Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Síða 3
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. 3 Fréttir Rauðasandshreppur: Ibúar vilja vita um stöðu sveitarsjóðs - auðvitað er óánægja - segir sveitarstjómarmaður „Viö viljum fá að vita hver staða sveitarsjóðs er. Það eina sem ég hef heyrt er að löggiltir endurskoðend- ur hafa verið að fara yfir reikninga sjóðsins. Við höfum ekki fengið að sjá ársreikninga síðan 1985. Þetta er óhæft og við höfum þrýst á að úr þessu verði bætt. Sveitarsjóður hefur verið vel stæður til þessa, enda litlar framkvæmdir á vegum hans. Þaö eru nær einungis skóla- og heilbrigðismál," sagði einn íbúi í Rauðasandshréppi. Innan hreppsins er mikil óán- ægja efhr að fyrrverandi spari- sjóösstjóri Sparisjóðs Rauðasands- hrepps var kærður fyrir meint íjár- svik. Sami maður er nú sveitar- stjóri Rauðasandshrepps. Grunur er um að hann hafi dregið sér allt að 2,7 milljónir króna, þegar hann var sparisjóðsstjóri, en framreikn- uð til dagsins í dag er sú fjárhæð vel á sjöttu milljón króna. Þess ber að geta, aö sparisjóösstjórinn fyrr- verandi hefur lagt fram gagnkröf- ur. Sparisjóðurinn hefur verið sameinaður Eyrarsparisjóði á Pat- reksfirði. Ársreikningar sveitarsjóðs fyrir árin 1986 og 1987 eru nýkomnir í löggiltri endurskoðun. Félags- kjömir endurskoðendur hafa ekki lokið sínum störfum. Sveitar- stjórnarmaður, sem BV ræddi við, sagði að það yrði væntanlega næstu daga sem íbúum hreppsins gæfist kostur á að kynna sér reikn- ingana og sjá þá hver staða sveitar- sjóðs er. Sami sveitarstjórnarmaður sagði að þrátt fyrir hvernig farið hefði í sparisjóönum hefði ekkert komið fram hjá sveitasjóði sem gæfi ástæðu til að ætla að um sakhæft athæfi gæti verið að ræða. Ýmsar ástæður eru sagðar fyrir því hvers vegna ársreikningar hafa ekki ver- ið lagðir fram. Svo sem oddvita- skipti, breyting á sveitarstjómar- lögum og að félagskjömir endur- skoðendur stóðu í þeirri trú að þeim bæri ekki að endurskoða árs- reikningána. „Auðvitað er óánægja. En máhn verða leyst hér heima - en ekki í dagblöðum. Það sem gerðist hjá sparisjóðnum gefur fólki tilefni til að halda eitthvað. En ég endurtek að það hefur ekkert komið fram sem rennir stoöum undir að eitt- hvað saknæmt hafi átt sér stað,“ sagði sveitarstjómarmaðurinn. „Það er sérstaklega sárt fyrir okkur að vita hvernig Sparisjóður- inn okkar fór. Söknuðurinn er mestur yfir því hvernig endalok hann fékk,“ sagði einn heima- manna sem vildi ekki láta nafns síns getið frekar en aðrir sem rætt var við. Þessi mál eru afar við- kvæm heimafyrir. íbúar í Rauða- sandshreppi eru aðeins á milli sjö- tíu og áttatíu. -sme LADA eigendur athugið. Höfum flutt verkstæði okkar í nýtt húsnæði sem gjörbreytir allri aðstöðu til þjónustu. Tökum að okkur allar almennar viðgerðir og einnig reglulegar 10 þúsund km. skoðanir á LADA bílum. Einnig önnumst við réttingar og sprautun. Verkstæðið er opið frá 8 - 1730 mánudaga - fimmtudaga 8-1630föstudaga. JLADA BIFREIÐAR & JÆ UMBOÐIÐ LANDBÚNAÐARVÉLAR hf. Suðurlandsbraut 14 - S 681200 • bein lína á verkstæði 39760 TVÖFALDUR 1. VENMNGUR á laugardag handa þér, ef þú híttír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! vfS/vovr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.