Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAC.UR 5.‘ JÚnI lkí DV ur á. Verð á kjöti hafði enn ekki hækkað í morgun og hafði einhver á orði að ef þetta hefði verið kjötíð af Deng þá hefði það jafnvel verið ódýr- ara. Stjómarerindrekar segjast hafa heyrt að Deng, leiðtogi Kína, sé al- varlega veikur og að skipunin um aö skjóta á óvopnaða námsmenn og borgara hafi verið undirrituð af Yang Shangkun, forseta og varaformanni herráðsins. Samkvæmt reglunum hefði skipunin átt að vera undirrituð af tveimur meðlimum herráðsins en Deng var veikur og Zhao Ziyang, for- maður flokksins og einnig varaform- aður herráðsins, er horfmn. Opinberir fjölmiðlar í Kína vöruðu í morgun við að árás hermannanna á Torg hins himneska friðar á laug- ardaginn væri aðeins upphaf sigurs- ins. Framundan væri löng, eríið bar- átta gegn gagnbyltingarsinnum og frjálslyndum öflum. í útvarpinu voru mótmælendur sakaðir um að þiggja stuðning erlendis frá og voru hermenn ekki sagðir hafa neitt ann- að val en að ráðast á námsmenn þar sem þeir hefðu hvatt til þess að hinar fjörutiu og sjö milljónir flokksmanna Kommúnistaflokksins yröu drepnar. í morgun var orðrómur á kreiki um aö átök ættu sér stað milli her- manna, sem hliðhollir eru Deng, og annarra hersveita sem vilja stöðva blóðbaðið. Engin staðfesting hefur fengist á þessum fréttum og er jafn- vel tahð að um getí verið að ræða óskhyggju Pekingbúa. Hins vegar hefur verið staðfest að á minnsta kostí tveimur stöðum hafi hermenn yfirgefið herbíla sína, gengið á brott og látið reiða borgara kveikja í bílun- um í friði. Búist er við að herinn ráðist næst til atlögu gegn námsmönnum í há- skólahverfinu í norðvesturhluta borgarinnar. Þar hafa námsmenn byrgt sig upp með vélbyssum og bensínsprengjum og búa sig nú til varnar. Fréttír hermdu í morgun að skotdrunur hefðu heyrst umhverfis háskólann. Yfirvöld víðs vegar um heiminum hafa lýst yfir vanþóknun sinni á blóðbaðinu á torgi dauðans í Peking. Hermenn á leið-til Torgs hins him- neska friðar skutu á óvopnaða borg- ara í Peking í morgun. Oðru hverju mátti heyra skothríð á mörgum stöð- um í borginni og þykir þaö vísbend- ing um að íbúarnir veiti hernum enn mótspyrnu. Hermenn sáust einnig aka fram og aftur um götur sendi- ráðahverfis í austurhluta borgarinn- ar og skjóta upp í loftið. Stjórnarerindrekar segja að mögu- legt sé að meira en eitt þúsund manns hafi beðið bana er hermenn réðust til atlögu gegn mótmælendum á torginu á laugardáginn en í morgun var sagt að fimm eða sjö þúsund hefðu fallið. Voru það tölur byggðar á opinberum upplýsingum. Þegar hermennirnir létu til skarar skríöa á laugardagskvöld að íslensk- um tíma vonaðist mannfjöldinn í miðborg Peking enn einu sinni til að geta stöðvað árás hermannanna. Sól- arhring áður hófðu þúsundir óvop- naðra hermanna reynt að komast til torgsins en mótmælendur hindruðu framgöngu þeirra. Það kom fijótt í ljós að árásin á mannfjöldann á laug- ardagskvöld var öliu aivarlegri. Ur mörgum áttum komu þúsundir vop- naðra hermanna inn til miðju borg- arinnar þar sem námsmenruhafa haft Torg hins himneska friðar á valdi sínu. Hermennirnir skutu táragasi á mótmælendur sem svör- uðu með því áð kasta grjótí og flösk- um. Tugþúsundir manna söfnuðust saman í þeirri trú að enn væri hægt aö hrinda árás hermannanna. Her- mennirnir hörfuðu undan grjótregn- inu en komu aftur og margir á herbíl- um. Mótmælendur gengu mótí her- bílunum en mættu skothríð. Margir voru síðan skotnir á flótta. Allt til- tækt var notað tii að koma slösuðum á sjúkrahús, bæði mótmælendum og hermönnum. Gangar sjúkrahúsanna urðu fljótlega blóði ataðir þar sem slasaðir biðu eftir aðstoð skurðlækna sem ekki höfðu undan. Flestar verslanir í Peking voru lok- aðar í morgun og íbúar stóðu í bið- röðum fyrir utan þær sem voru opn- ar til þess að verða sér úti um nauð- synjar sem nú er farið að vera skort- Að sögn sjónarvotta kveiktu reiðir Pekingbúar í yfir hundrað herbílum í Peking í gær. Símamynd Reuter m Á Stræti hins eilífa friðar í morgun söfnuðust óbreyttir borgarar saman og hrópuðu ókvæöisorð að hermönnum. Símamynd Reuter Blóðugur verkamaður með hjálm sem hermaður missíi í átökunum. Símamynd Reuter ÞAD GENGUR MED Ginge er val hinna vandlátu - gæðanna vegna. Athugaðu að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni. Ginge P 420 □ Vönduð, létt og lipur □ kraftmikill Briggs & Stratton Quantum mótor □ 42 sm hnífur □ þægileg hæðarstilling í einu handfangi □ grassafnari sem lætur ekki sitt eftir liggja Ginge Park 46 BL drifvél □ Fagmennirnir kalla hana „Rolls Roys“ sláttuvélanna □ valsasláttuvél; 46 sm vals, klippir grasflötina listavel □ Briggs & Stratton mótor Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta. Sparaðu þér sporin og komdu beint til okkar. Sláffuvéla markaðurínn G.A. Pétursson hf. Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Reuter Stefnir í stór- sigur Samstöðu Það virðist stefna í stórsigur hjá frambjóðendum Samstöðu, hinna óháðu verkalýðssamtaka í Póllandi, samkvæmt fyrstu tölum sem fengust í morgun um úrslit fyrri hluta þing- kosninganna sem fram fór þar í gær. Fyrstu óopinberar tölur um niður- stöðumar í Varsjá benda til að fram- bjóðendur stjórnarandstöðunnar hijótí um 80 prósent atkvæða í kosn- ingum til beggja deilda þingsins. Talningu er ekki lokið en talsmenn stjómarandstöðunnar segja að fyrstu tölur frá fimmtán kjördæmum virðist benda tíl að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar hljóti víða meira en 50 prósent atkvæða og mun það nægja þeim til sigurs. „Þetta er í fyrsta sinn sem kjósendur láta í ljósi vilja sinn á svo afdráttarlausan hátt,“ sagöi Jan Litynski, formaöur kosningaráðs Samstöðu í Varsjá. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði kosningarnar tækifæri til raunverulegra breytinga í Póllandi. Stjórnarandstaðan býður fram til 100 sæta i efri deild og um þriðjungs sæta í neðri deild. Kommúnistar og bandalagsflokkar þeirra hljóta 65 prósent sæta í neðri deild. Þrátt fyrir stormasama kosninga- baráttu gekk kosningin í gær rólega fyrir sig og hafa engar fréttír borist um óeirðir. Þetta eru fijálsustu kosningar í Póllandi í 40 ár. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.