Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
Fréttir
Stúdentsefhi Menntaskólans á Laugarvatni:
Verða að hætta við
útskriftarferðina
- fjársöfhun í allan vetur til einskis, segir Jóhannes Sveinbjömsson
„Viö pöntuðum þessa útskriftar-
ferð til Thailands snemma í vetur og
borguðum 5 þúsund krónur á mann
inn á hana. Nú er hins vegar komið
aö því að við verðum að greiða ferð-
ina og erum komin í eindaga. Við
verðum að hrökkva eða stökkva. Það
er ljóst að kennaraverkfallið veldur
því að prófunum lýkur síðar en áætl-
að var og við verðum að hætta við
ferðina," sagði Jóhannes Svein-
björnsson en hann er stúdentsefni
frá Menntaskólanum á Laugarvatni.
Hann sagði að stúdentsefnin hefðu
safnað í ferðasjóð í allan vetur. Þau
ráku sjoppuna á staðnum og síðan
fóru þau hina frægu gönguferð til
Reykjavíkur, keyrandi hjólbörur
með ýmsum vörum frá Lýsi hf. Fyrir
það fengu þau ákveðna fjárupphæð.
Jóhannes var spurður hvort hóp-
urinn gæti ekki fariö eitthvað annað
þegar prófum lyki. Hann sagði að það
væri ekki hægt þar sem margir
krakkanna væru búnir að fá loforð
fyrir vinnu í sumar og hefðu ekki
efni á að sleppa henni. Þaö eina sem
þeim dytti nú í hug væri að fresta
ferðinni fram á næsta vor.
Hann sagði að auk þess aö missa
af feröinni, sem búið var að skipu-
leggja, væru margir nemendur orðn-
ir uggandi um aö missa þá atvinnu
sem þeir hefðu loforð fyrir. Ef prófm
drægjust fram á sumar væri alveg
ljóst að þeir héldu ekki vinnunni.
Þetta væri mikið rætt í hópnum og
margir óttuðust að kennaraverkfall-
ið yrði til þess að þeir fengju ekki
vinnu í sumar.
Af 36 stúdentsefnum Menntaskól-
ans á Laugarvatni ætluðu 29 að fara
útskriftarferðina.
-S.dór
Akureyri:
Lausn kom-
in í „Síðu-
skóladeiluM
Gyifi Kri3tján3son, DV, Aknreyri:
Nemendur í Síöuskóla á Akur-
eyri munu geta lokið grúnnskóla-
námi sínu í þeim skóla en þurfa
ekki að flyljast í Glerárskóla þrjá
síöustu veturna í því námi eins
og bæjarstjórn hafði áður ákveð-
ið.
Mál þetta hefur veriö talsvert
hitamál og ra.a. lét Foreldrafélag
Síðuskóla þaö til sín taka.
Bæjarstjórn Akureyrar iiefur
nú samþykkt tillögu þess efnis
að þar til annaö verði ákveöiö
Ijúki nemendur í Síðuskóla
grunnskólanámi þar og má túlka
þessa niðurstöðu sem sigur fyrir
Foreldrafélag Síðuskóla og aðra
þá sera hafa barist gegn fyrri
ákvörðun bæjaryfirvalda þess
efnis aö nemendur í Síðuskóla
flyfjist í Glerárskóla þegar þeir
koma í 7. bekk.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhendir Jóni Ingvarssyni, stjórnarformanni Sölumióstöóvarinnar, útfiut-
flutningsverólaun forseta íslands. Verðlaunin voru steinlistaverk eftir Gest Þorgrímsson myndhöggvara.
DV-mynd GVA
Sölumiðstöðin fékk
Söngvar satans gefnir út á íslensku í haust:
Mikil leynd
yfir þýðingunni
Hin umdeilda bók Salmans Rush-
die, The Satanic Verse, eða Söngvar
satans eins og hún hefur verið kölluð
á íslensku, mun koma út í íslenskri
þýðingu í haust. Samkvæmt heimild-
um DV er það Mál og menning sem
ætlar að gefa bókina út og vinna nú
tveir menn við að þýöa hana.
Halldór Guðmundsson, útgáfu-
stjóri hjá Máli og menningu, sagði
að þessi mál væru ekki á hreinu eins
og stæði og því vildi hann ekkert tjá
sig um þau.
Bókin er um 550 blaðsíður á stærð
og á erfiðu máli en Rushdie skrifaði
hana á ensku. Þýðingin er því mjög
tímafrek og erfið. Samkvæmt heim-
ildum DV er Sverrir Hólmarsson
kennari annar þeirra sem vinna að
þýðingunni en hann sagðist í samtali
við DV ekkert ætla að segja um þetta
mál. -SMJ
Eldur í Kringlunni 4
Slökkviliðið var kvatt að Kringl-
unni 4 um ellefuleytið á miðviku-
dagskvöld. Var mikill reykur og log-
aði í allri efstu hæð hússins sem er
hálfkláruð. Voru tveir reykkafarar
strax sendir inn með vatn og einnig
sprautað utan frá. Vegna margra
kyrrstæðra bíla viö húsið tókst ekki
aö nýta ranabíl slökkviliðsins sem
skyldi í upphafi slökkvistarfs. Lét
lögregla draga fjölmarga bíla frá hús-
inu. Slökkviliðsmenn voru fijótir að
ráða við eldinn og var slökkvistarfi
lokið eftir hálfan annan tíma.
