Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Qupperneq 24
24
FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1989.
LífsstíU
1300% verðmunur
á snyrtivörum
- mánaðarkúr af megru n a r kremu m á rúmlega 15.000 krónur
Eitt fjölmargra krema sem fást í snyrtivöruverslunum og ætlaö er að eyða
appelsinuhúð og minnka fitumyndun undir húðinni. DV-mynd BG
Verðmunur á Gernétic megrunar-
kremum samanborið við svipaöa
"^heðferð frá öðrum snyrtivörufram-
leiðendum er mest 1300% og minnst
. 680% eftir því við hvaða tegund aöra
ermiðað.
í snyrtivöruverslunum er hægt að
fá úrval af kremum og áburði sem
eiga að eyða svokölluðu cellulite
undir húöinni og hafa grennandi
áhrif. Flest snyrtivörufyrirtæki
bjóða krem af þessu tagi og kostar
mánaðarskammtur 1.050-1.900 krón-
ur.
Hægt er að fá megrunarkrem frá
Clarence sem á að eyða cellulite og
kostar mánaðarskammturinn um
1.500 krónur. Frá sama fyrirtæki er
vatnslosandi olía sem er borin á lík-
amann og á að hafa grennandi áhrif
U5g kostar skammtur til eins mánaðar
1.100 krónur. Biotherm hlaup kostar
1.402-1.782 hver 10 daga skammtur.
Krem frá Maria Gallant kostar 1.805
krónur mánaðarskammtur og Elan-
cyl MP 24 kostar 1.526 krónur mán-
aðarskammtur. Verð á þessum teg-
undum er víðast hvar mjög svipaö.
Gernétic marg-
falt dýrara
- í versluninni Mirru í Hafnar-
stræti og í Topptískunni Aðalstræti
fást megrunarkrem frá franska fyrir-
tækinu Gernétic og kostar hver
skammtur 14.400 krónur til 15.200
krónur. Skammturinn á að duga í
rúman mánuð.
Mælt er með að notuð séu saman
þrjú mismunandi krem sem eru bor-
in á líkamann og á notandinn að
grennast fyrir áhrif þess. Kremin
heita Artera, Vasco, Somido og Gasta
og eru notuð í tveimur mismunandi
samsetningum.
Verðmunur á Gernétic og öðrum
merkjum- er mestur 1300% og
minnstur 680% eftir því við hvaða
merki er miðað.
Neytendasíðu DV er kunnugt um
að Neytendasamtökunum hafa bor-
ist upphringingar vegna verðlagn-
ingar á Gernétic vörum og hafa við-
skiptavinir haldið því fram að áburð-
urinn virki ekki sem skyldi.
Áðurnefndar verslanir, sem eru
einu sölustaðir þessara vara fyrir
utan innflytjandann, selja Gernétic
vörur á svipuðu verði.
Afgreiðslufólk þessara verslana
kannaðist ekki við að kvartanir
hefðu borist frá óánægðum við-
skiptavinum en á báðum stöðum
kom fram að verulega hefði dregið
úr sölu Gernétic vara frá því að inn-
flutningur hófst síöla árs 1988.
Haft var samband við Guðlaugu
Jónsdóttur, innflytjanda Gernétic,
en hún vildi ekkert láta hafa eftir sér
um verðlagningu varanna. Ekki
fékkst leyfi til þess að mynda Ger-
nétic vörúr í þeim verslunum sem
hafa þær á boðstólum.
Þrír húðsjúkdómalæknar, sem DV
hafði samband við, sögðust ekki
kannast neitt við þau krem og hlaup
sem hér er rætt um. Hins vegar voru
þeir sammála um að ekki væru þekkt
nein krem sem grenntu fólk svo
sannanlegt væri. -Pá
NÆST Á DAGSKRÁ
RAUÐUR GINSENG!
Uppl. í simum 10004/21655
Mímir
Ætlarðu út að hlaupa?
Nú standa yfir útsölur í mörgum
verslunum sem selja íþróttafatnað
og vörur. Þeir sem eru að hugsa um
að fara út að hlaupa eftir átveislur
jóla og áramóta geta því keypt sér
þar til gerða skó til hlaupanna á
lægra verði en venjulega.
