Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Side 15
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989.
15
Flokkadrættir
. Fyrir þremur áratugum stóö
ungur drengur á góðum fermingar-
aldri uppá svölunum í Iðnó og
horfði með tárin í augunum á þegar
faðir hans var felldur sem formað-
ur Alþýðuflokksins. Vald örlag-
anna er mikið og áratug seinna
höfðu þeir feðgar ekki erindi sem
erfiði til Alþýðubandalagsins á
frægum Lídófundi. Nú voru góð ráð
dýr fyrir jafnaðarmenn allra
flokka, enda orðið næsta augljóst
að Alþýðuflokkurinn var flokkur
jafnaðarmanna á íslandi. Viðræð-
ur hófust og efnt var til sérfram-
boðs sem tókst ekki betur en svo
að viðreisnarstjórn Alþýðuflokks-
ins var felld. Þá var farið í vinstri
stjórn, sem fyrir utan það að sigra
breska heimsveldið í landhelgis-
málinu bauð Alþýðuflokknum
þrisvar aðild að stjórninni. Ekkert
gekk með sameiningu jafnaðar-
manna. Nokkrum árum seinna
kvaddi svo söguhetja vor mennta-
setur sitt við Djúp vestur, gekk
bara í Alþýðuflokkinn og tók að
ritstýra Alþýðublaðinu að hætti
fjölskyldu sinnar.
Alþýðuflokkurinn - vígi jafn-
aðarstefnunnar
„C’est la vie“, segja þeir, þar sem
hann er staddur núna, þegar þetta
er skrifað, að ráða ráðum heims-
byggðarinnar í París, löngu orðinn
formaður flokksins sem hann tár-
aöist yfir í Iðnó forðum daga og
utanríkisráðherra þjóðar sinnar.
Þannig er líflð, Alþýðuflokkurinn
er nefnilega ekki vígi jafnaðar-
stefnunnar á íslandi fyrir ekki
neitt, þar sem alhr fá notið sín,
gangi þeir bara í flokkinn. „Horfðu
á björtu hliðarnar", sagði skáldið.
Ólafur Ragnar í Alþýðuflokkinn
Meðan pólitík var pólitík á ís-
lanþi og. Hannibal var á ísafirði
KjáUaiinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
átti hann alltaf góðan vin í Al-
þýðuflokknum þar, sem stóð með
honum í gegnum þykkt og þunnt.
Mann borgfirskrar ættar, hesta-
mann góðan sem hét Grímur. Son-
ur hans er Ólafur Ragnar, sem
einnig hefur komist til mikilla
mannvirðinga hjá þjóðinni við ysta
haf og víða hefur leitað fóðurleifðar
sinnar, jafnaðarstefnunnar. Nú
stefna þessir vinasynir til Gullkist-
unnar vestur og spyrja á rauðu
ljósi hvort þjóðin gefi grænt ljós á
sameiningujafnaðarmanna. Þjóðin
mun auðvitað færast undan í flærn-
ingi, svara út og suður, gera^grín
aö þeim, herma eftir þeim og
reyndar tala um allt annað en
umræðuefnið, eins og HaUdór nób-
elsskáld segir í Innansveitarkróní-
kunni. Að lokum mun svo sæbar-
inn Vestfirðingur standa upp, alda-
vinur Hannibals og Gríms, renna
haukfránum sjónum yfir salinn og
ámsúgarins í röddinni kenna Vest-
firðingar, þegar hann spyr þrum-
andi röddu: Ólafur Ragnar, af
hverju gengur þú ekki bara í Al-
þýðuflokkinn?
„To be or not to be..
Vestfirðingar eru músíkalskir
með afbrigðum og gefst nú tæki-
færið á útstíminu næstu mánuðina
að ræða það hvort röddin þrum-
andi hafi verið líkari æðsta prestin-
um í Aídu þegar hann kallar á
Radames til yfirheyrslunnar, eða
hvort hún beri meiri keim af
draugnum í Don Giovanni, þegar
hann kallar á kvennabósann ofan
í gröfina. Hvað um það, hvorugur
þeirra stórstirna átti afturkvæmt
frá yfirheyrslunni - og lýkur svo
óperunni. Sjálfsagt er Ólafur Ragn-
ar mikið að spyrja sjálfan sig þessa
dagana, gangi hann í Alþýðuflokk-
inn, eigi hann þá nokkurn tíma
afturkvæmt.
