Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Side 7
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
7
Sigurður Þorvaldsson og Elvar Árni. DV-mynd Þórhallur
100 ára aldursmunur
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróld:
Sigurður Þorvaldsson frá Sleitu-
stöðum í Skagafiröi, elsti núverandi
íslendingurinn, varð 105 ára 23. jan-
úar síðastliðinn. Þann sama dag varð
hann Elvar Ami Þrastarson 5 ára.
Þeir eru þarna saman og nákvæm-
lega 100 ár á milli þeirra félaga.
Kauphækkunaráform Alþýðusambandsins:
Farið verði fram á
10 prósent hækkun
Miðstjórn Alþýðusambands Is-
lands hefur sett á blað hugmyndir
að nýjum kjarasamningum og sent
til aðddarfélaga sinna til umíjöllun-
ar. í þessum hugmyndum Alþýðu-
sambandsins er lagt til að farið verði
fram á 10 prósent kauphækkun eða
að kaupmáttur verði sá sami og hann
var í maí 1988 en það er 9 til 10 pró-
sent hæækun kaupmáttar frá því
sem nú er.
Lagt er til að aðildarfélög ASÍ hafi
samflot í komandi kjarasamningum.
Aö reynt verði að ná skammtíma-
samningum, að atvinnurekendur
greiði allt lífeyrissjóðsiðgjaldið, að
öllum verði tryggð desemberuppbót
og orlofsuppbót.
Enn fremur er í hugmyndunum
rætt um neikvæðan tekjuskatt og
hækkun skattleysismarka, hækkun
bamabóta ásamt tekjutengingu allra
bamabóta. Þá er stungið upp á að
annaðhvort verði gamla vísitölu-
bindingin á laun tekin upp eða rauð
strik með sjálfvirkri hækkun um-
fram mörk eða launanefnd.
Stungið er upp á að verðstöðvun
verði áfram, lækkun raunvaxta og
aðhaldi í gengisskráningu. Síðan er
stungið upp á ýmsum hugmyndum
um félagsleg atriði sem ræða beri við
ríkisstjómina. Þar em nefnd atriði
eins og aukinn réttur í veikinda og
slysatilfellum, aukinn réttur vegna
veikinda barna og maka, tryggð
verði framlög til dagvistarmála og
fleira. -S.dór
Fjarmálaraðherra:
Það er ærið verkefni
að verja kaupmáttinn
Þau ummæh Ólafs Ragnars Gríms- leið að veruleg kjaraskerðing myndi
sonar fjármálaráðherra að stefnt sé
að því að kaupmátturinn út áriö
verði hinn sami og hann er nú á
fyrsta ársfjórðungi ársins, hafa vakið
upp hörð viðbrögð foringja í laun-
þegahreyfingunni. Margir þeirra
höfnuðu þessu í samtah við DV í gær
og krefjast aukins kaupmáttar. Ólaf-
ur Ragnar var inntur álits á þessum
viðbrögðum.
„Það'er nú út af fyrir sig ærið verk-
efni að verja og halda þeim kaup-
mætti sem nú er, miðaö við þau skil-
yrði sem við lifum við um þessar
mundir. Mikilvægt er að gera sér
grein fyrir þeim aðstæðum sem eru
í þjóðfélaginu. Forsvarsmenn at-
vinnurekenda, meðal annars form-
lega Félag íslenskra iðnrekenda,
hafa sett fram kröfur um 15 til 20
prósent gengisfellingu. Bæði Sjálf-
stæðisflokkurinn og Kvennalistinn
hafa sett fram, á Alþingi og annars
staðar, sömu kröfur. Það gefur auga
fylgja í kjölfarið. Við þessi skilyrði
og þegar horft er á atvinnuástandið
í öllum landshlutum og minnkun
þjóðartekna, þá er það ekki vanda-
laust að verja og varðveita þann
kaupmátt sem nú er og koma í veg
fyrir að fyrrnefndum öflum takist að
skerða hann stórlega," sagði Ólafur
Ragnar Grímsson.
Hann sagðist vona að ríkisstjómin
geti átt góða samvinnu við samtök
launafólks um að verja þann kaup-
máttinn. Hann sagði að það væri
meðal annars með hhðsjón af þessu
sem ríkisstjómin teldi að baráttan
fyrir því að varðveita kaupmáttinn
sem nú er sé stórt verkefni og jafn-
framt eigi að leitast við aö fá fram
kjarajöfnun með margvíslegu móti.
