Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. Lífeyrissjóðirnir: Togstreita og völd Kveikjan að þessari grein eru nokkur skrif sem verið hafa að undanförnu um mál lífeyrissjóða. Þar er talað um að lífeyrissjóðir séu á barmi gjaldþrots og starfsemi þeirra „óskapnaður". í DV 3. apríl sl. er grein undir fyrirsögninni „Lófeyrissjóðir: Skuldbindingar langt umfram greiðslugetu". Pólitísk hagsmunagæsla Samkvæmt nýlegum upplýsing- um, sem ég hefi aflað mér, eru nú starfandi í landinu alls 85 lífeyris- sjóðir, auk lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins sem er sá 86. Sá sjóður nýtur algerrar sérstöðu hvað lífeyrisgreiðslur varðar. Sam- kvæmt fjárlögum eru á milli 900 og 1000 milljónir greiddar inn í hann af almannafé umfram það sem opinberir starfsmenn greiða til þess að hann geti greitt út til þeirra 70-80% af launum áfram eftir starfslok, eftirlaun. Hvað varðar hina sjóðina, sem njóta þess ekki að vera verðtryggð- ir af skattpeningum almennings, kemur fram í mínum huga sú áleitna spurning hvort það hljóti ekki að vera alltof dýr rekstur fyrir launþega, eigendur sjóðanna (og atvinnurekendur) þetta fyrir- komulag sem nú tíðkast, þ.e. að vera með 85 sjóði sem flestir hverj- ir hafa byggt yfir sig musteri, hall- ir með fullt af starfsfólki og tölvum og þess háttar. Þessi skipan hlýtur að leiða af sér að allt of mikill híuti af lífeyris- greiðslum sjóðanna fer í súginn í óhagkvæmum rekstri. Þar af leið- andi fá sjóðsfélagar lífeyri sinn greiddan seinna og minni heldur en ef rekstur sjóðanna væri á einni hendi sem gerði reksturinn mun hagkvæmari. En af hverju er ekki hægt að sam- KjaUarinn Haukur Þorleifsson, vélstjóri og formaður Verka- lýðsfélags Reyðarfjarðar eina rekstur þessara sjóða á ein- hvern hátt? - Hér er fyrst og fremst togstreita um völd yfir peningum. Hér er líka um gríðarlega póhtíska hagsmunagæslu að ræða. Ejöldi „pólitíkusa" er búinn að hreiðra um sig í sjóðunum á pólitískum grundvelh og er alls ekki reiðubú- inn að gefa eftir pólitíska aðstöðu sína. Völd yfir peningum og það kitl- andi póhtíska vald sem því fylgir að geta skipað málum með yfirráð- um yfir þessum sjóðum almenn- ings er að mínu mati og margra fleiri er ég hef rætt við um þessi mál aðalástæðan fyrir því að ekki er hægt að breyta rekstri þessara sjóða í nútímalegra horf. Sem sagt póhtísk völd yfir sjóðunum eru í húfi. í þessari refskák ræður hinn al- menni launþegi, eigendur sjóð- anna, litlu eða engu því mörg dæmi eru um að eigendafundir eru ekki haldnir og reikningar sjóða ekki lagðir fram, jafnvel í hehan áratug. Þannig veit hinn almenni meðlim- ur sumra þessara sjóða harla lítið eða ekkert um stöðu sjóðanna eða rétt sinn í þeim. Hinn almenni sjóðfélagi hefur misst allan áhuga og samband við þessa sjóði. Hluti af launum fólks En hverra breytinga er þörf? Ég mun hér á eftir reyna að svara þeirri spurningu. Ég vh strax taka það fram að þær hugleiðingar th breytinga, sem ég kasta hér fram, eru mínar hugmyndir fyrst og fremst þótt ég hafi rætt þær við ýmsa aðha og flestum þótt þær mjög athyglisverðar. Fyrst og fremst þarf í næstu kjarasamningum á hausti kom- anda og með lagabreytingum á Al- þingi að tryggja það að verkalýðs- hreyfingin fái alfarið yfirráðarétt yfir lífeyrissjóðum meðlima sinna. Rök fyrir þessu eru þau að ef at- vinnurekendur greiddu ekki 6% af launum th lifeyrissjóðanna þá væru þessir peningar greiddir út sem laun og launin væru sem nem- ur þessum 6% hærri. Þetta er því hluti af launum fólks sem þvi