Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 25
24 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. Iþróttir Stórsigrar hjó Mílanó-llðunum Inter Milano, sem vann ítalska meist- aratltilinn um síð- ustu helgi, vann ör- uggan sigur á Lazio, 1-3, í 1. deOdinni i gær. Ramon Diaz skoraði tvö af mörkum Inter Milano og Bergomi eitt. Leik- menn AC Milano voru einnig á skotskónum gegn Roma. AC Milano skoraöi Qögur mörk og voru Tassotti, Marco Van Bast- en og Baresi þar að verki. FlJórða markiö var sjálfsmark. Þremur umferðum er ólokiö. Úrsiit í l. deild: Atalanta - Juventus.......0-0 Cesena - Pisa........... l-ö Fiorentina - Lecce........1-1 Lazio - Inter ...... .....1-3 AC Milan - Roma...........4-1 Napoli - Sampdoria........1-1 Pescara - Corao...........1-1 Torino - Ascoli...........1-1 ' Verona-Bologna...........0-0 Japan í efsta sæti í Asíu-rlðlinum Japan sigraði ná- granna sína frá N- Kóreu, 2-1, í Asíu- riöli forkeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspymu í Tokýo í gær. Jap- anir eru efstir í riðlinum en keppnin er mjog jöfli og spenn- andi. í sama riöli áttust einnig við Hong Kong og Indónesía í Hong Kong og skildu þjóöimar jafhar, 1-1. Staðan í riölinum er nú þessi: Japan.......3 1 2 0 3-2 4 N-Kórea....3 1113-33 Indónesía....3 0 3 0 2-2 3 HongKong..3 0 2 1 2-3 2 í HmTi badminton Kínverjar era sigur- sælir á HM í badmin- ton sem nu þessa dagana fer fram i Ja- karta í Indóneslu. í úrslita- leiknum í einliðaieik í karla- flokki sigxaöi Yang Yang hinn efniiega Ardy Wiranata frá Indónesíu, 15-10, 2-15 og 15-5. í kvennaflokki sigraði lingwei löndu sína Huang Hua, 11-6 og 12-9. • Ólafur Pétursson, markvöröur Keflvíkinga, heldur öruggum höndum um knöttinn í leik Fram og Keflvikinga í gærkvöldi. Guðmundur Steinsson er við öllu búinn. DV-mynd Gunnar Islandsmótið 1 knattspymu: „Verðum að taka okkur Ferðír Akraborgar á heimaleikilA Knattspyrnufélagið ÍA hefur náð sam- komulagi við útgerð Akraborgarinnar um afsiátt fyrir gangandi vegfar- endur fram og tU baka með Akraborginni i tengslum við heimaleiki ÍA á íslandsmóttnu 1 knattspymu. Til að geta nýtt sér atsláttinn veröur að kaupa pakka, þ.e. miöa með Akra- borgtnni fram og til baka og miða á viðkomandi leik. Sér- stakir sölumenn sjá um þessa pakkasölu. Verð pakkans fyrir böra yngri en 14 ára er krónur 450 og krónur 900 fyrlr þá sem eru eldri en 14 ára. Knattspymuskólí KR Knattspymuskóli KR er fyrir böra á aldrin- um 6-12 ára. Kennsl- an fer fram á gras- völium félagsins og í íþróttasöl- um ef siæmt er veður. Á hvexju námskeiði eru tveir hópar. Klukkan 9-12 og 13-16- Nám- skeiöin veröa fimm, 5.-16. júní, 19.-30. júní, 3.-14. julí, 17.-28. júlí og 9.-22 ágúst. Skráning fer firam í síma 27181 milli kl. 13 og 14 virka daga. Námskeiðs- gjald er 2.500 krónur. Kennari verður Geir Þorsteinsson. saman í andlitinu“ segir Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir jafntefli liðs hans gegn ÍBK, 1-] „Ég er óhress með að hafa ekki unnið leikinn. Við áttum í það minnsta fjögur dauðafæri sem fóru í súginn. Baráttan í liðinu var í lagi í leiknum og við vorum mun meira með knöttinn. Það er samt greinilegt á öllu að við verðum að taka okkur saman 1 andiitinu. Við megum ekki heldur gleyma því að talsverð for- föll eru í hðinu vegna meiðsla sterkra leikmanna. Við verðum að nýta tæki- færin betur í næsta leik,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari íslandsmeistara Fram, í samtah við DV eftir leik Fram og Keflavíkur á Laugardalsvelhnum í gærkvöldi. 