Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 14
14 FÖÍ?J(qD^.QP)R |30j pEg,EjM^R]\988i Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Áramót eru ekki leiðarlok Sögulegu ári er senn að ljúka. Sviptingar í stjórn- málum og efnahagslífi hafa sett mark sitt á árið. Þær hafa haft áhrif á atvinnu og hugarfar og leitt af sér rót- tækar breytingar á kjörum og almennu ástandi í landinu. Á sama tíma hefur árið verið sögulegt á erlend- um vettvangi fyrir þær sakir að nú er friðvænlegra og lífvænlegra í heiminum heldur en oft áður. Meðan aðr- ar þjóðir sækja fram á sviði efnahags og stjórnmála, hafa orðið veðrabrigði hér heima, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Það hefur sannast hið fornkveðna að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Og með það lifum við fram á nýtt ár. Fyrir einu og hálfu ári fóru fram alþingiskosningar og ný stjórn var mynduð. Fæstir áftu von á því að sú stjórn hrykki frá völdum strax á þessu ári eftir stuttan valdaferil. En feigðarmerkin leyndu sér ekki og því miður reyndust flestar hennar aðgerðir fálmkenndar og vafasamar. Stöðugar bráðabirgðaaðgerðir, sem stöf- uðu af ósamkomulagi og innbyrðis deilum, drógu smám saman allan mátt úr ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og forsætisráðherra neyddist til að segja af sér á haust- dögum. Það var mikill ósigur fyrir hinn unga formann Sjálfstæðisflokksins, enda þótt því fari fjarri að honum verði einum kennt um. Sagan mun leggja sinn dóm á þau stjórnmálaátök sem áttu sér stað á árinu og leiddu til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar. En þó er ljóst að nú sem oft áður hafa stjórn- málaöflin á íslandi hrakist undan efnahagsþrengingum, sem þó eru ekki meiri en svo að þjóðartekjur eru með hæsta móti. íslendingar eru hins vegar svo góðu vanir að samdráttur frá fyrra ári flokkast undir kreppu og hefur haft neikvæð áhrif í efnahags- og atvinnulífi. Af- leiðingarnar eru gjaldþrot og almenn svartsýni. Því er heldur ekki að neita að atvinnurekstur hefur átt undir högg að sækja vegna þessarar póhtísku efna- hagskreppu. Atburðirnir á alþingi dagana fyrir jól gefa ekki vonir um að sú stjórnmálakreppa sé að fullu leyst og meðan svo er eru veður öll válynd í byrjun nýs árs. Efnahagsástandið dregur dám af stjórnmálaástand- inu og meiri stöðugleiki í stjórnmálum er forsenda fyrir stöðugleika í efnahags- og atvinnumálum. Hvert sem álit okkar er á núverandi ríkisstjórn er óskandi að línur fari að skýrast á hinum pólitíska vettvangi. Hlutverk stjórnmálanna er að veita forystu en ekki að skapa sundrungu. Ef forystan er í lagi er þessari þjóð ekkert að vanbúnaði. Það eina sem hún biður um er að fá frið, svigrúm og skilyrði til að njóta sín. Þá spjarar hún sig. Varla er það til of mikils mælst. Ef horft er til útlanda ber hæst að stórveldin hafa gert með sér sögulegt samkomulag í afvopnunarmálum og Sovétmenn hafa tilkynnt að þeir muni einhhða draga úr herafla sínum í Austur-Evrópu og kaha her sinn heim frá Afganistan. Átök eru í lágmarki í heiminum og friðvænlegt um að litast. Við búum í betri og batn- andi heimi. Af langri reynslu hefur mannkynið lært að fljótt geta skipast veður í lofti. En er á meðan er, og almennt er ástæða til að hta með bjartsýni til næsta árs. Erfiðleikar ársins, sem er að líða, eru til að yfirstíga þá. Á eftir skúr kemur skin. Áramót eru