Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. Fréttir Þorvaldur Jónsson verður 104 ára á morgun: Ekki lifað hollara en hver annar „Eg var nú oröinn fullorðinn þegar ég heyrði fyrst talað um brennur. Það var ekkert um slíkt í sveitinni og heldur ekki flugeldar. Maður hef- ur lifað tímana tvenna," sagði Þor- valdur Jónsson sem verður 104 ára á morgun. Þorvaldur er fjórði elsti núlifandi íslendingurinn og segir að sér líði mjög vel þar sem hann býr með dótt- ur sinni á Miklubrautinni. Hann er sæmilega fótafær en fer ekki mikið án aðstoðar. Þorvaldur fæddist að Stapa í Skagafirði. Hann lióf búskap rúm- lega tvítugur og var bóndi til 1928. Þá fluttist hann til Sauðárkróks og vann sem verkamðaur, aðallega við hina ýmsu vita landsins. Þannig hef- ur Þorvaldur unnið við Gróttuvita, Látrabjargsvita, Langanesvita og marga fleiri. Hann fluttist til Reykja- víkur 1928 og vann meðal annars sem áhaldavörður á bílaverkstæði Kr. Krisjánssonar við Suðurlandsbraut og Verkamannabúðirnar svoköll- uðu. Hann hætti að vinna áttræöur og ætlaöi að hafa það gott síðustu árin. Þau eru nú orðin 24 og að sögn hans hefur hann hætt of snemma að vinna. - Hvernig er að verða svona gamall, Þorvaldur? „Það er nú allt í lagi svo framarlega sem heilsan er góð. Ég hef sæmilega heilsu" - Geturðu þakkað langlífi þitt ein- hverju sérstöku? „Það er þá helst heilsan. Ég hef ekki lifað neitt hollara lífi en hver annar. Ég hef notað tóbak og drukk- ið brennivín, en þó allt í hófi.“ - En það hefur margt breyst á þess- um 104 árum. „Já. Sumt til hins betra og annað til hins verra. Eitt af því besta er rafurmagnið og hitaveitan þar sem hún er til staðar." Þorvaldur fær fjölskyldumeðhmi í heimsókn á gamlársdag samkvæmt venju og verður væntanlega glatt á hjalla hjá þessum aldraða heiðurs- manni. -hlh Þorvaldur Jónsson verður 104 ára gamall á morgun, gamlársdag. Myndin var tekin á heimili hans í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Atján Islendingar hundraö ára og eldri: Sigurður Þorvaldsson úr Skagafirði elstur núlifandi íslendinga Átján íslendingar eru 100 ára og eldri um þessi áramót. Þaó eru 14 fleiri en í fyrra. Elsti núlifandi ís- lendingurinn er Sigurður Þor- valdsson frá Sleitustöðum í Skaga- firði sem dvelst nú á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Sigurður verður 105 ára 23. janúar næstkomandi. Þrír íslendingar eru 104 ára auk Sigurð- ar. Það eru þau Ingileif Teitsdóttir á Selfossi, Aldís Einarsdóttir, Kristnesi, Eyjafirði, og Þorvaldur Jónsson, sem verður 104 ára á morgun, gamlársdag. Einn íslend- ingur er 103 ára, 2102 ára, 1101 árs og 10 eru 100 ára gamlir. Ef litið er á kynskiptinguna í þessutn hópi átján öldunga þá hef- ur kvenfólkið mikla yflrburði. Að- eins fj órir karlar eru í þessum hópi, sá elsti, fjórði elsti og þeir tveir yngstu. Sá íslendingur sem lifaö hefur lengst var Halldóra Bjarnadóttir frá Blönduósi en hún var 108 ára og 43 daga þegar hún dó í nóvemb- er 1981. Þar á eftir koma fjórar konur sem allar urðu 106 ára, þar á meðal Helga Brynjólfsdóttir sem dó í desember 1953. Samkvæmt þjóöskrá verða yfir 10 íslendingar 100 ára á næsta ári. Æ fleiri íslendingar ná því að verða aldargamlir en árgangamir stækkuðu töluvert upp úr aldamót- um. Með þeim lífslíkum, sem eru í dag, má leiða getur að því að 100 ára og eldri íslendingum fjölgi fram að næstu aldamótum. -hlh 1. Sigurður Þorvaldsson 23.1.1884 Sjúkrahúsi Sauðárkróks 2. Ingilaug Teitsdóttir 4.8. 