'Liöin skildu jöfn, 1-1, eftir marka- lausan fyrri hálíleik. Leikurinn var lengst af ekki mikið fyrir augað. Fram- arar voru öllu meira með knöttinn í fyrri hálíleik. Fyrsta marktækifærið kom ekki fyrr en á 14. mínútu leiksins er Helgi Bjamason átti skalia yfir mark Keflvíkinga. Suðumesjamenn léku sterkan vamarleik þannig að Framarar áttu í hinum mestu erfiðleikum með að finria leið í gegnum vömina. Keflvík- ingar komust næst því að skora á 25. mínútu er Kjartan Einarsson skaut. góðu skoti af stuttu færi en Birkir Krist- insson markvörður varði vel. Skömmu síðar var Guðmundur Steinsson í ákjósanlegu færi, komst einn inn fyrir vöm Keflvíkinga eftir góða sendingu frá Pétri Ormslev en Guðmundur hitti ekki knöttinn. Síðari hálfleikurinn var öllu líflegri en langt frá því að hrópa húrra fyrir. Fyrstu tuttugu mínútur hálfleiksins gerðist ekkert markvert. Leikmenn beggja Uða vom ekki með hugann við að leika knattspymu. Smám saman fór að örla á knattspymu. Sókn Fram fór aö þyngjast og á 64. mínútu skoraöi Guðmundur Steinsson fyrir Fram af stuttu færi eftir sendingu frá Antoni Markússyni. Þremur mínútum síðar var Guðmundur nálægt því að bæta við öðru marki en fast skot hans hafnaði í stönginni. Keflvíkingar jöfnuðu nokkuð óvænt á 71. mínútu en fram að því var sóknar- leikur þeirra lítið ógnandi. Markið var sérlega glæsfiegt. Sigurjón Sveinsson gaf langa aukaspymu inn í vítateig Framara og þar stökk Jóhann Júlíus- son hæst allra og skallaði laglega í ne- tið. Undir lok leiksins sóttu Framarar ákaft og fengu tækifæri til að bæta við marki en klaufaskapur þeirra kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri í leiknum. Ákveðinn kraft vantar í leik Framliðs- ins um þessar mundir hvað sem veld- ur. Þrjá fastamenn vantaði í hð Fram, Ragnar Margeirsson er meiddur, Ómar Torfason var í leikbanni og Arijótur Davíðsson á viö meiðsli að stríða. Keflvíkingar mega vel við úrslitin una. Þeir komu til leiks með því hugar- fari að berjast og þaö gerðu þeir svo sannarlega. • Maðurleiksins:Pétur Amþórsson. • Dómari: Sæmimdur Víglundsson * • Áhorfendur: Um 500. -JKS Knattspyma - 1. delld kvenna: Sigur Skagakvenna - lögðu KA-konur, 5-0 í gær fór fram leikur ÍA og KA í 1. deild kvenna í knattspymu. Skagastúlkumar réðu lögum og lofum á vellinum og sigraðu örugg- lega, 5-0. Ásta Benediktsdóttir skoraði tvö mörk og þær Margrét Ákadótt- ir, Jónína Víglundsdóttir og Halldóra Gylfadóttir eitt mark hver. Stjörnusigur á norðanstúlkum Þórs Á laugardag léku Stjarnan og Þór. Leikurinn var mjög jafn framan af en þaö vom Stjömustúlkurnar sem náðu að nýta færin og sigruðu, 3-0. ■ Mörk Stjömunnar skoruðu þær Kristín Þorvaldsdóttir, Hrund Grétars-V | dóttir og Guðrún V. Ásgeirsdóttir sem innsiglaði sigur Stjömunnar með stórglæsilegu marki af um 25 metra færi í slána og inn. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. 25 íslandsmótið 1 knattspymu: Valsmenn komnir í efsta sætið Bikarmeistarar Vals komust á toppinn í Hörpu-deildinni í gær- kvöldi eftir sigur á nýliðum FH-inga á Kaplakrikavelli. Leiknum lauk með 0-1 sigri Valsmanna þrátt fyrir að Hafnfirðingar hafi ráðið lengst af gangi leiksins. Valsmenn vom í raun heppnir með að hafa farið með öll þijú stigin úr Kaplakrikanum. