrstu verðlaun fyrir jólakrossgátu eru AIWA ferðatæki að verðmæti kr. 11.130,- frá Radíóbæ. Skilafrestur er til 10. janúar og er nóg að skila inn lausnaroröun- um sem beðið er um. Lausnirnar skal merkja: Jólamyndagáta eða Enn um áfengiskaupin Sandkomi ber- astennvisur þarsemáfeng- iskauphand- hafaforseta- valdseruyrkis- efnið. Hér er einþeirra: Efþreýtamig hrjáirogelli og þorsti mig leggur að velli þá flagga ég spjaldi með forsetavaldi og fer svo I ríkið í hvelli. Albert hætturviö? Albert Guð- mundssonlæt- uraðþviliggja aðhannséá þeimbuxunum aðhcettaviöað faratilFrakk- lands. Hann mun ekki vera tilbúinntilaö gefa afdráttarlaust svar um hvort hann fer - eða fer ekki. Þetta minnir okkur á þá tíma þegar þessi sami Albert var formaður KSÍ. Þá lýsti hann þ ví yfir, oftar enn einu sinni og oftar enn tvisvar, að harrn hygðist láta af formennskunni. Hann var lengi að taka ákvöröun ogíjölmiðlar fylgdust vel með gangi mála. Það mátti lesa á íþróttasíðum blaðanna fyrirsagnir eins og þessar: Albert hættur við að hætta. Eða þá: Albert hættur við að hætta við aö hætta. Ef Albert heldur þjóðinni í spennu nú um hvort hann fer eða fer ekki veröa umfj allanir um ákvarðanir hans kannski meö s vipuðu sniði og á þeim tíma sem hann gegndi formennsku hjáKSÍ. jólum Honumbrá heldur betur húsbóndanum í Kópavogisem sóttipóstinn sirmáaðfanga- dag.Ennhöfðu ekki borist jóla- kortfránema hhitaafþvi fólkisemhann hafði sent kort. Það stefndi í mikinn ójöfnuö í jólakortaviðskiptunum. Aöfangadagur var úrslitadagurinn. Spennan var í hámarki - svo hús- bóndinn flýtti sér h vað hann gat til að sækja póstinn á aðfangadag. Viti menn, tvö jólakort - svo staðan breyttist örlítið til hins betra. Þriöja bréfið, sem var í póstkassanum, var ekki jólagiaðningur - heidur betur ekki. Þar var kominn reikningur vegna Visaúttektar. Á heímilinu hafði kortið verið notað til að bjarga jólunum. Þetta var því manninum þörf áminningen spiilti því jólaskapi sem fjölskyldufólkið var komiö í. Hvemig er með handboltafólkið? íslendingar hafagortað mikiðafkunn- áttu íslcnskra handboita- manna-nema kannskisíð- ustumánuði. Margirteijaað handboltisé okkarþjóðar- íþrótt. íþróttafréttamenn virðastekki ýkja hrifnir af handboltaköppum. Það sést greinfiega á því að í þau þrj á- tíu og tvö ár, sem valinn hefur verið íþróttamaður ársins, hafa aðeins þrír handboltamenn hlotið hnossið. Sig- ríður Sigurðadóttir var kjörin 1964, Geir Hailsteinsson 1968 og Hjalti Ein- arsson 1971. Nú eru liðin sautján ár frá því að Hjalti var kjörinn. A þeim tíma hafa íslenskir handboitakappar unniö sína stærstu sigra: sjötta sæti á heirasmeistaramóti, sjötta sæti á ólympíuleikum, Valur hefur leikiö til úrslita í Evrópukeppni og Víkingur og FH hafa komist í fjögurra Uða úr- sUt í Evrópukeppnum. Þrátt fyrir góðan árangur á þessum sautján árum hafa íþróttafréttamenn ekki séð einn einasta handboltakappa sem þeim hefur þótt skara fram úr meöal íslenskra íþróttamanna. Það verður, því miöur, að segja að ekki hefúr ár- angur annarra íþróttamanna alitaf verið til tyrirmyndar á þessum sautj - ánárum. Umsjón: Sigurjón Egilsson Rukkað ó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.