Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Page 3
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989. Fréttir Haraldur Eggertsson skipstjóri. Sifin var að landa átta tonnum, þegar mynd- in var tekin. DV-mynd Reynir Flateyri: Góð veiði þegar gefur Roynir Traustasan, DV, Flateyri: Góð línuveiði hefur verið hjá Flat- eyrarbátum að undanfórnu þegar gefið hefur á sjó en fádæma ógæftir hafa verið frá áramótum. Haraldur Eggertsson, skipstjóri á SIF 225, sagði í samtali við DV að þeir á Sifinni hefðu aðeins komist í átta róðra á sjó í febrúar. Þokkaleg veiði hefði verið en fiskverð væri allt of lágt og varla hægt að lifa af þeim launum, sem sjómennskan gef- ur af sér að mati Haralds. Eins og kunnugt er búa Vestfirðingar við lág- marksverð verðlagsráðs á fiski á meðan markaðsverð og yfirborganir tíðkast víðast hvar annars staðar. Símaskák fyrir norðan Guömundur Davíðsson, DV, Sigiufiröi: Símaskák stendur nú yfir milh Dalvíkur og Siglufjaröar. Hún hófst miðvikudaginn 22. febrúar og er leik- inn einn leikur á dag. Fyrir Dalvík tefia Hjörleifur Halldórsson og Rúnar Búason en fyrir Siglufjörð þeir Baldur Fjölnisson og Bogi Sigur- bjórnsson. Bæjarstjórarnir á stöðunum, Kristján Þór Júlíusson, Dalvík, og ísak Ólafsson, Siglufirði, drógu um liti og léku fyrstu leikina. Dalvík hefur hvítt og lék e4 en svar Siglu- fjarðar var c5 - Sikileyjarvörn. Á Siglufirði hangir skákskýringartafia uppi á knattborðsstofunni en á Dal- vík í kaupfélagsglugganum. Þar get- ur fólk fylgst með þróun taflsins. Siglfiröingar, sem mættir voru til keppni á Dalvík. DV-mynd Geir Skíðafólk veður- teppt á Dalvík Goir Guðsteinsson, DV, Dalvflc Bikarmót í alpagreinum í 13-14 ára fiokki átti að fara fram á Dalvík um helgina en á föstudag brast á hið versta veður svo ekkert varð af móts- haldi. Fjöldi keppenda var kominn á staðinn og í fyrstu gistu þeir í Dalvík- urskóla en á sunnudag í ferðamið- stöðinni og Kiwanishúsinu. Börnin voru frá Seyðisfirði, Neskaupstað, Siglufirði, Reykjavík og Ólafsfirði. Börnin frá Ólafsfirði voru þrjá tíma með rútu á leiðinni og tókst að brjót- ast til Dalvíkur með aðstoð slysa- varnardeildarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra: Hélt síðbúna veislu Lúðvík til heiðurs „Þessi veisla var haldin til heiðurs Lúðvík Jósepssyni og vegna 30 ára afmælis útfærslu landhelginnar en hann átti sem kunnugt er mikinn þátt í þeim málum. Ég hef ætlað að gera þetta dálítið lengi en vegna ýmissa ástæðna hefur þetta dregist. Það var að vísu óvenjulegt að ég kaus að halda þessa veislu í ráðherrabú- staðnum en mér þótti það nú bara vera við hæfi því fáir menn hafa gert jafnmikið fyrir efnahagslegt sjáif- stæði þjóðarinnar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra þegar hann var spurður um tilefni veislu sem hann hélt í Ráðherrabú- staðnum fyrir nokkru. Veislur á vegum hins opinbera eru margar í hverjum mánuði og sagði ráðherra að þessi hefði verið með þeim minni og sú eina sem hann hefði haldið í Ráðherrabústaðnum. Þarna hefðu 24 gestir mætt og kostn- aður hefði aðeins numið á milli 40 og 50 þúsund krónum. Þá er að vísu reiknað á kostnaðarverði en Ólafur sagðist ekki hafa handbært hvernig reikningurinn heföi litið út ef hann hefði verið á almennu útsöluverði. í veisluna mættu aðeins alþýðu- bandalagsmenn og sagði Olafur Ragnar að ástæða þess væri sú að nánustu samstarfsmönnum Lúðvíks hefði verið boðið. DV kannaöi hvað veisla af þessu tagi hefði kostað á veitingastað. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá veislustjóra hjá Hótel Holti má gera ráð fyrir því að veisla af þessu tagi kosti um 5000 krónur á hvern gest. Þessi veisla fjármálaráðhera hefði því kostað 120.000 krónur þar. FJármálaráðherra var spurður að því hve mikill veislukostnaður ráð- herra og ráðuneyta væri. Ólafur Ragnar sagði að ákaflega erfitt væri að taka saman reikninga yfir það því þessar tölur væru hluti af risnu- kostnaði. -SMJ Loks nægur snjór í Hlíðarfjalli Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Eftirraikiðs^jóleysiíHliöariialÍi við Akureyri eru nu loksins allar brekku orðnar fullar par af snjó eftir Mna nnklu ofankomu um síð- ustu helgi. Reksturinn í Hlíðarfjalli hefur gengið mjög erSðlega í vetur, bæði vegna snjóleysis og eins vegna þess að veöur hefur verið mjög óhag- stætt. T.<t hefur enn ekki komið helgi þar sem hægt hefur verið að hafa opið báða dagana til fulls. Þá hefur aðsókn á kvöldin verið mjög slök, en reynt hefur verið að hafa opið þriú kvöld í viku, á þriðjudögum, miðvikudogum og fimmtudögum. Gera á lokatilraun með þessa kvöldopnun í næstu viku, og glæðist aðsókn ekM veru- lega mun verða lokað kl. 19 þá daga eins og aðra daga. 9 DAGAR: TILSVISSi 18.-27. mars Glampandi sól, meiri háttar skíðaaðstaða, ægifagurt um- hverfi og fyrsta flokks hótel ! í Sviss. Áxenfels í Sviss. Hótel Axenfels í Sviss, vel staösett viö Lucern-vatn í bænum Morschach á Vier- waldstátter-hásléttunni. Aöbúnaðurinn þar er fyrsta flokks: Öll herbergi eru mcð síma, sjónvarpi og útvarpi, minibar, svölum og baoi. Auk þess er þar frá- bsr aostaoa til heilsuræktar, æfingasalur, sundlaug og gufubað. Veðrið þarna er sérstaklega gott um páskana, oftast heiðskír himiiin og hlýtt yfir daginn en frost um nætur og þá snjóar gjama í fjöllin. Skíðabrekkur eru við allra hæfi, fyrír byrjendur jafnt sem lengra komna, og fjölmargar skiðalyftur. Verð frá kr. 50.500,- miðað við 2 fullorðna, 2 börn 12 ára og yngrí. Innifalið í verði flug, gisting, hálft fæði og íslensk fararstjórn. 14DAGAR: PÁSKAFERÐ TIL MALL0RCA 1 23. mars-5. apríl Glæsijegir faualtUP •**• nn Verðfrákr. 36.550,- miðað við 2 fullorðna og 2 börn undir 11 ára aldrí. (VTCtXVTK FERÐASKRIFSTOFA, IDN/Vt )AKHl ISINU HALLVEIGARSTÍG I, SÍMAR 28388 - 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.