Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 28
.esex r/juii .a íiyoAauKÁM MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. ÍSLANDSMÓTIÐ, 3 DEILD ÞRÓTTUR-GRÓTTA í kvöld kl. 20.00 á gervigrasvellinum. Þróttarar, mætið og styðjið ykkar menn til sigurs. CHEVY VAN ’89 6,2 DÍSIL MEÐ ÖLLU Getum útvegað '89 árgerð af Chevy van, lítið eknum, sýningarbíll á staðnum. Getum einnig útvegað Econoline á vægu verði. í’j Upplýsingar í síma 621738. KENNARAR - KENNARAR Grunnskólinn í Grundarfirði auglýsir eftir áhugasöm- um og hressum kennurum í almenna bekkjarkennslu, sem og hinar ýmsu sérgreinar, svo sem dönsku, ensku, handmennt, raungreinar, samfélagsgreinar, stuðnings- og sérkennslu. Grundarfjörður er liðlega 800 manna sjávarþorp á Snæfellsnesi, um 240 km frá Reykjavík. Hingaö eru daglegar ferðir áætlunar- bíla frá Reykjavík og áætlunarflug. Ef þið hafið áhuga á útivist og fögru umhverfi eru möguleikarnir ótæm- andi og héðan er stutt til þekktra ferðamannastaða, svo sem að Búðum og Arnarstapa. Húsnæðisfríðindi í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri, Gunnar, í síma 93-86802 og yfirkennari, Ragnheiður, í síma 93-86772. Skólanefnd NISSAN PATR0L TURB0 DÍSIL ÁRGERÐ 1986 Svokölluð björgunarsveitarútgáfa - ekinn 97. þús. km. Bifreiðin er útbúin ýmsum aukaútbúnaði, t.d. spili. Skipti koma til greina á ódýrari bifreið. Verð 1.750.000. Iþróttir „Lemdu í punginn a honum, Dori“ - skemmtilegar sögur 1 raUakstri Hafa bOar sál? Stundum er engu líkara. Árið 1973 skilaði færiband Fordverksmiðjanna af sér einum slikum af gerðinni Ford Escort. Leiðin lá tiHands elds og ísa í faðm stoltra eigenda en sjö ára fór hann í vaxtarækt og hóf að flengja sér- leiöir aö hætti rallara. Árið 1975 voru enn eftir taugar í þeim gamla og þrátt fyrir fyrsta sæti í ralli við Snæfellsjökul (góðir straumar þar) gekk fákurinn undir nafninu „gamla sjoppan". Góöum sigri ber að fylgja eftir og Húsavíkurrallið var næsta skotmark en þá hófust afskipti „gömlu sjoppunnar“ af sjálfri sér. Allur undirbuningur gekk á afturfótunum og þegar að gangsetningu kom gerðist ekkert. í ljós kom aö mótorinn var án jarð- sambands og hafði veriö það lengi en ekki verið til vandræða fyrr en nú án þess að nokkru væri breytt. Sjoppan neitaði aö fara um borð í Ákraborgina, drap á sér í miðbæ Reykjavikur og var dregin nauöug viljug um-borö en hafði jafnaö sig við komuna til Akraness án sér- stakra aðgeröa. Hún viðhafði ýmis gangtruflunarmótmæli á leið norð- ur og á Akureyri var sérlegur sjoppu-vélameistari fenginn til að komast fyrir vandamálið. Ekkert fannst en mótmælin hættu, rétt eins og hún sætti sig við örlög sín. Húsavíkurkeppnin hófst og „sjopp- an“ sýndi allar sinar bestu hliðar. Eftir fyrri hluta var hún með afger- andi forustu en fékk síðan bak- þanka og f endamarki neitaöi hún að hreyfast fyrir eigin vélarafli Ráðist var í að skipta um kúplings- disk en hann reynSist stráheill. Eftir margar mislukkaðar tilraunir til aö fá kúplinguna til að gegna hlutverki sínu uppgötvaðist að mold í kúplinspressunni var vandamálið. Loks þegar allt var klárt var annað afturdekkið skyndilega oröið vindlaust! Næsta dag mætti „gamla sjoppan" örlög- um sínum i seinni hluta Húsavík- urralls. En meö forustuna teygði hún sig út í vegkant til aö krækja fyrir óviðkomandi bíl á sérleiö og af steini földum í háu grasi fór hún kollhnís, flikk flakk og heljarstökk þar sem reyndi til hins ýtrasta á sérsmiöar 111 vamar áhafnarmeð- limum. Þegar þeir klöngruðust ringlaðir kringum brakið af „gömlu sjoppunni“ uppgötvaöist að lukkutröllið hafði gleymst heima. „Lemdu í punginn á honum, Dóri“ Þeir Suðumesjabræður, Ólafur og Halldór Sigurjónssynir, sem sigr- uðu í Porsche-rallinu á dögunum, em þekktir