Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
Utlönd
ísraelar fordæmdir
málamiðlunartillögu íslendinga hafnað
Yasser Arafat heilsar Perez de Quellar, aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna, í Genf í gær. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær
ísrael vegna stefnu þeirra gegn Palestínumönnum á herteknu svæðun-
um. Málamiðlunartillögu íslendinga var hafnað. Símamynd Reuter
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna fordæmdi í gær stefnu og að-
gerðir ísraelsmanna á herteknu
svæðunum og fór fram á það við
öryggisráöið að það íhugaði að-
gerðir til að vemda palestínska
borgara á svæðunum.
Tillaga um þetta var samþykkt
með 129 atkvæðum gegn 2, Banda-
ríkjanna og ísraels. Eitt ríki sat
hjá.
Tillagan var mjög harðorð og
orðalag ákveðið. íslenska sendi-
nefndin lagði fram málamiðlunar-
tillögu um að í ályktunina yrði
bætt ákalh til allra aöila á svæðinu
um að forðast öh oíheldisverk sem
kynnu að skaða tilraunir til að ná
fram varanlegri lausn með frið-
samlegum hætti. íslenska tihagan
var felld í atkvæðagreiðslu. Það
voru Saudi-Arabar sem lögðu til
að íslenska tihagan yrði felld. At-
kvæði fóru þannig að 95 voru and-
vígir íslensku tillögunni, 23 hlynnt-
ir og 10 sátu hjá.
íslendingar greiddu síðan at-
kvæði með fordæmingu á ísrael er
gengið var til atkvæða um ályktun-
ina harðorðu.
Bandarískur foringi myrtur
Talið er að skæruliðar kommún-
ista hafi skotið til bana bandarísk-
an ofursta í Manila snemma í
morgun, að sögn talsmanns filipp-
seyskra stjómvalda.
James Rowe ofursti var í banda-
rískri sendinefnd sem aðstoðar
stjórnvöld á Filippseyjum í baráttu
þeirra gegn skæruhðum kommún-
ista.
Manuel Oxales, aðstoðarstjórn-
andi herstjórnarinnar í Manila,
sagði fréttamönnum að taliö væri
að morðsveit kommúnista hefði
setið fyrir Rowe er hann var á leið
til vinnu í morgun.
Enginn hefur lýst ábyrgð á hend-
ur sér vegna morðsins en árásin
kemur í kjölfar hótana kommún-
ista um að þeir muni ráðast á
bandarísk skotmörk á Fihppseyj-
um.
Lögreglan segir að morðingjarnir
hafi skotið á bifreið Rowes með
sjálfvirkum vopnum á gatnamót-
um rétt við höfuðstöövar banda-
rísku sendinefndarinnar. Rowe var
úrskurðaður látinn við komuna á
sjúkrahús.
Byssurnar, sem morðingjarnir
notuðu, voru af geröinni M-16 eða
M-14 og er þess vegna talið fuhvíst
að ekki hafi verið um venjulega
glæpamenn að ræða, enda erfitt að
finna ástæðu fyrir morðinu hjá
öðrum en kommúnistum.
Reuter
Öryggisvörður við höfuðstöðvar bandarísku hernaðarsendinefndarinnar
í Manila biður Ijósmyndara um að taka ekki myndir af bifreiðinni sem
James Rowe ofursti var myrtur í er hann var á leið til vinnu í morgun.
