Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 5. JÚNíléM Fréttir Jóhannes Páll páfi n. við hámessu á Landakotstúni: Við allsnægtirnar er auðvelt að gleyma guði Mikill fjöldi safhaðist saman á Landakotstúni og hlýddi á kaþólska messu í gærmorgun þrátt fyrir mik- inn kulda. Athöfnin fór fram á palli við Landakotsspítala sem sérstak- lega var reistur á horni Ægisgötu og Túngötu. Helgigripir voru fengnir að láni frá Þjóðminjasafni en páfastóll- inn var úr Kristskirkju. Svæði fyrir kaþólikka á íslandi var sérstaklega afmarkað á Túngötunni og við jaðar Landakotstúns. Aðrir messugestir voru á svæðinu til hliðar við kirkj- una. Klukkan hálfhíu var klukkum hringt í dómkirkju Krists konungs. Rúmum fimm mínútum síðar hóf söngsveitin Fílharmónía að flytja Ave Maria, Arcadelt og Exultate Deo eftir Scarlatti. Meðan Jóhannes Páll páfi n., kardínálar, biskupar, prestar og messuþjónar gengu í skrúðgöngu úr kirkju að altarispaUi var sunginn sálmurinn Við skírnarheitið í þýð- ingu Matthíasar Jochumssonar. Nunnur úr Karmelklaustrinu í Hafn- arfirði stráðu rósablöðum yfir páfa er hann nálgaðist altarispallinn. Nunnurnar, sem allajafna fara ekki út fyrir veggi klaustursins, fengu Páfi fiytur stólræðu sína og talar til íslensku þjóöarinnar. í lilefni af sjómannadegi minntist hann islenskra sjómanna. DV-mynd Bynjar Gauti Messugestir voru Messugestir á Landakotstúni fylgdust af miklum áhuga með hámessu páfa í gærmorgun. Var svæðinu sérstaklega skipt þannig að katólskir voru næst sviðinu, þá bandarískir hermenn og fjöl- skyldur þeirra og loks almennir gestir. Virtist almenn ánægja vera með messuna meðal þeirra sem DV ræddi við. „Það er mjög athyglisvert að sjá þetta og heyra. Við skiljum kannski ekki allt sem fram fer en ég er á því að þetta snerti okkur á vissan hátt, sérstaklega þar sem þetta er svo hátíðlegt. Ég hef trú á því að þessi heimsókn hafi áhrif á fólk," sagði Kjartan Gíslason sem hélt á htílh dóttur sinni, Ingi- björgu Rós. „Maður reynir að fylgjast með í bókinni en við skiljum ekki lat- ínu. Messan hefur góð áhrif á okkur og heimsóknin er örugg- lega góð fyrir þjóðina. Það er heiður að fá páfa í heimsókn. Þó hann sé á móti getnaðarvörnum og hafi stífar skoðanir í því sam- bandi fíla ég hann ágætlega. Hann er svo góðlegur að sjá," sagði Lísa Kristjánsdótir sem var á túninu með vinkonum og litlu systur. -hlh Yfirlitsmynd frá Landakoti þegar kaþólskur páfi flutti messu í fyrsta sinn á Islandi. Fremstur er pólski krossinn sem páfi biessaði og færði islenskri æsku að gjöf. Við altarispallinn er Fílharmóníukórinn og meðlimir kaþólska safnaðarins á íslandi. DV-mynd KAE sérstaka undanþágu páfa til að sækja messuna. Fyrsta athöfh páfa var að blessa pólska stál krossinn sem helg- aður er íslenskri æsku og verður framvegis við Úlfljótsvatn. Messan var fiutt á ensku, latínu og íslensku og stóð í tvo og hálfan tírna. Páfi, messuþjónar ogaðrirþeir sem sungu með honum heilaga messu heilsuðu altarinu með því að krjúpa að því og kyssa það. Aö því var síðan borið reykelsi og því næst gekk páfi tilsætís. íslendingar meö hlýtt hjarta og stóra sál Páfi sneri sér því næst að söfnuðin- um og tónaði á latínu: „í nafni fbður og sonar og heilags anda" og söfhuð- urinn svaraði með amen. Því næst rétti páfi út höndina og heilsaði á latínu: „Friður sé með yður" og söfn- uðurinn svaraði „Og með þínum anda". Kaþólski biskupinn á íslandi, Herra Alfreð Jolson, heilsaði páfa á íslensku og ensku. Biskup þakkaði páfa fyrir heimsókn hans og sagðist vona að hún yrði til að stuðla að gagnkvæmri virðingu lúterskra og kaþólskra. Hann sagði einnig að nærvera páfa færði söfhuðinn nær Kristi og fyrir því bæru allir vissa lotningu. Hann þakkaöi páfa fyrir að heiðra íslensku þjóðina því að þrátt, fyrir fámennið hefði hún gjöfult hjarta og stóra sál. Þvi næst fór fram syndajátning og páfi hvatti hina trúuðu til aö viður- kenna syndir sínar. Lesin var saman syndajátningin og páfi veitti syndug- um aflausn. Miskunnarbænin „Kirie, eleison" var sungin á grísku og er það eini hluti messunnar sem enn er notaður í þeirri mynd. Á eftir kom dýrðarsöngur en þá tónar páfi en kór og