Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
Fréttir
Júlíus Sólnes utn höft á útbreiðslu gervihnattasjónvarps:
Eins og að ætla sér
að stoppa rigninguna
„Þessi 36 íbúða regla er furðuleg
og alveg tilgangslaus. Þróunin í gerv-
ihnattamálum gerist hvort sem okk-
ur líkar betur eða verr. Ef þessum
takmörkunum verður haldiö tíl
streitu munu einkaloftnet skjóta upp
kolhnum í stórum stíl. Það þýðir
ekki að hindra þessa þróun, það er
eins og að ætla sér að stoppa rigning-
una,“ sagöi Júlíus Sólnes, formaöur
Borgaraflokksins, við DV.
Júhus hefur sýnt gervihnattasjón-
varpi og kapalkerfum mikinn áhuga
og er formaður stjómar Útvarps-
félags Seltjamamess.
„Með því að takmarka stærð kapal-
kerfa er verið aö mismuna mönnum
á þann veg að einungis hinir efna-
meiri hafa efni á að sjá gervihnatta-
sjónvarp. Einkamóttökutæki eru dýr
og ef þau fara að skjóta upp kollinum
í auknum mæh hefur það einnig
umhverfislýti í fór með sér.“
- Nú er málvemdunarsjónarmiðum
haldið á lofti í þessu sambandi.
„Takmörkun á gervihnattasjón-
varpi hefur öfug áhrif á málvemd.
Með því að opna fyrir möguleikana
á móttöku gervihnattasjónvarps
stóreykst horfun á efni frá Mið-
Evrópu og Norðurlöndum sem haml-
ar gegn þessum ensku áhrifum sem
em svo áberandi í málinu í dag. Þýð-
ingaskyldan hefur einnig þau áhrif
að ekld borgar sig að þýða nema
enskt eða amerískt efni, eins og efni
sjónvarpsstöðvanna ber með sér.“
Fólk tekur völdin
í sínar hendur
Júhus telur- ótta innlendu sjón-
varpsstöðvanna byggðan á misskiln-
ingi. „Almenningur hangir ekki yfir
þessu erlenda sjónvarpi. Fólk
gluggar í gervihnattasjónvarp með-
an aðalhorfunin er og verður á inn-
lent sjónvarpsefni. Það eru kapalkefi
um aht land og ef ekki verður breytt
út af þessari takmörkunarstefnu hjá
hinu opinbera mun almennngur taka
völdin í sínar hendur og hafna regl-
unum.“
- Nú em kapalkerfi úti á landi með
fleiri en 36 notendur. Geta þessir
aðilar himdsað lögin og horft á-gervi-
hnattasjónvarp að vild?
„Það er spuming hvort hægt sé að
framfylgja lögunum um aht land ef
það verður reynt yfir höfuð. Ég veit
ekki hvort hið opinbera ætlar í stríð
við kapalkerfi eða eigendur diska.
Það er della að ætla að banria 100
notenda plássi úti á landi að nota
eitt kapalkerfi og um leið að neyða
íbúana til að koma sér upp þremur
kapalkerfum, ef alhr vilja sjá erlent
sjónvarp, aht vegna 36 íbúða regl-
unnar.“
Júlíus sagði loks að innan Evrópu-
bandalagsins sé í uppsighngu sátt-
máh um að hvers kyns hindrun á
dreifingu sjónvarps- og útvarpsefnis
verði bönnuð. „Við getum ekki ein-
angrað okkur frá samvinnu Evrópu-
landa í sjónvarpsmálum með því að
neita að skrifa undir. Það má ekki
meina okkur aögang að menningu
Evrópulanda."
-hlh
Skagstrendingar með tök á tækninni:
Með eitt fullkomnasta
kapalkerfi á landinu
Eitt fullkomnasta kapalkerfi
landsins var tekið í notkun á Skaga-
strönd um áramótin. Það er pláss
fyrir 30 rásir í þessu kapalkerfi en í
dag em 5 rásir tilbúnar. Þar af em
tvær fyrir innlendu sjónvarpsstöðv-
amar. Hinar þijár geta notast undir
gervihnattasjónvarp, innanbæjar-
sjónvarp, almannavamir og þjófa-
vamir. Þarna er því komin boðveita
eða breiðbandsnet eins og það er
einnig kallað.
