Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
HoMay Inn:
Þarf 440
milljónir til að
bjóða betur
Allt bendir nú til að Iðnaðarbank-
inn og Glitnir kaupi Holiday Inn hót-
elið. Tilboð þeirra er hærra en tilboð
frá Trausthous Fort hótelkeðjunni.
Iðnaðarbankinn og Glitnir bjóðast til
að greiða allar veðskuldir sem eru
fyrir framan þeirra eigin og að sjálf-
sögðu sínar eigin veðskuldir. Til að
bjóða betur en þessir tveir aðilar
þarf aö bjóða um 440 milljónir í hótel-
ið. Til viðbótar hafa þeir nefnt hugs-
anleg kaup á lausafjármunum hót-
elsins og ætti söluverð þeirra að fara
upp í hluta af almennum kröfum.
Heildarskuldir Holiday Inn eru um
625 milljónir. Ghtnir á milh 60 og 70
milljónir á hótehnu og Iðnaðarbank-
inn um 30 milljónir. Aht bendir nú
til þess að veðkröfur fáist greiddar
og hluti almennra krafna. Það skýr-
ist á allra næstu dögum hvort af
kaupum Iðnaðarbankans og Ghtnis
á hótelinu verður. -sme
Danska skipið:
Viðræður við
Pólverja
„Samningaviðræöur við Pólveij-
ana standa yfir og ekki víst að þeim
ljúki fyrr en eftir helgina. Pólverjun-
um hst þokkalega á skipið og við
erum vongóðir um að eitthvað verði
eftir til skiptanna þegar upp er stað-
ið,“ sagði Finnbogi Kjeld, forstjóri
Saltsölunnar, við DV.
Pólveijarnir sem um ræðir eru
fuhtrúar pólskrar skipasmíðastöðv-
ar sem vonir standa til að fram-
kvæmi fullnaðarviðgerð á danska
skipinu Mariane Danielsen. Finn-
bogi er annar aðalmannanna á bak
við björgun danska skipsins úr fjör-
unni viö Grindavík. Fyrirtækið
Lyngholt sf. keyptískipið á 7 þúsund
íslenskar krónur og fékk Finnboga
til liðs við sig við björgunina.
Finnbogi segir að nú sé unnið að
endurbótum á viögerðunum sem
gerðar voru á strandstaö en draga
verði skipið til Póhands. Munu um
90 milljónir fást fyrir skip eins og
þetta á skipamarkaðinum í dag.
-hlh
Ökufantur eHur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
Lögreglan á Akureyri lenti í nótt í
eltíngaleik við ökumann, en bíh hans
mældist upphaflega á 112 km hraða
á Hörgárbraut þar sem ^leyfilegur
hraði er 50 km. Ókumaöurinn náðist
í Hríseyjargötu.
LOKI
Fær brunaliðið bónus ef
það slekkur þorsta líka?
Ekki samræmd nraf
EiWIVI Odl IIV 11 lli |#l Ul
heldur skólapróf
skólastjórum í
„Það er auðvitað á hreinu að
samræmd próf verða ekki lögð fyr-
ir nemendur í vor. Það geta ektó
kallast samræmd próf nema þau
séu lögð fyrir alla nemendur í öll-
um skólum. Um það getur ektó orð-
ið að ræða nú. Skólastjórum verður
það hins vegar í sjálfsvald sett
hvort þeir Ieggja próf fyrir í vor eða
ektó og það verður aldrei um annað
en skólapróf að ræða,“ sagði Svav-
ar Gestsson menntamálaráðherra
í morgun. Hann mun gefa út yfir-
lýsingu um þetta mál síðar í dag.
Þvi hefúr verið haldið fram að lög
um samræmdu prófin og inngöngu
í framhaldsskóla stangist á. Svavar
sagði að búið væri að fara gaum-
gæfilega yfir lögin og þetta væri
ektó rétt. Hann sagði að jaíhvel
þótt aðeins yrði um skólapróf að
ræða og jafnvel aö nemendur tækju
ektó próf í ákveðnum fógum, hefti
það þá ektó í að komast í fram-
haldsskóla næsta haust.
Svavar sagðist vera í viöræðum
við kennarasamtökin um þessi mál
því uppi væri ágreiningur.
„Ég óttast hins vegar ekki að það
verði ekki viðunandi lending í
þessu máli. Það er hins vegar ahtaf
hætta á að misstólningur komi upp
þegar spenna er í loftinu, en við
munum ná saman," sagði Svavar
Gestsson.
S.dór
Samkvæmt dagatalinu er sumarið komið og fögnuðu ungir og gamlir sumarkomunni í gær á hefðbundinn hátt
með skrúðgöngum. Veðrið fer ekki eftir dagatalinu og enn sem komið er þykir vissara að búa sig vel áður en farið
er út. DV-mynd GVA
Veðrið næsta sólarhring:
Kalt fyrir
norðan
Kalt verður á Norðurlandi í dag
en öhu hlýrra sunnanlands. Sól
ættí að sjást viða á landinu. Það
er helst á Norðausturlandi sem
sóhn verður alveg huhn skýjum.
Skil eru nú sunnarlega á landinu
og færast þau rólega suður eftir.
Voðurspúr DV eru uliki
w / bygaðar ú tipplysingum
trá Voðurstofu íslonds.
"I bœr oru fongnar orlendls
S j;trá I gegnum veðurkorta-
Æ ' nokara.
Bílveltan 1 Borgarfirði:
Systur létust af
völdum áverka
Tvær systur frá Raufarhöfn létust
á Borgarspítalanum á miðvikudag.
Systumar vora ásamt tveimur öðr-
um í bíl sem valt í Borgarfirði síðast-
liðinn laugardag. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar var fengin til að sækja
systurnar á slysstað og var flogið
með þær til Reykjavíkur.
Bílstjórinn slapp án teljandi
meiðsla og einn farþegi var fluttur á
Sjúkrahúsið á Akranesi. -sme
Lánskjaravisitalan:
Mælir enn minni
verðbólgu en
aðrar vísitölur
Lánskjaravísitala maímánaðar
verður 2433 stig eða 1,63 prósent
hærri en vísitala aprílmánaðar. Þessi
hækkun jafngildir um 21,4 prósent
hækkun á ársgrundvelli.
Eins og undanfarna mánuði dregur
launavísitalan úr hækkunum á
framfærslu- og byggingarvísitölunni.
Hækkun framfærsluvísitölunnar
jafngilti 29,4 prósent hækkun á árs-
grundvelli og vísitala byggingar-
kostnaðar 28,8 prósent hækkun. Mið-
að við eldri grunn lánskjaravísi-
tölunnar ætti hún því aö hafa hækk-
að um 29,2 prósent.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
lánskjaravísitalan hækkað um 21,6
prósent. Vísitalan hefur hækkað um
20,4 prósent síðustu tólf mánuði.
-gse
T
I
M
A
N
a ORIENT
BIIALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00