1884 Sehossi 3. Aldís Einarsdóttir 4.11. 1884 Kristnesi, Eyjafirði 4. Þorvaldur Jónsson 31.12. 1884 Miklubraut64 5. Herdís Jónsdóttir 27.5 1885 Hafnarfirði 6. Sigurlaug Magnúsdóttir 24.2. 1886 Lönguhlíð3 7. Hansína Guðnadóttir 9.12. 1886 Skagfbraut 49, Sauðárkr. 8. Guðrún Jónina Eyjóhsdóttir 17.2. 1887 Reykjavík 9. Elísabet Jónsdóttir 19.6. 1888 Sólvallagötu 74 10. Þuriður Guðjónsdóttir 28.6. 1888 Sjúkrahúsinu Akranesi 11. Halldóra Jónsdóttir 17.8. 1888 Droplaugarst., Reykjavík 12. Kristín Hreiðarsdóttir 19.8. 1888 Hrafnistu 13. Magnús Ólafsson 20.8. 1888 Stórholti35 14. Þórey Einarsdóttir 18.9. 1888 Hjalteyri, Eyjafirði 15. Guðrún Hallvarðsdóttir 17.10. 1888 Vestmannaeyjum 16. Ingibjörg Albertsdóttir 6.11. 1888 Sundabúð, Vopnafirði 17. Guðmundur Ólafsson 20.12. 1888 Kaplaskjólsvegi37 18. Tryggvi Kristjánsson 22.12. 1888 Brekkugötu 15, Akureyri Kona lést í bílslysi Fimmtíu og átta ára gömul kona lést af völdum áverka sem hún hlaut í hörðum árekstri á Gufunesvegi í gær. Tveir bílar skullu saman af miklu afli skammt frá eldri aðkeyrslunni að sorphaugunum í Gufúnesi klukkan tæplega sex í gærdag. Konan, sem var ein í bílnum, missti strax meðvitund. Hún var föst í bílnum og varö að fá tækja- bíl slökkviliðsins til að skera bfl- flakið svo unnt væri að ná kon- unni úr bílnum. Skömmu eftir að komið var með konuna á slysa- deild var hún úrskurðuð látinn. Ökumaður' hins bílsins, en hann var einnig einn í bílnum, slapp án teljandi meiðsla. Hann fékk að fara heim að lokinni skoð- un en var mjög miður sín. Tildrög slyssins eru óviss - þar sem yflrheyrslur yfir manninum hafa ekki fariö fram. Talsverð hálka var þar sem slysið varð. -sme 62 íslendingar fórust á árinu Á árinu sem er aö líöa hafa 62 íslendingar látið lífiö af slysfór- um þar af 8 erlendis. í fyrra létust 54 íslendingar af slysförum eða átta færri en i ár. í umferöarslysum hafa 33 látist á árinu, þar af 5 erlendis. í fyrra létust 26 íslendingar í umferðar- slysum. Mannskæðasta slys ársins var þegar fjögur imgmenni létust í árekstri tveggja bifreiða í Gnúp- verjahreppi í haust. Ellefu Islendingar hafa látist í sjóslysum eða drukknað á árinu. Það er einum fleiri en í fyrra. Áfján íslendingar hafa látist af öðrum slysfórum. Enginn íslendingur lést í flug- slysi á árinu en í fyrra létust 5 í sh'kum slysum. Flest banaslysin urðu í mars. Næstflest banaslys urðu í janúar og september. Sjö erlendir menn fórust hér á landi á árinu. -gse Vinningshafar í jólagetraun DV 1988 Dregiö úr mörg þúsund lausnum í jólagetraun DV: 14 ára piltur fékk myndbandstökuvélina 1. verðlaun, Sony myndbandstöku- vél frá Japis: Hálfdán Einarsson, Melbæ 35, Reykjavík. 2. verðlaun, Sony geislaspilari frá Japis: Þórdís Arngrímsdóttir, Suður- götu 40, Sandgeröi. 3. verðlaun, Samsung örbylgjuofn frá Japis: Sigríður Guðmundsdóttir, Efstasundi 62, Reykjavík. 4. verðlaun, Citizen ferðageilsaspil- ari frá Radíóbuöinni: Þórunn Guð- geirsdóttir, Teigaseh 2, Reykjavík. 