Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. Hvaderþér mirmisstæöast frá árinu 1988? Lára V. Júlíusdóttir: Baslið með samn- ingsréttinn „Mér er efst í huga norræna kvénnaráðstefn- an þegar 800 ís- lenskar konur stormuðu til Osló, konur sem létu mikið að sér kveða og settu sterkan svip á þessa merku ráðstefnu,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. „Ráðstefnan varð okkur mjög ánægjuleg hvatning í jafnréttismál- um. Neikvæðasti atburður á síðasta ári var bashð með samningsréttinn. Það er skelfilegt aö stjómvöld geti tekið samningsréttinn af fólki með lögum - rétt sem telst til grundvallarmann- réttinda - þegar þeim býður svo við að horfa. Þegar horft er fram á við fylgir því ósk um betri tíð og blóm í haga. Von- andi réttir þjóðarskútan við á nýju ári og óskandi að menn verði liprir í ailri samningagerð." -JJ Guöjón S. Valgeirsson: Ber allt að sama brunni „Það ber aht að sama brunni og kemst aðeins eitt að; það eru fjór- burastúlkurnar. Það snýst allt um þær og því htið annað sem kem- ur upp í hugann. Það má þó nefna þijú atvik. í fyrsta lagi þegar við fór- um til Englands til tæknifrjóvgunar, í,öðru lagi þegar við sáum íjórburana fyrst í sónar og það var á hreinu að þetta væru fjórburar og loks fæðing- in 1. nóvember og hver dagur eftir það,“ sagði Guðjón S. Valgeirsson fjórburapabbi. Hann sagði að á komandi ári yrði mest spennandi að fylgjast meö upp- vexti fjórburanna. Þetta hefði enginn reynt áður hér á landi. _ -hlh Friörik Sophusson: Viðurkenning PLO á tilverurétti Israels „Stjómarskipt- in hér heima em mér eðhlega eft- irminnileg og lærdómsrík reynsla. En þaö sem mér hefur verið hugstæðast aðundanfornuog hlýtur að hafa langvinn áhrif er það mikilvæga spor sem stigiö var þegar PLO viöur- kenndi tilvemrétt ísraels. Ég er sannfærður um að það mun hafa mikla þýðingu fyrir friðarviðleitni á næstunni," sagði Friðrik Sophusson, fyrrverandi iðnaðarráðherra. „Ég er bjartsýnismaður og held að næsta ár verði betra en menn geta gert ráö fyrir undir þessari ríkis- stjórn." -gse Jóna Ingibjörg Jónsdóttir: Vann bug á hindrunum „Mér er það minnisstæðast frá þessu ári þeg- ar ég gekk á gló- andi kolum í eld- göngunni á Snæ- fehsásmótinu í sumar," segir Jóna Ingibjörg kynfræðingur. „í eldgöngunni þurfh maður að horfast í augu við hræðsluna, þ.e.a.s. að láta ekki logandi kohn buga sig. Fyrir mig hefur síðasta ár nefnilega ein- kennst af því að yfirvinna hindranir og hræðslu - og bara kýla á hlutina. Eldgangan var táknræn fyrir annað sem ég gerði á árinu, ég byrjaði nýtt starfssvið og sýndi sjálfri mér að allt er hægt sem maður ætlar sér. Á nýja árinu finnst mér ég standa á tímamótum og ætla að halda áfram að þroskast og kynnast sjálfri mér. Ég á góða vini og kvíði ekki framtíð- inni.“ -ÓTT Sjöfii Sigurbjömsdóttir: Nýtt starf og ófrægingarherferð „Af erlendum vettvangi eru mér líklega minnistæðastir jarðskjálftamir í Armeniu og hörmulegar af- leiðingar þeirra. Mér verður í því sambandi hugsað til þess að ísland hggur á sprungu- svæði og að nokkuð lengi höfum við nú beðið eftir hinum svokallaða Suð- urlandsskjálfta,“ segir Sjöfn Sigur- björnsdóttir skólastjóri. „Af innlendum vettvangi er það fall fyrri ríkisstjórnar og myndun nýrrar auk fyrirsjáanlegrar kreppu í efnahagslífinu. Persónulega er mér svo minnis- stæöast að taka við nýju áhugaverðu starfi sem skólastjóri Ölduselsskóla og óhugnanlegri ófrægingarherferð gegn mér í því sambandi, sem staöið hefur yfir síðan í vor. Það hef ég þó leitt hjá mér til þessa vegna hags- muna nemenda og foreldra." -ÓTT Ögmundur Jónasson: Friðvænlegri heimar „Á árinu hafa ýmis teikn sést á lofti um að heim- urinn sé aö verða friðvænlegri en áður. Það sem mér er efst í huga eru atburðir tengdir afvopnun og um leið já- kvæðastir á hönu ári,“ sagði Og- mundur Jónasson, formaður BSRB. „Hér er byrjað aö varða veg sem mannkynið ber vonandi gæfu til aö setja lengra, enda hrjá styrjaldir, hungur og mannréttindabrot stóran hluta mannkyns og öll ættum við að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda. Ástæða er til að íhuga hvemig