Grófgerðir og góðir hlaupaskór eru
nauðsynlegir ef hlaupið er á malbiki.
Verð á slíkum skóm frá þekktum
merkjum er afla jafna frá 3.500 krón-
um og allt að rúmum 5.000 krónum.
Það munar því talsvert um 30-50%
afslátt sem víða er boðið upp á þessa
dagana. Hægt er að fá mjög sæmilega
skóá 2.000-2.500 krónur. -Pá
Faxkröfur:
500 krónur á
hverja sendingu
- meðaltaiskostnaður, segja fulltrúar Pósts og síma
„Það var fundið ákveðið meðaltals-
gjald fyrir þessa þjónustu," sagði
Gylfi Gunnarsson aðstoðarpóstmála-
fiflltrúi í samtali við DV um gjald-
töku Pósts og síma af faxkröfum.
Gjald fyrir faxkröfur, sem tekið hafa
við af póstkröfum þegar um er aö
ræða sendingar yfir 20 kílóum, er 500
krónur fyrir hverja sendingu.
„Það er mikil vinna við þetta fyrir
okkar fólk, það eru þijár póstfax-
sendingar í hverri kröfu, það þurfti
að búa til eyðublöö og fleira. Við
höfum ekki orðið varir við neina
óánægju enda verða menn bara að
horfast í augu við að þetta er það sem
hluturinn kostar,“ sagði Gylfl.
Kostnaður við að senda þijár blað-
síður í póstfaxi er 440 krónur. ,Póst-
kröfugjald er 164 krónur. Komið hef-
ur fram nokkur óánægja með gjald-
töku Pósts og síma fyrir þessa nýju
þjónustu en formi þessu var fyrst og
fremst breytt vegna vaxandi van-
skila.
-Pá
/ •ss
Offita er vel þekkt vandamal
t nútímaþjóðfélagi og fólk
grípur til ýmissa ráða til
þess að ná af sér aukakíló-
um. Ekki hefur tekist að
sanna neitt um að hægt sé
grenna of feitt fólk með
smyrslum og áburði. í
snyrtivöruverslunum
stendur fólki engu að síður
til boða fjöldi grennandi
krema og kostar mánaðar-
skammtur allt að 15.000
krónum.
Taxti opinberra stofhana:
Að mestu und-
anþeginn verð-
lagseftirliti
„Verðhækkanir á opinberri dómsmálaráðuneytinu með reglu-
þjónustu heyra ekki undir Verð- gerð og heyrir því ekki undir Verö-
lagsstofnun nema þegar um er að lagsstofnun.
ræða hækkanir vegna erlendra Póstur og sími hefur tekiö upp
aðfangahækkana," sagði Guð- breytt form á póstkröfusendingum
mundur Sigurðsson, starfsmaöur útálandmeðmeiraen200%hækk-
Verölagsstofnunar, í samtali við un á gjaldi fyrir þjónustuna. Guö-
DV. mundur Sigurðsson hjá Verðlags-
Hækkanir á margs konar þjón- stofiiun kvað það tilfelli ekki hafa
ustu hafa verið geröar heyrin- komið til kasta stofnunarinnar og
kunnar undanfarna daga. Leyfðar benti á að taxti opinberra stoftiana
hafa verið hækkanir á taxta dans- heyrði ekki undir Verölagsstofhun.
skóla og skíðalyfta á grundvelli I bráðabirgðalögura ríkisstjóm-
þess að þjónusta þessara aðila hafi arinnar segir að þjónusta opin-
síðast hækkaö fyrir ári. berra aðila skuli ekki hækka fyrir
Breytt fyrirkomulag á bifreiöa- 28. febrúar nema um hækkun á
skoðun hefur haft i för meö sér erlendum aðfóngum sé að ræða.
margfalda hækkun á þjónustu við Slíku er ekki til að dreifa í þessum
bifreíðaeigendur. Taxti Bifreiöa- tveimur tilfelium.
skoðunar íslands er ákveöinn af