Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989.
Útlönd
Útför fórnariambs
Syrgjendur við kistu stúlkunnar sem lést i sprengjuárásinni i Soweto.
Hún er talin vera fómarlamb hneykslisins i kringum Mandela.
Símamynd Reuter
Unglingar sungu frelsissöngva og slagorö gegn stjórninni í gær við
útfor táningsstúlku sem varö fórnarlamb hneykslisins í kringum Winnie
Mandela.
Stúlkan lést í sprengjuárás á heimili hennar í Soweto í síðasta raánuði
og hafa iífverðir Mandela verið bendlaðir við árásina. Eigandi hússins,
sem stúlkan iést í, var kona sem talin var hafa verið viðriðin lát eins líf-
varða Mandela og rannsakar nú lögregian hvort um hefnd hafi verið að
ræða.
Lögreglan viðhafði ekki sömu ráðstafanir við útfórina í gær og annars
er venjan við póiitískar útfarir.
Ekki hugmynd Bush
Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu í Washington sagöi í gær að
Bush forseti hefði ekki átt hugmyndina að því aö bjóða frægum kín-
verskum embættismanni í kvöldveröarveislu í Peking áður en hann hélt
þaðan. Embættismaðurinn gaf í skyn að bandaríska sendiráðið í Peking
hefði átt hugmyndina. Þetta mátti lesa í New York Times í morgun.
Kínverska lögreglan kom í veg fyrir að andófsmaðurinn Fang fiæri í
veislu Bush og hefur þetta atvik sett blett á fór Bush til Asíu. Að sögn
embættismannsins, sem var með í fórinni, hafði veriö sendur gestalisti
frá sendiráðinu til Washington en nafni Fang hefði ekki verið flaggað
þannig að ætla hefði mátt að boðið gæti leitt til vandræði.
Haft er eftir embættismanni í bandaríska utanríkisráðuneytinu að kín-
verskum leiðtogum hefði veriö kunnugt um boöiö nokkrum dögum áöur
en Bush kom og borið fram kvartanir nokkrum sinnum. Bandarískir
embættismenn hefðu verið í vafa þar til seint á sunnudaginn um hvort
kínversku leiðtogarnir kæmu í veisluna. Þegar tiikynning barst um komu
þeirra hefðu Bandaríkjamennimir talið að nærvera Fangs hefði verið
samþykkt.
Heimili eyðilögd
Þessi Palestinumaður, sem rabbíínn er að heimsækja, missti fót í upp-
reisninni á herteknu svæöunum.
Simamynd Reuter
ísraelski herinn tilkynnti í gær að hermenn hefðu eyöilagt heimili sjö
Palestínumanna á vesturbakkanum sem grunaðir hefðu verið um að ráð-
ast á ísraelska bila og araba sem taldir voru hafa hjálpaö ísraelskum
yfirvöldum.
Á Gazasvæðinu hélt yfirmaður hersins þar fund með fúlltrúum palest-
ínskra kvenna og margítrekaði áætlunina um aö kalla heim einhvem
hluta hermannanna til að draga úr spennu á svæðinu. Einnig var konun-
um tilkynnt aö herinn myndi láta lausa mörg hundruð araba sem fangels-
aöir hefðu verið í uppreisninni.
TrehoH í frí
Yfirmaður hersins í Noregi hefur í bréfi til fangelsisstjómarinnar sagt
að Ame Treholt sé ekki lengur hættulegur öryggi landsins. Yfirmaöurinn
er þeirrar skoðunar að þess vegna sé óhætt aö lofa Treholt að fara í frí
á þessu ári.
Sex ár er liðin síðan Ame Treholt lauk námi i skóla hersins. Hann er
því ekki lengur talinn búa yfir upplýsingum sem geta skaðað norska rikið.
Bréfiö frá yfirmanni hersins var sent um mánaðamótin október - nóv-
ember í fyrra en fyrst nú hefur Treholt sjálfúm og Jögfræðingum hans
verið greint frá innihaldi þess.
Treholt er sagður mjög ánægður með afstöðu yfirmannsins.
NTB
Handtökur
í Kosovo
Embættismenn í Júgóslavíu sögðu
í gærkvöldi að búast mætti við fleiri
handtökum á albönskum leiðtogum
í Kosovohéraði. Meðal þeirra sem
handteknir voru í gær var fyrrum
formaður kommúnistaflokksins í
héraðinu, Azem Vlasi, sem verið hef-
ur geysilega vinsæll meðal albanska
þjóðarbrotsins. Líta Albanir á hann
sem eina leiðtoga sinn.
