Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ - VISIR 298. TBL. - 78. og 14. ARG. - FOSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. VERÐ I LAUSASOLU KR. 75 Skipulagsnefnd Sambandsins hefur lokið stöifum: Forstjóri SÍS andvígur tillöguni nefndarinnar - lagt er til að skipta deildum SÍS upp í sameignarfélög - sjá baksíðu i Í i i Í Í i i i i i i i Jóhann Hjartarson stórmeistari, maður ársins hjá DV, ásamt syni sínum, Hirti, á heimili þeirra í gærkvöldi Jóhann Hjartarson valinn maður ársins Jóhann Hjartarson var valinn maöur ársins 1988 af DV. Ellert B. Schram, ritstjóri blaðsins, afhenti Jóitanni af því tilefni gjöf frá DV, bókina Fegurð íslands eftir J. Coll- ingwood. Ellert sagði, þegar hann afhenti Jóhanni gjöfina, að eins og venjulega hefðu margir komið til greina við valið á manni ársins en það hefði þó verið einróma niður- staða aö Jóhann hefði unnið til þessa titils með frábærri frammistöðu við skákborðið á árinu. Hann nefndi sérstaklega sigur Jóhanns á Viktor Kortsnoj í einvíginu í Kanada. Hann sagði að með þessari viðurkenningu vildi DV undirstrika að það metur mikils skákíþróttina og mikla hæfi- leika Jóhanns. Jóhann Hjartarson sagði að sér þætti vænt um þessa viðurkenningu. Hann sagöi að vissulega hefði liðið ár verið viðburðaríkt hjá sér því fyr- ir utan einvígið í Kanada heföi þátt- taka í svo sterkum mótum sem heimsbikarkeppnin er verið mikil reynsla. Nú er fram undan einvígi við Ana- toly Karpov en það hefst í Bandaríkj- unum 28. janúar næstkomandi. Jó- hann sagðist vera á kafi í undirbún- ingi fyrir einvígið en þó hefði sér gefist minni tími til þess en hann hefði kosið vegna anna við skák- borðið að undanförnu. Aðstoðar- maður Jóhanns verður sem fyrr Margeir Pétursson en fleiri leggja þar hönd á plóginn. -S.dór Hvareru brennurnar? -sjábls.30og35 Barna-DV -sjábls. 31-34 Hvaðer minnis- stæðast fráárinu? -sjábls. 7,10,13, 18,19,20,51 Bestu plötur ársins -sjábls. 56-57 Utanríkisráöuneytið: Hættir stjórn gámaút- flutnings -sjábls.6 Örtvaxandi umsvif Frjáls framtaks -sjábls.8 Lurieskoðar heiminn -sjábls.54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.