Existentialismi
Honum til huggunar má gamall
félagi og hestakall benda honum á
að hefði Radames einfaljjlega svar-
að æðstaprestinum hlotnaðist hon-
um prinsessan, heimsveldið
Egyptaland og sjálfsagt ástir Aídu
líka. Hefði Don Giovanni ekki hætt
drauginn, leyft hinum látnu að
hggja í ró og bara bætt ráð sitt, þá
gæti hann enn stundað veisluhöld
á Spáni og Leporello ennþá sungið
um þær allar „milletre“, - þúsund
og þrjár.
Jón Baldvin og Ólafur Ragnar
Þeir synir vinanna á ísafirði, Jón
Baldvin og Ólafur Ragnar, hafa
komist til æðstu virðinga hjá ís-
lenskri þjóð. Þeir eru hvor öðrum
betur komnir að þeirri virðingu,
sem þeim hefur hlotnast, og eru þó
aðeins ungir menn enn. Báðir hafa
þeir kropið að æðstu mennta-
brunnum þjóðar sinnar, norrænn-
ar menningar og breskrar heims-
menningar. Þeir hafa komið ungu
fólki til þroska og eru frægir hug-
sjónamenn um framtíð þjóðar
sinnar og veraldarinnar. Báðir
hafa þeir stigið fyrstu sporin, hvor
á sinn hátt, til þess að marka sér
sess í mannkynssögunni. Með tilliti
til stöðu norrænna þjóðá í alþjóða-
samstarfi er það því ekki kotroskni
þegar smáþjóðin í norðri bindur
vonir við þá í alþjóðamálum. Á all-
an hátt eru þeir færir um það að
feta þá slóð örugglega áfram sem
þeir hafa markað á alþjóðasviði
bæði í krafti eigin hugsjóna, starfs
og émbætta. Þvílíkir menn sem
þeir eru, þá munu störf þeirra
varpa dýrð á skerið í norðri.
„Þeir eru báðir með eilífum
sálum“
Vissulega er þeim fullkunnugt að
í lífshlaupi sínu og sálarstríði um
afstöðu til allra mála, persónuiega,
hagsmunalega eða flokkslega, þá
endurómar það vandann sem knýr
á hvar sem er í veröldinni. Klofn-
ingur jafnaðarmanna átti sér ekki
bara stað á íslandi, stéttarátök
voru ekki bara hér, það voru ekki
bara íslendingar sem áttu í sálar-
kreppu eða barist var um brauðið
dýra. Við erum allir menn. Ein sál,
ein vitund, ein tilfmning, þótt við
tignum guð á mörgum tungumál-
um. Frjómagn sólargeislans og ást-
leitni móður jarðar er grundvöll-
urinn að öllu lífi á jörðunni. Við
erum öll af sömu rót og hverfum í
sama náðarskautið.
Jafnaðarmenn allra flokka
Hvernig þeir kjósa að spila þenn-
an veruleika inn í íslensk stjórnmál
er svo önnur saga. Spurningin um
samstarf eða samruna Alþýðu-
ílokks og Alþýðubandalags getur
auðvitað einfaldlega snúist upp í
spurninguna um það hvers vegna
einstakir Alþýðubandalagsmenn
gangi ekki einfaldlega í gamla móð-
urskipið. Vistin í Alþýðuflokknum
hefur reynst vel. Fleiri ættu að
hugsa sig um. Hvað um sameiningu
jafnaðar- og samvinnumanna á Is-
landi, sem um víða veröld eru nán-
ast eitt og hið sama í pólitík. Þá
má ekki heldur gleyma þeirri stað-
reynd íslenskra stjórnmála að fylgi
Alþýöuflokks hefur í reynd lang-
mest skarast við Sjálfstæðisflokk-
inn. Eitt er að hafa fallegar kenn-
ingar, annað að lifa lifinu, eins og
karlinn sagði. Spurningarnar eru
margar og svörin erfiö, en hitt vita
allir að takist Jóni Baldvin Hannib-
alssyni, sem einu sinni táraðist yfir
Alþýðuflokknum, að leiða til hans
alla þá sem erindi eiga, - jafnaðar-
menn allra flokka, - þá tekur því
ekki að nefna stjórnarandstöðuna.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Þá má heldur ekki gleyma þeirri staö-
reynd íslenskra stjórnmála aö fylgi
Alþýðuflokks hefur í reynd langmest
skarast viö Sjálfstæöisflokkinn.“
Eldvarnareftirlit og skoðun bygginga
Eftirlit með byggingum og bygg-
ingaframkvæmdum er gagnrýnt
árlega. Fjallað er um steinsteypu,
burðarþol og síðast brunahönnun.