Nær engar skemmdir urðu annars
staðar í húsinu en eitthvað af vatni
lak milli hæða. Var það strax sogað
upp.
Rétt fyrir klukkan þijú um nóttina
kom aftur upp eldur á sama stað en
greiðlega gekk að slökkva í það
skipti. Var lífseigum glæðum kennt
um. Síðast í morgun fór slökkvilið
aftur í Kringluna til að ganga úr
skugga um að eldurinn væri örugg-
lega slökktur.
Ekki er enn vitað um eldsupptök
en íkveikja er einn möguleika sem
rannsakaöur er af rannsóknarlög-
reglu. -hlh
forsetaverðlaunin
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hlaut útflutningsverðlaun forseta ís-
lands en þau voru veitt í fyrsta sinn
í gær, sumardaginn fyrsta, við hátíð-
lega athöfn á Bessastöðum. Verð-
launin eru veitt í viðurkenningar-
skyni fyrir markvert framlag til efl-
ingar útflutningsverslunar Islend-
inga.
Það sem helst réði úrslitum, að
mati dómnefndarinnar um að Sölu-
miöstöðin fékk verölaunin, er braut-
ryðjendastarf dótturfyrirtækisins,
Icelandi Freezing Plants í Grimsby,
við framleiðslu og sölu tilbúinna
frystra sjávarrétta fyrir Japans-
markað og einnig fryst fiskflök í
neytendaumbúðum sem eru fullunn-
in á íslandi og seld til Bandaríkj-
anna, Vestur-Þýskalands og Frakk-
lands. -JGH
Ljubojevic vann
Pótui li. PótursBon, DV, Barcelona:
Jóhann Hjartarsson varö í 14-15
sæti í heimsblkarmótinu 1 skák
sem lauk í Barcelona á Spáni í
gær. Júgóslavinn Ljubojevic bar
sígur úr býtum en hann og Ka-
sparov skildu jafhir er síðustu
umferð heimsbikarmótsins I skák
lauk f gærkvöldi. Þá var hvor
þeirra kominn með ellefu vinninga.
Skákimar í sauljándu og síðustu
umferð heimsbikarmótsins fóru
annars á þá lund aö allir skildu
jafnir neraa Kasparov og Spassky.
Sá fyrmefndi vann eftir langt og
strangt tafl. Þar meö komst Ka-
sparov eins nálægt takmarki sínu
og bann gat, þ.e. hann er jafn sigur-
vegaranum aö vinningum.
Ljubojevic er mun hærri í heims-
bikarstigum. Aö auki er einn vinn-
ínga Kasparov gegn Illescas en sá
telst trauðla með. Ljubojevic hefúr
jafntefli gegn Ellescas sér til frá-
dráttar.
Salov kemur næstur en hann var
kominn með tíu vinninga er yfir
lauk. Kortsnoj fylgir þar á eftir.
Aðrar skákir í þessari siöustu
umferð voru átakalítil jafntefii.
Greinilegt er að skákmennimir eru
orðnir þreyttir eftir látlausa tafl-
mennsku og vildu Ijúka taflí sem
fyrst. í dag tekur svo ný tegund
tafimennsku við en þá mun Johan
Crayff, þjálfari fótboltaliðs Barcel-
ona, taka stórmeistara og blaöa-
menn í tíma.
Slökkvilió að störfum vió Kringluna 4 siöasta vetrardag. Eins og sést log-
aöi glatt í þakinu og er allt talið ónýtt á efstu hæóinni. DV-mynd S
Frávísunarkröfur í Hafskips- og Utvegsbankamálinu:
Það eru margir bankar í útlöndum
- sagöi Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaöur
„Það er ákært fyrir skjalafals.
Samt era engin skjöl nefnd til og
ekki hver gerði hvaö. Það er nefndur
erlendur banki en ekki hvaða banka
er átt við. Það eru margir bankar í
útlöndum. Það er erfitt að verjast
þessari ákæra vegna þess hversu
ónákvæm hún er,“ sagði Jón Steinar
Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaö-
ur og verjandi Helga Magnússonar
fyrrverandi endurskoöanda Haf-
skips, viö munnlegan málfutning
vegna frávísunarkrafna í Hafskips-
og Utvegsbankamálinu í Sakadómi
Reykjavíkur á miðvikudagsmorgun.
Allir verjendumir gerðu sömu
kröfur. Þeir kröfðust þess að máhnu
yröi vísað frá Sakadómi - annað
hvort málinu öllu eða þætti þeirra
skjólstæöinga.
Páll A. Pálsson, hæstaréttarlög-
maður og fulltrúi sérstaks saksókn-
ara, andmælti kröfum verjendanna
og sagöi þær ekki eiga við rök aö
styðjast. Urskurðar eða dóms er að
væntaámánudagsmorgun. -sme