Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
Viðskipti
Óli Anton Bieltvedt
flytur til Þýskalands
Óli Anton Bieltvedt, fyrrum for-
stjóri Nesco Manufacturing hf. á ís-
landi, flyst búferlum til Hamborgar
í Þýskalandi innan skamms. „Viö
hjónin ætlum að búa í Hamborg en
auðvitað verður maður með annan
fótinn áfram á íslandi," segir Óh.
Það fór varla fram hjá neinum í
íslensku viðskiptalífi á síðasta ári að
Nesco Manufacturing hf. varð gjald-
þrota. Það var eitt stærsta gjaldþrot
á íslandi á gjaldþrotaárinu mikla
1988.
Óli verður áfram stjómarformaður
1 fyrirtækjunum Nesco Kringlan,
Nesco Laugavegur og Nesco Xenon
Iðnfyrirtæki en þessi fyrirtæki tóku
við rekstri Nesco Manufacturing og
verða rekin áfram af fullum krafti.
Breyting mun þó verða á stöðu Nesco
Xenon Iðnfyrirtækis.
Óli stofnaði í fyrra í samvinnu við
erlenda aðila nýtt fyrirtæki sem heit-
ir Scanel og stendur fyrir Scandina-
vian Electronics Manufacturing. Það
fyrirtæki verður með aðsetur í Ham-
borg og hefur sams konar starfsemi
með höndum og Nesco Manufactur-
ing hafði á sínum tíma en það var
framleiðsla á hljómflutningstækjum,
sjónvörpum og myndbandstækjum,
byggð á framleiðslusamningum við
undirverktaka í Austurlöndum fjær.
Scanel stofnaði í fyrrahaust sölu-
fyrirtæki í Englandi í samvinnu við
enska aðila og heitir það Scanel U.K.
- stofnar fyrirtækið Scanel
Óli Anton Bieltvedt. Hann er nú á förum til Þýskalands þar sem hann hefur ásamt erlendum aðilum stofnað fyrir-
tækið Scanel.
Sales Limited. Það hóf starfsemi sína - En hvemig getur eigandi gjald- irtæki erlendis?
nú um mánaðamótin. þrota fyrirtækis á íslandi stofnað fyr- „Ég stofna þetta fyrirtæki með er-
Reykvísk endurtrygging M.
ekki að sameinast öðru félagi
- segir Gísli Lárusson forstjóri
Hús Reykviskrar endurtryggingar hf., Sóleyjargötu 1.
Gísli Lárusson, forstjóri Reyk-
vískrar endurtryggingar hf., segir
þann orðróm alrangan að fyrirtækið
sé að sameinast öðru tryggingafélagi
eða að útlendingar séu að kaupa
hluta í fyrirtækinu.
„Þessar sögur hafa gengið, ég veit
það, en þær eru einfaldlega rangar.
Það hafa ekki komið fyrirspumir frá
einum eða neinum um kaup á hluta
í fyrirtækinu nema fyrir nokkuð
löngu og því var ekki sinnt,“ segir
Gísli.
Gísli segir ennfremur að Reykvísk
endurtrygging séu lítið og sérhæft
tryggingafélag sem veiti persónulega
þjónustu.
„Með tilkomu tryggingarisanna
tveggja á tryggingamarkaðnum að
undanfömu er meiri þörf en áður
fyrir lítil fyrirtæki sem veita per-
sónulega þjónustu.“
Gísli Lámsson á ásamt fleiri ein-
staklingum 49 prósent í Reykvískri
endurtryggingu á móti 51 prósenti
Tryggingamiðstöðvarinnar sem
keypti sinn hluta í ágúst áriö 1986.
Tryggingamiðstöðin á þvi meirihluta
í fyrirtækinu núna.
Sérhæfing Reykvískrar endur-
tryggingar hf. felst í fiskeldistrygg-
ingum. „Reykvisk endurtrygging
hefur verið í forystuhlutverki hér-
lendis í fiskeldistryggingum. Þama
liggur okkar sérþekking og þess
vegna ætlum við að leggja enn meiri
áherslu á þessar tryggingar,“ segir
Gísli.
Fyrirtækið hyggst samt draga úr
fiskeldistryggingum erlendis en
leggja aukna áherslu á fiskeldis-
tryggingar hérlendis. „Við munum
þó bjóða erlendum fiskeldisstöðvum
upp á faglega þjónustu og ráðgjöf
áfram," segir Gísli Lámsson.
-JGH
Nyr eigandi Kostakaupa
Þóröur Þórðarson, 45 ára Reykvík-
ingur, hefur keypt matvömverslun-
ina Kostakaup í Hafnarfirði.
