Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSJON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Allt úr böndunum Verðstöðvuninni er lokið og verðhækkanir dynja yfir, eins og við mátti búast. Verðstöðvanir eru aðeins gálga- frestur, tímabundin ráðstöfun sem aldrei hefur lukkast sem raunhæf efnahagsaðgerð nema til afar skamms tíma. Verðstöðvun er réttlætanleg ef stjórnvöld vilja ná áttum, vilja ná tökum á öðrum þáttum efnahagslífsins eða móta stefnu sína í millibilsástandi. En hún hefnir sín vegna þess að óhjákvæmilegar verðhækkanir safn- ast saman í pípunum, hlaðast upp og valda sprengingu, þá loks þegar stöðvuninni lýkur. Það sjáum við þessa dagana. Hvers konar þjónusta og vörusala hækkar og á eftir að hækka. Jafnvel þótt lítið eitt sé komið fram hefur framfærsluvísitalan hækk- að um 1,8% og verðbólgan er aftur komin á fullt skrið. Opinber fyrirtæki ganga á undan eins og áður. Hækkan- irnar eru mestar og stærstar hjá ríkisvaldinu sjálfu, bæði á undan og eftir verðstöðvun og ekki síst meðan á henni stóð. Afnotagjald Ríkisútvarpins hækkar um 28%, dagvist- un á barnaheimilum um 25% og strætisvagnafargjöld um sömu upphæð. Nauðsynjavörur eins og landbúnað- arafurðir og bensín eru líka á uppleið og er þess þó skemmst að minnast að bensín hækkaði rétt nýlega í miðri verðstöðvuninni. Mestu tíðindin eru samt þau að fiskverð hefur verið hækkað um rúm 9% og samfara þeirri hækkun er grip- ið til gengissigs, nú um 3% og meira síðar ef að líkum lætur. Gengissig þýðir auðvitað áframhaldandi hækkun á vöruverði, auk þess sem fiskverðshækkun felur í sér launahækkun til sjómanna. Allt þetta hlýtur að leiða til þess að verkalýðshreyfmgin sækir fastar á almenna launahækkun í landinu. Kaupmátturinn hefur rýrnað og fyrirheit hafa verið gefm um að halda sama kaup- mætti og um áramót. Verðhækkanir, hækkun fram- færsluvísitölu og launahækkun til sjómanna kallar á viðbrögð launþegasamtakanna, sem aftur bjóða nýrri skriðu heim. Boltinn veltur hraðar og hraðar og við erum aftur að komast í þann vítahring verðbólgu og vísitölu sem gerði alla efnahagsstjórn óviðráðanlega fyrir nokkrum árum. Því miður bendir flest til þess að núverandi ríkis- stjórn hafi lítinn sem engan hemil á atburðarásinni. Þegar verðhækkanir flæða yfir og verðbólgan tekur á rás er eins og ráðleysi og ringulreið taki völdin. Ekki bætir úr skák að þjóðin er kvíðin vegna atvinnuleysis og slæmrar stöðu atvinnufyrirtækja. Skattboginn er þaninn til hins ýtrasta og enn eru líkur á því að þrauta- lendingin verði ný erlend lán og þjóðarskuldin vex. Þetta er ekki glæsilegt ástand. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki afdráttarlausan meirihluta á þingi. Það er því undir hæhnn lagt hvort hún nær fram þeim efnahagsaðgerðum sem fyrir henni vaka ef þær eru þá einhverjar. Sú staðreynd skapar póhtíska óvissu í ofanálag og er ekki traustvekjandi fýrir þjóð sem þarf á styrkri stjórn að halda í þrenging- um sem þessum. Þegar haft er í huga að fráfarandi stjórn var htlu betri og engin samstaða um úrræði sem dugðu er skiljanlegt að almenn svartsýni ríki. Engum kemur á óvart þótt stíflan bresti eftir að verð- stöðvun lýkur. Hitt er verra ef framhaldið verður glund- roði og stjómleysi. Nú eru síðustu forvöð fyrir ríkis- stjórnina að sýna hvers hún er megnug. Að öðrum kosti gerir hún bæði sjálfri sér og þjóðinni mestan