ber að hafa yfirráð yfir, sem öðrum greiddum launum. Þeg- ar þessi lög væru komin í gegn (þótt erfitt kunni að verða) væri fyrst hægt að fara að skipa málum lífeyr- issjóðanna í þann farveg sem ég áht að ætti að gera, til stórra hags- bóta fyrir sjóðfélaga og lands- byggöina í hehd. Eg áht að hinir almennu lífeyris- sjóðir séu komnir ahlangt út fyrir þann ramma og þann tilgang sem þeir voru stofnaðir til. Það á að vera tilgangur þeirra númer eitt að borga sómasamlegan lífeyri til sinna félaga sem hafa greitt til sjóð- anna allt frá stofnun þeirra. En gera þðir það í dag? Ég álít að svo sé ahs ekki. Meðalgreiðsla á mánuði til sjóð- félaga frá Lífeyrissjóði Austur- lands var árið 1987 kr.. 5.375, 1988 kr. 7.315. Þessar greiðslur eru svo lágar að það er th skammar fyrir sjóðinn og raunar er efnahagsör- yggi lítt eða ekki borgið með slíkum greiðslum. Launþegi ákveði sjálfur Erfitt reynist að útskýra fyrir fólki til hvers það sé yfirhöfuð að greiða th þessara sjóða þar sem greiðslur þess skapa sárahtið efna- hagsöryggi á ævikveldi. Forráða- menn þessara sjóða reikna og reikna og reyna að telja sjóðfélög- um trú um að ekki sé hægt að borga meira því þá fari sjóðirnir á haus- inn upp úr árinu 2000 eða þar um bh. Á sama tíma eru þeir með millj- arða í öðrum hlutum: húsnæðis- kerfinu, alls konar bréfum og fast- eignum. Við skulum ekki gleyma því að þessir sjóðir voru stofnaðir th að borga sómasamlegan lífeyri en ekki th að fjármagna flestar meiri háttar ijárfestingar í þjóðfélaginu, hvort heldur húsbyggingar eða annað. Þeir verða að huga fyrst að þeim sem gegnum árin hafa borgað í þessa sjóði og myndað þar með þetta mikla íjármagn. Þeir sem gegnum árin, allt frá 1970, hefur verið talin trú um að þessar greiðslur ættu að skapa þeim áhyggjulaust ævikvöld, horfa nú upp á að þetta er allt blekking. Þessar greiðslur hcifa ekki skapað það öryggi sem til var ætlast því þær eru svo lágar að þær skipta ekki verulegu máh í framfærsl- unni. Ekki síst ef nú á að fara að skera niður þessa hungurlús um 30-40% eins ög fram kemur í grein- inni um skihdbindingar lífeyris- sjóðanna þann 3. apríl sl. Hver verður þá greiöslan til lífeyrisþega ef þetta gengur eftir? Nánast ekkert í verðgildi eða 4-5000 krónur eða minna á mánuði. Ég legg til að ahir hinir 85 óverð- tryggðu lífeyrissjóðir verði lagðir niður í núverandi mynd og þeim skipt inn á lífeyrisbækur í þeim banka eða sparisjóði sem hver og einn launþegi ákveður sjálfur í sinni heimabyggð. Inn á þessar bækur verður lagður til að byrja með sá hlutur er við- komandi á í sínum lífeyrissjóði ásamt þeim vöxtum og verðbótum sem hann hefur borgaö til sjóðsins gegnum árin. Húseignir og aðrir íástafjármunir þessara sjóða verði seldir og verðmæti þeirra skipt inn á lífeyrisbækur eftir ákveönum reglum jafnóðum og greiðslur ber- ast inn fyrir þessum eignum. Haukur Þorleifsson „Ég legg til að allir hinir 85 óverð- tryggðu lífeyrissjóðir verði lagðir niður 1 núverandi mynd og þeim skipt inn á lífeyrisbækur.