Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989. UÚönd Kyrrð í Kosovo Hermenn og lögreglumenn eru enn í viðbragðsstöðu í Kosovo þó að allt virðist nú vera þar með kyrrum kjörum. Fréttabann rikir að hluta tíl og ekki er vitað fyrir víst hversu margir hafa látíð lifið í átökunum milii óeiröalögreglu og Albana. Yfirvöld skýrðu frá því á þriðju- daginn að tuttugu og þrir hefðu látið lífið en dagblöð í Júgóslavíu hafa skýrt frá að því aö fjöldi faU- inna sé tuttugu og níu. Þar af hafi allir nema tveir veriö Albanir sem mótmæltu skertu sjálfstæði Kosovohéraðs. Aðrir segja þó að tala látinna geti veriö miklu hærri. í Kosovo hefur fréttamönnum verið meinuð innganga í suma bæi og þurfa þeir leyfi til að ferðast utan höfuðborgar héraðsins, Prist- inu, sem er um 220 kílómetra fyrir sunnan Belgrad. Reuter Móðir aibanska lögreglumanns- ins, sem skotinn var til bana í óeiröunum í Kosovo, við úttör son- arins. Simamynd Reuter Byssur innkallaðar Lögreglumennimir, sem rannsaka morðið á Olof Palme, fyrrum forsæt- isráðherra Svíþjóðar, vilja fá að skjóta úr öllum byssum af geröinni Magnum 357 sem leyfi er fyrir i Stokkhólmsléni. Með rannsókn á vopnun- um vonast þeir til að geta fúndið morðvopnið. í næstu viku gerir lögreglan ^áö fyrir að senda út boð tíl allra þeirra er hafa leyfi fyrir slíkum byssum í léninu en þeir eru um fjögur hundr- uð. Verða þeir beðnir um að afhenda lögreglunni byssurnar til aö hún geti skotið úr þeim til reynslu. Kanna á hvort samband finnist á milli kúlnanna sem fúndust við moröstaöinn og einhverrar af byssunum. Það að morðvopnið skuli ekki vera fundið er einn af veiku hlekkjunum í morörannsókninni. tt Þingmaður handtekinn Turgut Özal, forsætisráðherra Tyrklands, vottar aðstandendum hins myrta þingmanns samúö sina. Sfmamynd Reuter Þingmaður úr stjómarflokknum í Tyrklandi var í vörslu lögreglunnar í gær eftir að þingmaður úr stjómarandstöðunni var skotinn tíl bana í þinghúsinu í Ankara á miðvikudaginn. Þar hefúr ríkt mikil spenna eftir að flokkur forsætísráðherrans tapaði í bæjar- og sveitarstjómarkosning- unum á sunnudaginn. Þingmaðurinn, sem er í haldi, afhenti byssu sína eftír skotárásina og óttast lögreglan nú að hann geti orðið fyrir árás. Fréttir hafa borist af því að ættingjar og vinir hins myrta séu í sex langferöabifreiðum á leiö- inni til höfuðborgarinnar Ankara tíl að sækja líkið. Haft er eftir nokkrum ættingjanna aö þeir hyggi á hefndir. Báðir umræddir þingmenn koma fá Siirt héraði sem er nálægt írösku landamærunum þar sem aðskilnaðar- sinnar Kúrda hafa látiö til sín taka undanfarin fimm ár. Özal forsætisráðherra hefur neitað að verða við beiðninni um að segja af sér og boða almennar kosningar eftir ósigxninn á sunnudaginn. Reutcr Bretar gagnrýndir Hreyfingar gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku hafa harölega gagnrýnt breska sendiráðið í Pretoríu sem neitaöi að aöstoöa sex blökkumenn sem leitað höfðu skjóls þar. Sexmenningamir, sem allir eru fyrrverandi samviskufangar, fóra frá sendiráðinu í gær eftir að hafa dvalið þar i sólarhring. Kváöu þeir sendi- ráösstarfsmenn hafa neitaö þeim um mat, vatn og teppi. Einnig hefði þeim veriö meinaöur aðgangur aö snyrtiherbergjum. Leiðtogar mannréttindahreyfmga sökuöu sendiráðsstarfsmenn um aö hafa kallað á lögregiu til að fá aöstoö við að fjarlægja sexmenningana. Reuter Nasisti til yfirheyrslu Josef Eckert, fyrrum SS-vörður við útrýmingabúöimar í Ausch- witz, kom tíl Austurríkis i gær þar sem hann verður yfirheyröur um gerðir sínar í seinni heimsstyrjöld- inni. Talsmaður austurríska utan- ríkisráðuneytísins sagði í gær að yfirvöld myndu síðar taka ákvörð- un um hvort Eckert verður ákærð- ur. Austurrísk yfirvöld samþykktu að taka við honum í desember eftír aö honum hafði verið vísað frá Bandaríkjunum. Þar komst upp að hann haföi haldið störfúm sínum í Auschwitz leyndum fyrir innflyij- endaeftírlitinu við komuna tíl Bandaríkjanna 1956. Reuter Fréttamenn umkringdu fyrrum naslstann Josef Eckert við komuna tll Austurríkis. Simamynd Reuter Lögreglumenn vakta inngang mosk- unnar í Briissel þar sem tveir æðstu leiðtogar múhameðstrúarmanna í Belgíu voru myrtir á miðvikudag. Símamynd Reuter Almenna skoðunin hjá bæði lög- reglu, stjórnmálamönnum og meiri- hluta múhameðstrúarmanna er hins vegar sú að ofstækismenn hafi staðið fyrir morðunum vegna hófsamra ummæla Abdullah al-Ahdals um breska rithöfundinn Salman Rush- die og bók hans, Söngvar Satans. Það