Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. HREINSIÐ UÓSKERIN REGLULEGA. DRÖGUM ÚR HRAÐA! yUMFERÐAR RÁÐ Joggingskór RHODOS joggingskór st. 6-12 Verð 3.590.- RUNNING THON Jogging- og maraþonskór st. 6-12 Verð 5.290.- TAHARA St. 28-35 Verð 2.370.- st. 3'/2-12 Verð 2.580.- DENMARK leðurskór st. 3'/2—12 Verð 1.900.- SINGAPORE Nælonskór St. 30-47 Verð 2.090.- BLUE HANDBALL rúskinnsskór st. 3—13 Verð 2.390.- Sendum í póstkröfu i»fiUÉsjir SPORTBÚÐIN Ármúla 40, Rvík, sími 83555 Eiðistorgi 11,2. hæð Seltj. slmi 611055 Fréttir______________________________________________________________dv Jóhannes Páll n. páfi við brottförina á KeflavíkurflugveUi: Heimsóknin efli trú- arhita þjóðarinnar „Ég er þakklátur fyrir þá miklu gestrisni sem þiö hafið sýnt mér. Sérstaklega er ég þakklátur forseta ykkar, forsætisráðherra og öðrum yfirvöldum sem stóðu að þessari heimsókn. Ég óska þess af öllu hjarta að heimsókn mín efli trúarhita ís- lensku þjóðarinnar. Ég lyfti hjarta mínu í bæn með öllum þeim sem trúa á Jesús Krist. Þau verðmæti sem hann stendur fyrir eru mannkyni öllu leiðarljós í leit þess að friði. Sú hlýja sem ég mætti hjá mínum lútersku bræðrum ber vitni þeirri sameiginlegu arfleifð sem við eigum sem kristnir menn. Ég bið þess að boðskapur minn megi hjálpa öllum til að finna frið og fullnægju,“ sagði Jóhannes Páll páfi II. þegar hann kvaddi íslendinga með stuttu ávarpi á Keflavíkurflugvelli í gær kl. 11.45. Að loknu ávarpi sínu kvaddi páfi Steingrímur Hermannsson: Páfi einlægur og hreinskiptinn „Mér virðist páfi vera afar einlæg- ur og hreinskiptinn maður. Það er ekki nema gott eitt um hann að segja,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra við DV eftir að hann hafði kvatt páfa. - Hvað rædduð þið á fundinum á Bessastöðum? „Ég var inni með páfa og forseta í nokkrar mínútur. Þá ræddum við aðallega um Pólland. Ég spurði hann um hans skoðun á hinni pólitísku þróun þar þar sem nú eru kosningar í Póllandi. Eins ræddi ég við hann um þáð sem mér þótti athyglisvert þegar ég fór til Ungverjalands um daginn. Hann tók þessu mjög vel og var augljóst að þetta var hjartans mál fyrir hann. Hann hafði áhuga á þessu og talaði töluvert um að þó að breytingar í þessum löndum væru af efnahagslegri nauðsyn væri óhjá- kvæmilegt að þeim yrði að fylgja aukið frelsi fyrir fólkið svo að þær tækjust. Það yrði að vera frelsi á öll- um sviöum." -hlh forsætisráðherra, utanríkisráöherra þar með opinberri heimsókn hans til og sjávarútvegsráðherra og steig um Islands sem stóð í nákvæmlega 23 borð í flugvél Alitalia kl. 12.00. Lauk klukkustundir. -Pá Þessi mynd var tekin við komu Jóhannesar Páls II. páfa til landsins á laug- ardag. Hann krýpur og kyssir ísienska jörð. Séra Jakob Loland, prestur í kaþólska söfnuðinum: Eins og að vera í hálfgerðum draumi „Eg er ekki búinn að jafna mig al- veg ennþá. Þetta er eins og að vera í hálfgerðum draumi. Þetta var svo stórkostlegt, sérstaklega messan í gærmorgun, hún var virkilega há- punktur heimsóknarinnar. Það var gífurleg stemmning og þetta var stór- kostlegt. Maður verður að íhuga allt sem páfinn sagði í marga mánuði og ár til að sjá hvað heimsókn hans virkilega felur í sér,“ sagði séra Jak- ob Loland, prestur í kaþólska söfnitð- inum, í samtah við DV. Séra Jakob var greinilega undir mikilum áhrifum af heimsókn páfa og notaði mörg hástemmd lýsingar- orð í samtali okkar. Kaþólski biskupinn og prestar snæddu léttan kvöldverð meö páfa í safnaðarheimili þeirra á laugardags- kvöld. Var borin fram létt máltíð, meðal annars köld fiskirönd. Eftir máltíðina átti páfi samverustund með biskupi og prestum. „Þetta var allt mjög einfalt og heim- ilislegt í sniöum. Við spjölluðum um ýmislegt, þar á meðal kirkjuna, ferðalag hans og kuldann hérna.“ Páfi gekk ekki sérstaklega snemma til náða þótt hann hefði átt langan dag. Hann snæddi morgunmat klukkan sex í gærmorgun eftir að hafa beðið bænirnar sínar. Séra Jakob haföi sérstaklega á orði að ahir sem komu við sögu í heim- sókninni hefðu virkilega gert sitt besta til aö allt gengi vel. Hefði þetta ekki getað verið betra í kaþólskum löndum. Var hann öllum þessum aöilum ákaflega þakklátur. Eins sagði hann að páfi hefði verið mjög ánægður með móttökurnar hér á landi, allt skipulag og alla aðstöðu við athafnirnar. Sama gilti um fylgd- armenn páfa sem rómuðu sérstak- lega altarispallinn sem Gylfi Gísla- son hannaði fyrir hámessuna á Landakotstúni. -hlh öllllfl •V: ■ Á- ■ DV-mynd BG Vigdís gaf Helgastaðabók Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, gaf Jóhannesi Páh II. páfa Helgastaðabók er þau hittust á Bessastöðum á laugardag, skömmu eftir komu páfa til íslands. Sú bók var skrifuð hér á landi á 14. öld um dýrlinginn Nikulás. Bílalest páfans renndi að anddyri Bessastaða um kl. 14.10 á laugardag- inn. Vigdís gekk út á tröppur Bessa- staðastofu til að heilsa gestunum. Eftir stutta viðdvöl í anddyri gengu Vigdís og páfinn til stofu þar sem þau sátu stuttan einkafund. Þau skiptust á gjöfum; forseti íslands færði páfa að gjöf Helgastaðabók en páfinn for- setanum mynd af móður og barni í safn sitt en Vigdís hefur um skeið safnað ýmsum munum sem minna á tengsl foreldra og barna. Á sama tíma átti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra fund með Casaroli kardínála sem fer með utanríkismál Vatíkansins. Að Bessastöðum var páfi einnig kynntur fyrir ríkisstjórn Islands, for- seta Sameinaðs alþingis og forseta Hæstaréttar. Viðstaddir voru bisk- upinn yfir íslandi, Alfred Jolson, biskup kaþólskra á íslandi og nhi menn úr fylgdarhði páfa. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.