„Það var grafið fyrir köplum með
leyfi sveitarfélagsins og kostaði það
töluvert jarðrask. Ég er ekki viss um
að allir hefðu verið jafnhrifnir af
kapalkerfi hefðu þeir séð fyrir
jarðraskið. Þaö er reyndar ekki húið
að leggja gangstéttir þannig að við
þurftum ekki að brjóta upp steypu.
Það hefði orðið mikið dýrara og er
dýrara fyrir þau sveitarfélög þar sem
gangstéttir em komnar. Sveitarfé-
lagiö sá síðan um að ganga frá eftir
uppgröftinn og malbika þar sem
þurfd,“ sagði Ingibjörg Kristinsdótt-
ir, formaður sjónvarpsfélags Skaga-
strandar, 1 samtali við DV.
Ingibjörg sagði að myndgæði á
sendingum ríkissjónvarpsins væra
eins og best verður á kosið og væri
fólk mjög ánægt með kerfið. Nú bíði
Skagstrendingar eftir því að fá Stöð
2 inn á kapalkerfið og standa vonir
til að rætist úr því á næstunni. Hing-
að til hefur Stöð 2 ekki náöst á Skaga-
strönd. En hvað með gervihnatta-
sjónvarp?
„Það mál er í biðstöðu en við fórum
eftir settum reglum í því sambandi.
Ef leyfi fæst fyrir dreifingu erlends
efnis til fleiri en 36 íbúða höfum viö
möguleika á þremur erlendum rás-
um eins og er.“
- Hvað kostar kapalkerfi?
„Til að byrja með borgar hver not-
andi milli 30 og 40 þúsund í stofn-
gjald sem er fyrir lagnir í hús og
höfuðstöð sem tekur á móti efni. Síð-
an greiðir hver notandi 500 krónur á
mánuði í félagsgjöld sem fara í af-
borganir og rekstur. Þegar Stöð 2
verður komin inn á kerfið mun fé-
lagsgjald og áskrift að þeirri stöð
samtals kosta 2000 krónur. Ef við.
viljum nýta möguleika á fleiri rásum,
þá kostar hver umframrás 100 þús-
und. Sá kostnaður mun dreifast jafnt
á notendur."
-hlh
Kapalkerfi sem ódýr aögangur aö gervihnattasjónvarpi:
Móttökudiskar:
Hátt á þriðja hundrað móttöku-
diskar fyrir gerviimattasjónvarp
munu vera í landinu samkvæmt
úttekt sem samgönguráðuneytiö
hefur staðið fýrir. Samkvæmt
heimildarmanni DV munu um 70
leyfi hafa verið gefin út fýrir upp-
setningu móttökudiska og mót-
töku efnis, sem er til um þriöj-
ungs notenda.
Frá innflytjendum hafa fengist
upplýsingar um 120 innflutta
diska á þeirra vegum sem þýðir
að um helmingi þeirra diska sem
tii em í landinu getur hafa veriö
smyglað inn í landið.
-hlh
36 íbúða reglan
dýr fyrir notendur
Samkvæmt þeim heimildum sem
DV hefrn- aflað sér munu vera um
30 kapalkerfi starfandi á landinu og
dreifast þau um allt land. Þannig er
kapalkerfi á Skagaströnd, Hellu,
Höfn, Ólafsvík, Olafsfirði, Vest-
mannaeyjum, Seltjamamesi, í
Reykjavík og á fleiri stöðum.
Órlygur Jónatansson hjá Kapal-
tækni hf. hefur hannað og haft um-
sjón með lagningu nokkurra kapal-
kerfa, þar á meðal á Skagaströnd.
