Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAft 1989. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Óánægja með A-flokk Skoðanakönnun DV leiðir í ljós mikla óánægju með sameiningu svonefndra A-flokka meðal líklegra kjós- enda þeirra flokka hvors um sig. í skoðanakönnuninni var spurt, hvaða lista menn mundu kjósa, ef þingkosningar færu fram nú. Síðan var spurt, hvort menn mundu kjósa sameinaðan lista A- flokkanna, það er Álþýðuflokks og Alþýðubandalags. Sem kunnugt er fara formenn A-flokkanna herferð um landið. Þeir hafa báðir látið líklega, að um samein- ingu þessara flokka kunni að verða að ræða. En hvað segja kjósendur þessara flokka um máhð? DV kannaði það. Alþýðuflokkskjósendur reyndust jákvæðari en al- þýðubandalagsmenn. í könnuninni er unnt að bera saman, hvaða skoðun kjósendur A-flokkanna hafa á því, hvort þeir mundu kjósa sameinaðan lista þeirra. Af kjósendum Alþýðuflokksins sögðust 37,1 prósent mundu kjósa sameiginlegan lista A-flokkanna. En 28,6 prósent sögðust ekki mundu kjósa slíkan lista. Loks voru 34,3 prósent alþýðuflokkskjósenda óákveðnir um, hvernig afstöðu þeir mundu hafa til sameiginlegs lista. Þetta gefur Jóni Baldvin greinilega ekki grænt ljós til að bræða A-flokkana saman. Af kjósendum Alþýðubandalags sögðust 28,6 prósent mundu kjósa sameinaðan hsta A-flokka. En 37,1 prósent kjósenda G-hstans sögðust ekki mundu kjósa sameinaðan lista A-flokka. Loks voru 28,6 prósent kjósenda Alþýðubandalags óakveðnir í afstöðu til sameiginlegs hsta, og 5,7 prósent vhdu ekki svara seinni spurningunni. Þetta gefur Olafi Ragnari ekki grænt ljós til samein- ingar eða sameiginlegs framboðs. Kjósendur Alþýðu- bandalagsins eru neikvæðari en kjósendur Alþýðu- flokksins gagnvart samruna. Það kemur nokkuð á óvart. Skoðanakönnunin sýnir þó, að ýmsir kjósendur, sem eru óákveðnir um flokk, segjast mundu kjósa sameinað- an lista A-flokkanna. Þetta fylgi gæti því orðið meginuppistaðan í stuðn- ingi við nýjan A-flokk. En samt gefur könnunin A- flokki aðeins tæp 17 prósent atkvæða, meðan Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hefðu samanlagt tæp 22 prósent atkvæða, byðu þeir fram sér. Nýr A-flokkur gæti því orðið flokkur, sem að miklu leyti sækti fylgi th annars fólks en gömlu A-flokkarnir hafa gert. En á hitt ber foringjunum að líta, að þessi óákveðni hópur getur verið laus í rásinni. Skoðanakönnunin sýnir Ólafi Ragnari Grímssyni, að hinn harði kjarni Alþýðubandalagsins vhl ekkert hafa með krata að gera. Þetta er sá hópur, sem löngum hefur htið á krata sem sína verstu féndur. Þetta fólk breytir ekki um skoðun, þótt formaður Alþýðubandalagsins teljist nú einnig krati á alþjóðlegum mælikvarða. Skoðanakönnunin sýnir Jóni Baldvin Hannibalssyni einnig, hversu hátt hlutfall hans fólks vih ekkert hafa með svonefnda komma að gera. Jón Baldvin yrði vafalaust undir í Reykjavík, ef hann reyndi þar að nálgast sameiningu við Alþýðubandalag- ið. Alþýðuflokksfólk á landsbyggðinni hefur alltaf verið reiðubúnara en Reykvíkingar til einhverrar samvinnu við svonefnda komma. Þannig sýnir skoðanakönnunin þeim félögum, hvhíkt hættusph þeir hafa farið í. Haukur Helgason Ástandið í Líbanon er ekki frétt- næmt lengur. Landið hefur verið afskrifað og stríðið þar vonlaust. Líbanir virðast hafa framið