“ Innflutningurinn og Hagkaupsherrarnir Mér fannst það eiginlega með því ahra fróðlegasta sem ég hef heyrt og séð lengi þegar forstjóri Hag- kaups var fenginn til þess að tala til okkar neytenda í gegnum sjón- varp hér um daginn. Þar fengum við þau ótvíræðu skilaboð að hann væri til í að taka minna fyrir að selja okkur útlendar vörur en inn- lendar. Hann fær þrjátíu og fimm krónur fyrir að selja okkur eitt kíló af kart- öflum en ef þetta kartöflukíló væri erlent væri honum það mjög að skapi að taka fimm til tíu krónur fyrir þetta sama viðvik. - Eftir því sem mér skhdist er hann til í að beita sömu aðferðinni við kjúkl- inga, egg og svínakjöt og eflaust ýmislegt fleira ef svo ber undir. Álagning erfrjáls Af orðum forstjórans mátti skhja að prósentuálagning væri annað- hvort lögmál eða skylda. Álagning á vörur eins og kartöflur er frjáls og kaupmönnum er heimht að hafa hana enga ef þeim býður svo við að horfa. Þess vegna hlýtur að vera fróð- legt að vita hvers vegna kaup- maður eins og forstjóri Hagkaups leggur ekki sömu krónutölu á þær vörur, sem nefndar voru hér að framan, eins og hann er th í að sætta sig við ef vörurnar koma er- lendis frá. Þannig gæti hann nú þegar lækkaö verð þessara og sjálf- sagt enn fleiri vöruflokka, að KjaUaiinn Guðmundur Axelsson framhaldsskólakennari minnsta kosti þeirra sem hann vhl flytja inn. Annars er það dálítið furðuleg afstaða kaupmanns sem ber því meira úr býtum sem vörumar eru dýrari að vilja endilega fara að selja vörur sem hann fær minna fyrir að selja. - Mér dettur helst í hug að hann ætli sér að fremja einhvers konar táknrænt harakiri frammi fyrir alþjóð og fá svo að launum það að verða tekinn í dýrlingatölu að dáðinni drýgðri. Hvað gæti hangið á spýtunni? Það er ef til vhl ekki að undra þótt við, sauðsvartur almúginn, sem berjumst í því frá degi th dags að bera sem mest úr býtum til þess að ná endum saman, séum dálítið tortryggin þegar svona Messíasar rísa upp og ætla allt í einu að fara að færa stórfehdar fómir til þess eins aö við aumingjarnir höfum það dálítið betra. Öll vitum við að þeir sem flytja inn vörur th endursölu em kallaðir hehdsalar. Hinir sem selja vörum- ar í lokin kallast smásalar. Srnnir þeir sem flytja inn vörur era í raun og vera bæði hehdsalinn og smá- salinn og fá þannig bæði hehdsölu- „Eg hef það á tilfinningunni að sá sem gefur svona yfirlýsingar sé búinn að hafa okkur neytendur að fíflum lengi.“ Minna tekiö fyrir að selja okkur útlendar vörur en innlendar? og smásöluálagninguna af þeim vörum sem þeir flytja inn ogselja. Einnig er því stundum haldið fram, með réttu eða röngu, að sum- ir fái að auki greidd svoköhuð umboðslaun erlendis og ahavega hafa opinberir aðhar stundum haft efasemdir um að slíkar umboðs- launagreiðslur skili sér ætíð ahar þangað sem þeim er ætlað að fara. Kannski syndaaflausn? Af þessu má ljóst vera að með því að kaupa kartöflur erlendis og flytja þær th landsins á því verði sem Hagkaupsstjórinn hefur gefið upp að sé raunverulegt innkaups- verð, era ahar líkur á því að hann tapi htlu sem engu þótt þessi háttur verði upp tekinn því að hann yrði bæði hehdsalinn og smásalinn - og kannski jafnvel umboðslaunaþeg- inn líka ef þannig vih verkast. Auðvitað ættu bæði ég og aðrir að láta vera að öfundast yfir hugs- anlegum gróöa þeirra Hagkaups- manna af þessum væntanlegu við- skiptum þeirra því að samkvæmt kenningunni græðum við líka. En mér finnst það skrambi hart að heyra kaupmann lýsa því yfir skýrt og skorinort að hann heföi auðveld- lega getað selt okkur vörar á lægra verði en hann gerir heföi hann bara kært sig um. Ég hef það á tilfinningunni að sá sem gefur svona yfirlýsingar sé búinn að hafa okkur neytendur að fíflum lengi ef þetta hreirhega jaðr- ar ekki við að hann hafi veriö að dunda sér við að féfletta okkur. Ég er satt að segja ekki trúaður á að þetta breytist. - Nema viðkomandi ætli sér með þessu að kaupa sér syndaaflausn að kaþólskum sið? Guðmundur Axelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.