Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. 7 Fréttir Almennur borgarafundur í Árbænum vegna sorpböggunarstöðvar: Mikil andstaða meðal ibúa gegn framkvæmdinni - óttast að íbúðir faUl í verði IMýrvegur,^ BÖppUNARSTÖÐ Fyrirhugað iðnaðarsvæði URLANDS VEGU! RA )AVATN A kortinu kemur fram hvar stöðin verður staðsett en henni er ætlaður stað- ur í nýju iðnaðarhverfi vestan við veg þann sem á að tengja Árbæjar- hverfið við Vesturlandsveg. Meðal íbúa í Árbæjarhverfi ríkir nú mikil óánægja með þá ákvörðun borgarstjómar að reisa böggunar- stöð fyrir sorp í hverfinu. Að sögn Jóhanns E. Hólm, sem sæti á í Framfararfélagi Árbæjar- hverfis, telja íbúar í hverfmu að hús- næði þeirra lækki í verði. Jóhann sagðist hafa ráðfært sig við nokkra fasteignasala og hefði það verið sam- dóma áht þeirra að íbúðarhúsnæði gæti lækkað um 10 til 15% í það minnsta. Reyndar væri ekki hægt að segja til um þessa verðlækkun með nákvæmni en fullvíst mætti telja að af henni yrði. Jóhann sagði að það sem fólk óttað- ist mest væri hin mikla umferð sem í kringum stöðina myndaðist og sú mengun sem henni fylgdi. Sagði hann að líklegt mætti telja að um 200 til 300 flutningabílar kæmu þangað daglega þegar starfsemi hæfist. Myndi fyrst í stað verða gífurleg umferð um Árbæjarhverfið því óvíst væri hvenær gengið yrði frá þeim vegarspotta sem ætti að tengja svæð- ið við Vesturlandsveg. Þá sagði hann að óhjákvæmiiegt væri að einhver lykt fylgdi stöðinni og jafnvel fok. Þá væri alltaf ákveð- inn ótti við meindýr. Algerlega óvíst er hvar sjálfur urð- unarstaðurinn verður en búast má við að enn meiri deilur verði um staðsetningu hans. Jóhann sagði að óvissan um hann gerði aðstöðu þeirra enn erfiðari. Á mánudagskvöld verður háldinn almennur fundur fyrir Árbæinga í Árseli. Þangað hefur þingmönnum verið boðið að koma auk þess sem einhveijir borgarfulltrúar mæta. Sagði Jóhann að í framhaldi af því gæti farið svo að undirskriftasöfnun gegn stöðinni verði sett af stað. Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við DV að hann teldi varla annan stað koma til greina. Hann hefði sjálfur tahð Fífuhvammslandið í Kópavogi heppilegast en ekki væri hægt að staðsetja stöðina þar. Því væri þessi staður heppilegastur. Elín G. Ólafsdóttir, borgarfuhtrúi Kvennahstans, sagðist hafa miklar efasemdir um staöinn en erfitt væri að koma auga á annan betri úr þessu. Fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsnefnd, Alfreð Þorsteinsson, hefur skrifað harðorða grein í DV gegn stöðinni en Bjami P. Magnús- son, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði að hans persónulega skoðun væri sú að staðsetningin þama væri í lagi. Af þessu má ráða að nokkuð breið samstaða virðist vera í borgar- stjórn um að staðsetja verksmiðjuna í Árbæjarhverfi. -SMJ Ótti Árbæjarbúa á misskilningi byggður - segir Davíö Oddsson borgarstjóri „Það hefur ekki verið kvartað við mig en ég hef heyrt áf því að það sé einhver ótti meðal Árbæjarbúa en það er á misskilningi byggt,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri þegar hann var spurður um mótmæh Árbæinga vegna sorpböggunar- stöðvar sem á að rísa skammt fyrir ofan efstu byggð í Árbæjarhverf- inu. „Menn halda ahtaf aö sorp sé eitt- hvað svo hræðilegt af því að þeir sjá sorphaugana í Gufunesi en þeir em ekki par fahegir. En nú er verið að breyta. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum nú að fara af stað. Við erum að fara út úr slíkum hlut- um.