Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1988, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988. < >■> i. i i r . ______£ Menning Löngum hafa menn baslað við að reisa minnismerki í henni veröld - styttur og þvíumhkt úr grjóti og öðr- um illforgengilegum efnum. Pólitík- usum, herkonungum og öðrum þess háttar köllum þarf að reisa bauta- steina. Svo eru önnur minnismerki, þau sem táknræn eiga að vera fyrir atburði og jafnvel heila kafla úr mannkynssögunni. Gott dæmi um minnismerki af því tagi eru sverðin þrjú sem tróna upp úr fjöruborði í Hafursfirði og minna eiga á slagsmál sem allir væru búnir að gleyma ef náungi úti á íslandi hefði ekki haft þá endemis áráttu að skrifa bækur um alls kyns furðulega hiuti úr útl- andinu og heiðinni fortíð. Og hvað er þá hið raunverulega minnismerki mætti spyrja: skráning sögunnar, sem varðveittist þannig um aldir, eða tilgerðarlegt táknið sem myndlistar- maðurinn gerði samkvæmt pöntun til að túlka sinn skilning á sögunni? Harla raunverulegir atburðir Slíkar spurningar leituðu óneitan- lega á hugann þegar minnismerki myndhöggvarans Alfreds Hrdlicka, „Mahnmal gegen Krieg und Fasc- hismus“ eða áminningar (fremur en minnis) -merki gegn stríði og fas- isma, var afhjúpað í henni Vínar- borg, höfuðborginni hér í „Wald- Þungamiðja minnismerkisins: Júðinn skúrar torgið. heimum“, fyrir skömmu. Það var ekkert smávegis búið að rífast fyrir- fram um „Antifa" eins og listamað- urinn sjálfur kallar verkið. Skipuð- ust menn í pólitískar listgreiningar- fylkingar. En verkið átti sér nokkurn aðdrag- anda. Það mun hafa verið á árinu 1972 að hópur þeirra sem af liföu hryllinginn í Auschwitz sneri sér til Hrdlicka og>bað hann hanna tákn fyrir það sem þar gerðist. Mynd- höggvarinn mun hins vegar hafa móðgað væntanlega kúnna sína með því að benda þeim á að það sem í Auschwitz gerðist hafi ekki aldeilis verið táknrænt heldur harla raun- verulegt, sem þeir sjálfir ættu best að vita. En svo, fyrir um fimm árum, samdi Helmuth Zilk (þáverandi menningarfulltrúi Vínarborgar og núverandi borgarstjóri) við meistara Hrdlicka um að hann reisti umrætt minnismerki. Hápólitískt deilumál Upphófust nú hressilegar deilur um keisarans skegg. Hrdhcka var fundið allt til foráttu. Hann jós líka olíu á eldinn í fyrra þegar hann smíð- aöi tréhross eitt mikið til að áminna forsetann hér í Waldheimum um rétta meðferð á sannleikanum. Svo mikið var alla vega talið víst að hafi forsetinn ekki verið í nasistaflokkn- um þá hafi hrossið hans að minnsta kosti verið það, eins og mönnum ætti í fersku minni að vera. Telja Hin raunverulegu minnismerki: Ljósmynd af atburðunum. Menning Eyjólfur Meisteð sárara var að löggan mætti meö ofur- eíli Uðs til að meina dálitum hópi pönkara aö veifa borða sem á var letrað: „Foringinn hvarf en aría- sinnarnir sátu um kyrrt“. Að hreinskilnin hafi fremur sært en hrært Einn var þó sá sem ekki mætti og margur saknaði. Það var skáldið Erich Fried. Hann dó fáeinum dögum fyrir afhjúpunina en á banasænginni samdi hann eitt af sínum kröftugustu og hreinskilnustu ávörpum og var það lesið við athöfnina. Fór þar eins og endranær að boðskapur Frieds rataði beina leið til hjartans, þótt sum hjörtun hafi hann eflaust meira sært en hrært, því ekki þola alhr hér í Alpalýðveldinu að talað sé hispurs- laust um fortíðina. Það er jú eitt af aðalvandamálum landsmanna hvernig fjalla skuli um þessa bless- aða fortíð, einkum þann kafla sem þeir eyddu undir forystu Hitlers. Þess vegna gefast líka tilefni til að reisa minnismerki eins og „Antifa“. Og hvemig lítur svo verkið út? Jú - tvær grófhöggnar súlur úr graníti og marmara með áhöggnum táknum mynda hhð. Það er hlið ofbeldisins og um það veröur maður að ganga til að komast að kjarnanum. Kjarn- inn er maður á fjórum fótum, sem skúrar torgið. Yfir honum trónir ber karlmaður séður aftan frá og tákna á Orfeus á leið til undirheima, sem hann sneri svo reyndar frá eins og alkunna er. Hinar og þessar áletran- ir prýða verkið, þar á meðal viljayfir- lýsingin um endurreisn Austurríkis frá árinu 1945. Enn vantar eina stytt- sumir að þar hafi Hrdlicka smíðað eitt kröftugasta áminningarmerki sem um getur. Staðarvalið varð líka að hápóUtísku deilumáli inni á hæstvirtu þingi. En svo var „Antifa" afhjúpuð með pompi og prakt. Að vísu mættu fulltrúar íhaldsflokksins ekki en þeirra saknaði enginn. Öllu Alfred Hrdlicka frammi fyrir „Antifa“. una, sem væntanlega verður tilbúin með vorinu. Hvernig hún kemur til með að líta út veit enginn enn, utan meistarinn sjálfur. Hin raunverulegu minnismerki Eins og verkið lítur út í dag er það kröftugt listaverk. Það minnir eigin- lega um margt á kraftinn í styttum Ásmundar, eins og reyndar ýmis önnur verk Hrdlickas. Hvaða boð- skap sem menn vilja úr því lesa þá skal hverjum sem heimsækir Dónár- borgina bent á að ganga skáliaUt á bak við Óperuna og virða fyrir sér þetta stórmerka Ustaverk. Mér varð það að minnsta kosti tilefni nánari og enn gagnrýnni skoðunar en áður -á hinum raunverulegu minnismerkj- um þessa sorgarkafla sögunnar - myndum og frásögnum þeirra sem upplifðu atburðina. E.M., Austurríki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.