sam- eiginlegt þjóðarsjálfsmorð og þjóðir heims snúa sér undan. Samt er heilmikið eftir og í raun er friður í landinu annars staðar en í Beirút og hluta landsins þar fyrir sunnan. Þjóðarsátt gerð Átökin í Líbanon hafa gjörbreytt um svip frá því borgarastríðið hófst og átökin nú eru allt annars eðhs en þau voru í upphaíi. Rætur borg- arastríðsins er að rekja til stofnun- ar landsins 1920 þegar Frakkar, sem hernámu ásamt Bretum hjá- lendur Tyrkjasoldáns í fyrri heims- styrjöldinni, skildu Líbanon frá Sýrlandi og stofnuðu sérstakt ríki úr fimm lögsagnarumdæmum Sýr- lands. Landamærin voru dregin með það í huga að veita kristnum mönn- um sjálfstæði innan um alla múslí- mana og Líbanon var hugsað sem Götumynd frá Beirút í Libanon. - Engin lausn i náinni framtíð, jafnvel Rauði krossinn er flúinn þaðan, segir hér m.a. Tíðindalaust á aust- urvígstöðvunum kristið smáríki. Á þeim tíma voru marónítar, sem er fomkrist- inn söfnuður, allsráðandi á þessu svæði. Múslímar voru í miklum minnihluta. Þeim fjölgaði þó þegar frá leið og þegar landið var formlega gert aö sjálfstæðu lýðveldi árið 1943 var gerð þjóðarsátt um valdaskiptingu í þjóðfélaginu sem enn á að heita í giídi. í þeirri þjóðarsátt vom kristnum mönnum tryggð meiri- hlutaítök, en múslímar og drúsar fengu líka ýmis réttindi. Valdinu var þannig skipt að forsetinn skyldi ævinlega vera maróníti, forsætis- ráðherrann sunní múslím, en for- seti þingsins shía múslím. Byggt var á manntali 1943 þar sem kristnir voru yfir 60 prósent íbúanna. Síðan fjölgað múslímum miklu meira en kristnum, og þeir em nú í meirihluta, en marónítar, sem eru langstærsti kristni söfnuð- urinn, höfðu öll völd og drottnuðu yfir landinu. Þetta olli smám sam- an árekstmm og 1958 gerðu drúsar uppreisn ásamt hluta sunní mú- shrna. Camille Chamoun, sem þá var forseti landsins og er enn valda- mikill, kallaði þá á hjálp Banda- ríkjamanna og Eisenhower forseti sendi herhð sem kæfði uppreisnina 1 fæðingu. Þetta var á þeim tíma sem aUar uppreisnir vora káUaðar kommúnistauppreisnir. Drúsar voru einfaldlega afgreiddir sem handbendi kommúnista. Drúsar eru reyndar sérstakir. Þeirra trú- arbrögð eru ævafom villutrú út frá íslam og múslímar vilja ekkert við þá kannast. PLO og svarti september Eftir þetta safnaöist fyrir spenna í landinu þar til upp úr sauð endan- lega árið 1975. A þessum tíma breyttust aðstæður mjög. Múslím- um fjölgaði en marónítar gripu til örþrifaráöa tU að halda öllum valdataumum í sínum höndum. Þegar upp úr sauð stóðu bardagar fyrst í stað mUU sunni-múslíma og drúsa við einkaheri kristnu léns- herranna í norðri, einkum þeirra þriggja stærstu, Gemayels, Chamo- uns og Franjiehs. Shía-múslímar vora þá tæplega með í baráttunni. Framan af veitti kristnu herjun- um betur en þegar herir drúsa og súnníta voru að þrotum komnir skárast Palestínuarabar í leikinn. Það var herUð PLO sem sneri dæm- inu við og eftir það vora kristnir í vöm. Þeir hafa nú aö mestu ein- angrað sig á sínum yfirráðasvæð- um og þar er nú friöur. En afskipti PLO gjörbreyttu ástandinu. Fram að þeim tíma hafði PLO verið eins konar ríki í ríkinu og drottnað yfir shía-múslímum í Suð- ur-Líbanon. Þangað fluttust líka KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður aðalstöðvar PLO eftir að Hussein