Vegna þrýstings frá-Serbum sagði
Vlasi af sér sem flokksformaður í
nóvember síðasliðnum og í kjölfar
afsagnar hans flykktust Albanir út á
götur og torg til að mótmæla. í febrú-
ar var Vlasi rekinn úr miðnefnd
flokksins og varð brottreksturinn til-
efni til verkfallsaðgerða af hálfu Al-
bana.
í upphafi ferfis síns gagnrýndi
Vlasi óeirðir Albana en þegar hann
varð flokksformaður 1986 sökuðu
Serbar hann um að vernda þá ékki
nægilega.
Þrátt fyrir handtökuna á Vlasi og
fleirum, sem sakaðir hafa verið um
að vera forsprakkar verkfallsmanna
í Kosovo, var þar allt með kyrrum
kjörum í gærkvöldi. Skýringar
manna á því hversu allt væri rólegt
þrátt fyrir handtökurnar voru þær
að almenningur væri hræddur. Her-
menn eru á veröi víðs vegar í hérað-
inu. Hins vegar spáðu menn mót-
mælaaðgerðum við háskólann.
Einnig var búist viö aö til tíðinda
drægi þann 15. mars þegar þingið í
Kosovo kemur saman til að undirrita
stjórnarskrárbreytingar í Serbíu
sem fela í sér að Kosovo missir sjálf-
stæði sitt að hluta til.
Vlasi var handtekinn ásamt Ekrem
Arifi, sem átt hefur sæti í stjórn-
málaráöinu, og tveimur yfirmönnum
í Trepca-sinknámunum þar sem var
allsherjarverkfall í síöustu viku.
Þetta eru fyrstu meiri háttar hreins-
animar síðan Tító lét framkvæma
Azem Vlasi, fyrrum formaóur kommúnistaflokksins í Kosovo, var meðal
þeirra sem handteknir voru í gær fyrir að efna til uppþota.
hreinsanir snemma á átiunda ára-
tugnum. Yfirvöld í Júgóslavíu sögðu
á miðvikudaginn að þau hefðu sann-
anir fyrir því að allsherjarverkfalliö
hefði veriö fyrsti hðurinn í áætlun
albanskra þjóðernissinna um vopn-
Simamynd Reuter
aða uppreisn. Stjórnmálaráðið í
Kosovo hefur hafnað afsögnum þeim
sem fylgdu í kjölfar verkfallsins.
Segja yfirvöld að embættismennirnir
hafi verið neyddir til að segja af sér.
Reuter
Samsæri gegn Najibullah
Upp komst um fyrirhugað valda-
rán gegn Najibullah, forseta Afgan-
istan, tveimur dögum áður en síð-
ustu sovésku hermennirnir héldu
frá landinu um miöjan síðasta
mánuö. Þetta er haft eftir skæru-
liöaforingja Mujahedin samtak-
anna. Sagði foringinn að rúmlega
fimm hundruö manns heföu verið
viðriönir samsærið.
Einnig er haft efdr skærúhðafor-
ingjanum að yfirvöld í Moskvu
hafi skiliö eftir tíu þúsund her-
menn, sem mæla persneska mál-
lýsku, th að aöstoöa stjóm Naji-
bullah í áframhaldandi baráttu
gegn Mujahedin.
Foringinn sagði að skæruhðar
ráögerðu ekki töku Kabúl með alls-
herjar árás sem gæti haft í fór með
sér að fjöldi óbreyttra borgara léti
lífið.
Reuter
Mótmæli við þingsetningu
Þegar þingsetning var í Vestur-
Berhn í gær efndu um tvö hundruð
manns til mótmælaaðgerða gegn
Lýðveldisflokknum sem er öfga-
flokkur th hægri. Flokkurinn komst
inn á þing í kosningunum 29. janúar.
Lögregla var kvödd á vettvang tO að
halda mannfiöldanum í skefjum en
enginn var handtekinn.
Saufján þingmenn græningja
gengu úr þingsal þegar leiðtogi
flokksins, Bernhard Andres, ávarp-
aði þingheim. Hrópuð voru slagorð
gegn nasistum á meðan á ræðu hans
stóö og Internasjónalinn, byltingar-
söngur sósíahsta, var einnig sung-
inn. Formaður Lýðveldisflokksins er
fyrrum foringi í SS-sveitum Hitlers.
Hann hefur neitaö því að flokkur
hans sé öfgaflokkur.
Á stefnuskrá flokksins er brott-
rekstur erlendra verkamanna úr V-
Berhn.
Reuter
Bernhard Andres, leiðtogi Lýðveldisflokksins, til vinstri, og Frank Degen
klappa við setningu þingsins i V-Berlín í gær. Flokkurinn, sem sagður er
vera nasistaflokkur, náði 11 þingsætum i kosningunum í janúar.
Simamynd Reuter