Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Side 7
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989.
7
Fréttir
1. Elfa Hrund Guttorms- 2. Guðmunda Sigurðar- 3. Helga Birna Jóhanns-
dóttir, 17 ára. dóttir, 18 ára. dóttir, 18 ára.
4. Linda Ólafsdóttir, 18 5. Ragheiður Guðný 6. Súsanna Björg
ára. Ragnarsdóttir, 19 ára. Fróðadóttir, 17 ára.
7. Una Kristin Stefáns- 8. Valdis Ásta Aðal- 9. Þórdís Árný Sigur-
dóttir, 19 ára. steinsdóttir, 19 ára. jónsdóttir, 19 ára.
Fegurðarsamkeppni Suðumesja 1989:
Mikill áhugi
á úrslitunum
Úrslit í fegurðarsamkeppni Suður-
nesja fara fram á skemmtistaðnum
Glaumbergi á laugardagskvöld. Þar
keppa níu stúlkur til úrslita og mun
fegurðardrottning Suðurnesja frá í
fyrra, Guðbjörg Fríða Guðmunds-
dóttir, krýna sigurvegarann. Einnig
verður valin fyrirsæta ársins og vin-
sælasta stelpan í hópnum, sem stúlk-
umar níu velja sjáifar.
Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir
sigurvegarann; utanlandsferð, 60
þúsund króna peningaverðlaun,
myndbandstökuvél og fleira.
Fólk á Suðurnesjum er mjög
spennt fyrir keppninni og seldust
miðamir á úrslitin upp á 'skömmum
tíma.
Stúlkumar níu hafa haft mikið að
gera við undirbúning keppninnar,
eru í æfingum, ljósum, leikfimi og
slíku.
DV birtir hér myndir og nöfn kepp-
enda svo lesendur geti glöggvað sig
á kvenfegurðinni á Suðurnesjum.
-hlh
Heitsjávar-
rækja á hálf-
virði í Evrópu
- norrænlr ráðherrar snúast til vamar
Heitsjávarrækja, sem flutt er til
Evrópu frá Kína, Taiwan, Indlandi
og fleiri löndum A-Asíu, er seld á
hálfvirði miðað viö kaldsjávar-
rækju frá Noröurlöndunum. Þessi
rækja frá Asíu er í sókn á markaðn-
um vegna þess hve ódýr hún er.
Viröast menn á Norðurlöndura
vera famir að hafa áhyggjur af
málinu.
Sjávarútvegsráðherrar íslands,
Noregs, Færeyja og Grænlands
ræddu þetta vandamál á Norður-
landaþingi á dögunum. Þeir á-
kváöu að hefiast handa við undir-
búning samvinnu á útflutningi á
kaldsjávarrækju. Þeir hafa áhuga
á aö hætta innbyrðissamkeppni í
sölu á rækju í Evrópu en snúa þess
í staö bökum saman í baráttu við
heitsjávarrækjuna.
I næsta mánuði munu sjávarút-
vegsráðherrar þessara landa hitt-
ast í Reykjavík þar sem málið verö-
ur rætt frekar og hvemig útfærslan
á þessari samvinnu verður.
Heitsjávarrækja er ekki jafn-
bragögóð og kaldsjávarrækja, auk
þess sem hún lítur ekki eins vel
út Þess vegna er hún seld á mun
lægra verði um allan heim en kald-
sjávarrækjan. Það er til að mynda
helmingsmunur á verðinu í Japan.
-S.dór
Viðskiptabankamir mismuna skuldurum:
Stærri fyrirtæki
komast hjá greiðslu
á stimpilgjöldum
- ekkert eftirlit með innheimtu bankanna af hálíu ríkissjóðs
Það gilda ekki sömu reglur um alla
skuldara þegar viðskiptabankarnir
innheimta stimpilgjald fyrir ríkis-
sjóð af lánveitingum sínum. Stærri
skuldarar hafa fengið að sleppa við
greiðslu á stimpilgjaldi. Það er gert
með því að veita lánin í öðru formi
en skuldabréfum. í lögum um auka-
tekjur ríkissjóðs er hins vegar skýrt
tekið fram að stimpilgjald skuli inn-
heimta af öllum lánveitingum. Sam-
kvæmt lögunum gildir einu hvert
formið er.
„Það er náttúrulega reynt að hafa
þetta löglegt en jafnframt þannig að
þetta sé sem ódýrast fyrir lántakend-
ur,“ segir Ingimar Þorkelsson, for-
stöðumaður hagdeildar Landsbanka
íslands.
Ekkert eftirlit
með innheimtunni
Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að á
þessu ári verði innheimtar meö
stimpilgöldum um 1.700 milljónir
króna er lítið eftirlit með því af hálfu
ríkissjóðs hvernig bankarnir standa
að þessari innheimtu. Þar til fyrir
tveimur árum .sá ríkisendurskoðun
um þetta eftirlit en það er nú í hönd-
um ríkisféhirðis.
