Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
13
Lesendur
Harmleikurinn í Sheffield
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Hinn 15. apríl áttu sér stað at-
burðir í Shefiield á Englandi er seint
munu líða mönnum úr minni. Taiið
er að eitt hundrað og átta manns
hafi farist umræddan eftirmiðdag.
Milljónir manna sáu atvikið gerast
gegnum sjónvarpstækin sín heima í
stofu.
Á meðan sötrað var úr kaffibollan-
um horfðum við á tugi og aftur tugi
manna deyja drottni sínum. Og það
á knattspymukappleik - hugsið ykk-
ur! Fólk, sem settist fyrir framan
skjáinn fil að fylgjast með Liverpool
og Nottingham Forest eigast við í
skemmtilegum leik, fékk í staðinn
hryllingsmynd, án blekkinga og
tæknibrellna.
Öll atburðarásin er mjög á reiki.
Mönnum ber ekki almennilega sam-
an um hvað þama raunverulega
gerðist, enda skammur tími hðinn
frá verknaðinum. Þó virðist Ijóst að
ekki er hægt að kenna áhangendum
hðanna um að þeir hafi hjólað saman
eins og svo oft áður hefur gerst við
shk tækifæri (sbr. á leikvangi í Belg-
íu fyrir fáeinum árum þar sem fór-
ust á fjórða tug manna vegna skríls-
láta).
Ég er þeirrar eindregnu skoðunar
að núna standi enski fótboltinn á
nyög ákveðnum tímamótum. Að nú
verði ekki lengur hjá því komist að
taka á málunum. Staðreyndin er að
Hringið í síma 27022
miUi kl. 10 og 12
eða skrifið
Þingmannahjáleiga á Borginni?
Aumt hlutskipti
Haraldur Guðnason skrifar:
Nú mun vera að fæöast tillaga á
„hinu háa alþingi“ um kaup á Hót-
el Borg handa þinginu. Þetta er
vont mál. í tugi ára hefur Hótel
Borg meö vissum hætti verið annaö
heimili fjölda landsbyggðarfólks
meöan dvahð var í Reykjavík um
lengri eða skemmri tíma.
Margur myndi segja að nóg væri
af hótelum í henni Reykjavík en
ekkert þeirra getur komið í staö
Hótel Borgar. Það er aumt hlut-
skipti að búa þar til þingmannahjá-
leigu.
Jóhannes Jósefsson reisti Hótel
Borg af stórhug. Fáir stjómmála-
menn studdu það framtak nema
Jónas frá Hriflu. Og fyrir bragðið
gat Alþingi boðið gestum sínum
erlendum sómasamlega gistingu.
Það væri iht verk aö hólfa þetta
hús sundur í þingmannakontóra.
Þingmönnum hefur fjölgaö úr
hófi og allir þurfa þeir kontór.
Væri nær að fækka þessum kontó-
ristum ura þriöjung, eins og sumir
gamlir þingskörtmgar leggja til, i
stað þess aö stækka báknið.
knattspymuleikir hafa í of mörgum
tílfehum breyst í sorgarleiki og sú
spuming hlýtur því að vakna hjá
öhu vel þenkjandi fólki hvort fót-
boltinn sé þess virði að fóma fyrir
hann hundmðum mannslífa. - Ég
segi nei.
Hið grátlega við máhð aUt er ein-
mitt sá sannleikur að fjöldinn aUur
af þessu Uði kemur ekki á leikvang-
inn tíl að njóta þess að glápa á fagur-
lega skorað mörk, miklu ffemur tíl
að lenda í UldeUum og hasar.
Kannski eingöngu þess vegna og vit-
andi sem er pð þeir muni ekki þekkj-
ast í þvögunni þótt aUt fari á annan
endann. Þetta er hðið sem búið er
að eyðUeggja enska fótboltann, að
mínu mati.
Á þessu máh sé ég ekki nema eina
lausn og hún er að stöðva beri fót-
boltakappleiki í fimm ár hið minnsta.
Raunar er ég afar vantrúaður á að
undir sjónarmið mitt veröi tekið.
Einfaldlega af þeim ástæðum aö á
meðan hægt er að græða á svona
íþróttakeppni er við þann svarta
sjálfan í iðrum jarðar að glíma - því
miður.
O
I
Það verður enginn
LOTTO-milli án þess
að vera með!
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
Við óskum þeim
100 íslendingum sem hafa
unnið milljón króna eða meira í Lottóinu
hjartanlega til hamingju. Hundraðasti millj-
ónamæringurinn var einstæð móðir í Bol-
ungarvík, Guðmunda Sævarsdóttir. Því horfa
hún og dætur hennar, Hrund og Brynja Ruth
Karlsdætur, brosmildar mót nýju sumri.
Þú gætir orðið sá næsti, en ...