ekki leiðarlok, heldur upphaf nýs tímabils, nýrra átaka, nýrra sigra. Framtíð- in er framundan. Ritstjórn DV óskar landsmönnm öllum árs og friðar. Ehert B. Schram „Nú í árslok var svo gert samkomulag sem boðar endalok stríðsins i Angóla,“ segir í greininni. - Kúbanskir og angólskir hermenn við æfingar i Angóla. Heimsfriðar- árið 1988 Á síðustu árum og áratugum hefur tal um að friður ríkti í heim- inum verið vægast sagt viilandi, styrjaldir af öllum stærðum og gerðum hafa geisaö svo tugum skiptir, friðurinn hefur aðeins ver- ið kjarnorkufriður. í byrjun þessa árs voru talin 25 stríð í heiminum þar sem mannfall hefur verið meira en 1000 manns á ári undan- farið. Nú hefur heldur betur orðið breyting á og á þessu ári hafa menn áttað sig á því að hægt er í raun og veru að tala um að heimsfriður ríki í aðalatriðum. Ekki aðeins hef- ur sumum mannskæðustu stríðun- um slotað heldur er nú útlit fyrir að mörg önnur séu um það bil að renna sitt skeið. Þetta veldur nýj- um viðhorfum í alþjóðamálum og spennan í samskiptum risaveld- anna hefur minnkaö svo mjög á þessu ári að menn hafa ekki al- mennt áttað sig á hversu mikil breyting er á orðin. Á árinu 1988 braust hvergi út nýtt stríð, þvert á móti fækkaði stríðum. Það hefur ekki gerst í áratugi. Þau stríð, sem hafa geisað undanfarin ár, eru þrenns konar. í fyrsta lagi borgara- stríð, í öðru lagi sjálfstæðis- eða aðskilnaðarstríð og í þriðja lagi millirikjastríö. í flestum þessara stríða blandast utanaðkomandi ríki inn í átökin, þeirra á meðal risaveldin. Nú er aftur á móti svo komið að Bandaríkin og Sovétríkin eru hvergi á öndverðum meiði í neinni styrjöld. Þau hafa ciftur á móti tekið fyrsta skrefiö í átt til kjarnorkuafvopnunar og Gor- batsjov hefur einhliða ákveðið stórfellda fækkun í herliði Sovét- manna í Evrópu. Gorbatsjov hefur geflð upp boltann og nú er það Bush sem verður að gefa hann til baka á næsta ári. Afganistan, Persaflói og Angóla Snemma á árinu ákvað Gor- batsjov aö hætta beinni þátttöku Sovétmanna í stríðinu í Afganistan og sovéski herinn á samkvæmt áætlun að vera farinn þaðan nú um miöjan febrúar. Þótt borgarastríð- inu í Afganistan sé ekki lokið er stríðið hér eftir annars eðlis en það hefur verið síðan Sovétmenn gerðu innrás 1979. Nú í árslok var svo gert samkomulag sem boðar enda- lok stríðsins í Angóla, sem staðið hefur síðan 1975, og jafnframt lögð drög að sjálfstæði Namibíu undan stjóm Suður-Afríku. Það sem gerði þetta mögulegt var þrýstingur Sov- étmanna á Kúbu að kalla heim kúbanska herliðiö en brottför þess var forsenda þess að Suður-Afríka og Bandaríkin hættu aö styrkja hemað Unita-skæruliða í Angóla gegn stjóminni. Þar með opnast nýir möguleikar í sunnanverðri Afríku og einum ásteytingarsteini færra í samskiptum risaveldanna. Nú er að sjá hvort Gorbatsjov beit- ir sömu aðferð í Eþíópíu þar sem kúbanskt herlið og austurþýskir hernaðarráðgjafar eru mikill þym- ir í augum Bandaríkjamanna og gera mögulegt stríð Mengistus her- stjóra gegn aðskilnaðarhreyfing- um í Tigre og Eritreu. Stríð írana og íraka við Persaflóa varðaði ekki risaveldin beint og endalok þess voru löngu tímabær. íranar ör- mögnuðust á undan írökum eftir tilgangslaust blóðbað í átta ár sem kostaði á aðra milljón mannslífa. Þessi þrjú stríð, sem nú eru á loka- stigi, voru líka mannskæðustu stríðin. Önnur stríð, eins og í Nic- aragua, sem er reyndar