var innihald þeirrar bókar sem varö til þess aö Khomeini erkiklerk- ur kvað upp „dauðadóm" yfir Rush- die fyrir guðlast og skipaði múha- meðstrúarmönnum um allan heim Abdullah al-Ahdal, leiðtogi múhameðstrúarmanna í Belgiu, var skotinn til bana ásamt aðstoðarmanni sínum í stærstu mosku landsins á miðvikudag. Símamynd Reuter að búa sig undir að framfylgja dóm- inum. Skammt er síðan Abdullah al- Ahdal kom fram í sjónvarpi og lýsti því yfir að hann teldi morðhótun Khomeinis ranga. í kjölfar þess sjónvarpsþáttar fékk Ahdal morðhótanir en neitaði að þiggja aukna lögregluvernd vegna þeirra. Síðast fékk Ahdal morðhótun nokkrum klukkustundum fyrir morðið. Enginn átti hins vegar von á að morðingjarnir myndu birtast inni í hinni heilögu mosku. Ekkja Ahdals og móðir bamanna hans sex kom í moskuna skömmu eftír að líkin fundust og ógnaði nær- stöddum með skammbyssu. Lögregl- an yfirbugaði hana snarlega. Talsmaður belgísku lögreglunnar sagði í gær að svo virtíst sem tveir menn hefðu staðið að morðunum og að margt benti til þess að mennirnir tveir, sem myrtir voru, hefðu þekkt morðingja sína. Ritzau Óttast kjölfar Morðið á tveimur leiðtogum múha- meðstrúarmanna í stærstu mosk- unni í Belgíu á miðvikudag hefur valdið óróa meðal stjórnmálamanna í landinu og einnig meðal hins stóra hóps múhameðstrúarmanna í landinu. Óttast menn áframhaldandi blóðsúthellingar og kynþáttaóeirðir. Nokkrir arabar, sem hafa skýlt sér á bak við nafnleynd, hafa haft sam- band við fjölmiðla og gefið í skyn að moröin hefðu verið til þess ætluð að vekja óróa meðal múhameðstrúar- manna í Brússel sem stundum telja sig ofsótta af kynþáttahatri meðal Belgíumanna. óróa í morða Gorbatsjov varar við matarskorti Gorbatsjov Sovétleiðtogi viður- kenndi í gær að úrslit kosninganna síðastliðinn sunnudag sýndu að kjós- endur væru óþolinmóðir vegná þess hve umbætur gengju hægt fyrir sig. Varaði hann við því að skortur á matvælum í verslunum gæti ógnað umbótaáætlun sinni. „Matarvandamálið er grandvallar- vandi hjá okkur sem stendur," var haft eftír Gorbatsjov í Prövdu, mál- gagni Kommúnistaflokksins, í morg- un. „Ef við leysum þennan vanda mun það verða stórkostlegur sigur, ekki einungis fyrir efnahaginn heldur einnig á sviði stjórnmála og félags- mála,“ sagði hann á fundi með rit- stjórum. Pravda sagði að Gorbatsjov hefði hvatt til stuðnings við umbætur í landbúnaði sem samþykktar vora á sérstökum fundi miöstjómar flokks- ins fyrr í þessum mánuöi. „Ef okkur mistekst að leysa þenn- an vanda þá getur verið að perestro- ika eyðileggist og að alvarlegur órói grípi um sig í þjóðfélaginu,“ sagði hann. Reuter Mannfall á herteknu svæðunum Þrír Palestínumenn biöu bana í átökum sem bratust út milli ísrael- skra hermanna og Palestínumanna á herteknu svæðunum í gær. Að minnsta kostí þrjátíu og þrír slösuö- ust. Átökin bratust út þegar Palest- ínumenn minntust land-dagsins. Land-dagurinn er haldinn í tilefni þess að þennan sama dag árið 1976 drápu ísraelskir leyniþjónustumenn sex araba þegar arabar mótmæltu eignarnámi ísraela á landi araba í ísrael. Átökin í gær gera Bandarikjáferð Yitzhaks Shamirs í næstu viku enn erfiðari en gert hafði verið ráð fyrir. „Ef þetta skapar visst vandamál varðandi almenningsálit þá það,“ sagði háttsettur ísraelskur embætt- ismaður í gær. Hann bætti við: „Breytir þetta myndinni? Alls ekki. Við stöndum frammi fyrir erfiðu vandamáli og það virðist ekki sem lausn sé í sjónmáli." Embættismaðurinn sagði að þessi nýjasta ofbeldisalda á herteknu svæðunum hlyti að gera Shamir erf- iðara fyrir við að skýra og réttlæta stefnu ísraela á herteknu svæðunum fyrir Bush forseta og stjórn hans. Bandaríkjastjórn hefur farið þess á leit við ísraelsmenn að þeir geri ráð- stafanir sem auðveldi viðræður fyrir heimsókn hans í næstu viku. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars stungið upp á því að ísraelskir her- menn verði fluttír frá þéttbýliskjörn- um á svæðunum, Palestínumenn verði leystír úr haldi eða að skattar á ibúum herteknu svæðanna verði lækkaðir. Embættismaöurinn sagði að Sham- ir, sem hefur lofað að leggja fram friðaráætlun í Washington, gæti elcki tekið afstöðu tíl þessara hugmynda Bandaríkjastjórnar fyrr en eftir að ísraelsk hemaðaryfirvöld væru búin að legj a mat á þær. Reuter Palestínskur piltur með hulið andlit og fána í annarri hendi og grjót í hinni. Félagi hans hafði skömmu áður verið skotinn til bana. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.