Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
Viðskipti
Enn dregur úr
- lausafjárstaða bankanna batnar
Enn dregur úr útlánum innláns-
stofnana. Fyrstu þrjá mánuöi ársins
jukust útlánin um 2,3 prósent en á
sama tíma í fyrra hækkuðu þau um
8,3 prósent, aö sögn Eiríks Guðna-
sonar aðstoðarseðlabankastjóra.
Lánskjaravísitalan hækkaði um 5
prósent fyrstu þrá mánuði þessa árs
þannig að um verulegan samdrátt er
að ræða í útlánum. Þá hefur lausa-
fjárstaða bankanna batnað um
hvorki meira né minna en 5 milljarða
fyrstu þrjá mánuðina,
Innián i bönkum og sparisjóðum
jukust um 4,2 prósent fyrstu þrjá
mánuði þessa árs en um 3,5 prósent
sömu mánuði í fyrra. Miðað við 5
prósenta hækkun lánskjaravísi-
tölunnar í janúar, febrúar og mars
sést að það er hka samdráttur í inn-
lánum bankanna. Það er raunar at-
hyglisvert að verðbólga fyrstu þrjá
mánuði þessa árs er meiri en í fyrra
en verðstöðvun lauk hinn 1. mars.
„Þessar tölur sýna að það er greini-
lega betra jafnvægi í inn- og útlánum
en áður. Þetta jafnvægi kemur einnig
fram í betri lausafjárstöðu bank-
anna,“ segir Eiríkur Guðnason.
Lausaíjárstaðan var um 4,1 millj-
arður um áramótin en var í lok mars
um 9,1 milljarður. Þetta er aukning
upp á 5 milljarða.
Astæða þessa er fyrst og fremst
talin vera mun meiri innlausn á nýj-
um spariskírteinum en sölu þeirra,
auk þess sem lífeyrissjóðirnir keyptu
lítið af skuldabréfum hjá Húsnæðis-
stofnun í febrúar og mars og geymdu
peninga sína á skammtímareikning-
um. Þá jókst yfirdráttur ríkissjóös í
Seðlabankanum sem aftur kemur
fram í betri stöðu bankanna.
-JGH
Verðbréfaþing íslands:
Glæsimet í mars
Glæsilegt met var sett á Verðbréfa-
þingi íslands í mars þegar viðskipti
þar urðu um 189 milljónir króna.
Munar þar mest um að 17. mars
keypti einn aöili skírteini fyrir 100
milljónir króna. Eingöngu var um
sölu á eldri spariskírteinum ríkis-
sjóðs að ræða í mars. Þetta er hæsti
mánuður í rúmlegaþriggja ára sögu
Verðbréfaþingsins. Heildarviðskipti
í janúar síðasthðnum voru um 99
milljónir og um 39 milljónir í febrúar.
Raunvextir fara lækkandi á Verð-
bréfaþinginu. Meðalvextir náðu
hámarki, 9,9 prósentum, í júní á síð-
asta ári. Þeir lækkuðu síðan jafnt og
þétt og voru komnir í um 7,7 prósent
í árslok. Þeir hækkuðu aftur upp í
um 8 prósent í janúar og febrúar á
þessu ári en lækkuðu svo aftur í
mars niöur í 7,9 prósent.
Verðbréfaþing Islands er ekki stór
verðbréfamarkaður. Hann er engu
að síður góð loftvog á vextaþróunina
í landinu.
Verðbréfaþingið er ekki einn stað-
ur heldur fer kaup og sala á verð-
bréfaþingsbréfum fram hjá Seðla-
bankanum, bönkunum og verðbréfa-
fyrirtækjunum. Verðbréfaþingið er
því fremur skráning viðskipta með
verðbréf en markaöur á einum staö.
-JGH
Sól tappar á fyrir Breta:
Fyrstu dósirnar af
Seltzer til Englands
Fyrsti gámurinn af gosinu The
Original Seltzer, sem Sól hf. tappar
á plastflöskur fyrir Breta, fer út til
Englands í næstu viku, að sögn Jóns
Scheving Thorsteinssonar, fram-
leiðslusljóra Sólar hf.
„Þetta er htið magn núna í upphafi
en mjór er mikils vísir. Við sendum
á sínum tíma htið af Svala út í byrjun
til Englands en þau viöskipti hafa
dafnað vel og margfaldast," segir Jón
Scheving.
Að sögn Jóns fær Sól hf. bragðefni
Original Seltzer send að utan. Síðan
blandar fyrirtækið drykkinn og tapp-
ar honum á plastdósir merktar
drykknum. „Original Seltzer hefur
til þessa fengist á gosflöskum í Engl-
andi en nota á dósimar til að hasla
drykknum vöh á breska gosdrykkja-
markaðnum."
Það var fyrir um ári sem samninga-
viðræður hófust um að Sól tappaði
drykknum á plastflöskur. Nú er
Hagkaup og KRON
veltu 9 milljörðum
framkvæmdastjóri KRON, að
segja.