Eftirhti með fullgerðum bygging-
um er ábótavant. Þeim er breytt
án vitundar byggingaryfirvalda.
Við breytingamar skerðist oft
brunaöryggi þeirra. Fjölmargir að-
ilar skoða húsnæði og skrá. Yflr
þúsund starfsmenn safna upplýs-
ingum um mannvirki og skrá þær.
Kostnaður er árlega á annan millj-
arð króna. Mannafli nýtist illa.
HUðstæð verkefni eru unnin af
mörgum aðilum. Endurskipulagn-
ing þessara starfa mun bæta skrán-
ingu fasteigna, þar á meðal eftirlit
með öryggi mannvirkja.
Byggingaeftirlit enn gagn-
rýnt
Fyrir tæplega tveimur árum birti
félagsmálaráðuneytið skýrslu um
burðarþolhúsa í Reykjavík. Niður-
stöður hennar vom að burðarþols-
hönnun væri ábótavant og bygg-
ingaeftirliti áfátt. Skýrslan olli deil-
um um þolhönnun mannvirkja og
starf byggingafulltrúaembættisins
í Reykjavík. Ástæða heföi verið til
að athuga fleira en burðarþols-
reikninga. í grein í DV 1987 flallaði
undirritaður um hönnun mann-
virkja og eftirlit. Niðurstaðan var
að: „Ekki er ástæða til að ætla að
hönnun annarra byggingaþátta sé
betur á vegi stödd en burðarþol.
Menn hafa þvert á móti talið að
þolhönnun bygginga væri sæmilega
á vegi stödd miðað við ýmis önnur
hönnunar- og skipulagsstörf. Til
dæmis væri ástæða til að kanna
brunahönnun mannvirkja og hönn-
un lagna og loftræstikerfa."
Skömmu áður en burðarþols-
KjáUariim
Stefán Ingólfsson
skýrslan kom fram höfðu orðið
miklar umræður um gæði stein-
steypu og eftirlit með framleiðslu
hennar. Stórbruni Gúmmívinnu-
stofunnar hefur enn vakið umræðu
um hönnun mannvirkja og bygg-
ingaeftirht. Að þessu sinni bruna-
hönnun og eldvárnareftirlit. Eftir-
lit opinberra aðha á að tryggja að
brunahönnun sé fuhnægjandi og
fylgst sé með brunaöryggi bygg-
inga. Eftirht með hönnun mann-
virkja og úttekt á húsum í byggingu
er einungis afmarkaður þáttur
byggingaeftirlits. Eftirlit er aðal-
lega haft með nýjum byggingum.
Lítið er fylgst með breytingum á
fullgerðum eignum.
Lítið eftirlit með fuiibúnum
byggingum
Breytingar eru gerðar á flölda
bygginga án vitundar yfirvalda.
Þess eru dæmi að brunaþol hafl
minnkað og byggingarnar orðið
óöruggari að öðru leyti. Notkun
húsnæðis er einnig stöðugt að
breytast. Til eru heil borgarhverfi
með húsnæði sem notað er á annan
hátt en upphaflegt skipulag gerði
ráð fyrir. Múlahverfið í Reykjavík
var til dæmis skipulagt fyrir iðnað.
Nú eru skrifstofur eða verslanir í
flestum húsanna. Þegar byggingar
eru teknar til nýrra nota þarf að
breyta þeim: færa skilveggi, breyta
raflögnum og brunavörnum, svo
eitthvað sé nefnt. Lögum sam-
kvæmt þarf leyfi byggingayfir-
valda fyrir breytingunum. Mikill
misbrestur er þó á því að sótt sé
um leyfi til að breyta notkun eða
innréttingu. Margir telja óþarft að
senda teikningar til byggingar-
nefndar. Aðrir vilja ekki að yfir-
völd fái vitneskju um breytta nýt-
ingu því húsnæði ber misjafnlega
háa skatta eftir því hver notkunin
er. Opinberir aðilar fylgjast htið
með fullbyggðum mannvirkjum.