Simamynd Reuter
APRIL-
HEFTIÐ
KOMIÐ
*
A
ALLA
BLAÐSÖLU-
STAÐI
Áskriftarsíminn er
27022
4. HEFTI - 48. ÁR - APRÍL 1989 - VERÐ KR. 265,-
Skop.......................... 2
Takmörkun vígbúnaðar:
Sovéskur skrípaleikur......... 5
Kaupið ekki hj á j úðum.......13
Einstæðir foreldrar geta
líka átt góða daga............20
Eldhvirfill...................32
„Hvers vegna mín börn?“.......38
Hugsun í orðum................46
Vísindi fyrir almenning:
Fyrstu Ameríkanarnir..........48
Ráðgátan um mannabeinin......54
Barnagaman...................58
Ástmögur Parísarborgar.......62
Völundarhús..................67
Viðskiptahömlur á Suður-Afríku:
Miskunnarverk eða hermdarverk ...68
Þáttur um Stefán aumingja....78
Sannleikurinn um kalkið......87
Nálastunguaðgerð -
lækning á skalla.............93
Krosstölugáta................96
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu,
ræddi við Jóhannes Pál II páfa í
páfagarði í gær.
Sfmamynd Reuter
Lech Walesa, leiðtogi hinna
óháðu verkalýössamtaka Sam-
stöðu í Póllandi, mun funda með
ráðamönnum og kaupsýslu-
mönnum á ítahu í dag. Walesa
mun ræða við forsætisráðherra
ítalíu, Ciríaco de Mita, og Fran-
cesco Cossiga forseta auk ann-
arra. Fréttaskýrendur búast við
að Walesa muni fara fram á
stuöning við efnahag Póhands en
verðbólga þar í landi fer hækk-
andi auk þess sem erlendar
skuldir þjóðarinnar nema nú 38
milljörðum dollara.
Walesa átti í gær fund með hin-
um pólskættaða páfa, Jóhannes
Pál II, sem Walesa kvað bjarg-
vætt Samstööu. Samtökin voru
lögleidd í þessari viku eftir sjö ára
lögbaim og mimu í fyrsta sinn
bjóða fram til þingkosninga sem
haldnar verða á næstunni.
Hussein Jórdaníukonungur,
sem er í opinberri heimsókn í
Bandaríkjunum, veitti í gær
stuðning sinn við hugmyndir um
kosningar á herteknu svæðunum
í ísrael. Kosningar eru ekki endir
í sjálfu sér heldur leið til að leysa
vandaim, sagði Hussein í saratali
við blaðamenn að loknum frmdi
sinum og James Baker, utanrík-
isráðherra Bandarikjanna.
Aö sögn háttsettra embætt-
ismanna í Jórdan er stuðningm-
Husseins ekki við ákveðnar til-
lögur, s.s. nýjar tillögur Yitzaks
Shamir, forsætisráðherra ísraels,
heldur hugmyndina um kosning-
ar á herteknu svæðunum. Kon-
ungurinn lagði áherslu á að þaö
væri Palestínumanna, með milli-
göngu PLO, Frelsissamtaka Pa-
lestínu, en ekki hans að hafna eða
samþykkja hugmyndina um
kosningar.
Mótmæla áfram
Eldri kínverjar halda ffestir ró
sinni á meðan námsmenn fara í
fjöldagöngur til að kretjast auk-
ins lýöræðis. Simainynd Reuter
Kínverskir námsmenn héldu
mótmælum sínum áfram í morg-
un þrátt fyrir harðorðar áminn-
ingar kínverskra yfirvalda.
Námsmennirnir söfhuöust sam-
an í þúsundatali og hétu þvi aö
láta ekki af mótmælum sínum og
kröfúm um aukið lýöræði.
Yftrvöld ásökuöu námsmenn
um að notfæra sér dauöa Hu Yao-
bang, fyrrum leiðtoga kínverska
kommúnistaflokksins, 1 pólitísku
skyni. Námsmennirnir fjöl-
menntu til höfuðstöðva komrn-
únistaflokksins og kröföust þess
að fá að ræða við leiðtoga hans.
Þeir fara fram á úrbætur í þjóð-
félagsmálum og aukið lýðræöi.
Yfirvöld tilkynntu aö raiðbæ
Peking yrði lokað á laugardags-
morgun á meöan jaröarfór Hu
færi fram og yrðu námsmenn
sem bæru pólitísk spjöld hindraö-
iríaökomanálægt. Reuter