Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. Útlönd Frönsku syst- urnar frjálsar Systurnar komnar heim til föður sins í Frakklandi. Móðirin er enn í haldi. Frönsku systurnar Marie Laure og Virginie Valente sluppu úr prísund palestínskra skæruliða í gær. Stúlkurnar eru sex og sjö ára og sátu á annað ár í haldi mannræn- ingja. Samtök skæruliðaforingjans Abu Nidal tilkynntu á mánudag að þeim yröi sleppt en það var ekki fyrr en í gær að systurnar komust heim til Frakklands. Systurnar voru ásamt móður sinni numdar á brott af skemmtisnekkju, sem palestínskir skæruhðar réöust á, í nóvember fyrir rúmu ári undan strönd ísraels . Móðir stúlknanna er enn í haldi en skæruliðar sökuðu hana um að vera ísraelskan njósnara. Talsmaður skæruliða sagði stúlk- urnar fá frelsi fyrir orð GadafEis Líbýuleiðtoga. Reuter Kontrar skila föngum Kjarnorku- vopnahneyksli Gizur í. Helgason, DV, Reersnæs: Enn eitt hneyksiismálið skýtur upp kollinum í vestur-þýska kjarnorkuiðnaðinum. Um er að ræða brot á samningum um dreif- ingu kjamorkunnar. Fyrirtækið NTG í Gelnhausen í Hessen sem nýlega var ákært fyrir að hafa selt pakistönskum yfirvöldum kjamorkuleyndar- mál og þar með sennilega gert Pakistan kleift að smíða eigin kjamorkuvopn. Rikisstjómin í Bonn skipaði nefnd til að rannsaka brot verk- smiðjunnar. Nefndin hefur kraf- ist fullrar samvinnu Pakistana við að upplýsa málið. Kynlíff unglinga breytist ekki Þrátt fvrir hættuna á eyðni- smiti slá bandarískir únglingar ekki slöku við í kynlífmu. „Unglingar hlusta ekki á aðvar- anir okkar um hættuna á eyðn- ismiti,“ segir landlæknir þeirra Bandaríkjamanna, Everett Koop. Þrír af hveijum þúsund há- skólastúdentum i Bandaríkjun- um eru smitaðir eyðni. Flestir smitast áður en þeir koma í há- skólann. Tæplega 50 þúsund Bandaríkja- menn hafalátist vegna eyðnism- ÍtS. Reuter Kontraskæruliöar skiluðu í gær yfirvöldum í Nicaragua 44 fóngum sem þeir héldu í nágrannaríkinu Hondúras. Afhending fanganna fór fram með aðstoð Rauða krossins og sagði tals- maöur hjálparstofnunarinnar að alls yrðu 104 fangar kontraskæruliða sendir yfir landamærin til Nic- aragua. Meðal fanganna, sem fóru yíir landamærin í gær, var fyrmm kontraliði sem sagður er vera út- sendari sandinista í Nicaragua. Fangarnir voru margir hverjir búnir að sitja í varðhaldi í tvö ár í búðum kontramanna í E1 Paraiso í Hondúras. Þar halda kontraskæru- liðar 12.000 manna liði og fá til þess aðstoð frá Bandaríkjunum. Að sögn talsmanns Rauöa krossins vilja einir 60 fangar kontraskærulið- anna ekki fara til baka til Nicaragua og hafa ýmist sótt um hæli í Hondúr- as eða leyfi til að flytja til annarra landa. Reuter Forsætisráðherra Jugoslaviu segir af sér í morgun sagði Branko Mikulic, forsætisráöherra Júgóslavíu, af sér embætti, hefur fréttastofa Reuters eftir útvarpinu í Belgrad. Mikulic hefur undanfarið haft mótbyr í þinginu og stærstu sam- bandsrikin, Serbía og Króatía, felldu fjárlög ríkisstjórnar hans. Erjur milli ólíkra þjóða Jugóslaviu hafá einnig gert stjóminni erfitt um vik. Mikulic mun í dag halda þing- ræðu þar sem hann greinir frá af- sögni sinni og ástæðum hennar. Mikulic tók við embætti forsætis- ráðherra í maí 1986. Reuter 2. j anúar verða allar verslanir okkar lokaðar vegna vörutalningar HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík GERÐIR E ALLAR VERÐ OG^ÆÐI VIÐkA^RA HÆFI Framheimilinu, Safamýri 28 Opið fimmtudag 10-22 Kringlunni föS&' Föstudag 10 -22 Suðurlandsbraut 30 Laugardag 10-16 VISA/EURO AVISANIR GEYMDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.