Byggingafulltrúi fylgist með þeim
meðan á byggingu stendur. Þegar
hús verða fokheld lýkur eftirliti
embættisins að mestu. Ekki er
fylgst reglubundið með hvernig
byggingar eru nýttar. Fasteigna-
skrá inniheldur að vísu upplýsing-
ar frá sveitarfélögum um notkun
en skráningin er ófullkomin. Sveit-
arfélögin leggja litla áherslu á að
fylgjast með hvort notkun atvinnu-
húsnæðis breytist. Þau innheimta
hærri gjöld af atvinnuhúsnæði en
íbúðarhúsnæði en ekki skiptír máli
hver atvinnunotkunin er. í mörg
ár var til dæmis aðalverslunar-
húsnæði Hagkaups skráð sem iðn-
aðarhúsnæði.
Sömu verk unnin af mörgum
aðilum
Starfsmenn sveitarfélaga, fast-
eignamats, brunabótamats, eld-
varnareftírlits, heilbrigðiseftirlits
og fleiri aðila skoða árlega þúsund-
ir bygginga. Kostnaður við söfnun
upplýsinga um fasteignir er var-
lega metinn liðlega mihjaröur
króna á ári. Það fé er illa nýtt. AI-
gengt er að hliðstæð verkefni séu
unnin af 4 eða 5 aðilum. Fyrir fáum
árum söfnuðu tíl dæmis yfir 30
opinberir aðilar upplýsingum um
mannvirki og íbúa í Reykjavík
einni. Á landinu öllu skipta hundr-
uðum þeir aðilar sem fást við söfn-
un upplýsinga um fasteignir. Við
þessi verkefni starfa á annað þús-
und manns. Spara má stórfé og
bæta skráninguna með því að end-
urskipuleggja störfin. Lítil sam-
vinna er. Hver vinnur í sínu horni
og kostir nútímaupplýsingatækni
eru iha nýttir þrátt fyrir að upplýs-
ingar séu víða tölvuunnar. Fast-
eignamat ríkisins og brunatrygg-
ingafélögin þrjú halda tölvuskrár
um allt húsnæði í landinu og mats-
flárhæðir. Fjölmörg sveitarfélög
hafa tölvuvæddar innheimtuskrár.
Fógetaembætti hafa tekið upp
tölvuskráningu á veðböndum. Þá
eru skrár Hagstofunnar ótaldar og
minni upplýsingasöfn er víða að
finna. Á þeim eru flölbreyttar upp-
lýsingar um mannvirki: notkun,
stærðir, byggingarefni, byggingar-
ár, staðsetningu og fleira.
Tölvur og brunavarnir
Upplýsingar úr þeim tölvuskrám
sem áður voru nefndar geta komið
að notum við byggingaeftirlit. Sam-
vinna um skráningu og úrvinnslu
upplýsinga um fasteignir mundi til
dæmis gagnast eldvarnareftirliti og
slökkvhiði. Vandalaust er að kom-
ast í samband við upplýsingakerfi
hvaðan sem er með skjá og bíla-
síma. Gögnum, sem erfitt er að
tölvuvæða, má miðla á annan hátt.
Húsateikningar eru til dæmis oft
myndaðar á örfilmur. Koma má
filmum með hundruðum teikninga
fyrir í jakkavasa. Ódýrt og fljótlegt
er að búa th nýjar filmur th dreif-
ingar. Þess þekkjast dæmi frá er-
lendum borgum að samræmd, full-
komin upplýsingakerfi hafi verið
sett upp fyrir byggingaeftirht, ör-
yggiseftirht, slökkvihð og fleiri að-
ila. Elstu tölvukerfin eru meira en
hálfs annars áratugs gömul. Margt
má vafalaust læra af reynslu þeirra
sem þau nota.
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
„Til eru heil borgarhverfi með húsnæði
sem notað er á annan hátt en upphaf-
legt skipulag gerði ráð fyrir.“