Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989. 15 Sláturfélagið heim „Margir telja það óeðlilega þróun að kjötvinnsla skuli vera 1 Reykjavík og þar með vera vinnuskapandi fyrir fjölda fólks þar. Eins og flestum er kunnugt hefur rekstur Sláturfélags Suðurlands verið erfiður undanfarið. Róttækar breytingar urðu á rekstri fyrirtækisins á sl. ári eftir að fyrirtækið dró sig að mestu út úr smásöluversluninni, sem þó sá fyrirtækinu fyrir nokkru íjár- magni til rekstursins. Nýbygging Fyrir nokkrum árum var byrjað á nýrri byggingu Sláturfélags Suð- urlands í Laugamesi. Það var ekki óeðlileg ráðstöfun, þar sem húsa- kostur fyrirtækisins var farinn að ganga úr sér og þörf á endumýjun. Kostnaður vegna nýju bygging- arinnar er þungur í skauti og nú hefur komið til álita að selja bygg- inguna samkvæmt því sem fram kemur í viðtah við forstjóra félags- ins í Morgunblaðinu nýverið. Kostnaður við nýbygginguna nem- ur nú á fimmta hundrað milljón- um. Forstjóri fyrirtækisins, Steinþór Skúlason, segir í Morgunblaðsvið- talinu að húsnæðið sé ekki komið svo langt í byggingu að það sé orð- ið of sérhæft til að nýtast öðrum en Sláturfélaginu. Ef staða félagsins er svo slæm að ekki þykir sýnt að hægt sé að halda byggingunni áfram tel ég þá hug- mynd þeirra Sláturfélagsmanna að selja húsið skynsamlega. Það hefur viðgengist að undanfómu að fyrir- tæki hafa fjárfest í allt of stórum og dýmm byggingum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Afstaða forstjóra SS er því mjög skynsamleg og mættu fleiri pen- ingastjórnendur taka sér hana til fyrirmyndar. Breyttar áherslur Með þeim áherslubreytingum, sem undanfarið hafa orðið hjá SS, hefur nú verið dregið úr verslunar- rekstri félagsins í Reykjavík og KjaUarinn Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi þess í stað lögð áhersla á að sinna betur upphaflegu markmiði félags- ins, þjónustu við bændur og heild- söludreifmgu kjöts og kjötvara. í því sambandi er sem áður meg- ináhersla lögð á vömvöndun og sem besta þjónustu við bændur og aðra viðskiptavini félagsins. Raunar hafa kjötvörur SS ávallt verið viðurkenndar fyrir gæði og hollustu. Krafan um hollustu matar er sí- fellt að aukast og því ómetanlegt fyrii; neytendur að hafa aðgang að vörum sem þeir geta treyst. Fullunnin í verslanir Lengi hafa þær raddir heyrst að Sláturfélag Suðurlands eigi að hafa alla sína slátrun og kjötvinnslu á Suðurlandi, þar sem meirihluti fé- lagsmanna býr. Margir telja það óeðlilega þróun að kjötvinnsla skuli vera í Reykja- vík og þar með vera vinnuskapandi fyrir fjölda fólks þar. Ef það verður ákvörðun stjórnar SS að selja nýbyggingu félagsins í Laugamesinu ht ég svo á að ekki komið annað til greina en að flytja starfsemi félagsins að mestu heim á Suðurland. Sláturfélagið rekur nú fimm slát- urhús á Suðurlandi og í þeim sam- drætti sem hefur orðið undanfarin ár í sauðfjáreign Sunnlendinga sé ég ekki að þörf sé á rekstri svo margra húsa á svæðinu. í þeirri stöðu, sem nú hefur skap- ast, tel ég að nýta ætti eitt þessara sláturhúsa fyrir þá kjötvinnslu, sem nú er í Reykjavík. Eins og sam- göngur eru nú orðnar á Suðurlandi ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að þjóna markaðnum í Reykjavík frá höfuðstöðvunum sem staðsettar væru á Suðurlandi og aka vörunni fullunninni í versl- anir. Með því skapaðist vinna fyrir fjölda fólks á Suðurlandi. SS heim, það er góð lausn. Unnur Stefánsdóttir Kostnaður vegna nýju byggingarinnar er þungur í skauti og nú hefur komið til álita að selja bygginguna, segir hér m.a. - Hús Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi. Er eitthvað að þér, Ellert? Ég las leiðarann þinn þann fimmta apríl sl. Og ég bara spyr: Af hverju læturðu svona, maður? Er eitthvað að þér? Ég er aldeilis gáttaður á þér! Þú talar um ákefð kennara Þú segir að „erfitt sé að skilja þessa ákefð kennarastéttarinnar" í það að boða verkfall. Ég skcd svara þér, maður. Þú hefðir reyndar átt að leita þér upplýsinga áöur en þú reyndir að skilja á eigin spýtur. Ákefð okkar og reiði stafar af því að ríkisvaldið hefur ekki samið við okkur frá því í mars 1987. Það eru rúm tvö ár. Kjarasamningur okkar hefur verið laus frá því 1. janúar 1988. Það er rúmlega eitt ár. Allan þennan tíma