íslendingar geta látið gott af sér leiöa í samfélagi þjóðanna til aö gera heim- inn manneskjulegri. Af innlendum vettvangi eru hrær- ingar á stjórnmálasviðinu eftir- minnilegastar og persónulega er mér ofarlega í huga er mér var treyst til nýrra verka sem formaður BSRB. Á næsta ári hlakka ég mest til þess er launafólk nær í það frelsi sem peningar hafa einir fengið að njóta á umliðnum misserum." -ELA Kolbrún Haraldsdóttir: Þríburafæðingin stendur upp úr „Fæðing þríbu- ranna minna stendur tvímæla- laust upp úr sem gleðiatburður ársins," sagði Kolbrún Har- aldsdóttir sem eignaðist þríburastelpur 18. október. Kolbrún sagði að fyrir jól heföi fjöl- skyldan hfað mihi vonar og ótta um stund þar sem tveggja ára dóttir þeirra hjóna var lögð inn á spítala og grunur um aö hún væri með krabbamein í mjöðm. Við athugun komu í ljós miklar bólgur sem náðist fyrir og aht gengur vel. „Hvað komandi ár varðar þá vona ég að uppeldið á bömunum mínum muni ganga vel.“ -hlh Kristján Thorlacius: Brýn verkefni bíða sfjórnvalda „Auðvitað kemurmargtupp í huga manns í lok viðburðaríks árs, bæði á inn- lendum og er- lendum vett- vangi,“ sagði Kristján Thorlac- ius, fyrrum fram- kvæmdastjóri BSRB. „Af innlendum málefnum eru það hinir tímabundnu erfiðleikar sem við er að etja í at- vinnumálum landsmanna. En ef tek- ið verður á þeim málum af raunsæi er ekki meiri alvara á feröum en oft áður þegar betur hefur ræst úr en á horfðist um stund. Þíða í samskiptum stórveldanna í vestri og austri er mér minnistæðust af erlendum viöburðum á árinu og sýnist ætla aö hafa víðtæk áhrif í samskiptum þjóða um heim allan. Þetta hafa verið stórtíðindi og sér- staklega ánægjuleg fyrir smáþjóðir á borð við okkur íslendinga. Ekki er gott að spá um hvað nýja árið ber í skauti sér en eitt er víst að mikh og brýn verkefni bíða stjórn- valda og ahra þeirra aðila sem vinna að atvinnu- og kjaramálum í þjóð- félaginu. Það kostar stórátak að koma atvinnumálum á réttan kjöl, tryggja fulla atvinnu og viðunandi lífskjör fyrir alla landsmenn og það verður að takast. í þessu sambandi eru umræður um viðbrögö við áætlunum um innri markað Efnahagsbandalags Evrópu meö 320 milljón manna brýnt verk- efni þégar á næsta ári. -ELA Þorgils Óttar Mathiesen: Handknattleiks- landsliðið og ólympíuleikarnir „Mér er minn- isstæðust þátt- taka íslenska handknattleiks- landshðsins á ólympíuleikun- um í Seoul síðast- hðið sumar,“ seg- ir Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði landsliösins. „Undirbúningur liðsins og keppnin var mjög erfið og reyndi á þolrifin í mannskapnum.“ „Von um gott gengi landshðsins er mér efst í huga á komandi ári.“ -HK Öm Friðrlksson: Afskiptasemi stjórnvalda „Það er ekkert vafamál hvað mér er minnis- stæðast frá þessu ári,“ sagði Öm Friöriksson, trúnaðarmaður ÍSAL og varafor- seti ASI. „Það er sú kjaradeila sem við í álverinu áttum í sumar við fyr- irtækið og Vinnuveitendasamband- iö. Og í framhaldi af því bráðabirgða- lög ríkisstjómarinnar sem bönnuðu aha samninga 20. maí. Mér er minn- isstæð öh sú samstaða sem kom upp meðal starfsfólks álversins. Einnig afskipti ríkisstjómarinnar eftir að skrifað haföi verið undir samning- ana um hvort þeir heföu verið lögleg- ir. Vafalaust munum við búa við það á næsta ári sem hefur verið að ger- ast á þessu. Ég hef ekki trú á að skörp skh verði þar um áramót. Ég óttast að sú fjárfestingavitleysa og eyðsla sem hefur viögengist á þessu ári komi niður á okkur á næsta ári með lakari lífskjörum. Ég er hræddur um að þeir lægstlaunuðu verði að borga brúsann. Einnig á ég von á að at- vinnuástandiö verði lakara en verið hefur. Maður reynir þó að líta á kom- andi ár með bjartsýni og að þeir sem hér ráði hafi vilja til að ráðast að vandanum." -ELA Guöni Bergssop; Síðustu vikur viðburðaríkar „Atvinnu- samningur við Tottenham og fyrsti leikur minn með aðal- höi félagsins á sunnudagskvöld eru mér efst í huga á þessari stundu,“ sagði Guöni Bergsson, knattspyrnumaður. „Annars hafa síðustu vikur í heild verið sá atburður á árinu sem hlýtur að vera minnisstæðastur hjá mér persónulega. Allt gekk eins og best var á kosið í samningaviðræðum mínum við Tottenham. Ég lít björtum augum á framtíðina og á mér þá heitustu ósk að árið sem fer í hönd beri í skauti sér frið og hamingju fyrir fjölskyldu mína og alla landsmenn.