Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988.
52
LífsstOl
Sovéski tiskuhönnuðurinn Slava er að ná vinsældum víða um heim. Fatnaður hans þykir í dýrara lagi fyrir sovéska almúgann.
Sovéskar konur
aldrei betur klæddar
- allir geta gert viðskiptasamninga við Bjöminn
Þegar Raisa Gorbatsjov fylgdi
manni sínum til New York á dög-
unum, rétt áður en hörmungamar
í Armeníu dundu yfir, vakti klæða-
burður hennar enn og aftur at-
hygli og flestir urðu sammála um
að þama hefði verið mjög glæsileg-
ur fulltrúi Sovétríkjanna á ferð.
Eins og annað í stefnu Gor-
batsjovs - ný og betri veröld -
breytist tískan í Sovétríkjunum og
erlendar tískustefnur fá að flæða
inn fyrir landamærin. Frú Gor-
batsjov hefur vegna síns nýja opin-
bera stíls orðið tákn og fyrirmynd
sovéskra kvenna. Rebecca
Matlock, eiginkona bandaríska
ambassadorsins í Moskvu, hefur
haft á orði að Raisa sé orðin fyrir-
mynd allra kvenna í innsta hring
Moskvu. Skilaboð hennar em skýr:
að bægja burtu stíl Nínu Krústsjov;
rússneskar konur geta einnig verið
fallegar.
Dæmi um þær
miklu breytingar
sem hafa orðið
í tíð Gorbatsjovs
- Þar til nýlega hefur Viyac-
heslav Zatisev, betur þekktur undir
nafninu Slava, sem er uppáhalds-
hönnuður Raisu, ekki fengið að
kenna hönnun sína við nafn sitt.
Nú hefur hann ásamt fleiri sovésk-
um hönnuöum fengið að setja á
stofn sína eigin umboðsskrifstofu.
Auk þess er hann kominn í sam-
band við Evrópska umboðsaðila
sem nú fá að hanna undir hans
merki.
- Fyrr á árinu var ungfrú
Moskva kjörin með pompi og pragt.
Og það sem meira var, fegurðardís-
imar komu fram í enskum sund-
bolum þar sem áletrað var „Some
like it wet“.
- Hið heimsþekkta fyrirtæki
Benetton, sem framleiöir og selur
litríkar prjónavömr, er um það bil
að fara opna nokkrar verslanir í
Sovétríkjunum.
- Þrjátíu og tvær sovéskar verk-
smiðjur em farnar að framleiða
fatnað undir merkjum Pierre Card-
in. Fatnaðurinn er rússneskur og
seldur í stærstu ríkisreknu versl-
unarkeðju Sovétríkjanna er nefnist
GUM. Svo er sagt að kollegi hans,
Yves Saint Laurent, sé einnig að
ná undirtökum á þessum slóðum.
Bandaríkjamenn
= hugvit
Sovétmenn =
vinnuafl og efni
Bandarísk fyrirtæki hafa farið
mjög varlega með sín viðskipti við
Bjöminn. Fyrsta bandaríska tísku-
sýningin var haldin í Moskvu á síð-
asta ári og önnur aftur í síðasta
mánuði. Tiskusýningin var á veg-
um Owen-Breslin & Associates og
þar voru sýnd fót frá ekki minni
hönnuðum en Annie Klein og
Donnu Karan. Samt sem áður var
þetta ekki sölusýning. Oven-Bresl-
in vonast þó til að eitthvað verði
úr samvinnu USA og USSR í þess-
Tíska
um efnUm, til að mynda með þeim
hætti að Bandríkjamenn útvegi
hugvitið og Sovétmenn efni og
vinnuafl. Eitt fyrirtæki, Wolverine
World Wide, sem framleiðir tísku-
skófatnað, hefur nú þegar gert slík-
an samning við Búlgaríu. Þar sem
það samstarf hefur gengið vonum
framar er ekki ólíklegt að þeir taki
einnig upp slíka samvinnu við Sov-
étmenn.
Allir sem áhuga hafa á samning-
um verða sér úti um samninga við
Sovétmenn í einu og öðru, þar með
talið verslun með tískufatnað. Biss-
nesmenn hafa enn og aftur komist
á óplægðan akur.
En nú er það svo að Sovétmenn
vilja einnig fá eitthvað fyrir sinn
snúð. Það er að vaxa upp stór stétt
viðskiptamanna í Sovétríkjunum
sem eru að verða vandlátir á samn-
inga.
Hátískan og for-
réttindastéttin
Frú Gorbatsjov er nú orðin
drottning tískunnar í Moskvu sem
þýðir að sjálfsögðu að fatahönnuð-
ur hennar, Slava, er konungur tís-
kunnar þar í borg. Þau hafa óneit-
anlega leitt til þess í sameiningu
að meira frjálsræöi ríkir í tísku
Moskvuborgar. Og það sem meira
er, fatastíll hennar hefur heillað
marga í Washington.
Diana McLellan, ritstjóri tímarits
í Washington, sagðist hafa verið í
boði í sovéska sendiráðinu fyrir um
það bil tveimur mánuðum og.aldrei
hafa séð eins huggulega klæddar
sovéskar konur fyrr. En hún hefur
verið þar meira og minna síðan á
sjöunda áratugnum.
Því fer þó íjarri að tískan hafi náð
til alls þorra fólks. Enn er það svo
aö konur sem karlar standa í bið-
röðum í bomsunum sínum að
kaupa vörur. Slava getur selt ull-
arkápumar sínar á 250 rúblur, sem
samsvarar 18 þúsund íslenskum
krónum, á meðan venjulegur so-
véskur verkamaður hefur ekki
Frú Gorbatsjov boðar með tisku
sinni: aldrei aftur stíl frú Krústsjov.
nema 200 rúblur á mánuði.
Þetta hlýtur að gefa það í skyn
aö stéttaskipting hafi skapast í
stéttlausu þjóðfélagi Sovétríkj-
anna. Það er víst rétt sem sagt er
að hátískan hfir hvergi þar sem
engin forréttindastétt er til staðar.
Þeir sem til þekkja segja hana til
staðar í Sovétríkjunum.
(Heimildir m.a. Newsweek)
-GKr