Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Side 5
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989.
5
Fréttir
Bændur æfir út af uUarmati:
Meirihluti ullarinnar fer í
verðlausan úrgangsflokk
- meðferð ullar mjög ábótavant, segja þvottastöðvamar
„Það(er alveg furðulegt hvað gæð-
um ullar frá bændum hefur hrakað
eftir að Álafoss náði einokunarað-
stöðu á ullarmarkaðnum. Árið 1987
fóru um 16% ullarinnar hjá mér í
úrgangsflokk en nú bregður svo við
að á síðasta ári fara um 60% í þennan
flokk,“ sagði Garðar Olgeirsson,
bóndi á Hellishólum í Hrunamanna-
hreppi.
Garðar segir að mörgum bóndan-
um hafi brugðið í brún þegar þeir sáu
yfirht yfir uilarinnlegg fyrir 1988.
Sagði Garðar að mjög hefði brugðið
til verri vegar í gæðamálum, eftir því
sem innieggsnótur segja, frá því árið
áður. Sagðist hann ekki vera í nokkr-
um vafa um að það mætti rekja til
nýja ullarrisans, Álafoss. Sem kunn-
ugt er runnu Álafoss og Iðnaðardeild
Sambandsins saman á síðasta ári og
telja bændur nú hag sínum ver kom-
ið.
Á fundi bænda fyrir stuttu var
samþykkt að mótmæla þessu breytta
mati. Hafa bændur jafnvel rætt sín á
milli um að það borgi sig fyrir þá að
reyna að flytja ullina út.
Ákaflega lágt verð fæst fyrir ull
sem fer í úrgangsflokk eða flóka.
Verð fyrir þá ull er aðeins 5 krónur
á kg þannig að það er varla að það
borgi sig fyrir bændur að hirða hana.
Þessi ull er flutt úr landi því innlend
ullarfyritæki treysta sér ekki til að
vinna hana.
Mun harðara mat nú
Hjá Jóhanni Sigurðssyni, í ullar-
þvottastöð Álafoss í Hveragerði, kom
fram að þeir hafa fengið miklar
kvartanir frá bændum yfir matinu
nú. Jóhann játaði að matið væri mun
strangara en áður hefði verið. Taldi
hann að það væru sérstaklega þeir
bændur sem versluðu við gamla Ála-
foss sem' kvörtuðu yfir því.
Jóhann sagði að lélegt ástand ullar-
innar væri ekki endilega bændum
að kenna en augljóst væri að það
þyrfti að taka upp breytt vinnubrögð
við meðferð ullar. Taldi hann að
nauðsynlegt væri fyrir bændur að
rýja á haustin og vorin því sumar-
rúning skilaði mjög lélegri ull.
„Ég tel nú að spurningin sé frekar
hvort ullarmatið megi ekki vera en
harðara því stefnan er að borga vel
fyrir góða ull en lítið sem ekkert fyr-
ir aðra,“ sagði Jóhann.
Lítið verðmæti í ullinni.
Gert er ráð fyrir að grundvallar-
búið skili um 777 kg af ull en þá er
miðað við 400 ær. Verðmæti ullar frá
þessu grundvallarbúi er þó ekki
nema um 134.000 krónur. Er þá gert
ráð fyrir að 48 kg fari í úrvalsflokk.
Flestir bændur hafa mun færri ær
og því verðmæti innlegs þeirra því
langt fyrir innan 100.000 krónur.
Hefur verið bent á að það stuðh að
kæruleysislegri meðferð á ullinni
sem hafi hvort eð er lítið vægi í heild-
arinnkomu bóndans.
Á aðalfundi Búvörudeildar Sam-
bandsins fyrir 1989 hélt forstjóri Ála-
foss hf„ Jón Sigurðarson, ræðu þar
sem hann lagöi sérstaka áherslu á
bætta ullarhirðu. Sagði hann mikla
nauðsyn á að bæta ullarmatið en sí-
fellt lélegri ull hefði borist til ullar-
þvottastöðvarinnar.
-SMJ
Séra Ólafur Skúlason, nýkjörinn biskup:
Mikill léttleiki
og mikil ábyrgð
- fékk 56% atkvæða í fyrstu umferð
„Úrshtunum fylgir mikih léttleiki
en um leið mikil ábyrgð. Ég er ákaf-
lega þakklátur fyrir þann mikla
stuðningsvilja sem kom fram í úrslit-
um kjörsins og vona að menn snúi
nú bökum saman tíl að vinna fyrir
íslensku kirkjuna," sagði séra Ólafur
Skúlason, nýkjörinn biskup yfir ís-
landi, í samtali við DV.
Ólafur var að undirbúa samkomu
fyrir velunnara sína í Bústaðakirkju
og hafði haft í mörgu að snú-
ast.
- Kom þér á óvart að fá hreinan
meirihluta atkvæða?
„Við vissum að það var möguleiki
á meirihluta en vorum ekki viss. Það
eru ekki nema 161 á kjörskrá og því
vissum við um hug mjög margra. Það
gleður mig einna mest í sambandi
við stuðning þann sem ég fékk
hversu eindreginn hann var þar sem
ég hef starfað, meðal prófasta og
presta, og leikmanna í Reykjavík.
Þetta er sá hópur sem ég hef haft
mest samskipti við.“
Meirihluti í fyrstu umferð
Séra Ólafur Skúlason fékk 89 at-
kvæði eða um 56 prósent atkvæða.
Aðrir sem fengu atkvæði voru
Heimir Steinsson, sóknarprestur á
Þingvöllum, sem fékk 31 atkvæði,
Sigurður Sigurðarson, sóknarprest-
ur á Selfossi, sem fékk 20 atkvæði
og Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur á
Landspítalanum, sem fékk 11 at-
kvæði.
Árni Bergur Sigurbjörnsson, sókn-
arprestur í Ásprestakalli og sonur
Sigurbjörns Einarssonar, fyrrver-
andi biskups, fékk 2 atkvæði og bróð-
ir hans, Einar Sigurbjörnsson guð-
fræðiprófessor, eitt atkvæði. Sigurð-
ur Guðmundsson vígslubiskup og
Þórhallur Höskuldsson, sóknar-
prestur á Akureyri, fengu eitt at-
kvæðihvor. Auðirseðlarvoru3. -hlh
Biskupinn yfir Islandi, Pétur Sigurgeirsson, óskar séra Olafi Skúlasyni til hamingju með sigurinn í biskupskjörinu
í gær. DV-mynd GVA
Skoðaðu Renault bðana um helgina.
Þeir eru á tflboðsuerði.
RENAULT
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL.10—17
OG SUNNUDAG FRÁ KL.1S—17.
Achugið breyttan opnunarcíma á laugardögum.
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633
Um helgina sýnum við Renault
bíla af árgerð 1988 og
1989, sem nú eru Fáanlegir á
tilboðsverði.
Við bjóðum hagstæð
greiðslukjör á þessum bilum,
auk þess sem við tökum
notaða bíla í góðu ástandi upp
í nýja.
Það er einfalt mál að semja
við okkur!