Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1989.
9
Utlönd
Kosningar á Nýfundnalandi:
Frjálslyndir
vinna kosn-
ingasigur
Fjöldahandtökur í El Salvador
Lögregluyfirvöld í E1 Salvador
handtóku 72 manns, þar með talið
konur og börn, í kjölfar morösins
á dómsmálaráðherra landsins, Ro-
berto Alvarado, en hann iést þegar
sprengja sprakk í bíl hans á mið-
vikudag. Enginn hefur lýst ábyrgð
á verknaðinum á hendur sér en
yfirvöld gruna FMNL, flokk
vinstrasinnaöa skæruliða.
Bandaríkjamaður, Þjóðveiji og
Breti voru meðal þeirra sem hand-
teknir voru. Að sögn lögreglu var
tuttugu hinna handteknu sleppt í
gærmorgun.
Yfirvöld ihuga nú hertari aðgerð-
ir gegn síaukinni öldu ofbeldis.
Aðgerðir þessar gætu falið í sér
útgöngubann og bann viö fjölda-
fimdum. Síöastiiðin tvö ár haía
skæruliðar í síauknum mæh heij-
aö á lögreglu í höfuðborgjnni með
skemmdarverkum, sprengjutil-
ræðumogjafiivelmorðum. Reuter
Agúst rfjöitur, DV, Ottawa;
Sautján ára valdaferli Ihalds-
flokksins á Nýfundnalandi lauk í gær
með sigri Frjálslynda flokksins. Þeg-
ar mikill meirihluti atkæða hafði
verið tahnn í morgun hafði Frjáls-
lyndi flokkurinn fengið 30 þingmenn
kjörna en íhaldsflokkurinn 22. Nýi
Demókrataflokkurinn, sem fyrir ko-
snignar átti 2 menn á þingi, fékk
engan mann kjörinn.
Það þykir nokkrum tíðindum sæta
að Clyde Wehs, formaður Frjáls-
lynda flokksins, náði ekki kjöri í sínu
kjördæmi. Hann lét það þó htt spiha
ánægju sinni og tiikynnti strax í
gærkvöldi að hann myndi biðja ein-
hvem af flokksbræðrum sínum að
víkja af þingi svo unnt yrði að boða
th aukakosninga.
Kosningabaráttan var óvenjustutt,
aðeins þrjár vikur. Meginslagorð
hins nýkjörna fylkisstjóra var að eft-
ir sautján ára valdatíð íhaldsmanna
væri kominn tími th breytinga. En
hversu hægt honum verður um vik
er önnur saga. Einu auðhndir fylkis-
ins, fiskur og olía, eru undir lögsögu
sambandsstjómarinnar og efna-
hgagur fylkisstjómarinnar er bágur
eftir langvarandi lægð.
Aðalmál kosningabaráttunnar
voru því skiljanlega efnhags- og at-
vinnumál og samskipti fylkisins við
sambandsstjórnina í Ottawa. Lánið
hefur ekki leikið við íbúa Nýfundna-
lands síðustu mánuði. í febrúar var
þorskkvóti við austurströndina skor-
inn niður um 31 þúsund tonn og í
byrjun aprh var gert samkomulag
við Frakka sem kveður á um áfram-
haldandi veiðar þeirra í kanadískri
landhelgi. Þá hefur'ohuvinnslu við
austurströndina verið seinkað um
óákveðinn tíma en það hefur lengi
verið von manna að slík starfsémi
muni lífga við efnahag fylkisins. Og
fyrir nokkmm dögum var tilkynnt
um gagngerar breytingar á atvinnu-
leysistryggingakerfinu sem gera
mun mönnum erfiðara fyrir að fá
atvinnuleysisbætur. Þó að bætur th
sjómanna verði óbreyttar munu
breytingamar koma sér hla þar sem
atvinnuleysi er um 15 prósent á Ný-
fundnalandi. Það þykir því ólíklegt
að stjómarskiptin á Nýfundnalandi
muni hafa róttækar breytingar í för
með sér á næstunni.
•• ••• Dl ADOR A
LEGGHLÍFAR
Diadora
legghlífarnar
komnar.
Verð kr.
MARCO VAN BASTEN
© ÁSTuno ©
SPORTVÖRUVERSLUN
Austurver
1.290,-
Diadora
fyrir þá
sem gera kröfur.
Háaleitisbraut 68
Sími 8-42-40 í
POSTSENDUM
□ ISUZU TROOPER
Við bjóðum síðustu þrjá TROOPER
jeppana af árg. 1988 á sérstökum
sumarkjörum
300.000 kr. afsláttur
DLX, 4ra dyra, 2,3 I bensínvél, kr. 1.685.000
LX 4ra dyra, 2,3 I bensínvél, kr. 1.765.000
LS 4ra dyra, 2,6 I bensínvél, kr. 1.985.000
Tökum eldri bíla
upp í og lánum e.t.v
mismun söluverðs
til 18 mánaða.
□ BILVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300