fyrir annað en dóna- skap. Þó náöu þeir haustiö é7 að hneyksla alþjóö þegar þeir veltu bil sínum snyrtilega í heilhring fyr- ir framan sjónvarpstökuvél. Start- arinn fór þá í verkfall og þar sem aöstoðarökumaðurinn rýndi i vél- arsalinn í leit að lausum þræði fékk ökumaðurinn hugmynd aö lausn og hrópaði, einnig til allra lands- manna í sjónvarpsútsendingu: „Lemdu í punginn á honum, Dóri“ og átti þar við startpunginn sem svo nefhist á góðri íslensku. Þetta dugöi ogáfram var haldið alla leiö. Vantar númerið? Allir sem fylgjast með rallinu hafa tekið eftir að Ragnarssynir, bræð- umir Ómar og Jón, hafa notað númeriö R10101 á keppnisbíla sína frá upphafi. Nú brá svo við að númeriö var annað og breytt í Porsche-rallinu þar sem þeir feðg- ar, Rúnar og Jón, komust 1/3 keppninnar með glans en síðan ekki meir. Getur verið að númerið skipti raáli? Bragl QuömundMon. Okkar menn í bílasportinu: Bragi Guðmundsson og Ásgeir Sigurðsson skrifa um rall og fleira. — f A A EOP-mótið í frjálsum íþróttum: Óvæntur sigur Hannesar - Hannes Hrafnkelsson vann minningarhlaupið um Svavar Markússon „Það kom mér nokkuð á óvart að vinna 1500 metrana í kvöld. Ég byrjaði endasprettinn á réttum tíma og það réö úrslitum," sagði Hannes Hrafnkelsson úr KR eftir sigur sinn í 1500 metra minningar- hlaupinu um Svavar Markússon á EÓP-mótinu sem fram fór á Val- bjamarvöllum á fimmtudags- kvöldiö. Hannes var fyrstur 12 keppenda í hlaupinu og háði harða baráttu viö Stein Jóhannsson og Finnboga Gylfason úr FH. Bestu afrek móts- ins unnu annars Sigurður T. Sig- urðsson, FH, sem stökk 4,90 metra i stangarstökki, og Pétur Guð- mundsson, HSK, sem kastaði kúl- unni 18,38 metra. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 110 m grindahlaup karla: 1. Stefán Þór Stefánsson, ÍR .......15,3 2. Aðalst. Bemharðsson, UMSE 15,7 Kúluvarp karla: * 1. Pétur Guðmundsson, HSK ...18,38 2. Andrés Guðmundsson, HSK 16,38 3. 3. Árni Jenssen, ÍR.........15,60 Langstökk karla: 1. 1. Einar Kristjánsson, FH....6,42 2. 2. FriðrikÞórÓskarsson,ÍR....6,38 3. 3. Hreinn Karlsson, UMSE.....6,09 Kringlukast kvenna: 1. 1. Halla Heimisdóttir, Arm..35,90 2. 2. Margrét Óskarsdóttir, ÍR.34,76 3. 3. Bryndís Guönadóttir, ÍR..32,74 100 m hlaup kvenna: 1. 1. Súsanna Helgadóttir, FH...12,4 2. 2. Helga Halldórsdóttir, KR..12,6 3. 3. Geirlaug Geirlaugsd., Árm.12,8 100 m hlaup karla: 1. 1. Einar Þ. Einarsson, Árm...11,3 2. 2. Aðalst.Bemharðsson,UMSEll,5 3. 3. Þórður Magnússon, FH......11,7 3.Engilbert01geirsson,HSK....11,7 1. Hástökk kvenna: 2. 1. ÞóraEinarsdóttir.UMSE.....1,65 3. 2. Björg Össurardóttir, FH..1,60 3. ÞorbjörgKristjánsd.,Árm...1,50 1. 4. Maríanna Hansen, UMSE.....1,50 2. 400 m hlaup karla: 3. 1. Bjöm Traustason, FH.....52,2 2. Amgrímur Guðm., UDN.......52,7 Haukur Guðmundsson, HSK .55,1 400 m hlaup kvenna: Svanhildur Kristjónsd., UBK.58,1 Margrét Brynjólfsd., UMSB ...64,6 MarthaEmstsdóttir, ÍR......65,2 1500 m hlaup karla: Hannes Hrafnkelsson, KR ...4:03,3 Steinn Jóhannsson, FH....4:03,8 Finnbogi Gylfason, FH....4:05,1 Spjótkast karla: Þorsteinn Þórsson, ÍR.....54,10 Björgvin Þorsteinsson, HSH 50,62 Hallgr. Matthiass., UMSE..50,06 Stangarstökk: Sigurður T. Sigurðsson, FH....4.90 Kristján Gissurarson, KR...4,50 Óskar Thorarensen, ÍR.....3,00 4x100 m boðhlaup kvenna: FH........................50,0 Ármann....................51,3 ÍR........................53,4 4x100 m boðhlaup karla: ÍR........................44,8 FH........................45,8 UMSE......................46,8 -ÓU/VS • Súsanna Helgadóttir, FH, sigraði í 100 m hlaupi kvenna. • Siguröur T. Sigurðsson, KR, vann öruggan sigur í stangarstökki. • Pétur Guðmundsson, HSK, vann kúluvarpið örugglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.