„Þeir renna þessu í gegnum stimp-
ilvélar og það er lesið af þeim. Þeir
eiga að hafa reglurnar viö höndina
og eiga að vinna eftir þeim. Þeim er
treyst fyrir því. Eðh bankanna er
þannig að þeim er treyst. Starfsemi
þeirra byggist á því. Þeir hafa enga
hagsmuni aðra en gera þetta rétt,“
sagði Sigurður Þorkelsson ríkisfé-
hirðir.
Ríkisendurskoðun
gerði athugasemdir
Á árum áöur þegar ríkisendur-
skoðun sá um þetta eftirlit voru gerð-
ar stikkprufur reglulega. Samkvæmt
heimildum DV kom þá oft fyrir að
athugasemdir voru gerðar vegna
slælegrar innheimtu á stimpilgjöld-
um. Eftir að ríkisféhirðir tók við eft-
irlitinu hefur þessum stikkprufum
verið hætt.
Stimpilgjöld eru 0,25 prósent af
upphæð víxla en 1,5 prósent af
skuldabréfum. Auk þess á sam-
kvæmt lögunum að innheimta stimp-
Stærstu skuldarar hjá viðskiptabönkunum komast hjá því að greiða stimpil-
gjöld eins og aðrir viðskiptamenn bankanna eru krafðir um. Á myndinni
má sjá stimpilvél i Landsbankanum. DV-mynd KAE
ilgjöld af skjölum eða samningum
sem í eðh sínu eru skuldabréf.
Stærri fyrirtæki komast
hjá stimpilgjöldum
Þannig eru stimpilgjöld innheimt
af afuröalánasamningum en einung-
is einu sinni á ári. Sá sem tekur af-
urðalán, sem iöulegg eru til skemmri
tíma en tólf mánaða, kemst þannig
hjá að borga stimpilgjald af ahri
þeirri upphæð sem hann veltir í
gegnum samninginn. í stað þess
greiðir hann stimpilgjald einungis af
þeirri upphæð sem stendur á samn-
ingnum.
Samningar um rekstrarlán eru
einnig gerðir með svipuðum hætti
og afurðalánasamningar.
Auk þessa geta stærri fyrirtæki
tekið lán hjá viðskiptabönkunum án
þess að stimpilgjöld séu innheimt af
lánsupphæðinni. Þeir pappírar sem
tilgreina lánsupphæð og -skilyrði eru
þá einfaldlega ekki stimplaðir. Sam-
kvæmt heimildum DV kemst þannig
Sambandiö hjá þvi að greiða stimph-
gjöld af hluta af lánum sínum í
Landsbankanum.
-gse
Flateyri:
Verslanir nær iómar eftir ófærðina
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
Mjög mikillar óánægju gætir nú
meðal fólks á Flateyri með snjó-
mokstur á Breiðadalsheiði. Svo virð-
ist sem þeir hjá vegagerðinni haldi
sig nær eingöngu við þá daga sem
fyrirfram eru ákveðnir og moki ekki
aðra daga þó vel viðri.
Þeir heimamenn, sem DV ræddi
við, voru á einu máli um að þetta
ástand væri óviðunandi þar sem öll
aðföng, svo sem mjólk og matvara,
bærust um Breiðadalsheiöi og versl-
anir eru þar af leiðandi nánast tóm-
ar. Mjólkurvörur fást ekki nema
endrum og eins. 1. mars var Breiða-
dalsheiöin lokuð í glampandi sól-
skini og blíðviðri og hafði þá verið
lokuð í níu daga.
Kristinn Jón Jónsson, rekstrar-
stjóri vegagerðarinnar, sagði í sam-
tali við DV að það væri tækjakóstur
sem réði því að heiðin væri lokuð.
Annar tveggja snjóblásara vegagerð-
arinnar væri bilaður og hinn upptek-
inn inni í ísafjarðardjúpi. Kristinn
sagðist ekki reikna með að heiðin
yrði opnuð fyrr en um helgi í fyrsta
lagi. Það breyttist hins vegar í gær.
Þá var byrjað að ryðja heiðina. Hann
benti á að Djúpbáturinn væri vara-
skeifa til að sjá um flutninga milli
þessara staða.
En hvað sem því liður þá er það
undarleg tilfmning fyrir Flateyringa,
sem heyrðu þann boðskap frá sam-
göngumálaráðuneyti aö snjómokst-
ur skyldi nú aukinn til muna, að sitja
fastir milh heiða í blíðviðri.
Ekki eru allir óánægðir með snjóinn á Flateyri. Tveir strákar á stórum skafli.
DV-mynd Reynir