Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Vandi nemenda
Mönnum hefur orðið tíðrætt um verkfaU háskóla-
manna sem von er. Sérstaklega beinist þó athyglin að
kennurunum enda hefur verkfaU þeirra víðtækustu
áhrifin þegar skólastarfið lamast á viðkvæmasta tíma.
Ekki verður sagt að kennaraverkfalhð hafi samúð eða
mikinn skilning út á við og einnig hér í leiðara hefur
spjótunum verið beint að kennurunum og þeim ekki
vandaðar kveðjurnar.
Þó var sá fyrirvari hafður á og er enn hafður að ekki
er efast um að kennarar séu vanhaldnir í launum. Störf
þeirra verða heldur ekki ofmetin, enda eru þeir með
fjöregg þjóðarinnar í höndunum, sjálfa æskuna og fram-
tíðina. Það er ekki vegna fjandskapar við kennarastétt-
ina sem verkfahið er gagnrýnt og það er sjálfsagt ekki
af illvilja sem ráðherrar og samningamenn ríkisins vísa
kröfum háskólamanna á bug.
Gagnrýnin og andstaðan gegn þessari kjaradeilu
stafar af því að erfitt reynist að hækka laun eða kjör
háskólamanna langt umfram þær prósentur sem opin-
berir starfsmenn hafa samið um. Og það er eins og að
skvetta oUu á eld að faUast á kröfurnar, í ljósi þeirrar
erfiðu stöðu sem atvinnuvegirnir búa við um þessar
mundir. Þegar aUt er á hverfanda hveli í þjóðfélaginu
getur engin stétt hagað sér eins og hún sé ein í heimin-
um. Það eru þessar póhtísku og Qárhagslegu staðreynd-
ir sem menn verða að horfast í augu við. Það verður
að meta þessa kjaradeUu 1 samhengi við aðstæðurnar í
þjóðfélaginu öUu.
En hvað sem sjálfheldunni Uður og hversu aumlega
sem kennarar bera sig í kjarabaráttunni þá hafa færri
minnst á þá sem gjalda mest fyrir verkfalUð, nemend-
uma sjálfa. Menn ræða um vanda skólanna við að fresta
prófum eða framkvæma þau, menn ræða um skUning
eða skUningsleysi gagnvart launakjörum kennara og
annarra háskólamanna. En hvað um krakkana sem bíða
í óvissu um prófm og skólashtin? Hver verður staða
þeirra ef þeir geta ekki sótt um inngöngu í framhalds-
skóla með prófskírteini upp á vasann? Eða þurfa að
bíða með stúdentspróf fram á sumar? Sumir hafa ráðið
sig í vinnu í vor, aðrir hyggja á utanferðir eða undirbún-
ing fyrir háskólanám. AUt er þetta í lausu lofti og skap-
ar hugsanlega tekjutap, bæði fyrir nemendur og heimih.
Er þá ekki minnst á þá upplausn og agaleysi sem því
er samfara að verða fómarlamb í kjaradeUu óskyldra
aðUa. VerkfóUin beinast nefnUega ekki að viðsemjanda
háskólamanna nema að takmörkuðu leyti. Það er þriðji
aðiU sem verður fyrir barðinu á vinnustöðvuninni, í
þessu tUfelU bömin og nemendurnir. Það hefur ekki góð
uppeldisáhrif, það vekur ekki traust á samfélaginu og
framtíðinni aö verða leiksoppur sundurlyndis og átaka
í stéttarstríði, þar sem fullorðna fóUdð gefur tóninn með
óbUgimi eða skætingi hvert í annars garð.
Unga fóUdð er þjóðfélagsþegnar, rétt eins og við, hin-
ir fuUorðnu. Ungt fólk er hins vegar viðkvæmara fyrir
aUri röskun en þeir sem eldri em og muna tímana
tvenna. Það skUur ekki endurtekin verkfóU og ringul-
reið í skólastarfinu. Það setur mark sitt á hvern ungl-
ing, hefur áhrif á menntun og aga þegar próf em feUd
niður og upplausn er ríkjandi frá emurn vetri til ann-
ars. GUdir þá einu hvomm megin rétturinn og sanngirn-
in Uggja.
Þetta em afleiðingar, sem ábyrgir aðUar skyldu hug-
leiða. Það er of seint að byrgja bmnninn þegar barnið
er dottið ofan í hann. EUert B. Schram
Látlausar bardagafréttir frá Líb-
anon skyggja á það sem undir býr.
