Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 22
mAnudacuk 5’ jú'ní' íé¥. Iþróttir Kristinn Guðnason sýndi Fán i efsta sæti í A-flokki. DV-mynd E.J. Efstu fimm vetra stóðhestarnir. DV-mynd E.J. Héraðsmót í RangárvaUasýslu: Besta sýningin á Hellu til þessa - hið árlega hestamót Geysis var haldið um helgina Hið árlega hestamót Geysis í Rang- árvallasýslu var haldið á .Hellu um síðustu helgi. Auk hinna hefðbundnu keppni gæðinga og kappreiðahrossa voru sýnd og dæmd 130 kynbóta- hross, víða að af landinu. Þetta mót var því talsvert meira umleikis en hestamót Geysis hafa veriö til þessa. Hvergi á íslandi eru íleiri hross í einu héraði en í Rangárvallasýslu og þar koma ávallt fram glæsilegir gæð- ingar á ári hverju. Otrúlega margir stóöhestar voru sýndir að þessu sinni, samtals 32, fleiri en á stærstu fjórðungsmótum. Þrír þeirra fengu 1. verðlaun, einn íjögurra vetra og tveir fimm vetra. Tíu komust í ættbók. Tæplega eitt hundrað kynbóta- hryssur voru sýndar. Ein hryssa, Glóð frá Strönd, fékk 1. verðlaun fyr- ir afkvæmi, 7,92 í einkunn, en þrjár hryssur fengu 1. verðlaun sem ein- staklingar, tvær sex vetra og eldri og ein fimm vetra. Að sögn Þorkels Bjarnasonar er þetta mesta og jafn- framt besta héraössýning á Hellu sem hann man eftir. Helstu úrslit mótsins urðu þessi: Gæðingakeppni í B-flokki gæðinga stóð efst Dimma, Sveins Runólfssonar, með 8,32 í ein- kunn. Rúna Einarsdóttir var knapi. Börkur, sem Þórður Þorgeirsson á og sat, fékk 8,05 og annað sætið, Gosi, Jóns Ágústssonar, sem Sigurður Sæmundsson sat, fékk 8,17 og þriðja sætið, Helmingur, sem Birna Jóns- dóttir á og sýndi, fékk 8,08 og fjórða til fimmta sætið og Ringó, sem Þór- hallur Steingrímsson á en Borghild- ur Kristinsdóttir sýndi, fékk 8,05 og fjórða til fimmta sætið. í A-flokki gæðinga stóð efstur Fáni, Marjolyn Tiepen, sem Kristinn Guðnason sýndi, með 8,50 í einkunn. Siggu-Brúna, Sigríðar Sveinsdóttur, sem Sigurður Sæmundsson sýndi, fékk 8,50 og annað sætið, Hlekkur, Fjólu Runólfsdóttur, sem Borghildur Kristinsdóttir sýndi, fékk 8,36 og þriðja sætið, Sölvi, Baldurs Jónsson- ar og Eiríks Guðmundssonar, sem Eiríkur sýndi, fékk 8,38 í einkunn og íjórða sætið og Geysir, sem Þorvald- ur Ágústsson á og sýndi, fékk 8,28 og fimmta sætið. Margir unglingar söðluðu fáka síiia og sýndu. í efsta sæti stóð Magnús Benediktsson á Nótu með 8,01 í ein- kunn, Áslaug Pálsdóttir varð önnur á Viljari með 8,01, Sara Ástþórsdóttir varð þriðja á Nátthrafni með 7,81, Þórunn Sigþórsdóttir varð fjórða á Andvara með 7,75. Elísabet M. Jóns- dóttir á Barða og ísleifur Jónasson á Gusti urðu jöfn í fimmta til sjötta sæti. í barnaflokki stóö efst Sigríður Theodóra Kristinsdóttir á Stjarna með 8,49 í einkunn. Elvar Þormars- son varð annar á Hrannari með 8,28, Rafn Bergsson þriðji á Funa með 8,19, Ómar Eyþórsson fjórði á Kviku með 8,17 og Pétur Snær Sæmundsson fimmti á Perlu með 8,27. Kynbótahrossin aldrei betri á héraðssýningu á Hellu Sem fyrr sagði hafa kynbótahross- in aldrei verið fleiri né betri. Tíu stóðhestar fengu 7,75 í einkunn eða meira og komust í ættbók. 64 hryssur fengu 7,50 í einkunn eða meira og komust í ættbók. Það er hærra hlut- fall en á viðlíka sýningum til þessa í Rangárþingi. Þrjár hryssur fengu 1. verðlaun. í flokki hryssna sex vetra og eldri voru þær tvær: Hrísla frá Laugarvatni, Bjarkar Snorrasonar, með 8,06 í ein- kunn og Melkorka frá Stóru-Heiði, Konráös Auöunssonar, með 8,01 í einkunn. í flokki fimm vetra hryssna var það Halla frá Ásmundarstöðum, Kristjáns Kristjánssonar, sem fékk 8,02 í einkunn. Fyrstu verðlauna stóðhestarnir voru einnig þrír. í flokki fimm vetra stóðhesta voru þeir tveir: Baldur frá Bakka, Baldurs Þórarinssonar, og Alberts Jónssonar, með 8,03 í ein- kunn, og Léttir frá Sauðárkróki, Sveins Guðmundssonar, með 8,02 í einkunn. Einn fjögurra vetra stóð- hestur fékk 1. verðlaun. Það var Pilt- ur frá Sperðli, sem er í eigu sameign- arbúsins Piltur sf. Piitur fékk 8,03 í einkunn. Helstu úrslit í kappreiðunum urðu þau að í 150 metra skeiði sigraði Sím- on, sem Sigurbjörn Bárðarson sat, á 14.9 sekúndum. í 250 metra skeiðinu sigraði sá gamli skeiðfákur, Börkur frá Kvíabekk, á 23,2 sekúndum. Knapi var Haraldur Briem. í 250 metra fplahlaupi sigraði Suzuki Er- lends Árnasonar á 19,1 sekúndu. Knapi var Tómas Örn Snorrason. í 350 metra stökki urðu hross frá Skaröi í þremur fyrstu sætunum. Elías, Guðna Kristinssonar, sigraði á 25.9 sekúndum. Knapi var Magnús Benediktsson. -EJ LUKKUPOTTUR VERALDAR, DV OG BYLGJUNNAR LUKKUSEDILL NR. 5 VINNINGUR: TVEGGJA VIKNA DVÖL Á L0S GEMEL0S Á BENID0RM MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNIVERÖLD Hlustaðu á Bylgjuna í dag, FERÐALÖGIN koma í þessari röð: Nafh: 1. IFI C0ULD -1927 2. ONE MOMENTIN TIME - WHITNEY HOUSTON 3. GETA PABBAR EKKI GRÁTIÐ - SÍÐAN SKEIN SÓL Ég heyrði ferðalögin leikin í ofangreindri röð á Bylgjunni, FM 98,9 í dag kl.________________ Heimilisfang:______________________________ Sími:____ Vinsamlegast látið seðilinn minn í Lukkupottinn 1989 svo ég fái tækifæri til að vinna tveggja vikna dvöl á Los Gemelos á Benidorm að verðmæti kr. 60.440,- í Veraldarferð þann 12. september næstkomandi. Póstleggðu seðilinn strax í dag. Merktu umslagið: LUKKUPOTTURINN 1989 SNORRABRAUT54 105 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.