Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 1989. í VÍ' | / ,lí^ . i I r ) A r! I T J t\ iVi Iþróttir Jafntefli á Ólafsfirði i fjorlegri viðureign Kormákur Bragascm, DV, Ólafafirði: Leiftur frá Ólafsfirði og Víðir úr Garði skiidu jöfii, hvorugu lið- inu tókst aö skora, í leik liðanna í 2. deild islandsmótsins í knatt- spymu. Leikurinn fór fram á malarvellinum á Ólafsfirði á laugardaginn var. Leikurinn byijaði Qörlega. Leiftur var nærri því að skora strax á 2. mínútu er Gustaf Ómarsson átti hörkuskot í slá. Skömmu síðar munaði litlu að Víðir skoraði eftir hörkusókn en Leiftur bjargaði í hom. Fallegt spil sást hjá báðum liðum í fyrri hálfleik en Leiftur var þó nær því að skora. Friðgeir Sigurðsson komst 1 tví- gang í góð færi en markvörður Víðis bjargaði i bæði skiptin vel. Bjöm Ingimundarson var einnig í góöu færi fyrir Víði undir lok leiksins en knötturinn fór rétt fram hjá markinu. Strax í upphafi seinni hálfleiks var Björa aftur á ferðinni en Þor- valdtu- Jónsson var á réttum stað í markinu og varði vel. Um miðj- an síðari hálfleik átti Friðgeir alla möguleika á að færa Leiftri for- ystu en hann skaut yfir frá mark- teig í ákjósaniegu tækifæri. Sókn Leiftursmanna þyngdist eftir því sem á seinni hálfleikinn leið en Víðismenn vörðust vel. Talsverð harka færðist i leikinn undir lokin og fékk Vilhjálmur Einarsson að sjá gula spjaidið. Hafsteinn Jakobsson átti góðan leik fyrir Leiftur, barðist virki- lega vel en liðið var annars frekar jafnt í leiknum. Bjöm Vilhelms- son var bestur í liði Víöis en liðið lék skynsamlega. • Maður leiksins: Hafsteinn Jakobsson. • Áhorfendur vora um 350. Ekkert skorað í rokinu á Króknum Þódidlur Asmundas., DV, Sauöáiicróki: Það mátti greina á leik Tinda- stólsmanna að þeir mættu full- öryggir til leiks gegn Einherja á Sauðárkróki sL laugardag. Leiknum lyktaði með marka- lausu jafnteffi. Leikmenn Ein- herja voru mun ákveðnari í fyrri hálfleik og byrjun þess síöari en síöustu þijátíu mínúturnar vökn- uöu Tindastólsmenn til lífsins. Miðið við gang leiksins vora úr- slitin sanngjöm. Marktækifæri beggja liða voru sárafá. Einherjaliðið barðist vel í leikn- ura. Þaö lék gegn sterkum vindi í fyrri hálfleik en leikmönnum Tindastóls tókst ekki aö færa sér vindinn í nyt Eysteinn Kristinsson var best- ur ieikmanna Tindastóls en einn- ig vora Ólafur Adólfsson og Árni Olason sterkir. Njáll Eiðsson var bestur Einherjamanna en annars barðist allt liöið vel. • Maður leiksins: Eysteinn Kristinssoa • Áhorfendur: Um 300 talsins. Knattspyma-íslandsmótið í 2. deild: Blikar bæta við sig - unnu ÍR-inga, 3-0, í Breiðholtinu á laugardag Bhkar voru hins vegar bráðfljótir í skyndisóknum sín- um og var Róbert Haraldsson einna erfiðastur varnar- mönnum ÍR-inga. Undir leikslok skoraðu síðan þeir Grétar Einarsson, með glæsilegum skalla, og Jón Þórir Jónsson, eftir að Þorsteinn, markvörður ÍR, hafði varið þrumuskot utan úr teig. Nágrannaslagur þessara hða tók annars mikinn ht af vondum brotum enda gerði dómari