Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Page 16
16
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
fþróttir
- vann Hauka, 102-92
Valsmenn unnu sannfærandi
sigur á Haukum, 102-92, i Flug-
leiðamótinu í körfuknattleik í
íþróttahúsi Hafharflarðar í gær-
kvöldi. Hlíðarendaliöið lék einn
sinn besta leik á keppnistítnabil-
inu og hafðl Hauka lengst af í
vasanum í orðsins fyllstu merk*
ingu.
Valsmenn komust í 10-2 í upp-
hafi en Haukamenn minnkuöu
muninn fijótlega í 2 stig. Jafn-
vægi var síðan með liðunum þar
til undir lok fyrri hálfleiks að
Valsmenn náðu góöum kaíla og
sigldu fram úr Hafnfirðingum.
Munurinn i leikhléi var 9 stig,
52-43, Valsraönnum í vil og Hlíð-
arendaliðið hélt uppteknum
hætti í síðari hálfleik. Valsmenn
náðu sér vel á strik í sókninni og
léku mjög sterka vörn og Hauka-
menn áttu í miklum erfiðleikum.
Valur komst 18 stigum yfir, 79-61,
en þá tóku Pálmar Sigurösson og
félagar hans í Haukaliðinu aðeins
við sér og minnkuðu muninn i 7
sög. Lengra komust Haukar ekki
því að Valsmenn röðuðu körfun-
um undir lokin og rufú 100 stiga
múrinn á siðustu sekúndunum.
Lokatölur 102-92 eins og áður
sagði og sannfærandi Valssigur í
öruggri höih.
Valsliðið átti í heildina mjög
góðan leik og leikmenn liðsins
léku sennilega sinn besta Ieik á
keppnistímabilinu. Að öðrum
ólöstuðum var Hreinn Þorkels-
son besti maöur liðsins og átti
hreint út sagt frábæran leik.
Matthías Matthíasson og Tómas
Holton áttu einnig mjög góðan
leik.
Hjá Haukum var Pálmar lan-
gatkvæðamestur og skoraði 37
stig. Liðið náöi sér hins vegar
ekki nógu vel á strik og virkuðu
leikmenn hálfkærulausir framan
af. Láðið náði góöum kafia í seinni
háiíleik en síðan datt botninn úr
öllu saman. Það er jjóst að liðiö
nær ekki að vetja íslandsmeist-
aratitfflnn en í staðinn einbeita
Haukamir sér sennilega aö bik-
amum. Liöiö verður þó að bæta
leik sinn til muna ef þaö ætlar sér
alla leiö í bikarkeppninni.
Stig Hauka: Pálmar 37, Henning
20, Jón Amar 15, Tryggvi 8, ívar'
8, Reynír 2 og Ingimar 2.
Stig Vals: Hreinn 31, Matthías
22, Tómas 17, Bárður 10, Ragnar
9, Ari 6, Amar 5, Bjöm 2. -RR
Enn liggja
Stúdentar
- nú fyrir KR
KR-ingar sigruðu Stúdenta með
79 stigum gegn 48 í Flugleiöa-
deildinni í körfuknattleik í gær-
kvöldi. í hálfleik var staðan 48-28
fyrir KR-inga. Leikurinn var í
jafnvægi lengst af í fyrri hálfleik
en síðan tóku KR-ingar öll völd á
vellinum.
Stigahæstir Stúdenta: Guð-
mundur Jóhannsson 14, Kristján
Oddsson 10, Helgi Gústafeson 8.
Stígahæstir KR-inga: Ólafur
Guðmundsson 16, Guðni Guðna-
son 15, Birgir Mikaelsson 14, Böð-
var Guðjónsson 13. -JKS
HM í alpagreinum:
Vreni steinlá
Bandaríska skiöadrottningin
Tamara McKinney skákaði Vreni
Schneider á heimsmeistaramót-
inu í aipagreinum í gær. Þá fór
fram siöari hluti alpatvíkeppn-
innar, brunið. McKinney, sem
var á hælum Schneider eftir svig-
iö, hafhaði í 2. sæti í bruninu. Þar
varö Schneider 11. McKinney
varð því efst f samanlögöu en
Schneider varð önnur. -JÖG
Sókn og markvarsla í tölum:
Kobbi fiskaði
fimm vítaköst
- og skoraði 6 mörk
Framganga einstakra landsliðs-
manna í sókn gegn Norðmönnum í
gær var með þessum hætti:
Jakob Sigurðsson:
6 mörk, 5 vítaköst fiskuð.
Kristján Arason:
8 mörk, 4 úr vítum, knetti glatað einu
sinni, 4 stoðsendingar, 4 skot í súg-
inn.
Bjarki Sigurðsson:
3 mörk, 2 skot í súginn, 1 stoðsending.
Júlíus Jónasson:
3 mörk, 1 skot í súginn, bolta glatað
einu sinni, 1 stoðsending.