“ Borgarstjóri sagði að fuhtrúar borgarinnar hefðu kynnt sér með- ferðina á slíkum málum í Hull og Aberdeen. Þar eru slíkar stöðvar inni í miðri íbúðabyggðinni og sagði Dav- íð að enginn gæti séð að slík starf- semi færi fram þar. Þessi starfsemi væri ekki í neinu frábrugðin annarri iðnaðarstarfsemi. Meðferð á sorpi hér á höfuðborgar- svæðinu byggist á tvöföldu kerfi. í Hádegismóunum verður byggð mót- tökustöð. Þar verður tekið á móti sorpinu innanhúss í lokuðu hús- næði. Þaðan fer það á færibönd, er pressað saman og baggað. Síðan fer það á flutningabíla og er keyrt á urð- unarstað. „íbúar í Árbænum munu ekki sjá þarna neina aðra starfsemi en í venjulegu iðnaðarhúsnæði enda er þetta í 350 metra fjarlægð frá næsta húsi. Náttúruverndarráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt þetta endá er þarna um að raeða umhverfisvemd- arátak.“ Davíð sagði að ætlunin væri að halda fund með íbúunum þar sem sú starfsemi, sem þama mun fara fram, verður kynnt. -SMJ Iðnaöaruppbygging á Rauðavatnssvæðinu: Ekki verður byggt á sprungusvæði - segir Davíö Oddsson borgarstjóri „Það er alrangt að þaö eigi að fara að byggja á sprungusvæðinu svokah- aða sem er gamla Rauðavatnssvæðið sem var fyrir norðan og austan Rauðavatn,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri en því hefur verið haldið fram að spmngusvæðið svokahaða við Rauðavatn sé orðið aö byggingar- svæði þrátt fyrir stór orð fyrri tíma. Davíð neitaði því alfarið og sagði að sprungusvæðið væri mun austar en þáð iðnaðarsvæði sem nú heföi verið skipulagt fyrir ofan Árbæjar- hverfi. Davið sagði að þetta iðnaðar- svæði kæmi í Hádegismóunum svo- köhuðu og yrði við veginn sem teng- ir Suðurlandsbraut og Vesturlands- veg. Þetta væri tenging sem yrði að koma mjög fljótlega. Taldi Davíð að þetta iðnaðarsvæði væri ákaflega vel staðsett miðað við höfuðborgarsvæð- ið í hehd. Rauðavatnssvæðið var mikið í umræðum í kringum kosningarnar 1982 en vinstri meirihlutinn þá hafði uppi fyrirætlanir um aö byggja á þessu svæði. Þar var gert ráð fyrir íbúðarbyggð fyrir um 10 th 15 þúsund manns. - En verða byggðar íbúðir á þessu svæði á meðan þú ræður ríkjum? „Ja, ef ég ræð ríkjum í 30-40 ár veit ég aldrei hvað gerist en miðað við núverandi skipulag borgarinnar, og það er engin ágreiningur um það við núverandi minnihluta, að fyrst við getum byggt meðfram ströndinni eru allir sammála um að byggja þar. Við byggjum auðvitað á betra bygg- ingarlandinu á meðan að við getum það.“ Það er byggt á sprungusvæðinu Sigurjón Pétursson, borgarfuhtrúi Alþýðubandalagsins, var ekki sam- mála Davíð og sagði þvert á móti að það væri verið að byggja á sprungu- svæðinu. „Landið er sprungið þama - á því er engin vafi. Það er hka sprungið í Breiðholti og Selási þann- ig að það eru jarðsprungur þarna um aht,“ sagöi Sigurjón. Hann sagði að þetta iðnaðarhverfi kæmi einmitt að hluta th á það svæði sem þeir hefðu vhjað undir íbúðabyggð. -SMJ HlíðarQalI: Tvær lyftur í gang um helgina Gylfi Kristjánsaon, DV, Akureyii „Ástandið hefur batnað mikið í þessari viku og við erum ákveðnir í að opna tvær lyftur um helgina, stólalyftuna og Stromplyftuna," sagði ívar Sigmundsson, forstöðu- maöur í Hhðarfjahi við Akureyri, er DV ræddi við hann í gær. Nú er komið nokkuð fram yfir þann tíma sem venjulegt er að opna brekkumar í Hlíðarfjalli. Snjóleysi hefur verið mikið að undanfömu og þrátt fyrir að opnað verði um helgina er ekki mikih snjór í fjallinu. „Það er fuh ástæða th þess að hvetja fólk th þess að fara varlega vegna þess að snjórinn er ekki mikhl en þetta á að takast ef fólk gætir að sér,“ sagði ívar. • f f • • HAFNARFJORÐURIKVOLD KL. 20.30 Áhorfandi góður, þú er leynivopn íslands Styðjum strákana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.