„Kostimir við kapalkerfi em
margir. Þar er spamaður einn mikil-
vægasti þátturinn. Kapalkerfi veitir
fólki ódýran aðgang að gervihnatta-
sjónvarpi þar sem myndgæðin em
eins og best verður á kosið. Kapal-
kerfi bjóða einnig upp á ýmsa fleiri
möguleika eins og að koma ýmsum
skilaboðum milh notenda. Þannig
má tengja almannavamir, slysa-
vamafélög, bruila- og þjófavama-
vamakefi, tölvukerfi og fleira inn á
kapalkerfm. Eins má tengja rafveitur
inn á kerfið þannig að aflestur mæla
fer fram í einni miðstöð. Þama erum
við farin að tala um boðskiptakerfi
eða breiðbandsnet. Á sýningu á
kapalkerfum í Englandi fyrir
skömmu virtust alls kyns aðvörun-
arkerfi vera að ryðja sér til rúms í
kapalkerfum.“
Kapalkerfi sem miðla innlendu
sjónvarps- og útvarpsefni mega vera
ótakmörkuð að stærð. Það á ekki við
í tilfelli erlendra sjónvarpsstöðva.
Þar er að finna takmörkun á stærð
kapalkerfa við 36 íbúðir. Þessi 36
íbúða regla er í Útvarpslögunum og
hefur vakið skiptar skoðanir. Þegar
útvarpslögin vora sett var sam-
kvæmt heimildarmanni DV hugsað
mest um að takmarka útbreiðslu
kapalkerfa sem mest þar sem óttast
var að erlent sjónvarp myndi flæða
yfir landið með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. Þannig var þessari reglu
ætlað að mynda vamarskjöld yfir
landið.
Fáránleg regla
„36 íbúða reglan svokallaða er satt
að segja fáránleg og lögin þannig að
ógemingur er að framfylgja þeim.
Nú er gervihnattasjónvarp það sem
fólk hugsar mest um þegar það hugar
að kapalkerfi en 36 íbúða reglan
hindrar fólk hreinlega í að fá ódýran
aðgang að því. Kapalkerfi geta haft
fleiri þúsund notendur sem gerir
kostnaðinn hverfandi. 36 íbúða regl-
an gerir kerfm aftur á móti óþarflega
dýr. Það er kominn tími til að endur-
skoða þessa reglu. Hvað menningu
okkar og tungu varðar get ég ekki
séð að hún verði vemduö með boðum
og bönnum á þessum vettvangi. þar
ætti frekar að beina spjótunum aö
eflingu þessara þátta í skólakerf-
inu,“ sagði Örlygur.
Hann sagði einnig að umhverfis-
sjónarmið væm einnig sterklega
með kapalkerfum. Ef takmörkun á
stærð kapalkerfa yrði ratt úr vegi
þyrfti ekki nema nokkra móttöku-
diska fyrir heilt hverfi eða bæjarfé-
lag. „Það er vænni kostur en að sjá
móttökudiska uppi á öðru hverju
húsi.“
-hlh
Gervihnattasjónvarp virðist komið til að vera hvort sem þvi er miðlað í
gegn um móttökudiska í einkaeign eða kapalkerfi. Tilhneigingum í þá átt
að spyrna við fótum við þeirri þróun í formi boða og banna líkir Július
Sólnes við tilraunir til að stoppa rigninguna. DV-mynd GVA
Stofnun samtaka kapalkerfa
Fyrirhuguð er stofhun samtaka
kapalkerfa hér á landi. Er áætlað að
halda stofnfund í mars næstkom-
andi. Þessum samtökum verður
meðal annars ætlað að túlka sjónar-
mið aðila að kapalkerfum á opin-
berum vettvangi og gera samninga
við dreifingaraðila sjónvarpsefnis og
eigendur hérlendis og erlendis. -hlh
m ■ — ■ _ |H M .. ■ U JM
yiwarpsiTCii enaursKooiflo
Menntamálaráðherra hefur falið nefnd þeirri sem hafði það hlutverk ákvæði um gervihnattasjónvarp örugglega á dagskrá og þá einmitt
að vinna að tillögu um eflingu rík- isútvarpsins að vinna að endur- skoðun útvarpslaganna. Nefndin hefur ekki hafiö störf en verið er 36 íbúöa reglan sem hindrar stór kapalkerfi í að miðla efni erlendra sjónvarpsstöðva. Formaður nefiid- arinnar er ögmundur Jónasson,
au nemtuna i peun uigangi að auka þekkingarforöa hennar. Samkvæmt heimildum DV verða lOmiaOUI ijðxvu. -hlh