Sigurður Sveinsson:
3 mörk, 1 úr víti, 7 skot í súginn, þar
gegn Norðmönnum
af 1 víti, 1 bolta glatað, 1 knöttur
unninn í sókn, 2 stoðsendingar.
Héðinn Gilsson:
1 mark, 3 skot í súginn, 1 bolta glatað.
Þorgils Óttar Mathiesen:
1 mark, l skot í súginn, bolta glatað
í þrígang, 1 víti fiskað.
Sigurður Gunnarsson:
1 stoðsending, 1 skot í súginn, bolta
glataö einu sinni.
Geir Sveinsson:
1 stoðsending, tvö skot í súginn.
Einar Þorvarðarson varði 6 skot,
glataði boltanum einu sinni. Hrafn
Margeirsson varði 1 skot.
-JÖG
Sóknir íslendinga í tölum
Mörk/skot
Ísland-Noregur
25-24
Lang. Lína Horn Vitl Qegn. Hr.upph.
Skot
I Mörk
Bandarfska stúlkan Tamara McKinney fagnar hér sigri sínum f alpatví-
keppni kvenna i gær. Hún skákaði Vreni Schneider mörgum á óvart.
Símamynd Reuter
Jakob Sigurðsson átti mjög góðan leik gegn Norömönnum í gærkvöldi. Jakob sk
og skömmu siðar lá knötturinn í norska markinu.
Einstaklin
gerði gæl
- er íslendingar sigruöu Norömenn,:
íslendingar náðu aö sigra Norðmenn
í landsleik þjóðanna í handknattleik í
Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þegar
upp var staðið höfðu íslendingar eins
marks sigur, 25-24. Norðmenn höfðu
forystu í hálfleik, 11-13. Með tilliti til
þessa leiks virkar íslenska liðið ekki
sannfærandi og aðeins tólf dagar eru,
þangað til stóra stundin rennur upp,
sjálf B-keppnin í Frakklandi.
Framan af fyrri hálfleik stóð ekki
steinn yfir steini í leik íslenska liðsins.
Sóknarleikurinn var í molum, vömin
sem gatasigti og til að kóróna allt saman
vörðu markmennirnir ekki eitt einasta
skot. Það var þannig ekki á góðu von
enda var staöan 12-6 fyrir Norðmenn
þegar fyrri hálfleikur var rúmlega
hálfnaður og segir sú staða sitt um
framgöngu íslenska liðsins. Þessi leik-
kafli íslenska liðsins er einn sá versti í
mörg ár. Áhorfendum var ekkert farið
að lítast á blikuna sem von var.
Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri
hálfleiks kom Sigurður Sveinsson inn á
í fyrsta skipti í leiknum en fram að þeim
tíma hafði Sigurður aðeins komið inn á
til að taka vítaköst. Sigurður hleyptí
nýju lífi í leikinn, átti gullfallegar línu-
sendingar sem gáfu mörk. íslendingar
skora fjögur mörk í röö og breyta stöð-
unni í 10-12. Bjarki hafði svo alla mögu-
leika á að minnka muninn enn frekar
en mistókst að skora í hraðaupphlaupi.
Bogdan Kowalczyck landshðsþjálfari
haíði örugglega lesið hressilega yfir sín-
um mönnum í hálfleik. Það mátti alla
vega sjá á leik liðsins strax í upphaíi
seinni hálfleiks.
Norðmenn byrjuðu að vísu að skora
en smám saman náði íslenska liðið tök-
um á leiknum. Kristján Arason var lát-
inn í hlutverk leikstjómandans og um
leið fóru hlutimir að ganga betur. ís-
lendingar náðu forystunni í fyrsta
skipt-
i í leiknum, 15-14, þegar Kristján skor-
aði úr vítakasti. Eftir að hafa náð for-
skotinu sýndu íslendingar þokkalegan
leik og náðu fjögurra marka forystu,
20-L6, og sigurinn í höfn.
Á lokaminútunum fór allt í sama farið
og fyrr í leiknum og Norðmenn söxuðu
jafnharðan á forskot fslendinga. Aðeins
eins marks sigur var staðreynd í lokin.
Þegar litið er til baka og leikur ís-
lenska liðsins metinn er niðurstaðan sú
að liðið lék langt undir getu, náði að
klóra í bakkann á smáköflum í hvomm
hálfleik. Einstaklingsframtak Kristjáns
Arasonar og Jakobs Sigurðssonar stóð
upp úr. Sigurður Sveinsson sýndi risp-
ur. Ef liðið leikur með sama hætti í B-
keppninni og það lék í gærkvöldi þarf
ekki að spyija að leikslokum. Við mun-
um dúsa áfram í flokki B-þjóða. Leik-
kerfi íslenska liðsins era gengin sér til
húðar, afar fá mörk komu eftir leikkerfi.
Deyfðin, sem ríkir yfir liðinu aðeins
tólf dögum fyrir B-keppnina, er með ein-
dæmum og boðar ekki gott. Miöað viö
frammistöðu markvarðanna getum við
alveg eins verið með markið tómt í
Frakklandi. Hlutimir mega mikið