Nauðsynlegt sé að efla hag þeirra
sem lægst hafa launin og nota þessa
þröngu stöðu fyrst og fremst til
kjarajöfnunar.
Fréttir
Hundrað manns á atvinnuleysisbótum á Sauðárkróki:
Sveitafólk ávinnur
sér rétt til bóta
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauöárkróki:
í janúar var 100 manns úthlutað
atvinnuleysisbótum á Sauðárkróki
og em það talsvert fleiri bótaþegar
en á sama tíma síðustu ár en svipaö-
ur flöldi og á árunum 1981-1983. Hins
vegar eru fáir úr fiskvinnslunni á
atvinnuleyisbótum nú gagnstætt þvi
sem þá var.
Jón Karlsson, formaður verka-
mannafélagsins Fram, sagði að at-
vinnuleysið stafaði af almennum
samdrætti, fyrirtæki hefðu verið að
fækka fólki og eins væri mikið um
að sveitafólk heföi áunnið sér rétt tii
atvinnuleysisbóta. Þá væm 14starfs-
menn á umsömdum atvinnuleysis-
bótum sem stafaði af tímabundnum
verkefnaskorti hjá tveimur sauma-
stofum í bænum, Ylrúnu og Sauma-
stofu Sigríðar. Dæmi væm um slíkar
umsamdar bætur víðar af landinu.
Meira í desember
„í raun var atvinnuleysið meira í
desember en janúar því þá var hrá-
efnislaust í frystihúsunum og fólk
verkefnalaust af þeim sökum. Fisk-
vinnslufólkið hélt samt sínum dag-
vinnulaunum vegna fastráðninga.
Hins vegar kemur hráefnisskortur-
inn við Atvinnuleysistryggingarsjóð
þar sem umsamið er að í slíkum til-
fehum greiði sjóðurinn visst hlutfall
af launum starfsfólksins. Ég er samt
ekki neitt sérlega svartsýnn og tel
þetta ekki hættumerki. Vegna tog-
arakaupanna ætti að vera meiri þörf
fyrir fólk í frystihúsunum en maður
reiknar samt með að komið verði
fram á vor þegar tala atvinnulausra
verður komin niður í það vanalega,“
sagöi Jón Karlsson.
Sameinast Útgerðarfélag Skagfírðinga og Skjöldur?
„Sé ýmislegt til hagræðis
í sameiningu fyrirtækjanna“
ÞórhaBur Ásmundssan, DV, Sauöárkröki:
„Það er meiri kraftur í þessari
umræðu um sameiningu fiskvinnslu
og útgerðar en nokkru sinni áður og
aht bendir til þess að fjármögnunin
standi og falli með þessu,“ sagði Árni
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Skjaldar, þegar leitað var staðfest-
ingar hans á því hvort sameining
Útgerðarfélags Skagfirðinga og
Skjaldar stæði fyrir dyrum.
Fundur þessara aðila var haldinn
um síðustu helgi og nú er verið að
leita samþykkis smærri hluthafa í
Skildi um sölu til útgerðarfélagsins.
Frystihúsin við Skagaíjörð og Út-
geröarfélag Skagfirðinga hafa sótt
um fyrirgreiðslu frá Atvinnutrygg-
ingarsjóði. Enn sem komið er hafa
erindi þeirra ekki hlotið afgreiðslu
en tahð er að sameining Skjaldar og
ÚS muni liðka til fyrir því.
„Það er ekkert um máhð að segja
á þessu stigi. Skjaldarmenn eru aö
skoða sín mál og við erum að ræða
um sameiningu eins og tíðkast svo
mjög í þjóðfélaginu nú,“ sagði Mar-
teinn Friöriksson, stjórnarmaður
ÚS.
„Ég verð að játa að ég sé ýmislegt
til hagræðis í sameiningu fyrirtækja
hér og minnka þannig yfirbygging-
una eftir að tölvufarganið kom. Þá
býður þetta upp á að nýta þær fjár-
festingar sem fyrir eru og veitir ekki
af,“ sagði Ámi í Skhdi.
BILfiSYNING
LA.UGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17.
NISSAN
MICRA
NISSAN
SUNNY
ATH!
VETRARDEKK FYLGJA MEÐ í
KAUPUNUM
Ingvar
sýningarsalurinn,
Rauðagerði
(J) 91-3 35 60
-S.dór