aö lognast út af, á Filippseyjum, E1 Salvador, Sri Lanka, Súdan og Mósabík, eru minni háttar í samanburði við þau. Naflaskoðun Leiða má rök að því að stórveldi heims séu nú uppteknari af eigin innanlandsmálefnum en þau hafa verið í mörg ár og hafl því minni áhuga á að seilast til áhrifa utan- lands. Þetta á ekki síst við um Sov- étríkin þar sem baráttan fyrir pere- strojku á hug Gorbatsjovs allan. Sívaxandi mannfall í Afganistan um ófyrirsjáanlega framtíö dregur úr stuðningi við Gorbatsjov og þaö hefur trúlega vegið jafnþungt og sáttfýsi viö Bandaríkin í þeirri ákvöröun aö fara þaðan. Það er líka ljóst að kommúnismi í Sovétríkjun- um hefur lítið aðdráttarafl. Þær skæruliðahreyfingar, sem nú berj- ast fyrir kommúnisma, eru bæði fáar og smáar. Löngunin til að draga úr spennu út á við hefur líka fengið Sovétmenn til að leggja fast að Víetnömum, í krafti efnahagsað- stoðar og aðildar Víetnams að Comecon, að fara með her sinn frá Kampútseu þar sem hann hefur barist við skæruliðaher sem Kín- issjóðs sem hann erfir eftir Reagan. Gorbatsjov hefur gert honum auð- veldara að draga úr hernaðarút- gjöldum og einbeita sér að sam- skiptum við hinn nýja Evrópu- markað eftir 1992 og sívaxandi efnahagsheimsveldi Japana. Stuðningur við baráttu gegn skæruliðum kommúnista eða marxista hér og þar um heiminn verður honum tæplega efst í huga. Án stuðnings utanaðkomandi ríkja munu fyrirsjáanlega enn fleiri stríð lognast út af á næstu árum, svo sem í Vestur-Sahara, Mósambík og Tsjad. í Tsjad er stríðið líklega búið nú þegar eftir að Líbýa og Frakk- land hættu afskiptum af því. Austur-Evrópa Það er með öðrum orðum frið- vænlegt í heiminum nú í árslok 1988. En samt eru víða blikur á lofti í samskiptum ríkja. Nefna má hættu á átökum á landamærum Indlands og Pakistans, Chile og Argentínu og Kína og Indlands. En það sem mest ástæða er til að fylgj- ast með á næstunni er þróun mála í Austur-Evrópuríkjum. Þar er að vísu ekki stríðshætta en þær breyt- ingar, sem eru að verða á sam- bandi þeirra viö Sovétríkin vegna glasnost og perestrojku, gætu fleytt upp á yfirborðið þeirri ólgu sem undir býr sem gæti aftur skapað alveg nýjar aðstæður. Útþenslu Sovétríkjanna, sem hófst eftir síð- ari heimsstyrjöldina, er að ljúka og samdráttur haflnn. Það er engan veginn ljóst hvernig Sovétríkin bregðast við ef sá samdráttur nær til bandalagsríkja þeirra. Það er tvennt ólíkt að afsala sér áhrifum í Angóla eða Ungverjalandi. Gunnar Eyþórsson verjar styrkja. Nú sér líka fyrir endann á stríðinu í Kampútseu og hugsanlega batnar þá sambúð Sov- étmanna við Kínverja, enda þótt Víetnamar hersitji Laos áfram í óþökk Kínverja. Allt ber þetta að sama brunni, Sovétmenn vilja frið til að einbeita sér að innri málefn- um sínum. Hvað Bandaríkin snert- ir hafa þau því minni áhuga á umheiminum sem þeim stafar minni hætta af honum. Umsvif þeirra á vígvöllum utanlands munu því minnka í samræmi við minnkandi afskipti Sovétmanna. Þar við bætist að utanríkisstefna Bandaríkjanna á næstu árum mun óhjákvæmilega mótast bæði á við- skipta- og hernaðarsviði af tilraun- um Bush forseta til að draga úr íjárlagahallanum og skuldum rík- KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður „Á árinu 1988 braust hvergi út nýtt stríð, þvert á móti fækkaði stríðum. Það hefur ekki gerst 1 áratugi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.