greiða með því að fara frá. Ellert B. Schram „Laun þingmanna eru frekar lág á bandariskan mælikvarða," segir m.a. í greininni. ríska þingsins. - Frá fulltrúadeild banda- we& Samtrygging og siðvæðing Eitt af því sem einkenndi stjórn Reagans í Bandaríkjunum var alls konar löglegt siöleysi sem reyndar var ekki allt löglegt. Undir hans forsæti komust embættismenn og stjómmálamenn upp með ýmiss konar framferði sem afskiptameiri forseti hefði ekki látið óátahð. Þetta varð að lokum stór þáttur í stjórn- málalífmu, svo stór að nú er bak- slagið komið og siðvæðing stendur fyrir dyrum. Einn af þeim sem þessi nýja hreinlífisstefna, eftir sukkið í tíö Reagans, bitnar á er John Tower landvamarráðherraefni en mál hans er aðeins angi af miklu stærra máli. Ástæðan fyrir því að slakt siðferði varð ekki áberandi í kosn- ingabaráttunni í fyrrahaust var einkum sú að demókratar og repú- blíkanar voru samsekir, hvorugur gat notað sér málið til að klekkja á hinum. Dæmi um vafasama hegð- un á æðstu stöðum var framferði Edwins Meese, dómsmálaráðherra Reagans, sem alla sína embættistíð lá undir ámæli fyrir að hygla fjár- sterkum aðilum í viðskiptalífinu með því að útvega þeim viðskipta- sambönd, en aldrei varð óyggjandi sannað að hann hefði beinlínis hagnast á því. Samt varð Meese að lokum að segja af sér. Annaö dæmi er það siöleysi sem í því felst að áhrifamenn hins opin- bera gangi í þjónustu þeirra aðila sem þeir höfðu yfir að segja í emb- ætti og noti síðan sín sambönd úr starfi í þágu sinna nýju vinnuveit- enda. Það er til dæmis algengt að háttsettir embættismenn vamar- málaráðuneytisins gerist starfs- menn vopnaframleiðenda fyrir margfóld laun og noti kerfið, sem þeir þaulþekkja, þeim til fram- dráttar. Annað dæmi er framferði Michaels Deavers, fyrrum næst- æösta manns skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu, sem var einn mesti áhrifamaður í Washington á fyrra kjörtímabili Reagans, einkum vegna persónulegra sambanda sinna við forsetahjónin. Deaver lét af þessu starfi 1985 og gerðist sölu- maður sambanda sinna og sér- þekkingar á kerfmu. Hann hagnað- ist gríðarlega í fyrstu, en gekk of langt og var að lokum saksóttur fyrir íjármálamisferli og dæmdur fyrir meinsæri, en þær sakir voru aðeins yfirskin, ástæöan fyrir mál- sókninni var sú að blygðunarleysi hans í því aö selja aðgang að tengsl- um sínum við Hvíta húsið gekk fram af mönnum. Það var ekki ólöglegt í sjálfu sér og því voru fundnar aðrar sakir til að koma honum á kné. Tower og þingið Þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa upp til hópa aldrei verið þekktir fyrir meinlætalifnað eða óhóflega strangar siðferöiskröfur til sjálfra sín. Margir þeirra hafa notfært sér aðstöðu sína til hins ýtrasta til að auðgast eöa hygla skjólstæðingum sínum og hafa gert KjáUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður frá ómuna tíð. En skinhelgi hefur aldrei skort. Laun þingmanna eru nú frekar lág á bandarískan mæli- kvarða, aðeins um 90 þúsund doll- arar á ári, sem er innan við helm- ingur þess sem fyrrum forstjóri Iceland Seafood í Bandaríkjunum hefur sagt að séu ekki há laun. í Bandaríkjunum gildir sú regla að engir starfsmenn alríkisstjórnar- innar mega hafa hærri laun en þingmenn, með nokkrum undan- tekningum, svo sem hæstaréttar- dómarar og örfáir aðrir. Þessi til- tölulega lágu laun hafa fælt marga