Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 44
F R ÉTT A S K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988.
Ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir, ber sig vel þegar fatahönnuðurinn Anna
Gulla næiir utan á hana væntanlegan áramótakjól. Aðalefnið í kjólnum er
antik-flauel í bláum tón en pifurnar að neðan verða svartar. Þrátt fyrir að
kjóllinn sé enn hálfkláraöur er heimsfegurðardrottningin jafnglæsileg og
fyrr og útkoman lofar góðu. DV-mynd KAE
Skipulagsnefnd Sambandsins hefur lokið störfum:
Forstjorinn and-
vígur tiilögum
w w
nefndarinnar
- lagt er til að skipta deildum Sambandsins upp í sameignarfélög
Skipulagsnefnd Sambandsins,
sem fiallað hefur um uppstokkim
þess, hefur lokið störfum. Leggur
meirihluti hennar til að hinum
ýmsu deildum Sambandsins verði
breytt í sameignarfélög sem starfi
sjálfstætt en þó í tengslum við yfir-
stjóm Sambandsins sem yrði til
áfram en með mjög skertu valdi.
Hugmyndir um nákvæma útfærslu
munu ekki liggja fyrir.
Samkvæmt öruggum heimildum
DV er Guðjón B. Ólafsson andvígur
þessum breytingum. Þröstur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri KRON og
Miklagarðs, sem sæti á í nefndinni,
mun heldur ekki alls kostar án-
ægöur með niðurstöðuna.
Guðjón vill að sjálfstæöi deild-
anna verði aukið frá því sem nu
er en ekki að þær verði gerðar að
sérstökum og sjálfstæðum fyrir-
tækjum. Tillögur meirihlutans
verða lagðar fram á stjórnarfundi
Sambandsins sem haldinn verður
9. eða 10. janúar næstkomandi.
Ekki er vitað hvort meirihluti er
fyrir þessum mikiu breytingum
innan sfjórnar Sambandsins.
Guðjón B. Ólafsson vildi ekki
ræða tillögur nefndarinnar í gær
þar sem þær hefðu ekki enn verið
lagðar fyrir sambandsstjórn. Að-
spurður um klothing innan nefnd-
arinnar sagðist hann ekki ætla að
ræða þetta mál á þessu stigi.
Valur Arnþórsson, stjórnarfor-
maður Sambandsins, vildi heldur
ekki ræöa tillögur meirihluta
nefndarinnar. Hann sagðist heldur
ekki vilja segja neitt úm afstöðu
einstakra nefndarmanna til þeirra.
í skipulagsnefndinni eiga sæti
Valur Arnþórsson, Guðjón B. Ól-
afsson, Axel Gíslason, Ólafur
Sverrisson, Jóhannes Sigvaldason,
Þröstur Ólafsson og Þorsteinn
Sveinsson.
Valur Arnþórsson sagðist taka
við embætti bankastjóra Lands-
bankans alveg á næstunni: Hann
sagðist þó eiga eftir að Ijúka nokkr-
um málum áður, þar á meðal að
halda stjómarfund í Sambandinu,
áður en hann sest 1 stól banka-
stjóra.
-S.dór
Þetta er síðasta blað DV fyrir áramót.
DV kemur næst út mánudaginn 2.
Janúar.
Smáauglýsingadeild blaðsins er
opin í dag til kl. 18.00 og á morgun,
gamlársdag, frá kl. 9-12.
Lokað er á nýársdag.
Smáauglýsingadeild er síðan opin
nk. mánudag, 2. janúar 1989, frá kl.
9 22 Gleói/e/’t ár
fe*o'e"--ASr°o„,
ÞROSTUR
68-50-60
VANIR MENN
LOKI
Maöur blotnar þá bæði
aö utan og innan!
Fjögurra og hálfs árs fangelsi:
Dæmdur fyrir nauðgun og
hrottalega líkamsárás
Fallinn er í Sakadómi Reykjavík-
ur dómur yfir manni sem hafði
veriö ákærður fyrir nauögun og
meiri háttar líkamsárás. Maðurinn
var dæmdur til að sitja í fangelsi í
fjögur og hálft ár. Honum var einn-
ig gert aö greiöa fórnarlambinu 400
þúsund krónur í miskabætur og til
að greiða allan sakarkostnað. Mað-
urinn neitaði öllum sakargiftum.
Hann var dæmdur vegna sannana
sem fram komu í málinu.
Það var í september síðastliðnum
sem maðurinn nauðgaði konu á
heimili hennar í Þingholtunum í
Reykjavík. Maðurinn veitti kon-
unni einnig þunga áverka á kvið.
Gera varð á henni bráðaaðgerð á
sjúkrahúsi. Konan var í lífshættu
um tíma. Hún fékk meðal annars
lífhimnubólgu.
Sverrir Einarsson sakadómari
kvaö upp dóminn.
-sme
Efnahagsráðstafanir:
Fyrsti fundur
Fundur ríkisstjórnarinnar í morg-
un var helgaður efnahagsmálum.
Þetta var fyrsti fundurinn sem helg-
aður er undirbúningi fyrir komandi
efnahagsráðstafanir.
Á fundinum lagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra fram út-
reikninga á áhrifum gengisbreyting-
ar á rekstur og efnahag fimmtán fisk-
vinnslufyrirtækja ásamt fleiri gögn-
um.
-gse
Veðrið á gamlársdag og nýársdag:
Nýja árið heilsar með rigningu
Á gamlársdag verður sunnanátt á landinu og hlýtt um allt land. Víða verður rigning og skúrir síðdegis. Hitinn verður 6-8 stig. Á nýársdag
verður suðvestanátt með éljum um landið vestanvert en annars staðar léttskýjað. Kólnar í veðri. Hitinn verður nálægt frostmarki.