Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989. Fréttir Ný vatnsveita fyrir Keflavík og Njarðvík: Herinn verður látinn borga 300 milljónir Stofnuð hefur verið sameiginleg vatnsveita fyrir Keflavík og Njarð- vík. Henni er ætlað það hlutverk að koma upp nýrri vatnsveitu og hefja vatnstöku á nýjum stað. Að sögn Guðfinns Sigurvinssonar, bæjar- stjóra Keflavíkur, er ste&it að því að taka hina nýju vatnsveitu í notkun næsta haust. Eins og kunnugt er lak oha úr geymum hersins á Miðnesheiði haustið 1987 og er óttast að sú olía eigi eftir að menga núverandi vatns- ból þegar fram hða stundir. Þá hafa komið í ljós ýmis önnur hættuleg efni að undanfomu og jafnvel lífræn leysiefni eins og tetraklóríð. „Það er skýlaus krafa okkar að Bandaríkjamenn borgi allan kostnað við þessa nýju vatnsveitu. Okkur hefur skihst á allri umræðu um þetta mál að þessi kostnaður verði greidd- ur,“ sagði Guðfinnur en gert er ráð fyrir að það kosti um 300 mihjónir króna að taka þessi nýju vatnstöku- svæði í notkun. Ekki hefur verið tekin nein endan- leg ákvörðun um það hjá hernum hvort þessi upphæð verður greidd. Að sögn upplýsingafuhtrúa hersins hefur verið samþykkt að taka ný svæði í notkun en upphæðin sem herinn mun borga er enn á samn- ingsstiginu. Einhver ágreiningur mun vera um þau jarðfræðilegu gögn sem íslendingar hafa lagt fram í málinu og hafa Bandaríkjamenn ekki enn tekið afstöðu til þeirra. Guðfmnur sagði að utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefði rætt þessi mál við bandaríska utanríkisráðherrann þegar hann hafði viðkomu hér um daginn. Sagð- ist hann því vonast eftir niðurstöðu fljótlega. -SMJ Akureyri: Minni notkun Ijósa og öryggisbelta Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; Niðurstöður könnunar, sem lög- reglan á Akureyri framkvæmdi í umferðinni nú í vikunni, benda tU þess að færri ökumenn noti ökuljós og öryggisbelti en áður. Lögreglan stöðvaði 200 bifreiðar og kannaði ástandið. í þeim tilfeUum voru 13 sem ekki óku með ljósum, og af þessum 200 ökumönnum voru 64 sem ekki voru með öryggisbeltið spennt. Farþegar í framsætum þess- ara 200 bifreiða voru aUs 48 talsins og 16 þeirra voru ekki með beltið spennt, eða þriðjungur. Aukaflárveitingar: w m m LIN ekki a lista - segir öármálaráðherra „Það hefur ekki veriö rætt um um 5% í september. neina aukafjárveitingu til Lána- Því hefur veriö haldiö fram af sjóðs íslenskra námsmamia," sagði formanni sijómar LÍN, Sigurbimi Olafur Ragnar Grímsson fjármála- Magnússyni, að þessi hækkun þýöi ráðherra þegar hann var spurður 137 milljóna króna útgjaldaauka að því hvort breyting á framfærslu- fyrir LÍN á þessu ári. Þá telur Sig- grunni námsmanna, sem mennta- urbjöm aö það þurfi 50 til 60 miUj- málaráðherra hefur ákveöiö aö ón króna aukafjárveitingu frá rík- hækka, kostaöi aukafjárveitingu tíl isvaldinu til sjóðsins síðar á árinu. LÍN á árinu. Námslán hækkuðu -SMJ um 7,5% í mars og eiga að hækka Verður hætt að setja bjór í Fríhöfninni? „Það hafa átt sér stað viðræður miUi okkar og ráðuneytanna þar sem sú hugmynd að hætta bjórsölu í Frí- höfninni hér á KeflavíkurflugvelU hefur borið á góma. Það hefur engin ákvörðun verið tekin ennþá en þetta er hægt að gera með tvennum hætti: Með reglugerðarbreytingu frá fjár- málaráðuneytinu þar sem bannað verður að flytja bjór inni í landið eða selja hér, eða með því að hætta að selja bjór en leyfa farþegum að hafa hann með sér. I seinna tilfeUinu yrði um ákvörðun utanríkisráðuneytis- ins að ræða,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Frí- hafnarinnar á KeflavíkurflugveUi, í samtaU við DV. Hugmynd um að hætta bjórsölu í Fríhöfninni er tU komin þar sem menn hafa óttast að bjórsalan þar kæmi niður á bjórsölu ÁTVR. Ákvörðunar um bjórsölu í Fríhöfn- inni er ekki að vænta strax enda á eftir að koma í ljós hvort sá bjór verð- ur aukaneysla eða taki viðskipti af ÁTVR. 33 sentiUtrar af innlendum bjór kosta um 30 krónur í Fríhöfninni meðan sama magn af þeim útlenda kostar um 50 krónur. Þannig er verðmismunur miðað við áfengisút- sölumar allt að þrefaldur. Bjór í Frí- höfninni er seldur í hálfshtra um- búðum. -hlh Sólarferð Gylfi Kristjánasan, DV, Akureyii Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á leikritinu Sólarferð eftir Guðmund Steinsson og er stefnt að frumsýningu eftir rúman mánuð. Allir helstu leikarar LA taka þátt í sýningunni, s.s. Theódór Júlíusson, Sunna Borg, Þráinn Karlsson, Mar- inó Þorsteinsson og Margrét Péturs- á Akureyri dóttir. Þá leikur Sigurveig Jónsdóttir með LA að nýju en hún á 40 ára leik- afmæh um þessar mundir. Einnig leika Anna Einarsdóttir og Ingólfur Bjöm Sigurðsson en þau hafa bæði leikið með LA áður. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir, Gylfi Gíslason og Freyja Gylfadóttir sjá um leikmynd og Ingvar Bjöms- son um lýsingu. Forstöðukona heimilisins, Hrefna Sigurðardóttir, ásamt nokkrum börnum á barnaheimilinu. DV-myndir Valgeir Ingi Klrkjubæjarklaustur: Barnaheimili reist á þrem mánuðum Valgeir L Ólafeson, DV, Kirkjubæjarldaustri: Bamaheimihð Kæribær hér á Kirkjubæjarklaustri var formlega tekið í notkun laugardaginn 18. febr- úar sl. en starfsemi hefur verið í húsinu frá því í haust. BamaheimiU hefur veriö rekið á Klaustri síðastUðin 18 ár en ekki haft neinn fastan samastað fyrr en nú. ÖU árin hafa verið þetta milU 10 og 20 böm á aldrinum frá 0 til 6 ára á bamaheimilinu. í opnunarræðu sinni sagði oddviti Kirkjubæjar- hrepps, Hanna Hjartardóttir, m.a. frá því að í þau 18 ár, sem þessi starfsemi hefði verið, hefði aldrei þurft að neita barni um pláss og mun slíkt vera nær einsdæmi á landinu. Byggingarfrani- kvæmdir tóku mjög stuttan tíma þvi ekki var byijað á byggingunni fyrr en í júU sl. og fyrstu bömin tekin inn þann 1. október í þetta glæsilega 130 fermetra húsnæði. Að vísu er lóð ekki fullfrágengin en hugmyndin er að byija á henni í vor. Byggingar- og framkvæmdaá- ætlun hússins stóðst með mikUU prýði en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6,5 miUjónir en nú hafa rúmar 6 mUljónir kr. farið í bygginguna. Ríkið veitti á fjárlögum síðasta árs 1 milljón tU framkvæmdanna en á fjár- lögum þessa árs eru áætlaðar 2 millj- ónir tU þessara framkvæmda. Marg- ir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hafa lagt hönd á plóginn til að þetta húsnæði gæti risið og nema framlög þeirra samanlagt mUli 500 og 600 þúsundum. Byggingaframkvæmdir vom í höndum Hags hf. hér á Kirkju- bæjarklaustri en teikningar hússins vom unnar af Ásmundi Harðarsyni arkitekt. Við opnunarhátíðina tóku krakk- arnir í Kærabæ lagið og sungu fyrir gesti en að því loknu var öllum boðið - til kafíidrykkju í tilefni dagsins. Forstööukona heimilisins er Hrefna Sigurðardóttir fóstra. Kæribær, nýja barnaheimiliö á Kirkjubæjarklaustri. DV Hitaveita Sauðárkróks: Gjaldskráin hækkuð Þðrballur Asmundsson, DV, Sauðár kr.: Nýlega var ákveðin 6% hækk- un á gjaldskrá Hitaveitu Sauðár- króks og kom hún tU fram- kvæmda 1. mars. Þessi hækkun er gerð i samræmi við aörar verð- lagshækkanir sem oröiö hafa hér á landi á síðustu mánuðum. Á sama fundi og hækkunin var ákveöin kom fram að verulegur ágóði varð á hitaveitunni á sið- asta ári en þess má geta að bæjar- sjóður hefur gegnum árin notið góðs af velgengni í rckstri hita- veitunnar og er í nokkurri skuld við hana. Ekki voru allir ánægðir með hækkunina en vcgna ótta við lögsetningu verðjöfnunargjalds hafa forráðamenn bæjarins kappkostað að hækka gjaldskrá í takt við verðlag. Hiö opinbera mundi hirða hærra hlutfall af verði heita vatnsins ef til verð- jöfnunargjalds kemur. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innián óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 8-10 Bb.Sb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 8-11 Vb.Sb 6mán. uppsögn 8-13 Vb.Sp 12 mán. uppsögn 8-9,5 Ab 18mán. uppsögn 20 Ib Tékkareikningar.alm. 2-4 Ib.Sp,- Vb.Lb . Sértékkareikningar 3-10 Bb.Sb Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb Innlánmeðsérkjörum 18 Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 8,25-8,5 Bb,Vb,- Sb.Ab Sterlingspund 11.5-12,25 Ab Vestur-þýskmörk 5-5,B Bb.lb,- Vb.Sb,- Sp Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 14-20 Lb Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,5-20,5 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5-25 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,75-9,25 Lb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 14,5-20,5 Lb- SDR 10 Allir Bandaríkjadalir 11,25 Allir Sterlingspund 14,5 Allir Vestur-þýsk mörk 8-8,25 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 24 MEÐALVEXTIR óverðtr. feb. 89 13,2 Verðtr. feb. 89 8,1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala mars 2346 stig Byggingavísitalafeb. 424 stig Byggingavísitalafeb. 132,5stig Húsaleiguvísitala Hækkar i aprí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,586 Einingabréf 2 2,013 Einingabréf 3 2,345 Skammtímabréf 1,243 Lífeyrisbréf 1,803 Gengisbréf 1,641 Kjarabréf 3,538 Markbréf 1,876 Tekjubréf 1,597 Skyndibréf 1,080 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,703 Sjóðsbréf 2 1,435 Sjóðsbréf 3 1,211 Sjóðsbréf 4 1,009 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 274 kr. Eimskip 380 kr. Flugleiðir 292 kr. Hampiðjan 157 kr. Hlutabréfasjóður 151 kr. Iðnaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 205 kr. Útvegsbankinn hf. 137 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 128 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. - Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.