Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. 5 dv______________________________________Fréttir Tvær fjölskyldur fengu mjUIjónasamning vegna sorphirðu fyrir Vamarliðið: Vekur furðu Suðurnesjamanna segir sveitarstjóri Gerðahrepps Tvenn íslensk hjón stofnuðu árið 1984 lítið hlutafélag sem þau kölluðu Suðurvirki hf. Hlutafé var aðeins 100 þúsund krónur en rétt eftir stofnun fékk Suðurvirki milljónasamning við Varnarliðið um rekstur á sorphaug- um á Stafnesi. , Hjónin Guðmundur Sigþórsson og Herborg Árnádóttir eru skráð fyrir tæpum helmingi hlutaijár Suður- virkis. Guðmundur er skrifstofu- stjóri landbúnaðarráðuneytisins og Herborg er framkvæmdastjóri Suð- urvirkis. Á móti Guðmundi og Her- borgu eiga hjónin Gústaf Sigjónsson og Guðbjörg H. Einarsdóttir tæpan helming hlutaíjár Suðurvirkis. Eini Suðumesjamaðurinn, sem á hlutafé í Suðurvirki, er Jón Einarsson, bróð- ir Guðbjargar, en hann á 8% á móti hjónunum tvennu þegar fyrirtækið er skráð í Hlutafélagaskrá í nóvemb- er 1984. Jón Einarsson er titlaður stjómar- formaður Suðurvirkis og þegar hann var beðinn að svara spumingum um tildrög að stofnun fyrirtækisins vildi hann ekki ræða við blaðamann. „Ég gef þér ekki einar eða neinar upplýs- ingar um þetta og óska ekki eftir því að um Suðurvirki verði skrifað," sagði Jón. Herborg Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Suðurvirkis, vill ekki ræða við fjölmiöla um tilurð samningsins við Varnarliðið. Hún neitar einnig að gefa upp hverjir sömdu við Varnar- hðið fyrir hönd Suðurvirkis. „Ég er með mann til að semja við Vamarlið- ið og það skiptir fjölmiðla ekki máli hver sá maður er,“ segir Herborg. „Þetta mál bar skjótt að og það var ekki um að ræða að annað fyrirtæki en Suðurvirki fengi verkið,“ segir Eiríkur Alexandersson, bankastjóri Útvegsbankans í Keflavík og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Eirík- ur segir að skrifstofur Vamarliðsins hafi alfarið séð um þetta mál og ekki hafi verið haft samband við sveitar- félögin á Suðurnesjum áður en samið var við Suðurvirki. Ellert Eiríksson, sveitarstjóri Gerðahrepps og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng og segir framgang málsins hafa vakið furðu Suðurnesjamanna. „Það kom öllum hér á óvart hvernig staðið var að þessu máli frá upphafi til enda,“ segir Ellert. Sveitarfélögin á Suðumesjum reka sameiginiega Sorpeyðingarstöð Suð- Guömundur Sigþórsson: „Mín hlutabréf eru aðeins formsatriði“ „Það er fjölskylda konunnar sem er í þessum málum, ég er bara eins og hver annar hluthafi í Suður- virki,“ segir Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri landbúnaðarráðu- neytisins, en hann á samkvæmt Hlutafélagaskrá 46% prósent hluta- fjár í Suðurvirki ásamt eiginkonu sinni, Herborgu Árnadóttur. - Komst þú nálægt samningum Suð- urvirkis sem leiddu til þess að fyrir- tækið fékk verksamning við varnar- liðið um rekstur sorphauga á Staf- nesi? „Nei.“ - Það er svolítið óvenjulegt að ráðu- neytismaður stofni fyrirtæki til að reka sorphauga fyrir vamarliðið. „Það er konan mín sem kemur inn í þessi mál og bara formsatriði að ég var skráður fyrir 23 prósentum hlutafjár." - Beittir þú ekki áhrifum þínum í stjómkerfmu til að Suðurvirki fengi þennan samning? „Nei, það geröi ég ekki,“ segir Guð- mundur. -pv urnesja og það var vegna viðgerða á stöðinni árið 1985 að Vamarliðið setti upp sorphauga fyrir grófgert rusl á Stafnesi skammt frá Sandgerði. „Ég neita því ekki að það hefði ver- ið eðlilegt að Sorpeyðingarstöðin myndi sjá um rekstur sorphauganna á Stafnesi. Við fengum bara ekki tækifæri til að semja við Vamarlið- ið,“ segir Jón Norðfjörð, stjórnar- formaður Sorpeyðingarstöðvarinn- ar. DV hefur heimildir fyrir því að nokkrum mánuðum áður en Varnar- hðið gekk th samninga við Suður- virki hafi fyrirtækið verið búið að kaupa hjólskóflu sem stóð á hafnar- bakkanum í Keflavík og beiö þess að forsvarsmenn Suðurvirkis næðu samningum við Varnarliðið. Þeir sem þekkja til fullyrða að Suð- urvirki hafi náð mjög hagstæðum samningum viö Vamarliðið. Hvorki forsvarsmenn Suðurvirkis né tals- menn Varnarliðsins vilja gefa upp þær peningaupphæðir sem um ræð- ir. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varn- arliðsins, vhdi það eitt segja um Suð- urvirki að samningur heföi verið gerður við fyrirtækið árið 1985. Að sögn Friðþórs tíðkast það ekki að Varnarhðið gefi upplýsingar um samningstilhögun við verktaka. Það er th marks um ábatann af rekstri sorphauganna að þrem ámm eftir að Suðurvirki var stofnað með 100 þúsund króna framlagi hluthafa var hlutaféð aukið um þijár mhljón- ir, samkvæmt Hlutáfélagaskrá. Eng- in breytin var thkynnt á skiptingu hlutafjár mhh hluthafa. -pv Vélskófla Suðurvirkis urðar sorp fyrir Varnarliðið á Stafnesi. Starfsmenn Suðurvirkis kölluðu á herlögregluna eftir að þessi mynd var tekin og lögðu vélskóflunni í veg fyrir bíl Ijósmyndarans. DV-mynd Ægir Már Kárason Hvað er eiginlega Silfurfarrými? Sætabiliö ívélum Arnarflugs er jafn mikið og á "Business Class" hjá öörum flugfélögum. Ekki aðeins á Gullfarrými heldur í allri vélinni. Þess vegna tölum við um að þar sem Gullfarrými sleppir, taki við Silfurfarrými. Á Silfurfarrýminu fá farþegar einstaka þjónustu, og fyrsta flokks veitingar. Okkar metnaður er að veita öllum okkar farþegum persónulega og góða þjónustu. ARNARFLUG HF. -Amsterdam sjö sinnum í viku Söluskrifstofa Arnarflugs og KLM Austurstræti 22, sími 623060. Söluskrifstofa Amarflugs Lágmúla 7, sími 84477.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.