Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989. Fréttir Reglugerðardrögum um kartöflusölu harðlega mótmælt: „Stefnir okkur 30 til 40 ár aftur í tímann“ - segja fulltrúar verslunar og neytenda „ Andi þessara draga er mjög nei- kvæöur og stefnir okkur 30 til 40 ár aftur i tímann. Það er hins vegar staðreynd að búvörulögin leyfa ráðherra aö samþykkja þetta sem sýnir vel andann bak við þau lög,“ sagði Bjarni Finnsson, varaform- aður Kaupmannasamtakanna, þegar fulltrúar verslunariiuiar og neytendasamtakanna kynntu sam- eiginleg mótmæli sín við drög að reglugerö um afurðastöðvar fyrir kartöflur, nýtt grænmeti og sveppi. Það var greinilegt á fulltrúum þeirra 12 aöila sem undirrita mót- mælin til ráðherra að mikill ótti rík- ir gagnvart þessari reglugerð sem þeir segja að stefni að: „...óviðunandi takmörkunum á viðskiptafrelsi og samkeppni á þessum sviðura." Drögin hafa verið kynnt áður hér i DV og þá hafa Neytendasamtökin sent árangurslausa fyrirspurn um verörayndun á kartöflum til land- búnaðarráðherra. Hefur ekkert heyrst frá ráðherra vegna þess. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands, sagði að þær röksemdir sem lagöar hefðu veriö frara fyrir reglu- gerðasetningunni væru máttlitlar. Fáránlegt væri að halda því fram að þaö þyrfti afurðastöðvar til að unnt væri að endurgreiðasöluskatt sem er ein meginröksemdin fyrir reglugerðinni. Sagði Vilhjálmur að einfaldast og hreinlegast væri að endurgreiða söluskattinn bara beint til bænda gegn framvísxm framleiðsluskýrsla. -SMJ „Það var sérlega skemmtilegt að fá ráðherra þarna upp eftir til okkar að Vogi,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson, for- maður SÁÁ, en í gær tók hann við 10 milljón króna ávísun úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráð- herra. Þetta er hluti af því 15 milljón króna framlagi sem rikissjóður hefur heitið samtökunum á ári. Þórarinn sagði að gott væri að fá þessa upphæð nú í byrjun árs en þeir hefðu ekki átt von á peningunum fyrr en í árslok. Pen- ingarnir hefðu hins vegar borist fyrr vegna bjórsins. Á myndinni sést Ólafur Ragnar afhenda Þórarni peningana en þeir Ingólfur Margeirsson, Sigurður G. Tómasson og Jón Baldvinsson fylgjast með. SMJ/DV-mynd KAE ------------------------------------ Ahrlf verðhækkana: Raunvextir á óverð- tryggðum kjörum falla Sérfræðingar Hagstofunnar gera nú ráð fyrir aö veröbólguhraðinn fari í allt að 40 prósent eftir hrinu verðhækkana. Þaö er hins vegar ekki líklegt að þessar verðhækkanir leiði tii umtalsverðrar vaxtahækkunar. „Þessar verðhækkanir munu að sjálfsögðu ekki hafa nein áhrif á kjör á verðtryggöum og gengistryggðum útlánum. Þær munu hins vegar hafa þau áhrif að raunvextir á nafnvaxta- kjörum munu lækka. Nafnvextir hafa verið að hækka að undanfórnu en þeir munu ekki elta þetta skot,“ sagði Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans. Raunvextir á nafnvaxtakjörum hafa verið miklum mun lægri en á verðtryggðum kjörum á undanförn- um mánuðum. Ef ekki dregur úr verðhækkunum fljótlega og verð- bólgan mælist minni í næsta mánuði er því líklegt að nafnvextirnir hækki. -gse Skógræktaráætlun: Nytjaskógar verði ræktaðir á Suðurlandi Þeir Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur og Jón Gunnar Ottó- son líffræðingur hafa lagt fram áætl- un sem þeir hafa samið um að rækta nytjaskóg í uppsveitum Árnessýslu. Þeir gera ráð fyrir að þetta verði aukabúgrein fyrir bændur til að byrja með en geti síðar orðið aðalbú- grein. „Það sem við erum með í huga er að rækta ösp á þessu svæði. í okkar áætlun er gert ráð fyrir að eftir 10 ár verði með grisjun skóganna hægt að anna allri þörf Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga fyrir brennikurl sem verksmiðjan flytur nú inn. Forráðamenn hennar hafa lýst því yfir að þeir vilji gjarnan kaupa þetta kurl innanlands sé það fáanlegt," sagði Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur í samtali við DV. í áætlun þeirra félaga er síðan gert ráð fyrir að grisjun skóganna og kurlframleiðsla gefi af sér árlegar tekjur en eftir 35 ár veröi trén orðin það stór að hægt verði að nýta þau til borðframleiðslu og það