I síðasta fréttabréfi Hagkaups er
komið inn á þetta mál í viðtali við
Þorstein Pálsson, sölustjóra Hag-
kaups. „Það kann að koma á óvart
að þrátt fyrir um sex mifijaröa
króna veltu á siðasta ári þurfa
stjórnendur Hagkaups nú að stíga
á bremsumar og grípa til hagræð-
ingaraðgerða í því skyni að bæta
reksturinn," segir Þorsteinn.
-JGH
Risarnir á matvörumarkaðnum
í Reykjavík, Hagkaup og KRON,
veltu um 9,3 mihjöröum króna á
síöasta ári. Heildarvelta í allri smá-
sölu á landinu var um 66 milijaröar
króna þannig að risamir tveir hafa
um 14 prósent allrar smásöluversl-
unar í landinu á sinni könnu. Þetta
er ótrúleg stærð fyrirtækjanna.
Hagkaup er stærra en KRON-
samsteypan. Vélta Hagkaups var
6,2 milljarðar á síðasta ári en velta
KRON, Miklagarðs og annarra
KRON-verslana var 3,1 miHjarður
króna. Hagkaup er raeð verslun á
Akureyri sem gengur vel og aðra í
Njarðvík. Ef gert er ráð fyrir að
velta þeirra hafi verið um 600 mihj-
ónir á ári sést að Hagkaup á höfúð-
borgarsvæöinu veltir um 5,6 mill-
jörðum á móti um 3,1 miUjarði
KRON.
Bæði Hagkaup og KRON kvarta
ýfir slæmri afkomu síðasta árs. Jón
Ásbergsson, framkvæmdastjóri
Hagkaups, segir að síðasta ár hafi
veriö erfitt í matvöruverslun og
sömu sögu hefur Þröstur Ólafsson,
Atvinnmniölun námsmanna:
Sprenging á mánudaginn?
Atvinnumiölun námsmanna hefst
á mánudaginn og er búist við yfir-
fúllri skrifstofu og sprengingu í
fjölda umsókna þar sem illa horfir
með sumarvinnu fyrir námsmenn
vegna atvinnuleysis á íslandi í fyrsta
skipti í mörg ár.
Atvinnumiðlunin verður á skrif-
stofu Stúdentaráðs í Stúdentaheimil-
inu við Hringbraut.
Alhr námsmenn geta látið skrá sig
hjá atvmnumiðluninni, hvort heldur
þeir eru námsmenn i menntaskóla
eða háskóla.
-JGH
útlánum
um 5 milljarða
Það er minni hasar í bönkunum núna en áður og stórlega hefur dregið
úr útlánum.
Jón Scheving Thorsteinsson, fram-
leiðslustjóri Sólar hf. „Fyrsta send-
ingin út í næstu viku.“
fyrsta sendingin að fara út og bíða
menn spenntir eftir að sjá hvemig
viðtökur drykkurinn fær í Bretlandi,
kominn á íslenskar plastdósir úr
Þverholtinu.
-JGH
llla horfir með sumarvinnu náms-
manna að þessu sinni. Þess vegna
er búist viö sprengingu í skráningu
atvinnuumsókna hjá atvinnumiðlun
námsmanna sem hefst á mánudag-
inn.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 13-15 Vb,Ab,- Lb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 11-17 Vb
6mán. uppsögn 11-19 Vb
12mán. uppsögn 11-14,5 Ab
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb
Sértékkareikningar 3-17 Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3.5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlánmeðsérkjörum 24 Bb.Vb,- Ab
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 8,5-9 Ib.Vb
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýskmörk 4,75-5,5 Sb.Ab
Danskarkrónur 6,75-7,25 Bb.Sp,- Ib lægst
ÚTLÁNSVEXTIR (%)
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 24,5-27 Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 24-29,5 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb
Utlán verðtryggð
, Skuldabréf 7.25-8.5 Bb
Utlán til framleiöslu
Isl.krónur 20-29,5 Úb
SDR 10 Allir
Bandarikjadalir 11,75 Allir
Sterlingspund 14,5 Allir
7,75-8 3,5 Úb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 33,6
MEÐALVEXTIR
óverðtr. apríl 89 20,9
Verðtr, april 89 8,1
VISITÖLUR
Lánskjaravísitala apríl 2394 stig
Byggingavisitalamars 435stig
Byggingavisitalamars 136,1 stig
Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3.738
Einingabréf 2 2.086
Einingabréf 3 2,444
Skammtímabréf 1,292
Lífeyrisbréf 1,880
Gengisbréf 1,667
Kjarabréf 3,722
Markbréf 1,976
^ Tekjubréf 1,644
Skyndibréf 1,134
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,796
Sjóðsbréf 2 1,473
Sjóðsbréf 3 1,271
Sjóðsbréf 4 1,044
Vaxtasjóðsbréf 1,2484
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 138 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiðir 292 kr.
Hampiöjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 153 kr.
lönaðarbankinn 179 kr.
Skagstrendingur hf. 226 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 152 kr.
Tollvörugeymslan hf. 132 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxlá gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast í DV á fimmtudögum.