Jórdaníukonungur rak PLO af höndum sér í september 1970. Yfir- gangur Palestínumanna í Líbanon var öðrum Líbönum til mikillar skapraunar og ólgan, sem þeir ollu, átti sinn stóra þátt í að upp úr sauð 1975. Jafnframt héldu Palestínu- menn shía-múslímum niðri og shít- ar voru botnlagið í líbönsku þjóð- félagi. Þá röskun, sem Palestínumenn ollu í Líbanon, er að sjálfsögðu að rekja til ísraels og þeirrar deilu sem gerði þá landflótta. Eftir að Palestínumenn höfðu komið súnn- ítum og drúsum til bjargar í borg- arastríðinu jukust ítök þeirra enn og væringar jukust milli þeirra og shíta sem nú vora farnir að láta til sín taka fyrir alvöru. Bráðlega log- aði allt í bardögum milli múslíma innbyrðis. ísraels þáttur og Sýrlands ísraelsmenn studdu frá upphafi kristna menn í Líbanon sem banda- menn í baráttunni gegn Palestínu- mönnum. Eftir innrás inn á svæði PLO í Suður-Líbanon 1978 jukust afskipti þeirra jafnt og þétt þar til 1982 að Begin, þáverandi forsætis- ráðherra, geröi innrás og hertók Beirút. Eftir nokkurt umsátur var her PLO rekinn úr landi til Túnis þar sem hann er enn en ísraels- menn hersátu hluta Líbanons til 1985. Síðan hefur keyrt um þverbak. Afskipti ísraels hafa eingöngu ver- ið til bölvunar og þegar PLO hrakt- ist burt skildu samtökin eftir tóma- rúm sem andstæðar fylkingar shí- a-múslíma berjast nú um að fylla. Sýrlendingar, sem stöðvuðu á sín- um tíma upphaflega borgarastríðið 1976, hafa heldur ekkert getað við ráðið enda eru Sýrlendingar bandamenn súnníta í Líbanon en shítar ijandskapast við Sýrlend- inga. Innrásin í Líbanon varð banabiti Begins og draumurinn um að gera út af við PLO rættist ekki. Að PLO frágengnum upphófst valdabarátta shíta og súnníta sem lauk að lokum með eins konar skiptingu í áhrifa- svæði þar sem friður ríkir að mestu meðal súnníta á afmörkuðum svæðum. Það borgarastríð, sem nú geisar í Líbanon, er allt annars eðhs en var. Nú stendur baráttan milli tveggja fylkinga shíta þar sem íran- ir styðja aðra, en Sýrlendingar hina, með semingi þó. Stríð þessara fylkinga er þó ekki trúarbragða- stríð, enda báðir aðilar af sömu grein íslams, heldur barátta um aö fylla skarð það sem PLO skildi eft- ir. Hisbollasamtökin, sem lúta and- legri leiðsögn Khómeinis í íran, era enn ofstopafyllri í Ijandskap sínum við allt sem þau telja óguðlegt en Amal, sem Sýrlendingar styðja vegna þess að Ámal era ekki alveg eins öfgafull samtök. Minnihluta- trúflokkur sá sem Assad Sýrlands- forseti og valdaklíka hans tilheyrir, Alavi, er líka andlega skyldur Amal. í þessari baráttu ríkir blint of- stæki og baráttuaðferðimar era meðal annars gíslatökur sem Khó- meini innleiddi í íran þegar banda- ríska sendiráðið var hertekið 1979. Það er þessi síðasti kafli í borgara- stríðinu í Beirút og suðurhluta landsins sem fær utanaðkomandi menn til að fóma höndum. Á þessu ástandi er engin lausn fyrirsjáan- leg í náinni framtíð. í Beirút er það verra en nokkra sinni fyrr, jafnvel Rauði krossinn er flúinn þaðan. - Líbanon hefur þegar klofnað í aö minnsta kosti sjö hluta og óvíst hvort það verður nokkum tíma aftur sameinað. Gunnar Eyþórsson „Þá röskun sem Palestínumenn ollu í Líbanon er að sjálfsögðu að rekja til ísraels og þeirrar deilu sem gerði þá landflótta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.