gefl af sér aðalhagnaðinn. Þorbergur sagði að í þeirra áætlun væri gert ráð fyrir aö kostnaðurinn við ræktun skóganna yrði á milli 50 og 60 milljónir króna á ári. Skógarn- ir ættu að geta gefið af sér 7 prósent raunvaxtatekjur miðað við þessa kostnaðaráætlun. Hér er um að ræða ræktun á ösp, eins og fyrr segir. Undir venjulegum kringumstæðum tæki það á milli 60 og 90 ár að rækta svona skóg upp í það að geta framleitt timbur. En til- raunir, sem hófust í Sviþjóð fyrir um það bil 10 árum, leiddu í ljós að hægt er á helmingi skemmri tíma að rækta ösp eins og gert er ráö fyrir í áætlun- inni. Lagt er til að ræktunin fari fram í uppsveitum Árnessýslu af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hefur ræktun tijáa á því svæði sýnt að það er mjög heppilegt til skógræktar. í ööru lagi sýna hagkvæmnisútreikningar varð- andi flutningskostnað að kurlfram- leiðsla má varla vera lengra frá verk- smiðju en um 100 kílómetra. Þeir félagar hafa kynnt þessa áætl- un sína fyrir ráðuneytismönnum, bændasamtökum og iðnráðgjöfum og hefur henni verið mjög vel tekið, að sögn Þorbergs Hjalta. S.dór Furðulegar „uppsprettulindir" við Kirkjusand og Skúlagötu: Skólpið vellur upp við landsteina og fykur síðan á rúður Reykvikinga í vestanáttinni „Hér vellur skólpið upp eins og Geysir ætli að fara að gjósa 50 metra frá landi. Það sem við höfum gert með þessari miklu og dýru skólp- dælustöð er að skólpið, sem áður rann í sjóinn á mörgum stöðum, rennur nú hér í sjóinn við Kirkju- sand. Hér er aöeins grófhreinsun en allt annað fer í sjóinn. Þetta er nú allt afrekið," sagði Þorleifur Einars- son jarðfræðingur þar sem hann benti blaðamanni DV á skólpgos- brunn skammt frá landi við hina nýju skólpdælustöð sem byggð hefur verið við Kirkjusand. Við gosbrunn- in höfðu safnast saman mávar í ætis- leit. Þorleifur sagði að þeir væru reyndar óvenjufáir þennan dag því stundum væri ger af þeim þarna viö útrennslisopiö. Það veröur að segjast eins og er að það var fremur óglæsileg sjón sem blasti við þarna við hina nýju og glæsilegu dælustöö sem að sögn er búin að leysa allan vanda hvað varð- ar skólp í Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að skólpið sé ekki sett í sjóinn fyrr en komið er 300 metra frá landi. Þarna blasa hins vegar við skólpflekkirnir og var greinilegt að ströndin frá Laugarnesi að Reykjar- víkurhöfn, og sjórinn út fyrir, var síður en svo laus við þennan ófógn- uð. En þessi bráöabirgðalausn hefur óskemmtilega fylgifiska aö sögn Þor- leifs: Vindurinn feykir skólpinu yfir borgina „Vegna þess að vatn er léttara en sjór þá blandast þetta ekki sjónum. Því til viðbótar er vatnið í skólpinu heitt þannig aö það er enn léttara en sjórinn. í þessum gáraða sjó sér mað- ur algerlega slétta fleti þar sem skólpið flýtur. Hér er þetta síðan svo- leiöis að þegar gerir vind, eins og í síðustu vestanátt, þá tekur vindur- inn yfirborðsvatniö og eys því yfir byggðina ásamt saltinu. Þess vegna segi ég við Reykvíkinga: Þiö skulið ekki prófa bragðið af þvi sem berst á rúðurnar ykkar. En þetta hefur aðrar og verri afleiöingar. Hvaða kvillar ganga ekki í Reykjavík? Það eru niðurgangur sem gengur af ýms- um gerðum og því til viðbótar þá gengur nú innflúensa af einkenni- legri tegund í Reykjavík." Þorleifur sagðist telja að þarna hefði verið skapað kjörhitastig fyrir innflúendsubakteríur og þá hlyti menn að reka í rogastans yfir mikih tíðni niðurgangs í Reykjavík. Heyrst heföi að tilfellin væru um 30 til 40 þúsund á ári sem Borgarlæknisem- bættið vissi um. Þorleffur segir að eina lausnin úr þvi sem komið er sé skólphreinsistöð í Engey. Það þýði ekki að dæla sjón- um lengra út í sjó því þar er komið að ýmsum mikilvægum uppeldis stöðvum fyrir fisk og þar aö auki færist fiskeldi í aukana hér við ströndina. Þorleifur sagði að gremju- legast væri hvað þessi lausn á skólp- málum, sem nú væri veriö að vinna að, sé gamaldags. Á meðan flestar siðmenntaðar þjóðir reyni að hreinsa skólpið sem mest áöur en því sé dælt í sjó þá sé látið duga að grófhreinsa sem aðallega felur í sér söxun á skólpinu sem fer í sjóinn. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.