Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. 45 Skák Jón L. Árnason í þýsku deildakeppninni í fyrra kom þessi staöa upp í skák Schulte og Simon sem hafði svart og átti leik: Hvítur tiefur enn ekki hrókað og það tekst svörtum að notfæra sér skemmti- lega: 21. - Rd3 + ! 22. Dxd3 Bb5 Vinnur manninn aftur með vöxtum. 23. Dd4 Bxc3+ 24. Hxc3 Hxe2+ 25. Kdl He4 26. Dc5 Hc6!Skiptamunur fáUinn því að hvít- ur verður að hafa gætur á d-peðinu. 27. Dxb5 Hxc3 og svartur vann létt. Bridge ísak Sigurðsson Hér er tiltölulega einfóld bridgeþraut, þar sem sagnhafi verður að gera sér grein fyrir möguleikanum í spilinu. Suður gef- ur, N/S á hættu og útspil vesturs er laufa- drottning: ♦ KGIO V K43 ♦ DG1085 + 72 * 854 ¥ Á6 ♦ K42 + 108543 ♦ ÁD97 V DG72 ♦ 963 + ÁK Suður Vestur Norður Austur 1 G Pass 3 G Pass P/h Ef útspihð hefði verið heppilegra, til dæmis spaði, þá væri hægt að fría tlgul- inn í rólegheitunum. En vömin verður á undan aö brjóta laufið og ekkert nema stifla í laufinu kemur í veg fyrir að samn- ingurinn fari niður. Þess vegna verður að grípa til hjartahtarins og hann verður að gefa þrjá slagi. Undir hvemig kring- umstæðum gelur það gerst? Það er þegar Uturinn brotnar 3-3 eða þegar austur á ásinn annan eða blankan. Þá verður að spUa upp á það, inni á laufakóng er litlum spaða spUað á tíuna og hjarta að DG. Drottningin á slaginn og þá kemur aftur spaði á gosa, hjarta að gosanum og í ljós kemur að vandvirknin borgaöi sig. V 10985 ♦ Á7 Krossgáta / T~T~ * r~ ? 8 J 10 1 W J L \é J V /? 18 )9 J 1 il n Lárétt: 1 úthald, 4 samkomulag, 7 innan, 8 stefna, 9 gelt, 10 frásögn, 11 tínir, 13 sprotar, 15 reiðihljóð, 16 flenna, 18 eggið, 20 rykkom, 21 sýl, 22 ófus. Lóðrétt: 1 ójafna, 2 munda, 3 smávaxnir, 4 renglur, 5 hyggja, 6 oddi, 9 nákvæm- lega, 12 vik, 14 ös, 15 eira, 17 fljótið, 19 eins. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 svarkar, 8 lína, 9 æða, 10 Óð- inn, 12 au, 13 rangan, 16 ógn, 17 laun, 19 Utar, 20 gá, 22 ari, 23 ugga. Lóðrétt: 1 slór, 2 við, 3 an, 4 rangla, 5 kæna, 6 aða, 7 rausn, 11 innti, 14 agir, 15 nugg, 16 óla, 18 arg, 21 áa. 1 Þetta er frábært, Artúr! Það er verst að það eru ekki veitt nóbelsverðlaun fyrir barþjónustu. Lalli og Lína Slökkvilid-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvUið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviUð sími 12222 og sjúkrabifreiö sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 27. jan.-2. febr. 1989 er í Ingólfsapóteki og Laugarnesapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 aö morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Nórðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. ÍL18.30, Hafnaríjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavik, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11166, Hafnar- flörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - upplýsingar og ráðgjöf á vegum Krabbameinsfélagsins virka daga kl. 9-11 í síma 91-21122. Læknar Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöð varinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. ( Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar- daga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Föstudagur 27. janúar. Heimsblöðin ræða hin breyttu viðhorf Vegna sigurs Francos og falls Barcelona. Bresku blöðin telja þetta ekki fullnaðarsigur, en ítölsku blöðin láta ófriðlega og telja kommúnismanum útrýmt með öllu úr Evrópu. __________Spalonæli____________ Auðvitað erum við allir menn, en hamingjan sanna, mikill er mun- urinn. Adam Oehlenschláger Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14—17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Lokað um óákveöinn tíma. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Allar deildir eru lokaöar á laugard. frá 1.5.—31.8. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-17, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánu- daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu- daga 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið laugar- daga og sunnudaga 14-18. Tímapantanir fyrir skólafólk í síma 52502. Þjóðminjasafn íslands er opiö þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga, frá kl. 13.30-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 22445. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjöröur, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel- tjamames, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11088 og 11533. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar teljá sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. TiIlcyrLningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak. anna 16373, kl. 17-20 daglega. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 28. janúar Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú ert réttlátur í því sem þú telur rétt og færð prnikt fyrir það. Viðskipti ganga fyrir öllu félagslífi. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Frábærustu hugmyndirnar koma að hkindum ekki frá þér heldur eru uppástungur náins vinar. Ástarmálin lofa góðu. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Leggðu áherslu á heimilis- og fjölskyldulif í dag, það veitir þér mesta ánægju. Athugaðu sambönd viö einhvem langt í burtu. Nautið (20. april-20. mai): Þú gætir þurft aö fóma einhverju í dag til að aðstoða aðra. Ef þú tapar einhverju gætirðu fengið það til baka á annan hátt. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Þetta verður ekki mjög afslappaður dagur. Þú þarft að taka saman fjármálin. Ef þú ætlar að fara eitthvað skaltu vera viss um að hafa allt meðferðis sem þú þarft. Krabbinn (22. júni-22. júlí): Þú ættir að vera dálítið heilsusamlegur og stunda einhverja æfingu um tima til aö koma þér í form. Hlutirnir verða minna þreytandi. Happatölur em 11,17 og 27. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Haltu þig innan um þér yngra fólk í dag. Það hefur góð áhrif. Þeir sem era einir ættu endilega að koma sér í félags- skap. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Samvinnuandi ríkir í nær ahan dag. Notaðu morguninn til að fá hlutina á hreint. Orðstír þinn fær byr undir báða vængi. Vogin (23. sept.-23. okt.): Eftir daginn verður þú léttari því einhver lyftir af þér þungu fargi. Þú þarft samt sem áður að taka mikilvæga ákvörðun. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú þarft að gera ýmsa hluti sem kæta þig ekki við skipulagn- ingu dagsins. Þú ættir að fá tækifæri sem þú hefur haft áhuga á lengi. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú ættir að hafa þaö á hreinu hver borgar áður en þú ferð í einhverjar skuldbindingar. Þú færð tækifæri til að sýna hæfileika þína. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Samkeppni gæti orðið snörp á einhverju sviði. Þú ættir að eyða kvöldinu með vinum þínum heima. Happatölur em 4, 16 og 31.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.