5. -7. verðlaun, Bangsi bestaskinn frá Radíóbúðinni: Soffía Þórðardóttir, Strandaseli 6, Reykjavík; Páh Krist- insson, Flyðrugranda 16, Reykjavík; Anna Dögg Rúnarsdóttir, Álakvisl 17, Reykjavik. 8.-10. verðlaun, Lazer Tag geisla- byssur frá Radióbúðinni: Steinunn Kolbeinsdóttir, Esjubraut 23, Akra- nesi; Ingibjörg Ehsdóttir, Melum, Akureyri; Helgi Ehasson, Hraunstíg I, Bakkafirði. II. -20. verðlaun, Leader Wave ferða- útvarp með heymartæki frá Radíó- búöinni: Auður Stefánsdóttir, Ásvegi 28, Breiðdalsvík; Helena Rós Hrafn- kelsdóttir, Ártröð 7, Egilsstöðum; Sigrún Kristjánsdóttir, Bröttuhlíö 1, Akureyri; Linda Björk Grétarsdóttir, Strandaseh 9, Reykjavík; Valgerður Jensen, Hraunbæ 88, Reykjavík; Ing- ólfur Þ. Möller, Þykkvabæ 2, Reykja- vík; Hjalti V. Sævaldsson, Grundar- götu 74, Grundarfirði; Aldís Stefáns- dóttir, Fossvegi 11, Siglufirði; Þor- steinn Ragnarsson, Koltröð 17, Egils- stööum; Egill Einarsson, Hraunbæ 92, Reykjavík. Vinningar veröa sendir í pósti th vinningshafa úti á landsbyggðinni en vinningshafar á höfuðborgarsvæð- inu fá vinninga sína senda heim th sín. Ættu allir vinningar að berast th hinna heppnu í fyrstu viku nýja ársins. DV þakkar hinum fjölmörgu les- endum sínum þátttöku i jólagetraun- inni og vonar að þeir verði með aftur á næsta ári. Gleðhegt ár. -hlh „Það lá miði á eldhúsborðinu þegar ég kom heim í gær og þar stóð að ég hefði unniö véhna. Ég trúði því varla í fyrstu og var mjög hissa því ég hef aldrei unnið neitt svona áður,“ sagði Hálfdán Einarsson, 14 ára piltur úr Árbæjarhverfinu, við DV þegar hann tók á móti fyrstu verðlaunum í jóla- getraun DV, Sony myndbandstöku- vél frá Japis í Brautarholti, aö verð- mæti 82.500 krónur. Það var Pálmi Guðmundsson, sölu- og markaðs- stjóri Japis, sem afhenti Háhdáni myndbandstökuvélina á ritstjórn blaðsins seinnipartinn í gær. Háhdán sagði að bróðir hans hefði skilað inn lausnunum fyrir jól og því má segja að hann hafi Ihotið sín laun fyrir að vera fljótur að skha inn lausnunum. Háhdán sagöist ætla að taka mynd- ir á gamlárskvöld og hafa mikinn áhuga á svona græjum. Að afhend- ingu lokinni tók Pálmi Guðmunds- son Hálfdán með sér upp í Japis til að kenna honum undirstöðuatriðin við notkun vélarinnar sem hann sagði að væri einfold eins og bama- leikfang. Háhdán ætti því að geta myndað fjölskyldu og vini á gamlárs- kvöld. Mörg þúsund lausnir bárust í jóla- getraun DV þar sem spurt var um nafn áa hér og þar á hnettinum. Að- eins tuttugu voru dregnir úr hinum myndarlega haug af umslögum á Pálmi Guðmundsson sölu- og mark- aðsstjóri Japis afhendir Hálfdáni Ein- arssyni ,14 ára, myndbandstökuvélina sem var aðalvinningur jólagetraunar DV. Á innfelldu myndinni sést Hulda Pjetursdóttir draga úr þeim þúsunduf1 lausna sem bárust i jólagetrauninni. DV-myndir KAE og Ragðar gólfi ritstjórnarinnar. Önnur verð- laun, Sony geislasphara, hlaut Þór- dís Amgrímsdóttir í Sandgerði. Sagði hún aö dóttir sín fengi geisla- spharann þar sem hún hefði svarað spumingunum og sent lausnimar inn. Þriðju verölaun, Samsung ör- bylgjuofn, hlaut Sigríður GU®- mundsdóttir, Reykjavík, en hún var að heiman þegar DV reyndi að hafa samband við hana. .þlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.