leiksins sér lítt far um að hemja leikmenn að því leytinu. Á hinn bóginn var dómarinn skjótur eftir spjöldum ef leikmenn virtust finna að framgöngu hans á velhnum. Bestu menn Breiðabliks voru þeir Róbert Haraldsson og Arnar Grétarsson sem báðir áttu ágæta spretti. Lið ÍR var nokkuð jafnt en í heildina skorti bit í sókn- ina, gegnumbrot á köntunum og fyrirgjafir. Þá sváfu varnarmenn hðsins á verðinum á lokamínút- unum. Maöur leiksins: Róbert Haraldsson. -JÖG Breiðablik hafði betur gegn ÍR í Breiðholtinu á laugar- dag. Lyktir urðu 3-0 og var eitt mark gert í fyrri hálf- leik en tvö eftir hléið. Leikurinn, sem var liður í 2. deildar keppni karla í knattspymu, var í jafnvægi framan af en Breiðhyltingar voru þó örlítið skæðari og áttu skot í slá snemma leiks. Það var hins vegar Heiðar Heiðarsson sem tók foryst- una fyrir Breiðablik skömmu síðar eftir langt innkast. Fékk hann boltann á auðum sjó í vítateignum og þrum- aði í netið. Eftir mark hans var barátta mikil í báðum liðum, ÍR- ingar höfðu þó eilítið meira svigrúm án þess að skapa sér veruleg markfæri. Náðu þeir því ekki að jafna metin. í seinni hálfleik, sem var keimlíkur þeim fyrri, urðu Breiðhyltingar fyrir gríðarlegu áfalli. Tryggvi Gunnars- son, framherji þeirra, var þá fluttur á brott með sjúkra- bifreið en hann hafði hlotið þungt höfuðhögg og lá eftir óvigur á vellinum. Viö þetta áfall fór broddurinn nokkuð úr sóknarleik ÍR-inga en lið þeirra hafði þó ívið meiri tök á leiknum. • Jón Þórir Jónsson skoraði marka Breiðabliks. • ÍR-ingurinn Bragi Björnsson á í höggi við einn leikmanna Breiðabliks. Lið Breiðabliks fór með öll stigin heim úr Breiðholtinu. DV-mynd Gunnar Vítaskyttu Völsunga brast bogalistm - er Völsungur og Stjaman skildu jöfh, 1-1, á Húsavík Jóhannes Sigurjónsaan, DV, Húsavik: Ágúst Guðmundsson, dómari i leik Völsungs bg Sljömunnar, hafði í nógu að snúast í leik lið- anna í 2. deild Islandsmótsins í knattspymu á Húsavik á laugar- daginn var. Ágúst dæmdi tvær vítaspymur í leiknum, sýndi tveimur leikmönnum gula spjald- ið og einum leikmanni var vikið af leikvelii. Liöin skildujöfn, 1-1, eftir aö Völsungar höfðu haft for- ystu í hálfleik, 1-0. Þetta var annar leikur beggja liöa á mótinu, bæði unnu sigra í fyrstu umferð mótsins. Talsverð- ar væntingar em bundnar viö bæði liðin í 2. defld í sumar og því var mikið í húfi fyrir bæöi í þessum leik. Leikurinn var harður en skemmtilegur og spennandi á köflum. Völsungar sóttu öllu meira framan af en Stjaman átti hættulegri tækifæri í fyrri hálf- leik. Á 23. minútu náðu Völsung- ar forystunni í leiknum. Hörður Benónýsson prjónaði sig skemmtilega í gegnum vöm Sijömunnar og skoraði laglega framþjá markveröi Stjömunnar. Það sem eftir liíöi fyrri hálfleiks geröist fátt markvert. Stjaman byijaði síðari hálfleik- inn með miklum látum og tókst að jafna metin á 60. mínútu. Haukur Eiðsson, markvörður Völsungs, braut á Valdimar Kristófer8syni innan vítateigs og dæmdi dómari leiksins umsvifa- laust vítaspymu. Ámi