“ -HK Ragna Bergmann: Minningar frá kvennaferðinni „Méreruminn- isstæöastir samningarnir sem náðust í fe- brúar og voru fehdir í mars. Einnig ferðin norður th Akur- eyrar th að semja aftur,“ sagði Ragna Bergmann, vara- forseti ASÍ. „Þá er mér mjög minnisstætt er við fórum átta hundruö konur til Noregs í sumar. Þar voru átta til tíu þúsund konur th viðbótar og var sérkenni- legt að heyra aö konur á hinum Noröurlöndunum eiga við sömu vandamál að stríða í launamálum og við. Þarna hélt t.d. kona frá Bangkok fyrirlestur en hún er tengihður Thai- lenskra stúlkna sem koma hingað. Það var sérstætt aö hitta erlendar konur og heyra þeirra viðhorf. Það er von mín á næsta ári að stjórnvöldum takist að ná tökum á efnahagslífinu án þess að skera kjör almennings niður við trog. Þaö er of mikiö launabil á mihi fólks. Einnig óska ég að horfur í atvinnulífinu skáni og atvinnuleysi verði ekki eins og hkur eru á í dag. -ELA Ingvi Hrafii Jónsson: Sáttur við guð og menn „Tveir atburðir á árinu eru mér efst í huga. Hinn fyrri er þegar mér var sagt upp hjá Sjónvarpinu og aðdragandinn að því. Hinn síð- ari er útkoma bókar minnar og hve húh hlaut frábærar við- tökur sem fóru langt fram úr vihtustu vonum. Þessar góðu við- tökur glöddu mig mjög og þegar ég ht yfir áriö þá er ég afskaplega sáttur við guð og menn,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson. „Það sem fram undan er hjá mér á næsta ári er vinna í fyrirtæki mínu um fjölmiölaráðgjöf. Ég er með stafla af thboðum og hugmyndum sem ég ætla aö skoða í janúar og leggja lín- umar fyrir starfiö á næstu mánuö- um. Ég er th ahrar hamingju í þeirri aðstöðu að geta vahð mín verkefni sjálfur og ráðið því hvað ég geri.“ -JSS Bogi Ágústsson: Mikill órói í pólitíkinni „Mikhl órói í póhtíkinni og stjórnarskipti settu svip sinn á árið sem er að hða. í öðm lagi em minnisstæðir atburðir sem tengjast Sovét- rikjunum. Ann- ars vegar eru þær breytingar sem koma inn með Gorbatsjov og hafa í för með sér meiri þíðu, og hins vegar jarðskjálftarnir í Armeiiíu," sagði Bogi Ágústsson, fréttastjóri á sjón- varpinu. „Á komandi ári býst ég viö áfram- haldandi tíðindum af. pólitíkinni, fram á mitt ár, að minnsta kosti, því ástandið virðist vera óstöðugt. Einn- ig má búast við tíðindum af efna- hagsmálunum og af erlendum vett- vangi verður án efa mest spennandi að sjá hvemig th tekst í Sovétríkjun- um.“ -JSS Björk Guðmundsdóttir: Tók bflpróf „Það sem mér er minnistæðast fráárinuereigin- lega uppgötvun ársins fyrir mig. Það var þegar ég kom inn í geim- skutlusöfnin í Bandaríkjunum. Ef ég nefni prakt- ísku hhöina þá tók ég bílpróf á árinu og keypti mér bíl sem var mikh upp- lifun," sagði Björk Guðmundsdóttir, söngkona Sykurmolana. „Hvað snertir mig er ég viss um að árið 1989 verður besta árið mitt og 1990 verður enn betra." -ELA Lilja Snorradóttir: Leikarnir efst í huga „Leikarnir era mér efst í huga á árinu sem er að hða. Þar geröist margt skemmti- legt sem erfitt er að gera upp á mihi. Ég vh til dæmis nefna opnunarhátíðina ogsvovarauðvit- að gaman aö ná þessum árangri. Ferðin var öll ógleymanleg," sagði Lilja Snorradóttir íþróttakona sem tók þátt í ólympíuleikum fatlaðra. „Það sem komandi ár ber í skauti sér hvað mig varðar er að ég ætla að klára skólann og halda áfram aö synda. Það verða nú helstu verkefnin á næsta ári.“ Ttjo Ásmundur Stefánsson: Enga dagprísa „Annars vegar er mér minni- stætt að upp vora teknir pólskir stjórnarhættir í samskiptum viö launafólk á ís- landi og hins veg- ar fuhkomið ráöþrot stjórnmála- manna í efnahagsmálum," sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ. „Ég ber þá von um næsta ár að það verði full samstaða launafólks í þeim samningum sem framundan eru um aö koma stjómmálamönnum í skhn- ing um það í eitt skipti fyrir öll að samningsréttur er ekki með dag- prísum." -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.