Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989. r>v Fréttir Stórgróði hjá jámblendinu: Hagnaðurinn 487 milljónir í fyrra Á aöalfundi íslenska járnblendifé- lagsins var samþykkt tillaga um aö afnema allar takmarkanir á verk- sviði fyrirtækisins í samþykktum félagsins. Ef Alþingi leggur blessun sína yfir þessar breytingar getur ís- lenska járnblendifélagið haslað sér völl í alls óskyldum atvinnurekstri. Á aðalfundinum kom fram að hagnaður félagsins á síðasta ári var 487 milljónir. Reksturinn sjálfur skil- aði 618 milljóna króna hagnaði áður en kom að vaxtakostnaði og verð- breytingum. Hagnaður félagsins var tæp 20 prósent af söluverðmæti kísil- járns á árinu. Eigið fé íslenska járnblendifélags- ins var um 2,3 milljarðar um síðustu áramót. Eignir félagsins voru um 4 milljarðar en skuldir þess um 1,7 milljarðar. Á aðalfundinum var sam- þykkt að greiða hluthöfum 10 pró- sent arð. Ríkissjóður fær um 72,6 milljónir í sinn hlut og auk þess um 3 milljónir vegna skatta af arð- greiðslum annarra eignaraðila. í ræðu Barða Friðrikssonar, for- manns stjórnar félagsins, kom fram að hagnaður af rekstri verksmiðjun- ar á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam um 273 milljónum króna. -gse Iðnlánasjóður: 195 milljónir á afskrifta- reikning „Það fer ekki fram hjá þeim sem fjalla um lánsumsóknir fyrirtækja hversu eigið fé þeirra er almennt lít- ið og hversu víða það hefur minnkað enn á síðastliðnu ári vegna erfiðari reksturs. Ekki verður því séð að lengur megi dragast að gera ráðstaf- anir sem örva þátttöku áhættufjár- magns í atvinnurekstri," sagði Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðar- bankans, meðal annars á aðalfundi Iónlánasjóðs á þriðjudag. Iðnlánasjóður lagði 195 milljónir í sérstakan afskriftasjóð í fyrra til að mæta hugsanlegum áföllum vegna áhættulána og erfiðari stöðu fyrir- tækja. Þetta framlag jafngildir um 3 prósentum af útlánum sjóðsins sem er mun meira en almennt gerist hjá lánastofnunum. Sjóðurinn hækkaði einnig viðmiðunarhlutföli sín og lán- ar nú allt að 60 prósent af fjárfestingu í byggingum og allt að 70 prósent við vélakaup. Auk framlags á afskrifta- reikningi breytti stjórn sjóðsins lán- um í styrki að andvirði tæplega 5 milljónir. Um 103 milljón króna hagnaður varð á rekstri Iðnlánasjóðs í fyrra. Útlán sjóðsins jukust um 1940 millj- ónir á árinu og hann veitti um 34 milljónir í styrki. -gse Byggingarvísitala: 28,8 prósent verðbólgu- hraði Samkvæmt útreikningum Hag- stofunar hækkaði grunnur vísi- tölu byggingarkostnaðar um 2,13 prósent frá mars til apríl. Þéssi hækkun jafngildir um 28,8 pró- senta hækkun á einu ári. Hækkun undanfarinna þriggja mánaða samsvarar um 32,8 pró- senta árshækkun. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hins vegar hækkað um 25,5 prósent. Vísitala byggingarkostnaðar fyrir maí verður 139 stig. -gse AFRAMHALDANDI GLÆSILEG § Siöustu helgí var fullt út úr dyrum. Víð höídum áfram með það allra nýjasta úr bílaheímínum. BILASYNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17. Nissan Maxíma 3.0 V6 er fyrstí billinn frá Japan sem er hámákvaemt beint ínn á markað sem þýskír og sœnskir bilar í háum gœða- og verðflokki hafa hingað til verið látnir einir um. Við látum þig um að dæma hvort enn eitt vígið sé aö falla. Nissan 200 SX 1.8, 16 ventla, turbo, intercooler, 170 hestöfl, i einum fallegasta sportbíl setnni tima. Það er ekkí að ósekju að 200 SX (kallaður Silvia i Japan) hefur verið útnefndur bill ársins 1988-89 i Japan. —--- SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF MEÐ SEIGJUKÚPLINGU. Sr*t. Níssan Sunny Sedan 1.6 SLX 4x4 er með þvi allra nýjasta i ffórlýóladrifstækni frá Nissan, sítengt Qóríýóladríf með seigfukúplingu. Vélin er einnig sú nýjasta frá Nissan, 1,6, 12 ventla, enn kraflmeiri og fúllkomnari. . Sævarhöfða 2 Sími 67-4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.