Sveinsson framkvæmdi spymuna og skor- aði af öryggi, 1-1. Eftir jöfnunarmark Stjömunn- ar færðist mikil harka í leikinn. Á 75. mínútu var dæmd önnur vítaspyma og féll hún að þessu sinni í skaut Völsunga. Brotið var á Jónasi HáUgrímssyni innan vítateigs. Jónas, sem ekki hefúr bmgöist bogalistin í 34 vitaspym- um í röð, lét verja frá sér. Þar rann gullið tækifærið fyrir Völs- unga til að ná forystunni í leikn- um út í sandinn. Skömmu síðar var Áma Sveinssyni vikið af leikvelh íyrir að sparka í andstæðing. Þegar á heildina er litið verða úrslit leiks- ins að teljast sanngjöm. Leikið var á malarvellinum sem er í góðu ásigkomulagi en grasvöllur Húsvíkinga er enn ekld tílbúinn fyrir átök sumarsins. Hörður Benónýsson var bestur Völsunga í leiknum og Unnar Jónsson stóð honum ekki langt að baki. Sveinbjöm Hákonarson var allt í öllu hjá Stjörnunni en Valdimar Kristófersson var einn- ig mjög skæður í öllum sóknar- leik Garöbæinga. Maöur leiksins: Sveinbjörn Há- konarson. Áhorfendur: 370. Góð ferð Eyjamanna - lögöu Selfyssinga Sveirrn Helgason, DV, Seifossi: Lið Selfyssinga beið lægri hlut á heimavelli sínum fyrir liði Eyja- manna, 1-2, í 2. deild karla. Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1. „Þetta var baráttuleikur og spurn- ingin hvort liðið hefði heppnina meö sér. Að þessu sinni voru það Eyja- menn,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrir- liði Selfyssinga, við DV. Tómas Tómasson, leikmaður Eyja- manna tók í sama streng, kvað þetta baráttuleik og baráttan hefði snúist um hvort liðið færi á botninn. Selfyssingar byrjuðu betur og komst Einar Einarsson einn í gegn strax á 9. mínútu. Skot hans var þá varið í horn og úr hornspymunni kom mark heimamanna. Sævar Sverrisson nýtti sér þá skógarferð markvarðar og skallaði boltann í autt markið. Eyjamenn hresstust við að fá á sig mark en leikurinn var engu aö síður í nokkra jafnvægi. Sigurlás Þorleifs- son komst í dauðafæri en Guðmund- ur Erlingsson varði frá honum glæsi- lega. Hann kom hins vegar engum vörnum við á 26. mínútu þegar Tóm- as Tómasson skoraöi af stuttu færi fyrir ÍBV eftir mistök í vörn Selfyss- inga. Seinni hálfleikur var jafn og mark- aðist af baráttu. Bæöi liö áttu færi en Eyjamenn nýttu eitt sinna. Þá skoraöi Tómas sitt annað mark í leiknum. Kom þaö á 75. mínútu eftir þrumuskot utan úr vítateig. Mark Tómasar var gullfallegt. í kjölfar þess sóttu heimamenn ákaft en vöm gestanna var þétt fyrir. Þess ber aö geta aö leikurinn var spilaöur á möl. Bestu menn Selfyssinga voru þeir Sveinn Jónsson og Guömundur Erl- ingsson í markinu. Hjá ÍBV var Hlyn- ur Stefánsson sterkur á miöjunni en Tómas Tómasson telst þó maður leiksins. • 9o 2.deiid staðan ~J?~: UBK ...2 1 1 0 4-1 4 Völsungur... ...2 1 1 0 3-1 4 Víðir ...2 1 1 0 1-0 4 Stjaman ...2 1 1 0 3-2 4 ÍBV ...2 r 0 1 2-2 3 ÍR ...2 í 0 1 3-4 3 Leiftur ...2 0 2 0 1-1 2 Tindastóll.... ...2 0 1 1 1-2 1 Einherji ...2 0 1 1 1-3 1 Selfoss ... 1 0 0 1 0-2 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.