hafa kjör okkar hríð- falhð og allir þessir Jónar og Ólar, sem hafa verið fjármálaráðherrar, hafa ekkert viljað við okkur semja. Þessi er ástæðan og ég veit að meira að segja þú skilur hana. Samt kallar þú aðgerðir okkar „ótímabærar". Ellert minn, hvað eigum við að bíða í mörg ár eftir að fá að semja um kaup okkar og kjör? Þú talar um nauman meirihluta Annarstaðar segir þú: „Verk- faUsheimildin í Hinu íslenska kennarafélagi var samþykkt með naumum meirihluta." En taktu nú vel eftir, hún var samþykkt með Kjallarinn Eiríkur Brynjólfsson framhaldsskólakennari meirihluta atkvæða aUra kennara í félaginu. Átti minnihlutinn að ráða, EUert minn? Þessi meirihluti er meira en gengur og gerist í stéttarfélögum. Stéttarfélög ríkisstarfsmanna eru einu félögin í landinu sem verða að hafa meirihluta félagsmanna á bakvið verkfaUsboðun. Öðrum fé- lögum dugir meirihluti þeirra sem mæta á löglega boðaðan fund. Það er því ekkert annað en róg- burður þegar þú segir: „Svo virðist sem kennarastéttin sé leidd út í ógöngur af vanstiUtum hópi... “ AUs 516 kennarar greiddu atkvæði með verkfaUi. Þú ættir að biðja þá afsökunar á orðum þínum. Þú bætir við: „Þessi hópur kemur óorði á kennarastéttina aUa.“ Þetta er rangt hjá þér. Það eru menn eins og þú sem skrifa leiðara eins og þú sem koma „óorði á kennarastéttina alla“. Má ég til dæmis spyija hvers- vegna þú fjallar einungis um kenn- ara í HÍK þegar þeir eru aðeins um helmingur þeirra sem nú eru í verkfaUi. Meirihluti háskóla- menntaöra ríkisstarfsmanna er í verkfaUi. Lögfræðingar í þjónustu ríkisins og háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar eru líka í verkfaUi svo aðeins þeir hópar séu nefndir. Hefurðu enga skoðun á því? Hver er aö koma „óorði á kenn- arastéttina aUa“? Þú viðurkennir þó að kennarar eins og aðrir launa- menn hafi „orðið fyrir kaupmátt- arrýrnun og kjaraskerðingum að undanförnu". En svo bætir þú við gömlu kUsjunni um „bágt ástand atvinnulífsins" og ríkissjóðs og þessvegna sé bara ekki hægt að greiða hærra kaup. En EUert minn, þú ættir að lesa betur eigið blað. Á blaðsíðu 5 í DV sama dag og leiöarinn þinn birtist er grein sem heitir Sex fyrstu mán- uðir ríkisstjórnarinnar: Stjórnin hefur flutt rúmlega 10 mUljarða tíl fyrirtækja. Lestu þessa grein. Hún er góð. Hún sýnir að peningar eru til í landinu. Kjarasamningar fjalla um það hvemig á að skipta þessum peningum. Þú tekur greinUega þá afstöðu að launafólk eigi ekki að fá neitt af þessum peningum. Mér finnst alveg óþarfi að launa- fólk blæði aUtaf fyrir það að fyrir- tæki gangi Ula. Dettur einhveijum kannski í hug að atvinnurekendur sjálfir taki ábyrgð á eigin mistök- um því haUareksturinn er ekkert annað en þeirra eigin mistök. . Mér finnst alger óþarfi aö kenn- arar gjaldi fyrir það að frystihús eru rekin meö halla. Mér finnst það jafnmikill óþarfi að fiskvinnslufólk gjaldi fyrir það. Mér finnst hinsveg- ar mjög þarft að eigendur fyrir- tækjanna gjaldi. Þeir eru búnir að raka saman fé árum saman. Þeir eru búnir að hirða allan hagnað- inn. Og svo þegar þeir setja aUt á hausinn þá eiga þeir að skila hagn- aðinum. Þetta er ekki spurningin um það - hvort atvinnurekendur og ríkis- vald eigi aura. Þetta er spurning um það fyrir hveija landinu sé stjórnað. ' Ég veit þú skilur þetta ekki núna en kannski eiga augu þín eftir að opnast. Þangað til skaltu leita þér réttra upplýsinga um kjarabaráttu launafólks áður en þú skrifar leið- ara. Að lokum Nú kann að vera að þér þyki ég vera Ulyrtur í þinn garð. Og það má vel vera að svo sýnist fleirum. En virtu viljann fyrir verkið. Fyrir mér vakir einungis að koma fyrir þig vitinu. Mér er annt um það sem þú skrifar. Ég vann hjá þér árum saman og las þá stundum sama leiðarann eftir þig þrisvar. Ég á fáar óskir heitari en að sjá eftir þig viturlegan leiðara, skrifað- an af sannleiksást, virðingu fyrir réttlæti, virðingu fyrir launafólki landins sem stendur undir þjóð- félaginu. Þessvegna er ég að reyna að leið- rétta misskilning þinn og upplýsa þig- Eiríkur Brynjólfsson „Mér finnst algjör óþarfi að kennarar gjaldi fyrir það að frystihús eru rekin með halla. Mér finnst það jafnmikill óþarfi að fiskvinnslufolk gjaldi fyrir það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.