hæfa menn frá störfum í stjórnsýsl- unni, sem meðal annars kemur fram í þvi að flestir þeirra ráðherra sem forsetar fá til starfa lækka mikið í launum og verða að borga með sér. Þingmenn hafa drýgt tekj- ur sínar með ýmsum vafasömum aðferðum ' sem opinberir starfs- menn mega ekki nota. Vinsælasta aöferðin er að taka stórfé fyrir aö halda ræður. Ræðuþóknunin er aðeins dulbúin launauppbót. Jim Wright, núverandi forseti fulltrúa- deildarinnar, liggur nú undir ámæli fyrir mál af þessu tagi. Einn stuðningsmanna hans lét búa til bók með ræðum hans og greiddi stórfé fyrir útgáfuréttinn, en eng- um sögum fer af því að nokkur hafi keypt bókina. Meö þessu er farið í kringum lögin um að þing- menn megi ekki þiggja fé beint frá stuðningsmönnum. Fjöldi þingmanna, sem lætur af þingmennsku, fer til starfa hjá fyr- irtækjum sem þeir hafa gætt hags- muna fyrir á þingi, og þeir halda síðan áfram að nýta sér samböndin í Washington í þeirra þágu. Mörkin milli hagsmuna eru ekki alltaf skýr, og í raun eru tekjur flestra þingmanna miklu hærri en um 90 þúsund dollarar. John Tower, sem var áöur einn allra mesti áhrifa- maður í öldungadeildinni sem for- maður hermálanefndarinnar, hef- ur síðan 1986 selt sérþekkingu sína LTV vopnaframleiðslufyrirtækinu fyrir 760 þúsund dollara. Tower hefur, sem fyrrum einn af samn- ingamönnum Bandaríkjanna í SALT viðræðunum, meira að selja en flestir. Samt er þetta óþægileg áminning fyrir fyrrum félaga hans í öldungadeildinni núna, mál Tow- ers núna gæti spillt atvinnumögu- leikum þeirra sjálfra síðar. Siðvæðingin og brennivínið Eftir að Bush tók við skipaði hann sérstakan mann til að hafa eftirlit með siðferðislegum áhta- málum. En ekki tókst þá betur til en svo að siðgæðisvörðurinn sjálf- ur reyndist hafa þegið laun úr við- skiptaheiminum meðan hann var á launum hjá ríkinu, og missti við það allt álit. Þingmenn ætluðu aö taka sig á og banna allar aukatekjur með því að hækka laun sín, og þar með opinberra starfsmanna í sama launaflokki, um rúmlega 50 pró- sent. En þegar til kom brast kjark- urinn, þeir þorðu ekki annað vegna andstöðu kjósenda en feha launa- hækkunina, enda hefði hún þýtt stórtap fyrir marga sem ekki mættu þá fá neinar aukatekjur. Nú eru öldungadeildarþingmenn að rembast við að hneykslast á Tower fyrir brennivínsdrykkju. Þar eru þeir á hálum ís, margir frægir öld- ungadeildar- og fulltrúadehdar- þingmenn hafa verið annálaðir brennivínsberserkir, aht frá McCarthy til Carl Alberts. En það er auðveldara að setja sig í siðferðisstelhngar út af brennivíni en hagsmunaárekstrum, það geng- ur betur í kjósendur og er áhættu- minna en rekistefna út af duldum launagreiöslum. Trúlega tekst þeim með þessu að útiloka John Tower, úr því sem komið er mundi dómgreind hans í embætti land- varnaráðherra verða vantreyst, og hann yröi Bush forseta beinlínis fjötur um fót. Jafnframt gæti skin- helg afstaða þeirra gagnvart Tower komið þeirri hugmynd inn hjá, kjósendum aö þingmenn séu hinir grandvörustu menn og nú skuli af alvöru snúið við blaðinu og það slyðruorð, sem fór af stjómsýsl- unni í valdatíð Reagans, af henni rekið í eitt skipti fyrir öll. „Þingmenn hafa drýgt tekjur sínar með ýmsum vafasömum aðferðum sem op- inberir starfsmenn mega ekki nota. Vinsælasta aðferðin er að taka stórfé fyrir að halda ræður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.