söfhuður svarar. Safnbæn kom næst í messunni og þá biðja all- ir saman í hljóði. Fyrri ritningarlest- ur var úr I. Konungabók 8,41-43, en sá síðari var Galatabréfið 1,1-2,6-10 og lesin var stuttur kafli úr bréfi Páls postula til Galatamanna. Færði íslenskum börnum krossinn aö gjöf Guðspjall dagsins var Lúkas 7, þar Um fimmtiu kaþólsk börn á Islandi gengu í fyrsta sinn til altaris og þáðu sakramenti úr höndum páfa. Börnin gengu í einfaldri röö, stúlkurnar skrýdd- ust hvítu og drengirnir svörtu, og fóru síðan til sætis. Græni liturinn í skrúða páfa tilheyrir þessu tímabili i kirkjuárinu. DV-mynd Brynjar Gauti sem segir frá hundraðshöfoingjanum í Kapernaum og þjóni hans. Páfi hóf ræðu sína á orðum hundraðshöfð- ingjans við Jesú: Herra, ég er ekki verður þess að þú gangir undir þak mitt. Hann ávarpaði fyrst börnin sem gengu í fyrsta sinn til altaris og færði þeim, ásamt öðrum íslenskum börn- um og ungmennum, krossinn að gjöf tíl minningar um heimsókn sína. Ávarpið til barnanna var á íslensku og tókst páfa einstaklega vel að koma kveöju sinni á framfæri á tungumáli sem hann nýlega hefur kynnst. í ræðu sinni fagnaði hann 1000 ára afmæU kristnitöku á íslandi pg minntist fyrstu munkanna frá ír- landi, fyrsta íslenska biskupsins, ísleifs Gissurarsonar, Þorláks Helga, þjóðhetjunnar Jóns Arasonar bisk- ups, jesúítaprestsins Jóns Sveinsson- ar og fyrsta íslenska kaþólikkans á síðari tímum, Gunnars Einarssonar, og hans sonar, Jóhannesar, sem varð fyrsti kaþólski biskupinn á íslandi á síðari timum. í tilefni af sjómanna- degi minntist páfi íslenskra sjó- manna, þeirra sem týnt hafa lífi eða slasast fyrir þessa gamalgrónu at- vinnugrein íslendinga sem útheimtir mikinn dugnað, hugrekki og þraut- seigju. Auðvelt að missa sjónar af skaparanum Páfi vék næst að íslensku þjóðfélagi og sagði að í slíku velferðarþjóðfé- lagi, þar sem allir hefðu nóg viður- væri, menntun og heilsugæsla stæði öllum til boða og félagslegt réttlæti ríkti, væri auðvelt að missa sjónar af skaparanum og lifa eins og Guð væri ekki til. En ef viö gleymum Guöi glatast fljótt skilningur á dýpri merkingu tilverunnar. Og hann spurði hvort þetta væri ekki ástæða fyrir þeirri óánægju sem víða verður vart i velferðarþjóðfélögum. í ræðu sinni fjallaði hann einnig um skynsamlega nýtingu mannsins á auðlindum jarðar og á sviði mann- legra samskipta bæri okkur að byggja upp heim réttlætis, friðar og kærleika. í lokin þakkaði hann ís- lendingum hlýjar móttökur og bað Guð að blessa íslensku þjóðina. Því næst var farið með trúarjátn- inguna á latínu. Áður en kom að alt- arisþjónustunni voru fluttar al- mennar fyrirbænir. Hinir trúuðu sýndu þátttöku sína við fórnina með því að færa gjafir. Nunnurnar í Kar- melreglunni færðu páfa mynd af Maríu mey, sem príórínan málaði, og krupu fyrir honum. Frá Blindrafé- laginu fékk hann þríkross en forseti íslands og biskup íslands hafa áður fengjö slíkan kross að gjöf frá blind- um. Kaþólsk börn gengu til altaris Eftir bænina Faöir vor árnaði páfi messuþjóni friðar, hann lét kveðjuna ganga áfram til messugesta og þeir heilsuðust með handabandi. Um fimmtíu kaþólsk börn, á aldrinum 8-9 ára, gengu í fyrsta sinn til altaris við messuna. Stulkurnar voru allar klæddar hvítum kjólum en drengirn- ir svörtum fótum. Þau gengu í röð upp að páfa og þáðu heilagt sakra- menti, oblátuna. Á eftir þeim gengu nokkrir safnaðarmeðlimir upp til páfa og þáðu altarissakramentið. í messulok blessaði páfi messugesti með útbreiddum höndum og kyssti altarið, eins og við upphaf messunn- ar. Páfi fór síðan í Landakotsspítala þar sem hann afskrýddist og bjó sig undir brottíorina. Að baki altaris- pallinum beið bílalestin við austur- gafl Landakotsspítala. Þegar Jó- hannes Páll páfi n. kom út gekk hann ekki beint að bílnum heldur hélt í átt að Túngötunni og kvaddi nokkra messugesti með handabandi. Viö þessa óvæntu uppákomu kom mikið fát á alla öryggisveröi og fjölmiðla- fólk. Að síðustu kvaddi hann nokkr- ar nunnur, sem biðu þess að sjá hans heilagleika, Jóhannes Pál páfa JJ., blessaði þær og óskaði velfarnaðar.' -JJ 1» I "h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.