Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. Útlönd KHiQ«P»ÍjggÍ Einn meðlimur bandarisku „Vemdarenglanna“ sem hafa aðsetur í New York, sést hér um borð í neðanjarðarlest i London, en þar ætla Vemd- arenglarnir að stofna útibú. Simamynd Reuler Um miðjan febrúar eiga síðustu sovésku hermennirnir að vera farnir frá hinu striðshrjáða Afganistan. Símamynd Reuter „Verndarenglarnir“ frá New York eru nu komnir til London þar sem þeir ætla aö þjállia innfædda til aö bregðast viö hvers kyns giæpum. Þeir voru handteknir við komvma til London en sleppt eftir sex tíma yfirheyrslur. Svo virðist sem yfirvöldum í Bretlandi sé jafnilla við Vemd- arenglanna og lögregluyfirvöldum í New York. Yfirvöld telja þá vera að fara inn á sitt valdsvið. Almenningur Rann hins vegar vel að meta fram- tak ungu mannanna sem eru oft til staðar þar sem ekki sést til lögreglu- manns. Vemdarengiarnir höfðu ekki veriö lengi í London þegar þeir komu í veg fyrir rán í neðanjarðarlest Motzfeldt í Hvíta húsið Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjómarinnar, mun ásamt Lars Chemnitz, forseta landsþingsins, heimsækja George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Hvita húsiö næstkomandi fimmtudag. Heimsóknin verður kurteisisheimsókn og mun Motzfeldt skýra Banda- ríkjaforseta frá afstööu Grænlands gagnvart Bandaríkjunum. Að auki mun Motzfeldt hitta bandaríska þingmenn og danska sendiherr- ann í Washington. : . • ■ • mm ■ Fjor i þinginu i Taiwan Þingmaður á Taiwanþingi fellur aftur á bak í stól eftir að þingmönnum hafði hilnað heldur betur í hamsi viö umræður um tvö umbótafrum- vörp. Eftir miklar og harkalegar deilur samþykkti þingið frumvörpin sem Þjóðernissinnallokkurinn, sem stjórnar landinu, segir að muni færa Taiwan inn á nýtt skeið lýðræðis. Simamynd Reuter Texas býður hormónalaust kjöt Texasbúar era tilbúnir til aö útvega hormónalaust kjöt fyrir Evrópu- bandalagið og munu vera tilbúnir til aö senda þaö án þess aö fa sam- þykki alríkisstjómarinnar, að sögn Jim Hightower, landbúnaöarstjóra Texasríkis. Embættismepn í Texas hvöttu einnig Evrópubandalagið til að tvöfalda innflutningskvóta sinn fyrir hágæðakjöt til að bæta fyrir tapið sem banda- rískir kjötframleiðendur verða fyrir vegna bannsins á hormónakjötinu. Evrópskri eldflaug skotið á loft Ariane-2 eldflaug var skotiö á loft í gærkvöldi frá geimstöð evrópsku geimferðastofnunarinnar í Kourou í Frönsku Guiana, að sögn ráðamanna þar. Eidflauginni, sem ber tveggja tonna Intelsat-V fjarskiptagervihnött, var skotið á loft laust fyrir klukkan háiftvö í nótt að íslenskum tíma í útj- aðri suður-ameríska frumskógarins. Þetta var tíunda vel heppnaöa eldflaugaskotiö á Ariane eidflaug frá því að geimskot hófust aflur í september 1987 eftir sextán mánaða hlé sem varð vegna misheppnaös geimskots. Geimskotið í gærkvöldi fór fram nærri einni klukkustund síðar en áætlað haiöi veriö vegna þess að eldsneytisleiðsia reyndist biluö. Nokkrar vikur munu líða þar til vitað veröur hvort gervihnötturinn hefur þolað fhigtakið. Reuter Búast við blóðbaði þegar árásir voru gerðar á skæru- liða sem sitja um aðalveginn milli Kabúi og Sovétríkjanna. Að sögn vitna var heilum þorpum gjöreytt. Najibullah, forseti Afganistans, hefur boðið framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, í heimsókn til Kabúl. Þar búast menn við blóðbaði þegar síð- ustu sovésku hermennirnir verða farnir um miðjan febrúar. Vestrænir stjómarerindrekar túlkuðu í gær boð Najibullahs sem tilraun til að fá stjórnina í Kabúl við- urkennda. Talsmaður-Cuellars gat ekki greint frá því í gær hvort af heimsókn yrði. Nokkrar stjómir hafa þegar kallað heim erindreka sína frá Kabúl af ótta við blóðbað milli stríöandi fylkinga Afgana eftir 15. febrúar. Utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, James Ba- ker, fyrirskipaði í gær að sendiráði Bandaríkjanna í Afganistan yrði lok- að vegna ástandsins í landinu. Þetta er haft eftir embættismanni sem ekki vill láta nafns síns getið. Stjórnarerindrekar í Isiamabad til- kynntu í gær um harða bardaga. Haft er eftir vitnum að hundruð óbreyttra borgara hafi fallið í stór- skotaliðshríð sovéskra og afgangskra hermanna á mánudaginn þegar þeir reyndu að opna aðalveginn milli Kabúl og Sovétríkjanna. Segja vitni að heilu þorpin hafi þurrkast út. Skæruliðar Ahmad Shah Masoods hafa setið um veginn og torveldað alla flutninga um hann. Mikill mat- arskortur er nú í Kabúl og einnig ríkir skortur á eldsneyti. Er óttast um líf nokkur hundruð þúsund manna en miklir kuldar hafa verið í Afganistanívetur. Reuter Bílasprengja við höll Duartes Lögreglan í San Salvador gerði í gær óvirka bílasprengju sem komið hafði verið fyrir nálægt forsetahöll- inni. í pallbíl, sem lagt hafði verið í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá hliðum hallarinnar, fannst fuUt af sprengiefnum. Verið getur að ætlunin hafi verið að sprengja herbækistöð sem er við höilina. Embættismenn stjórnarinn- ar vinna í hölhnni en ekki er vitað hvort forsetinn, Jose Napoleon Du- arte, sem býr í öðru húsnæði, var í höllinni á þessum tíma. Duarte hafnaði á miðvikudaginn friðaráætlun skæruhða en sam- kvæmt henni lofuðu þeir að trufla ekki forsetakosningarnar ef þeim yrði frestað. Reuter Þúsundir manna eru heimilislausar Þúsundir manna eru nú heimil- islausar eftir jarðskjálftann sem reið yfir sovéska lýðveldið Tajikistan á mánudaginn. Samkvæmt opinberum tölum fórust tvö hundruö sjötíu og fjórir í jarðskjálftanum. Sovéskir embættismenn greindu frá því að í gær heföi aftur komið harður jarðskjálftakippur á svæðinu en ekki var tilkynnt um meiðsl á fólki né eignatjón. Björgunarmenn hættu leit að fórn- arlömbum tveimur dögum eftir jarö- skjálftann þar sem útilokað var talið að nokkrir fyndust á lifi undir aum- um. Aðeins einum var bjargaö lifandi úr aurskriðunni eftir jarðskjálftann. Margir íbúanna eru sagðir hafa geta flúið heimih sín áður en aurskriðan foryfirþau. Reuter Leitinni að fórnarlömbum jarðskjálftans í Tajikistan hefur nú verið hætt. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.