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og áttu ágætar sóknir fyrstu mínú- tumar. Þegar stundarfjórðungur var liðinn fengu Valsmenn vítaspymu. Heimir Karlsson var kominn inn fyr- ir vítateiginn og var bmgðið af vam- armanni FH. Atli Eðvaldsson skoraði framhjá Halldóri Halldórssyni, sem var þó ekki langt frá því að veija. Eftir markið bökkuðu Valsmenn aft- ar á völlinn og FH-ingar náðu tökum á miðjunni. Þrátt fyrir það náðu FH-ingar ekki að skapa sér nein tæk- ifæri í fyrri hálfleik. Valsmenn voru þó ekki langt frá því að auka foryst- una þegar Heimir lék í gegn og var í góðu færi en var óeigingjam og gaf inn á Láms Guðmundsson sem var rangstæður. FH-ingar voru nálægt því að jafna á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar Magnús Pálsson komst einn í gegn um vörn Valsmanna en Bjarni bjargaði meistaralega með úthlaupi. FH-ingar vom sterkari á miðjunni og fengu fleiri ákjósanleg færi. Hörð- ur Magnússon fór af miklu harðfylgi upp kantinn og gaf vel fyrir en Pálmi eftir 0-1 sigur á FH-ingum í Kaplakrika Jónsson skaut hársbreidd framhjá. Skömmu síðar var Pálmi aftur ná- lægt því að skora en Bjami varði skalla hans af stuttu færi. Hinu meg- in var Lárus Guðmundsson í sann- kölluðu dauðafæri og var á markhnu en einhverjinn tókst honum ekki að koma boltanum yfir marklínuna. Valsmenn léku mjög aftarlega og beittu löngiun sendingum fram völl- inn sem var lítið augnayndi. Þeim tókst að halda fengnum hlut því sóknir FH-inga voru mjög fáím- kenndar síðustu mínúturnar. í Valshðinu var Atli Eðvaldsson lykilmaður aö vanda og var alls stað- ar á vellinum. Sævar Jónsson var einnig mjög sterkur í vöminni. Halldór Áskelsson var sprækur og einnig átti Heimnir Karlsson ágætan leik. Valshðið spilaði mjög varlega og tók ekki miklar áhættur. Liðið lék aftar á vellinum en oft áður en vöm liðsins er gífurlega sterk og hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni. FH-hðið reynir á köflum of mikið spil og oft em leikmenn hðsins of seinir fram völlinn. Miðjan kom ágætlega út og vömin var ömgg en lítill bitleiki var í sókninni. Hörður Magnússon átti þó ágætan leik og olh nokkrum usla í Valsvöminni og Ólafur Jóhannesson var sterkur fyr- ir að vanda á miðjunni. Dómari: Gylfi Orrason........** Maður leiksins: Ath Eðvaldsson, Val. -RR • Heimir Karlsson er hér á fullri ferð í leik FH og Vals á Kaplakrikavelii í gærkvöldi. Björn Jónsson, FH-ingur, reynir að stöðva hann og tókst það í þetta skiptið. Valsmenn sigruðu I leiknum og komust á toppinn i 1. deild. DV-mynd Gunnar _____________íþróttir 5 leikir í 3. deild í kvöld Fimm Mkir em á dagskrá í 3. deild íslandsmótsins knatt- spymu í kvöld. ÍK úr Kópavogi leikur gegn Badmintonfélagi ísa- fjaröar, Grindavík og Leiknir leika í Grindavík, Hveragerði og Víkverji leika fyrir austan, Þrótt- ur og Grótta á gervigrasinu í Laugardal og loks leika Aftureld- ing og Reynir frá Sandgerði í Mosfelisbæ. -JKS f Jlq , l.deíld f staðan X Þór-KA..............0-0 ÍA - Víkingur..... 0-2 FH-Valur...„..... .0-1 Fram-ÍBK.......... 1-1 Valur.....3 2 1 0 3-0 7 KA........3 1 2 0 3-1 5 FH........3 1112-24 Fram......3 1113-44 Þór.......3 1112-34 Fyliör....2 10 13-23 Vödngur...3 1 0 2 2-2 3 KR........2 10 12-33 Akranes...3 1 0 2 3-5 3 Keflavík..3 0 2 1 2-3 2 Þriðju umferðinni lýkur í kvöld með leik KR og Fylkis á KR-veli- inum kl. 20.00. Á fimmtudag eig- ast við Valur - Vikingur, IBK- Þór og FH-Fram. A fóstudag leika KA-KR og Fylkir-Akur- nesingar. -JKS í söludeildum Pósts og síma býðst þér gott úrval af vönduðum símtœkjum auk alhliða símaþjónustu Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan úrvalsbúnað og örugga viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Hjá okkur færðu gott úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum greiðslukjörum. PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.