Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Page 24
32 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989. Sviðsljós írskir rælar og tregafullir söngvar í bland hjá Dubliners i fjórða sinn á ís- landi. Barney McKenna, John Sheahan og Ronnie Drew hafa leikið saman og sungið í rúm 25 ár. Fjær á myndinni eru Sean Cannon og Eamon Camp- bell en hann er hér á landi í fyrsta sinn. aufúsugestir og er þetta í íjórða sinn sem þeir koma hingað til lands. Hljómsveitin, sem hóf sinn feril fyrir rúmum 25 árum á ölkrá í Dublin, hefur hins vegar aldrei fyrr leikið fynr ölglaða íslendinga. Á opnunarkvöldinu á miðvikudag var fullt hús aðdáenda sem biöu óþreyjufullir eftir innkomu hljóm- sveitarinnar. Gestirnir hituðu sig upp með gð syngja glefsur úr vinsæl- um lögum og öðru hveiju heyrðist hátt kveðið. Þegar hljómsveitin gekk inn komst heldur betur hreyfing á mannskapinn, menn reru sér og kiöppuðu í takt. írarnir íluttu helstu lögin eins og Irish Rover, Rose of Allendale og Now Im Easy. Stemmn- ingin magnaðist í salnum og þegar leið á kvöldið var landinn farinn að dansa írska ræla og syngja með, jafn- vel þegar takturinn hjá banjóleikar- anum Bamey McKenna var orðinn ofsahraður. Sumir héldu því fram að íslendingar væru örugglega af írsk- um ættum, annað væri óhugsandi. Dagskráin stóð yíir á þriðja tíma og eftir kröftugt uppklapp luku þeir henni með laginu Goodnight Irene. í kvöld verða síðustu tónleikar Dubliners að þessu sinni í Ölveri. Þeir sem telja sig hafa misst af ímn- um geta huggað sig við að þeir eru ekki að leggja upp laupana og munu örugglega koma aftur í íslenskt öl- teiti. Banjóleikarinn Barney McKenna leikur af list á hljóðfæri sitt og hefur einnig gaman af að syngja einsöng með sinni hrjúfu rödd. írsk ölteiti í tilefni af bjórdegi kom írska þjóð- ' lagahljómsveitin The Dubliners til íslands aö samfagna bjóráhuga- mönnum í Ölveri. írarnir eru miklir Gestirnir í Glæsibæ reru sér og klöppuðu í takt við írsku tónlistina. Krárnar fylltust af gestum í hádeginu strax eftir að bjórbannið féll úr gildi og runnu ófáir öllitrar niður um þyrstar kverkar. Þessir þrír; Haraldur Blöndal og Barði Friðriksson hæstaréttarlögmenn og Atli Freyr Guðmundsson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, léku á als oddi á Fógetanum og skáluðu fyrir Ijósmyndarann. Stemningin var skemmtiieg og voru sagðar ófáar sögur yfir ölkrúsunum. DV-mynd GVA Símon Sigurjónsson: Símon Sigurjónsson framreiðslumaður, sem öll sín starfsár hingað til hefur afgreitt eitthvað sterkara en öl ofan í gesti sína, klippir þarna á borða á ölkrönum Ölvers í Glæsibæ. , DV-mynd GVA „Ég er mjög sáttur við að skenkja öh í glösin hjá gestum mínum eftir öll þessi ár í sterkari drykkjum. Það er afskaplega gaman að sjá hvaö fólk- ið er þægilega glatt. Það verður bara að passa sig á að þamba ekki of mik- ið,“ sagði Símon Sigurjónsson fram- reiðslumaður, sem lengst af hefur verið þekktur sem Símon í Naustinu, í samtali við DV. Símon klippti á borða á ölkrönum Ölvers í Glæsibæ seinnipartinn á bórdaginn 1. mars. Þar með hófst nýr kafli á löngum starfsferli hans sem framreiðslumanns þar sem sterkari drykkir hafa haft yfirhöndina - þangað til í fyrradag. „Ég er mjög ánægður með þennan dag og öhð svo framarlega sem þjóð- in kann að meta það.“ -hlh Bjarni Marteinsson, eigandi Ölkjallarans, t.v., og Guðborg Kristjánsdóttir, kona hans, skála við Magnús L. Sveinsson, forseta borgarstjórnar, við opnun ölkjallarans á hádegi B-dagsins. Þar var mikill fjöldi boðsgesta mættur og virtist ölið renna Ijúflega niður í mannskapinn. DV-mynd GVA „Skál,“ sögðu þessir hressu menn úr hurða-, glugga- og rammaiðnaðinum sem sátu á Hard Rock Café og dreyptu á öli eftir matinn. Þeir hittast reglu- lega í hádeginu og voru mjög hressir með tilkomu ölsins. DV-mynd GVA Á annað hundrað manns biðu við dyrnar þegar áfengisútsalan i Kringl- unni opnaði klukkan tiu á bjórdaginn, 1. mars. Lá stöðugur straumur við- skiptavina i bjórhugleiðingum inn i verslunina allan daginn. Þessir ungu menn biðu í einni biðraðanna þegar DV var á staðnum laust eftir hádegi í fyrradag. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.