Fáir gera sér lengur grein fyrir um
hvað borgarastríðið snýst. Bardag-
amir síðustu sex vikur eru á vissan
hátt afturhvarf til upphafsins árið
1975. Nú eru það meginfylkingarn-
ar tvær sem beijast eftir margra
ára átök hinna ýmsu fylkinga mú-
slíma innbyrðis.
Á sama tíma hefur komið í ljós
betur en oftast áður að Sýrlending-
ar hafa örlög Líbanons í hendi sér.
Upphaflð er að rekja til ársins 1920
þegar Frakkar, sem hertóku ásamt
Bretum lendur Tyrkjasoldáns í
fyrri heimsstyijöldinni, skildu Líb-
anon frá Sýrlandi og gerðu það síð-
an að sjálfstæðu, fullvalda ríki árið
1943.
Við stofnun ríkisins var gerð þjóð-
arsátt um skiptingu valdsins milli
helstu fylkinga sem þar bjuggu
og það var þessi þjóðarsátt sem
leystist upp 1975 enda voru þá for-
sendur hennar löngu úreltar. Þá
komu Sýrlendingar aftur til sög-
unnar og tókst að halda stríðinu
niðri í nokkur ár eftir 1976 og hafa
síðan verið sterkasta aflið í Líban-
on.
Hafez Assad forseti Sýrlands. - „.. .hefur öll tromp á hendi hver sem
örlög Líbanons verða...“ segir I greininni.
Refskák
í rústunum
Nú eru þeir orðnir beinir aðilar
að stríðinu enda hafa Sýrlendingar
aldrei sætt sig við að missa yfirráð
yfir Líbanon 1920.
Assad og þjóðarsáttin
Þjóðarsáttin 1943 var um að
kristnir menn, sem þá voru í meiri-
hluta, fengju meirihiutavöld en
drúsar og múshmar fengu ákveðin
réttindi. Marónítar, sem eru forn-
kristinn söfnuður, hafa alla tiö ver-
ið forréttindahópur í Líbanon og
hafa haldið öllum öðrum hópum
niðri og reyna það enn.
Það var gegn ofríki maróníta,
sem þá voru orðnir í minnihluta,
sem múslímar ásamt drúsum
gerðu uppreisn 1975 og fyrst í stað
var borgarastríðið valdabarátta
milh þessara aðila. Þegar marónít-
ar voru að tapa stríöinu 1976 leitaði
Suleiman Fransíje, þáverandi for-
seti, til Assads Sýrlandsforseta um
aðstoð. Assad sendi 50 þúsund
manna herlið og marónítum var
bjargað.
Þeir gengu á lagiö og reyndu að
ganga milli bols og höfuðs á mús-
hmum en Palestínuarabar og Sýr-
lendingar skárust þá í leikinn og
börðu maróníta niöur. Síðan sner-
ust Sýrlendingar gegn Palestínu-
mönnum 1982 og hjálpuðu ísra-
elska innrásarhemum að reka þá
frá Beirút í útlegö í Túnis þar sem
aðalstöðvar PLO em nú.
Sýrlendingar hafa alla tíð síðan
séð til þess að engin hinna stríð-
andi fylkinga yröi of sterk heldur
hafa látið þær draga mátt hver úr
aimarri og hafa sjálfir eflst eftir því
sem sundrungin eykst. Assad tókst
að hemja tvær meginfylkingar shía-
múslíma, Amal og Hisbolla, eftir að
þær voru aö þrotum komnar eftir
innbyrðis bardaga. Assad er snih-
ingur í slíkri refskák.
Hann er kvæntur inn í sömu fjöl-
skyldu og Najib Berri, leiðtogi
Amal, og hefur ítök í Amal. His-
bolla lýtur andlegri leiösögn Khó-
meinis ajatolla í íran en Sýrlend-
ingar voru einu bandamenn írana
í stríðinu við írak og Assad á hauk
í homi þar sem Khómeini er.
Eina fylkingin, sem Sýrlendingar
hafa ekkert tak á, er drúsar en þeir
fara jafnan sínar eigin leiöir undir
forystu Jumblattættarinnar, enda
hvorki múshmar né kristnir held-
ur em þeirra trúarbrögð og lífs-
hættir sér á parti. Drúsar hafa jafn-
an fariö sínar eigin leiðir og barist
í öllum fylkingum en hafa frá 1975
verið bandamenn sunni-múshma
en fjandmenn Sýrlendinga þótt
þeir beijist nú með þeim á móti
kristnum.
KjaHarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
undir sýrlensk yfirráð á ný.
Nú eru það kristnir sem berjast
gegn sameinuðum heijum mús-
hma, drúsa og Sýrlendinga. Það
eru Sýrlendingar sem leggja til
þungahergögn og því ekki að undra
að heimkynni kristinna í austur-
hluta Beirút séu illa leikin. Sýr-
lenski herinn er einn sá ahra öflug-
asti í Miðausturlöndum.
Saddam Hussein
og Assad
En í þessari lotu eru ný viðhorf
í stríðinu. Kristnir hafa fengið nýja
og öfluga bandamenn. Þeir hafa
lengi átt stuðhing israelsmanna en
nú er Persaflóastríðinu lokið og
aldagamall fjandskapur íraka og
Sýrlendinga hefur blossað upp á
ný. Saddam Hussein íraksforseti
„Þessi nýjasta bardagahviða í Líbanon
er því sjálfstæðisbarátta kristna minni-
hlutans gegn ásælni Sýrlendinga frek-
ar en valdabarátta við múslíma.“
Aoun, Gemayel
og Al-Hoss
Þrátt fyrir aht hefur formleg
stjóm verið í Líbanon allt þar til í
september í fyrrahaust að kjör-
tímabh Amíns Gemayel forseta
rann út. Þingið kýs forsetann en
þar sem engar þingkosningar hafa
verið síðan 1973 og fjöldi þing-
manna látinn síðan þá var ekki
nægur meirihluti á þingi til aö
kjósa nýjan forseta sem á að vera
kristinn samkvæmt þjóðarsáttinni.
Gemayel skipaði þá Aoun hers-
höfðingja bráðabirgöaforseta en
engir nema kristnir tóku mark á
því. Múslímar hta svo á að Sehm
Al-Hoss, sem var síðasti forsætis-
ráðherra Gemayels og sunni-
múslím samkvæmt þjóöarsáttinni,
sé leiötogi landsins. - Þar með var
kominn upp hreinn klofningur
milh kristinna og múslíma og tveir
þjóðarleiðtogar.
Aoun hershöföingi ríkishersins
hefur að vísu færri hermenn en
flestir einkaherirnir hafa á að skipa
en margir einkaherimir styðja
hann, þar á meðal her Gemayels
sem er stærsti einkaher kristinna
ásamt heijum Fransíje- og Chamo-
un-ættanna. Það er Aoun sem á
upptökin aö þessari nýjustu lotu í
borgarastríðinu. Yfirlýstur thgang-
ur hans er nú að reka sýrlenska
herinn frá Líbanon og koma í veg
fyrir að Líbanon komist endanlega
hugsar Assad þegjandi þörfma fyr-
ir að hafa stutt íran í stríðinu og
ein leiðin th að koma höggi á Assad
er að veikja stöðu hans í Líbanon.
Kristnir menn fá nú hergögn að
vhd frá írak og í Saddam Hussein
eiga þeir bakhjarl sem um munar.
Það kann að vera skýringin á þeirri
fifldirfsku að leggja til atlögu við
sjálfan sýrlenska herinn. Kristnir
segja, hklega með réttu, aö Assad
stefni að því að gera Líbanon að
sýrlensku leppríki. Þessi nýjasta
bardagahviða í Libanon er því
sjálfstæðisbarátta kristna minni-
hlutans gegn ásælni Sýrlendinga
frekar en valdabarátta við mús-
hma.
Þessi nýju viðhorf eru líka ástæð-
an fyrir vaxandi áhyggjum utanað-
komandi ríkja, einkum Frakka, af
þróun mála. Frakkar vhja nú beita
sér fyrir alþjóðlegum aðgerðum th
að stöðva stríðið, jafnvel meö form-
legri skiptingu Líbanons, th aö
koma í veg fyrir að landið aht kom-
ist endanlega undir sýrlensk yfir-
ráö. Það voru Frakkar sem stofn-
uöu Líbanonsríki út úr Sýrlandi
og þeim rennur blóöið th skyldunn-
ar. En það er Assad sem hefur öll
tromp á hendi. Hver sem örlög Líb-
anons verða verða það Sýrlending-
ar framar öhum öörum sem ráða
þeim.
Gunnar Eyþórsson