Kostakaup hafa verið nokkuð í sviðs-
ljósinu vegna gjaldþrots síðasta árs
og nokkurra eigendaskipta úr því.
Hákon Sigurðsson kaupmaður
stofnaöi og rak Kostakaup í áraraðir.
Hann varð gjaldþrota síöastliðið
haust. Þá kom það mjög á óvart að
ungur Kópavogsbúi, Friðrik Gísla-
son, eigandi Vídeómeistarans, keypti
verslunina af huldumanni sem
skömmu áður hafði keypt Kostakaup
af skiptaráðanda þrotabúsins.
Friörik átti Kostakaup stutt. Og
raunar lét hann sér ekki duga að
kaupa Kostakaup heldur keypti
hann líka aðra gjaldþrota verslun,
Kjötmiðstöðina í Garðabæ. í desemb-
er keypti Hreinn Hjartarson, sem
kunnur er fyrir að eiga bílasöluna
Bílakaup í Borgartúni, Kostakaup af
Friðriki.
Hann seldi Þórði verslunina í
fyrradag. „Þetta verður mikil vinna.
Að reka verslun er ekkert nema
vinna,“ segir Þórður um kaup sín á
Kostakaupum.
Þórður hefur um skeið rekið sölu-
tuma. Og um tíma átti hann Tomma-
borgara í Fitjanesti í Njarðvík.
-JGH
lendum aðilum. Ég er auðvitað að-
þrengdur fjárhagslega en ég hef
þekkingu, reynslu og sambönd víða
erlendis á sviði starfsemi sem þessar-
ar sem ekki verður frá mér tekin.
Erlendir aðilar gera sér líka flestir
grein fyrir því að fall Nesco Manufac-
turing stafaði fyrst og fremst af ófull-
nægjandi starfsumhverfi hér, meðal
annars af skorti á möguleikum til að
tryggja erlendar myntir hverja gagn-
vart annarri í íslenska bankakerfmu.
Það var gengistap sem fór með Nesco
Manufacturing," segir Óli Anton.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 5,5-9 Sp
Sparireikningar
3jamán.uppsögn 5,5-10 Vb.Sp
6mán. uppsögn 5,5-11 Vb.Sp
12mán. uppsögn 5,5-9,5 Ab
18mán.uppsögn 13 Ib
Tékkareikningar.alm. 1-4 Ib.Sp
Séríékkareikningar 3-9 Ib.Ab,-
Innlán verðtryggö Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,-
Innlánmeðsérkjörum 3,5-16 Vb.Bb Úb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 8-8,5 Ab.Sb
Sterlingspund 11,75- Ab
Vestur-þýsk mörk 12,25 4,25-5 Ab
Danskar krónur 6,75-8 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 12-18 Lb
Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 12-18 Lb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
>flaupareikningar(yfirdr.) 15,5-21 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,75-8,75 Lb
Útlántilframleiðslu
Isl.krónur 13-18 Lb
SDR 9,5 Allir
Bandaríkjadalir 11 Allir
Sterlingspund 14,75 Allir
Vestur-þýsk mörk 7-7,25 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,6
MEÐALVEXTIR
överðtr.jan.89 12,2
Verðtr. jan. 89 8,1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravlsitalajan. 2279 stig
Byggingavísitalajan. 399,5 stig
r Byggingavísitalajan. 125,4stig
Húsaleiguvísitala Engin hækkun Verö-
stöðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóöa
Einingabréf 1 3,506
Éiningabréf 2 1,974
Einingabréf 3 2,285
Fjölþjóðabréf 1.268
Gengisbréf 1,586
Kjarabréf 3,498
Lífeyrisbréf 1.762
Skammtímabréf 1.218
Markbréf 1,854
Skyndibréf 1,069
Sjóðsbréf 1 1,687
Sjóðsbréf 2 1,420
Sjóðsbréf 3 1,198
Tekjubréf 1,583
HLUTABREF
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 130 kr.
Eimskip 380 kr.
Flugleiðir 288 kr.
Hampiöjan 155 kr.
Hlutabréfasjóður 151 kr.
lönaðarbankinn 177 kr.
Skagstrendingur hf. 200 kr.
Útvegsbankinn hf. 134 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 126 kr.
(1) Viö kaup á viöskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aöila, er miðaö viö sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaöarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn,
Bb= Búnaöarbankinn, lb = lönaöar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvégsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóö-
irnir.
Nánarl upplýsingar um penlngamarkaö-
Inn blrtast I DV á fimmtudögum.