Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUpAGUR. 3([). DEjSp^Ejý , Tvísýn framtíð Júgóslavíu MTALÍA '^ADRÍAHAF JÚGÓSLAVÍA 7/í Svæði byggð serbum Þjóðernisátök í Júgóslavíu hafa verið áberandi síðasta misserið. Samhliða ýfingum milli ólíkra þjóða er efnahagslífið í Júgóslavíu brokk- gengt þessa stundina. Síðustu fregnir herma að ríkisstjórnin riði til falls, meðal annars vegna þess að tvö stærstu sambandsríkin neita að sam- þykkja fjárlög ríkisins. Ungt ríki Júgóslavía er eitt yngsta ríki í Evr- ópu. Það var stofnað við lok fyrri heimsstyrialdarinnar, en sambands- ríkið Júgóslavía er samsett af lýð- veldunum Serbíu, Króatíu, Bosníu- Hersegóvínu, Slóveníu, Makedóníu og Montenegro eða Svartfjallalandi. Auk þess eru tvö sjálfsstjórnarhéruð innan Serbíu, það er Vojvodína og Kosovo. Þjóðir Júgóslavíu tilheyrðu áður Austurrísk-Ungverska keisaradæm- inu og áttu sitt undir keisaranum í Vín. Ýfingar milli þjóðanna á Balkan- skaga eiga sér rætur langt aftur í aldir og um síðustu aldamót var skaganum hkt við puðurtunnu sem gæti sprungið þá og þegar. Árið 1914 myrti þjóðernissinni Frans Ferdí- nand, erkihertoga Austurríkis, þegar erkihertoginn var staddur í borginni Sarajevo í Bosniu-Hersegóvínu. Það morð var undanfari fyrri heimsstyrj- aldar. Júgóslavía var formlega stofnað sem ríki þann 1. desmeber 1918 og þá sambræðsla konungdæma Serba, Króata og Suðurslava. Ellefu árum síöar var Júgóslavía lýst konungdæmi, en það stóð stutt því konungdæmið var lagt niður við lok seinni heimsstyrialdar. Tító landsfaðir Josif Broz Tító á mestan heiður af því ríki sem nú heitir Júgóslavía. Tító varð foringi júgóslavneskra kommúnista árið 1937 (settur í það embætti af Stalín) og þegar Þjóðverj- ar réðust inn í landið 1941 varð Tító skæruliðaforingi. Titó lagði áherslu á að mismuna mönnum ekki eftir þjóðerni í skæruliðasveit sinni. Þar með lagði hann grunninn að vin- sældum sínum meðal þjóðarinnar eftir stríö. Kommúnískir skæruliðar undir forystu Títós ráku Þjóðverja af hönd- um sér og Júgóslavar urðu ásamt Albönum einu Austur-Evrópuþjóð- irnar til að koma sér upp eigin stjórn- kerfi án aðstoðar frá Moskvu. Tító treysti völd sín í Júgóslavíu meö því að ofsækja keppinauta sína. Hann varð nánast einvaldur í landinu skömmu eftir stríð. Samskiptin við Sovétríkin kólnuðu þegar ljóst varð að Júgóslavía ætlaði sér að fylgja sjálfstæðari utanríkis- stefnu en önnur kommúnistaríki Austur-Evrópu. Vinslitin milli Títós og Stalíns voru algjör þegar Júgó- slavar voru gerðir brottrækir úr Cominform, sambandi kommúnista- ríkja, árið 1948. Jafnrétti þjóða Svokallaður títóismi lagði áherslu á valddreifingu í þjóðfélginu, sjálfs- stjórn verkamanna á fyrirtækjum og jafnrétti milli þeirra þjóða sem byggja Júgóslavíu. Serbar eru rúmur þriðjungur landsmanna. Næstir aö fjölda koma Króatar með tæplega 20 prósent af þeim 22 milljónum sem landið byggja. Slavar eru tæp 10 prósent landsmanna og Bosnískir múham- eðstrúarmenn sömuleiðis. Önnur þjóðarbrot eru mun fámennari, til dæmis eru Albanir aöeins hálft þriðja prósent af íbúum Júgóslavíu. Áratugina eftir stríð varð júgóslav- Þú getur notið þægindanna á Gullfarrými Arnarflugs til Amsterdam, alla daga vikunnar. Arnarflug lendir á hádegi á Schiphol, heimsins besta tengiflugvelli. Þú getur því valið um mik- inn fjölda af tengiflugum með KLM, til endanlegs ákvörðunarstaðar. Með því að fara af Gullfarrými yfir í Við- skiptafarrými KLM er framhald ferðarinnar jafn þægilegt og upphafið. KLM flýgur til 138 borga í 6 heimsálfum. Njóttu þess besta sem völ er á. Fljúgðu með Arnarflugi og KLM. + Traust flugfélag KLIVI Royal Dutch Airlines Titó lést árið 1980, en hann var í senn þjóðhöfðingi og sterkasta sam- einingartákn þjóðanna sem Júgó- slavíu byggja. neskum kommúnistum nokkuð ágengt við að iðnvæða landið og lítið bar á innanlandságreiningi. Tító var óskoraður leiðtogi landsins og ein- angrun Júgóslavíu í Austur-Evrópu jók samheldni landsmanna. Júgóslavía er eitt af stofnríkjum þjóða utan hernaðarbandalaga og fyrsta ráðstefna þessara þjóða var haldin í Belgrad, höfuðborg Júgó- slavíu, árið 1961. Óeirðir blossa upp í lok sjöunda áratugarins gætti aukins pólitísks óróa í Júgóslaviu. Ekki síst var meira áberandi þjóð- ernishyggja einstakra þjóða í sam- bandsríkinu til að ýta undir óróleik- ann. Árið 1971 sauð upp úr og kom til víðtækra átaka milli þjóða og þjóðar- brpta í Júgóslavíu. Átökin uröu Tító tilefni til að grípa til víðtækra hreinsana í kommún- istaflokknum. Hann gerði einnig breytingar á stjórnkerfinu, sem mið- uðu að aukinni heimastjórn sam- bandslýðveldanna. Um þetta leyti var tekið að leita ráða um hvernig skyldi bregðast við þegar Titó félli frá. Niðurstaðan varð að mynda nokkurs konar sambands- stjórn þar sem öll lýðveldin og sjálfs- stjómarhéruðin tvö ættu fulltrúa. Sambandsstjórnin færi með æðstu völd ríkisins en í nánu samstarfi við landshlutana. Þessi stjórnskipan tók gildi þegar Tító féll frá árið 1980, en þá vantaöi hann þrjá daga í að verða 88 ára gam- all. Strax árið eftir lát Títós kom til átaka í Kosovo sjálfsstjórnarhérað- inu milh Serba og fólks af albönskum ættum sem eru í meirihluta. Sambandsstjórnin, sem tók við af Tító, þykir ekki nægilega sterk til að stjórna landinu. Sundurþykkja íbúa Júgóslavíu endurrómar í ríkisstjórn- inni, en það er mál þeirra sem til þekkja að framtíð landsins muni ráð- ast af því hvemig til tekst samlyndi þeirra þjóða sem landið byggja. Handbooks of the Modern World og World Encyclopedia of Political Systems & Parties

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.